Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Barnavernd Reykjavíkur hefur sprengt utan af sér húsnæðið í Borgartúni 12-14. Því til viðbótar hefur aðstaðan þar verið óboðleg samkvæmt lýsingum. Til að bæta úr ástandinu hefur Reykjavíkur- borg tekið á leigu 1.600 fermetra húsnæði í Ármúla 4 sem er í eigu Regins. Leigusamningurinn er til 15 ára og er leigugjaldið 4.623.133 krónur á mánuði. Fram kemur í greinargerð fjár- mála- og áhættustýringarsviðs, sem lögð var fyrir borgarráð, að Barna- vernd Reykjavíkur hafi flutt í Borgartún 12-14 árið 2008. Á þeim 13 árum sem skrifstofan hefur ver- ið þar til húsa hefur starfsmönnum fjölgað í takt við fjölgun tilkynn- inga og mála sem eru til meðferðar hjá stofnuninni. Húsnæðið sé því orðið of lítið og ekki aðstaða þar fyrir alla starfsmenn. Í greinargerðinni er ófögur lýs- ing á þeim aðstæðum sem Barna- vernd Reykjavíkur hefur mátt búa við. Fundar- og viðtalsherbergi eru of fá og illa búin. Viðtalsherbergi eru nú fjögur. Flest þeirra eru mjög lítil og hljóðbært milli her- bergja og þannig mjög takmörkuð aðstaða til að taka á móti fjöl- skyldum með börn. Þá eru viðtals- herbergin nánast öll bókuð með löngum fyrirvara, sem sé mjög bagalegt þar sem oft þurfi að boða fólk fyrirvaralaust í erfið viðtöl, jafnvel með börnum og lögmanni. Fólk í viðkvæmri stöðu Skjólstæðingar Barnaverndar þurfa að mæta í anddyri í stjórn- sýsluhúsi þar sem oft er fjöldi fólks fyrir og ganga framhjá kaffistofu starfsmanna Barnaverndar og vel- ferðarsviðs til að mæta í viðtal. Um sé að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu og erfiðum aðstæðum. „Þetta snýst fyrst og fremst um persónuvernd skjólstæðinga Barna- verndar en einnig að tekið sé á móti fólki í aðstæðum sem veita ör- yggi og hlýju, eins og hægt er,“ segir í greinargerðinni. Vímuefna- próf eru tekin af skjólstæðingum Barnaverndar á starfsmanna- klósetti, þar sem aftur þarf að ganga framhjá kaffistofu, auk al- menns umgangs starfsmanna í salernisrýmum. Þetta séu óviðunandi aðstæður en í dag eru eingöngu þrjú salerni fyrir starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur og hluta af starfs- mönnum velferðarsviðs. Eignaskrifstofa borgarinnar fór í markaðskönnun í byrjun árs og var niðurstaðan sú að húsnæðið í Ár- múla 4 henti vel undir starfsemi Barnanefndar Reykjavíkur. Áætl- aður kostnaður við búnað á nýja staðnum er 30 milljónir króna. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að nú- verandi skrifstofur Barnaverndar á 5. hæð í Borgartúni 12-14 verði nýttar áfram af velferðarsviði borg- arinnar. Þrengsli og óboðlegar aðstæður Morgunblaðið/sisi Ármúli 4 Barnavernd Reykjavíkur flytur í nýja húsnæðið á næsta ári. - Barnavernd Reykjavíkur flytur úr Borgartúni í Ármúla - Vímuefnapróf af skjólstæðingum hafa ver- ið tekin á starfsmannaklósetti - Mikilvægt að tekið sé á móti fólki í aðstæðum sem veita öryggi og hlýju Alls greindust 44 með kórónuveiru- smit um helgina, 19 á laugardag og 25 á sunnudag. Af þeim voru samtals 16 í sóttkví. Þetta kemur fram á vefsíðunni Co- vid.is. Í gær lágu níu á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og í öndunarvél. Annar sem liggur inni er í kringum fertugt en hinn er eldri. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi ver- ið bólusettir við veirunni. Fimm voru lagðir inn um helgina en á móti voru einhverjir útskrifaðir. 309 voru í einangrun og hafði fækkað um 45 frá því fyrri tölur birt- ust á föstudag en hætt er að birta töl- ur um kórónuveirusmit um helgar. Þar af voru 187 í einangrun á höf- uðborgarsvæðinu, 27 á Suðurlandi, 20 á Austurlandi og 19 á Suðurnesj- um. 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 1. 0 0 íg æ r 44 ný innanlandssmit greindust sl. helgi (lau. 18. og sun. 19. sept.) 992 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 296 eru í skimunarsóttkví309 eru með virkt smit og í einangrun 9 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu 44 kórónuveirusmit greindust um helgina - Innan við helmingur var í sóttkví Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki hefur gerst í áratugi að meira en 200 dagar líði milli banaslysa í umferð á Íslandi, eins og nú er raunin. Síðasta slys varð 17. febrúar sl. þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Urriðaholti í Garðabæ og síðan eru 216 dagar. Alls hafa á árinu fjórir látist í umferðinni í þremur slysum, rétt eins og sést á slysaskiltinu svonefnda sem er við Suðurlandsveg í Svínahrauni Síðasta langa tímabil án banaslysa var 171 dagur; frá 28. ágúst 2017 til 15. febrúar 2015. Þetta er skv. slysa- skráningargrunni Samgöngustofu sem nær aftur til 1985. „Þetta ár lítur betur út en oft áð- ur hvað fjölda dauðaslysa viðvík- ur, þó að fjórir látnir séu vissu- lega fjórum of mikið,“ segir Þór- hildur Elínardótt- ir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við Morg- unblaðið. „Fækkun ferðafólks í tengslum við faraldurinn hefur þarna áhrif og ró- legri taktur í þjóðfélaginu almennt af af sömu orsökum. Því má segja að far- aldrinum hafi fylgt jákvæð þróun að þessu leyti. Þó er óvarlegt að hrósa sigri því tölurnar geta breyst hratt,“ segir Þórhildur ennfremur. Banaslys í umferðinni voru fyrr á árum mun fleiri en nú er. Árið 2006 létust 28, 23 árið 2999 og 22 árið 2002. Í seinni tíð hefur slysunum hins vegar fækkað, þó með nokkurri sveiflu milli ára. Í fyrra létust sjö, sex árið 2019 en 15 árið 2018. Forvarnir og sektir „Við vonum að þetta ástand haldist áfram,“ segir Árni Friðleifsson, varð- stjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Skýringin á fækkun slysa er ekki einhlít, nema þá kannski að fólk einfaldlega vandi sig og sýni aðgát. Forvarnir og fræðsla eru líka sterkur áhrifaþáttur; þar með talið að sektargreiðslur vegna hrað- aksturs og annarra umferðarlaga- brota eru orðnar miklu hærri en áður var.“ Fjórir eru látnir í umferð á árinu - Síðasta banaslys 17. febrúar - 216 dagar liðnir - Aldrei jafn langur kafli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svínahraun Slysaskiltið við Suðurlandsveg grípur jafnan athygli þeirra sem leið eiga um og talan sem uppi er sýnir fjölda látinna á hverjum tíma. Árni Friðleifsson Fundur með Geir H. Haarde Geir H. Haarde, fyrrv. formaður Sjálfstæðisflokksins er gestur á opnum hádegisfundi eldri sjálfstæðismanna á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12 á morgun. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.