Morgunblaðið - 21.09.2021, Page 4

Morgunblaðið - 21.09.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mæling var gerð á Fagradals- hrauni 17. september. Teknar voru loftmyndir með Hasselblad- myndavél Náttúrufræðistofnunar Íslands úr flugvél Fisfélagsins. Gerð voru landlíkön eftir þessum myndum og þau borin saman við eldri gögn. Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands segir að mælingar sýni að hraunrennsli yfir átta daga tímabil frá fyrri mælingu þann 9. september, hafi verið 11,8 rúm- metrar á sekúndu. Það sé svipað hraunflæði og var lengst af í maí og júní en heldur meira en var í ágúst, að sögn Jarðvísindastofn- unar. Hraun hefur undanfarið runnið í Geldingadali og náð niður í Nátt- haga. Á tímabili rann það til norð- urs og fyllti upp í skika á milli norðurgíganna sem voru virkir í apríl og hásléttu Fagradalsfjalls. Hraunið hefur hrannast upp og nýtt hraun ekki náð að renna út að jöðrunum sem eru lengst frá gígn- um allt frá því í júlí. Komi löng tímabil samfelldrar virkni gæti hraun náð aftur að jöðrunum. Holrýmin í hrauninu hafa áhrif Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að inn í útreikninga á rúm- máli hraunsins sem byggðir eru á loftmyndum vanti að gera ráð fyrir holrýmum sem myndast í hrauninu. „Holrýmið getur verið mismun- andi mikið og fer eftir því hvernig hraunið flæðir. Það myndast mikið af skelhrauni sem er allt að 60-80% holrými,“ sagði Þorvaldur. Skel- hraunið myndar skel sem er aðeins nokkurra sentimetra þykk og undir er holrými. Ef nýtt hraun rennur yfir það þá brotnar skelin undan farginu og holrýmið fyllist. Það verður því minni breyting á heild- arrúmmáli hraunsins en ella. Skel- hraun hafa myndast í kringum gíg- ana, vel út í Geldingadali og víðar. Dæmi um svona atburðarás má sjá í gömlum hraunlögum. Þorvaldur segir að þegar horft er á línuritið yfir hraunrennsli og óvissugildin þá sé þetta allt innan óvissumarka. „Það sem skiptir mestu máli er að það er nokkuð jafnt streymi kviku þarna upp,“ sagði Þorvaldur. „Þótt ekki sé sjá- anleg yfirborðsvirkni, eins og í átta og hálfan dag þegar ekki sást neitt, þá getur kvika verið að pumpast inn. Ekki jafn mikið og venjulega en kvika samt að koma inn. Hún safnast líka fyrir og fer svo að flæða allt í einu og þá kemur topp- ur í framleiðnina. Ég held að flæðið hafi verið nokkurn veginn það sama allan tímann. Ætli það sé ekki einhvers staðar á bilinu 8-10 rúmmetrar á sekúndu? Ef það er reiknað sem þétt hraun, það er kvika án hol- rýma, þá er það sennilega á bilinu 6-8 rúmmetrar á sekúndu.“ Mjög dró úr gosóróa um helgina en hann virtist aftur vera á uppleið í gær. Þorvaldur sagði að síðasta hrina eða fasi gossins, sem stóð í tæpa fimm sólarhringa, hefði verið forvitnileg. Virknin hefði verið stöð- ug lengi vel og síðan hófst púlsa- virkni. 12. apríl 18. maí 11. júní 9. september Flatarmál hrauns, km2 151 4,82 17. september var flatarmál hraunsins um 4,82 ferkílómetrar sem er á við tæplega 700 Laugardalsvelli Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Náttúru- fræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands Hraunflæði, m3/sRúmmál hrauns, milljónir m3 11,8 Sem svarar til að vera tæplega 50 vörubíls- hlöss á mínútu mars apríl maí júní júlí ágúst sept. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. Hraunrennslið er um 11,8 rúmmetrar á sekúndu Stærð hraunbreiðunnar <= 20 m 20 - 40 m 40 - 60 m 60 - 80 m 80 - 100 m 100 - 120 m > 120 m Þykkt hrauns Fagradalsfjall Fagradalsfjall FagradalsfjallFagradalsfjall Meradalir MeradalirMeradalir Stóri-Hrútur Stóri-Hrútur Stóri-Hrútur Stóri- Hrútur Ná tt ha gi Ná tt ha gi La ng ih ry gg ur La ng ih ry gg ur La ng ih ry gg ur La ng ih ry gg ur Nátthaga- kriki Nátthaga- kriki Nátthaga- kriki Nátthaga- kriki Kort: Ragnar Þrastarson/ Veðurstofa Íslands/ Náttúrustofnun Myndataka úr lofti Pleiades-gervitungl TF-FMS sniðmælingar Riegel Lidar Hraunið er orðið um 151 milljón rúmmetrar Það myndi því fylla yfir 150 þúsund Laugardalslaugar Sífellt bætist í Fagradalshraunið Morgunblaðið/Björn Jóhann Nátthagi Hraunið hefur þykknað. Mikið hraun rann í Nátthaga 15. sept- ember. Þá seig hraunsléttan vestan og norðvestan gígsins um 3-4 metra. - Eldfjallafræðingur segir mikið holrými geta verið undir þunnri hraunskel - Nokkuð jafnt streymi Kíktu á blaðsíðu 7! 15% Farbannsúrskurður yfir manni sem er grunaður um hópnauðgun í maí á þessu ári hefur verið staðfestur í Landsrétti. Farbannið gildir til 11. nóvember klukkan 16. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að það mætti leiða líkur að því að maðurinn reyndi að koma sér úr landi þar sem hann sé af erlendu bergi brotinn. Landsrétt- ur taldi skilyrði farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur yfirgefi landið til þess að komast hjá fullnustu refs- ingar. Fyrir liggur rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar allt að sextán ára fangelsisrefsingu. Á hann að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann. Konan kærði atvikið til lög- reglu en sagðist hvorki vita hverjir gerendurnir væru né hvar brotið hefði átt sér stað. Konan lýsti atburðarásinni fyrir lögreglu þannig að hún hefði yfirgef- ið veitingastað í fylgd með manni og talið að þau væru á leið í samkvæmi. Maðurinn hafði þess í stað farið með hana í íbúð þar sem hann beitti hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Að því loknu kallaði maðurinn fram annan mann og sagði honum að gera slíkt hið sama. Farbanns- úrskurðurinn varðar seinni mann- inn, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Umfangsmikil rannsókn hefur staðið yfir í málinu og fundust í íbúð- inni, þar sem lögregla gerði húsleit, ýmsir munir sem taldir eru tengjast meintu broti. Til dæmis fann lögregla skó, fatn- að og muni sem tilheyra konunni, rúmfatnað, blóðugan pappír og far- tölvu. Nú er einungis beðið eftir nið- urstöðum úr lífsýnarannsókn. Farbann staðfest í nauðgunarmáli - Grunaður um hópnauðgun í maí Morgunblaðið/Hanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.