Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 40

Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 40
Sérfræðingur - Orkuviðskiptahópur RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins með meginstarfsemi í dreifingu raforku. Starfsfólk RARIK eru um 200 og starfsstöðvar 20. RARIK gefur út um það bil 600.000 orkureikninga á ári. Því fylgir þjónusta, úrvinnsla og eftirfylgni. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er í örri þróun sem kallar á nýjar lausnir. RARIK vinnur að stafrænum lausnum tengdum orkuviðskiptum, en í því felast tækifæri til starfsframa og þekkingaruppbyggingu. Nánari upplýsingar á www.rarik.is. Menntunar- og hæfniskröfur: RARIK ohf. óskar eftir að ráða sérfræðing inn í orkuviðskiptahóp upplýsingatæknideildar. Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til að vinna að rekstri og þróun á orkuviðskiptakerfi innan Dynamics Ax. Um fullt starf er að ræða og er starfsstöðin í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Þátttaka í daglegum rekstri og þróun orkuviðskiptakerfis • Aðstoð við úrlausn mála þvert á starfsemi Rarik, s.s. varðandi notendaþjónustu, greiningar og úrvinnslu, ferlavinnu o.fl. • Samskipti og upplýsingagjöf til ytri aðila og starfsmanna RARIK Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. • Háskólamenntun í viðskipta- eða tölvunarfræði • Þekking og reynsla á sviði viðskipta og/eða upplýsingatækni • Þekking og áhugi á viðskiptagreind (BI) er æskileg • Jákvæðni, lipurð í samskiptum og góðir samstarfshæfileikar • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Tæknifræðingur Háfell ehf. er alhliða jarðvegsverktaki. Helstu verkefni hafi falist í gatnagerð, vegagerð og jarðgangagerð auk annarrar jarðvegsvinnu af öllum stærðargráðum bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Háfelli starfa 24 starfsmenn, samhentur hópur á öllum aldri með metnað til að skila góðu verki. Innan fyrirtækisins er virkt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar um Háfell má finna á ww.hafell.is. Menntunar- og hæfniskröfur: Háfell ehf. leitar að öflugum og metnaðarfullum tæknifræðingi til starfa. Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. • Mælingar, útsetningar og magntaka • Tilboðsgerð • Ýmis önnur tæknivinna Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. • Háskólamenntun á sviði tæknifræði • Reynsla af sambærilegum störfum • Þekking og reynsla af vinnslu með trimble mælitæki og þrívíð módel • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð og metnaður í starfi • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.