Morgunblaðið - 08.09.2021, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Undankeppni EM U21 karla
Ísland – Grikkland ................................... 1:1
Kýpur – Liechtenstein..............................6:0
Staðan:
Kýpur 3 2 1 0 12:0 7
Grikkland 3 1 2 0 6:1 5
Ísland 2 1 1 0 3:2 4
Portúgal 1 1 0 0 1:0 3
Hvíta-Rússland 2 0 0 2 1:3 0
Liechtenstein 3 0 0 3 0:17 0
Lengjudeild karla
Fjölnir – ÍBV ............................................ 2:1
Staðan:
Fram 20 17 3 0 50:14 54
ÍBV 19 13 2 4 36:16 41
Kórdrengir 20 11 4 5 34:23 37
Fjölnir 20 11 3 6 35:20 36
Vestri 19 10 2 7 32:33 32
Grótta 19 9 2 8 37:34 29
Afturelding 19 6 5 8 35:37 23
Grindavík 20 6 5 9 33:40 23
Selfoss 20 6 3 11 33:42 21
Þór 20 5 5 10 29:33 20
Þróttur R. 20 4 2 14 35:47 14
Víkingur Ó. 20 1 2 17 21:71 5
3. deild karla
Ægir – Dalvík/Reynir .............................. 1:0
KFG – Víðir............................................... 1:1
Staðan:
Höttur/Huginn 20 12 3 5 36:26 39
Ægir 20 11 5 4 39:26 38
KFG 20 9 8 3 31:21 35
Elliði 20 11 1 8 43:32 34
Sindri 20 10 3 7 38:29 33
KFS 20 10 1 9 33:40 31
Víðir 20 7 6 7 30:33 27
Dalvík/Reynir 20 7 5 8 32:27 26
Augnablik 20 6 4 10 35:41 22
Einherji 20 6 1 13 34:47 19
ÍH 20 4 5 11 33:46 17
Tindastóll 20 3 6 11 32:48 15
4. deild karla
Seinni leikir um sæti í 3. deild:
Kormákur/Hvöt – Hamar........................ 1:0
_ Kormákur/Hvöt vann 2:1 samanlagt.
Vængir Júpíters – KH ............................. 0:2
_ KH vann 3:1 samanlagt.
_ Kormákur/Hvöt og KH leika í 3. deild á
næsta keppnistímabili. Þau mætast á laug-
ardaginn í úrslitaleik deildarinnar og þá
mætast einnig Hamar og Vængir Júpíters í
leik um 3. sætið.
Undankeppni HM
A-RIÐILL:
Aserbaídsjan – Portúgal.......................... 0:3
Írland – Serbía.......................................... 1:1
Staðan: Portúgal 13 stig, Serbía 11, Lúx-
emborg 6, Írland 2, Aserbaídsjan 1.
D-RIÐILL::
Bosnía – Kasakstan.................................. 2:2
Frakkland – Finnland.............................. 2:0
Staðan: Frakkland 12 stig, Úkraína 5,
Finnland 5, Bosnía 3, Kasakstan 3.
F-RIÐILL:
Austurríki – Skotland .............................. 0:1
Danmörk – Ísrael ..................................... 5:0
Færeyjar – Moldóva ................................ 2:1
Staðan: Danmörk 18 stig, Skotland 11, Ísr-
ael 10, Austurríki 7, Færeyjar 4, Moldóva
1.
G-RIÐILL:
Svartfjallaland – Lettland ....................... 0:0
Holland – Tyrkland .................................. 6:1
Noregur – Gíbraltar................................. 5:1
Staðan: Holland 13 stig, Noregur 13, Tyrk-
land 11, Svartfjallaland 8, Lettland 5, Gí-
braltar 0.
H-RIÐILL:
Króatía – Slóvenía .................................... 3:0
Rússland – Malta...................................... 2:0
Slóvakía – Kýpur ...................................... 2:0
Staðan: Króatía 13 stig , Rússland 13, Sló-
vakía 9, Slóvenía 7, Malta 4, Kýpur 4.
50$99(/:+0$
Danmörk
Skanderborg – Kolding ...................... 34:22
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í
marki Kolding og var með12% markvörslu.
Lemvig – SönderjyskE ....................... 30:27
- Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir
SönderjyskE.
Skanderborg – Odense ....................... 15:31
- Steinunn Hansdóttir skoraði 1 mark fyr-
ir Skanderborg.
.$0-!)49,
VÍS Bikarinn
16-liða úrslit karla:
ÍR – Þór Þ. ............................................ 93:89
Tindastóll – Álftanes ...........................100:70
Höttur – Keflavík ............................... 65:118
Vestri – Sindri....................................... 71:95
Njarðvík – Valur................................... 97:86
Grindavík – Breiðablik..................... 118:112
Stjarnan – KR..................................... 113:92
_ Í 8-liða úrslitum mætast: Tindastóll og
Keflavík, Stjarnan og Grindavík, Njarðvík
og Haukar, Sindri og ÍR.
57+36!)49,
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM karla:
Laugardalsv.: Ísland – Þýskaland .......18:45
Í KVÖLD!
HM 2022
Gunnar Egill Daníelsson
Kristján Jónsson
„Ég held að það þurfi ekkert að
segja fólki hversu góðir Þjóðverj-
arnir eru og geta verið. Þeir hafa
undanfarin tíu ár þróað sinn leik svo-
lítið í átt að nútímaknattspyrnu. Þeir
eru mjög sókndjarfir og geta spilað
mismunandi leikkerfi,“ sagði Arnar
Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari
karla í knattspyrnu, meðal annars á
blaðamannafundi í gær.
Íslendingar taka á móti Þjóð-
verjum í kvöld í undankeppni HM
karla í knattspyrnu. Þýskaland er
stórveldi í flestum skilningi. Efna-
hagslegt og pólitískt stórveldi en
einnig í íþróttum. Þessa tilteknu
keppni, heimsmeistarakeppnina,
hefur Þýskaland til dæmis tvívegis
unnið, síðast 2014, og Vestur-
Þýskaland vann keppnina auk þess
tvisvar.
„Þeir hafa undanfarin tíu ár þróað
sinn leik svolítið í átt að nútíma-
knattspyrnu. Þeir eru mjög sókn-
djarfir og geta spilað mismunandi
leikkerfi. Í þeim tveimur leikjum
sem þeir hafa verið að spila hafa ver-
ið ákveðnar áherslubreytingar hjá
þeim milli leikja. Það er mjög svipað
útlit á þeim með nýja þjálfarann og
var hjá fyrri þjálfara,“ sagði Arnar
einnig en allir í íslenska hópnum eru
leikfærir. Í gær voru leiðréttar rang-
færslur um að Albert Guðmundsson
væri í leikbanni vegna fjölda áminn-
inga. Svo er ekki en miskilninginn
má rekja til rangra upplýsinga frá
FIFA sem dreift var til fjölmiðla.
Goretzka kom af fjöllum
Hans-Dieter Flick tók við þýska
landsliðinu af Joachim Löw í byrjun
ágúst og hefur unnið fyrstu tvo leiki
sína við stjórnvölinn, 2:0 gegn Liech-
tenstein og 6:0 gegn Armeníu, en
báðir leikirnir voru á síðustu dögum í
undankeppni HM.
Flick gaf í skyn á blaðamannafundi
þýska liðsins í gær að Þjóðverjar
muni greina leik íslenska liðsins en
muni þó eyða meiri tíma í að þróa eig-
in leik.
„Við vitum að það eru breytingar í
gangi, uppbygging á nýju íslensku
liði. Við einbeitum okkur fyrst og
fremst að okkur sjálfum en við grein-
um andstæðinga okkar að sjálfsögðu.
Við skoðum til dæmis hvaða svæði á
vellinum gætu opnast sem við getum
nýtt okkur,“ sagði Flick og vildi ekki
nefna þegar hann var spurður hver
væri lykilmaður í íslenska liðinu.
„Það er bara liðið verð ég að segja.
Í hreinskilni sagt höfum við ekki skoð-
að mikið muninn á þeim leikmönnum
sem eru núna í hópnum og þeim sem
spiluðu í fyrri leiknum í Þýskalandi.“
Leon Goretzka, leikmaður þýska
liðsins, sagði á fundinum að honum
hafi ekki verið kunnugt um ofbeldis-
mál tengd leikmönnum íslenska
landsliðsins.
„Ég viðurkenni að ég hef ekki heyrt
af því þannig að ég get í rauninni ekki
sagt neitt um það. Fjarvera lyk-
ilmanna hefur auðvitað áhrif,“ sagði
Goretzka meðal annars en fleiri frá-
sagnir frá fundunum tveimur er að
finna á mbl.is frá því í gær.
Arnar og Eiður léku 2003
Eftir að Þýskaland sameinaðist á
ný árið 1990 hefur karlalandslið þess í
knattspyrnu sjaldan dregist í riðil
með Íslandi. Fyrir utan þá keppni
sem nú stendur yfir gerðist það þó í
undankeppni EM 2004. Mættust liðin
í tveimur leikjum haustið 2003. Leik-
irnir eru mörgum Íslendingum eft-
irminnilegir því þeir voru þeir tveir
síðustu hjá Íslandi í keppninni og Ís-
land átti möguleika á að komast á
EM. Gerðu liðin markalaust jafntefli
á Laugardalsvelli en Þýskaland vann
3:0 í Hamborg og komst áfram.
Arnar Þór Viðarsson kom inn á
sem varamaður í leiknum á Laug-
ardalsvellinum fyrir átján árum og
aðstoðarmaður hans, Eiður Smári
Guðjohnsen, var í byrjunarliðinu.
Rúnar Kristinsson og Jóhannes Karl
Guðjónsson voru auk þess í byrj-
unarliðinu en þeir eru feður Rúnars
Alex Rúnarssonar og Ísaks Berg-
manns Jóhannessonar.
Ekki þörf á fræðslu um getu
Þjóðverja í knattspyrnunni
- Stórveldi mætir Íslandi á Laugardalsvelli - Allir í íslenska hópnum leikfærir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
2003 Eiður Smári Guðjohnsen reynir skot að marki Þjóðverja í leiknum fyrir átján árum. Christian Wörns gerir til-
raun til að komast fyrir og Frank Baumann fylgist með. Andri Lucas, sonur Eiðs, gæti komið við sögu í kvöld.
Kaupmannahöfn þar sem þeir Yussuf Poulsen,
Simon Kjær, Andreas Skov Olsen, Thomas Del-
aney og Andreas Cornelius skoruðu mörk danska
liðsins. Í sama riðli unnu Færeyjar sinn fyrsta sig-
ur í undankeppninni gegn Moldóvu í Þórshöfn en
leiknum lauk með 2:1-sigri Færeyja þar sem þeir
Klæment Olsen og Heini Vatnsdal skoruðu mörk
færeyska liðsins. Danir eru með 18 stig í efsta sæti
riðilsins og hafa sjö stiga forskot á Skotland þegar
fjórum umferðum er ólokið en Færeyjar eru í
fimmta og næstneðsta sætinu með 4 stig.
Þá skoraði Antoine Griezmann tvívegis fyrir
Frakka sem unnu 2:0-sigur gegn Finnlandi í Lyon.
Frakkar hafa hikstað í undanförnum leikjum sín-
um en þrátt fyrir það er liðið í efsta sæti D-riðils
með 12 stig.
Erling Braut Haaland gerði sér lítið fyrir og skor-
aði þrennu fyrir Noreg þegar liðið vann 5:1-
stórsigur gegn Gíbraltar í G-riðli undankeppni
HM 2022 í knattspyrnu í Ósló í gær.
Framherjinn, sem er 21 árs gamall, hefur nú
skorað 9 mörk í 14 landsleikjum en Haaland lék
sinn fyrsta landsleik árið 2019.
Hollendingurinn Memphis Depay lét ekki sitt
eftir liggja þegar kom að markaskorun og skoraði
líka þrennu í 6:1-sigri Hollands gegn Tyrklandi í
Amsterdam í sama riðli.
Holland og Noregur eru í efstu tveimur sætum
riðilsins með 13 stig hvort en Tyrkland kemur þar
á eftir með 11 stig.
Danmörk er á hraðri leið til Katar en liðið vann
5:0-sigur gegn Ísrael í F-riðli undankeppninnar í
Danmörk með fullt hús stiga
AFP
9 Erling Braut Haaland heldur áfram að raða
inn mörkunum fyrir norska landsliðið.
Fjölnismenn og Kórdrengir geta enn leyft sér
að vonast eftir sæti í úrvalsdeild karla í knatt-
spyrnu á Íslandsmótinu á næsta ári þótt lang-
líklegast sé að ÍBV fylgi Fram upp úr Lengju-
deildinni, þeirri næstefstu.
ÍBV gat í gær tryggt sér 2. sætið í deildinni
og þar með sæti í úrvalsdeildinni með sigri
gegn Fjölni í Grafarvogi. Það tókst ekki þótt
Sito kæmi ÍBV yfir á 2. mínútu. Michael Bak-
are skoraði á 60. og 85. mínútu fyrir Fjölni sem
vann 2:1. ÍBV á þrjá leiki eftir en Kórdrengir
og Fjölnir tvo. ÍBV nægir að vinna einn leikj-
anna til að fara upp. kris@mbl.is
Fjölnir á veika
von eftir sigur
gegn ÍBV
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grafarvogur Leikmenn Fjölnis og ÍBV athafna sig í kvöldsólinni í borginni í gær.