Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
krafta er að ræða,“ sagði Óskar í
skriflegu svari og rökstuddi mál sitt
frekar.
Þarf að setja sig vel inn í málin
„Og í þeim verkefnum sem við er-
um að sinna er það reyndar nokkuð
algengt að farið sé af stað með verk-
efnistillögu sem síðan breytist nokk-
uð mikið eftir að farið er í notenda-
rannsóknir eða dýpri þarfagreiningu.
Einnig má nefna að þau störf sem
við veljum að ráða í frekar en að
kaupa [vinnuna hjá einkafyrirtækj-
um] eru öll þess eðlis að þau krefjast
þess að viðkomandi starfsfólk setji sig
mjög vandlega inn í innri starfsemi
borgarinnar. Þegar við höfum boðið
út sambærileg verkefni kemur það oft
upp að aðilar sem ljúka sínu verki, og
öðlast þessa miklu innsýn og reynslu,
eru síðan undirboðnir eða bjóða jafn-
vel ekki í [verkið] og þá þurftum við í
raun að greiða fyrir þessa sérhæfingu
aftur hjá nýjum birgja. Þessi störf eru
þannig dæmigerð störf sem fyrirtæki
eða stofnanir kjósa fremur að ráða í
frekar en að byggja upp sérþekkingu
hjá utanaðkomandi aðila þar sem sú
sérþekking hverfur úr skipulags-
heildinni við lok verkefna.
Þurfa að vera sveigjanlegir
Síðan má nefna að við áætlum að
keyra 4-6 breytingarferla í einu og þá
skiptir máli að hafa mannafla sem
hægt er að hreyfa til, eftir því hvernig
staðan er hverju sinni í mismunandi
verkefnum, en það er mjög erfitt í
gegnum rammasamninga eða hefð-
bundin útboð þar sem gerður er
samningur um afmarkað, skilgreint
verksvið,“ sagði Óskar og vék að
mannaflsþörf við stórverkefni.
„Að lokum langar mig að nefna að
það er auðvitað útilokað að skala
starfsemi eins mikið upp og verið er
að gera hér á tiltölulega stuttum tíma,
ásamt því að halda annarri fastri
starfsemi í skorðum, án þess að fjölga
starfsfólki tímabundið. Það þarf
nefnilega að tryggja farsæla innleið-
ingu og notkun á þeim vörum sem
þróaðar eða keyptar verða en við höf-
um mjög slæma reynslu af því þegar
innleiðingarhlutinn er vanræktur,
það getur verið mjög kostnaðar-
samt.“
Á sama róli og Vestur-Evrópa
Óskar var því næst spurður hvaða
aðrar borgir hefðu stuðst við sömu að-
ferðafræði, líkt og hann hélt fram í
Morgunblaðinu í síðustu viku.
Óskar sagði að þær væru fjölmarg-
ar „og í raun allar helstu höfuðborgir
Vestur-Evrópu“. Á það beri að líta að
stafræn umbreyting sé almennt ekki
langt komin hjá hinu opinbera, þótt
finna megi dæmi um mjög þróaðar
borgir, t.d. Shanghæ.
Nærtækast sé að nefna samstarfs-
borgir Reykjavíkurborgar í verkefn-
inu Build Back Better sem sé fjár-
magnað af Bloomberg Philanthropies
– Amsterdam, Washington, San
Francisco, Mexíkóborg og Bogota –
en þær séu „allar á sambærilegri veg-
ferð og Reykjavík og hafa valið að
innhýsa þróun og ákveðinni sérhæf-
ingu en úthýsa í staðinn minna sér-
tækum verkefnum. Það gerir Reykja-
vík líka og við erum t.d. nýlega búin
að úthýsa allri þjónustu við notenda-
búnað borgarinnar.“
Samkvæmt frumáætlun á að verja
1,8 milljörðum af alls 10,3 milljörðum
í kaup á búnaði fyrir endanotendur.
Óskar segir aðspurður að m.a.
verði um að ræða umfangsmikil kaup
á búnaði fyrir nemendur og starfsfólk
í skóla- og frístundastarfi. Þar með
talið bekkjarsett af spjaldtölvum eða
Chromebook-tölvum fyrir alla nem-
endur í unglingadeildum. Þá verði
tækjakostur borgarinnar endurnýj-
aður en um 29 þúsund virkir notendur
séu skráðir í kerfum hennar. Loks
megi nefna framhald á innleiðingu
fjarfundabúnaðar á öllum helstu
starfsstöðvum borgarinnar en þær
séu um 300 talsins.
Tímagjaldið miklu lægra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sviðsstjóri Óskar J. Sandholt hyggst ráða um 60 sérfræðinga í verkið í ár.
- Sviðsstjóri hjá borginni segir ódýrara að láta borgarstarfsmenn þróa hugbúnað
- Þá sé mikilvægt að geta fært fólk milli verkefna og að geta haldið í þekkinguna
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjón-
ustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavík-
urborgar, segir hagkvæmara að láta
borgarstarfsmenn þróa stafræna inn-
við en einkafyrirtæki.
Málið varðar uppbyggingu staf-
rænna innviða í borginni á árunum
2021 til 2023 en verja á 10,3 milljörð-
um króna til verkefnisins.
Óskar fullyrti í samtali við Morg-
unblaðið í síðustu viku að það sparaði
borginni milljarða að vinna verkið
sjálf í stað þess að bjóða það út. Vakti
viðtalið hörð viðbrögð fulltrúa einka-
geirans, þ.m.t. hjá Samtökum iðnað-
arins, sem óskuðu eftir útreikningum
borgarinnar. Af því tilefni ræddi
Morgunblaðið aftur við Óskar.
Vísar til fyrri tilboða
– Það er ykkar mat að verkefnin
sem á að innvista myndu kosta allt að
tvöfalt meira ef þið keyptuð þau inn.
Eru til útreikningar sem liggja þessu
til grundvallar?
„Við kaupum mikið inn af ráðgjöf
og sérfræðiþjónustu og höfum fengið
tilboð í sambærileg sérfræðingastörf.
Algengt tímagjald í þeim tilboðum er
á bilinu 12-22 þús. krónur. Reiknað
tímagjald hjá okkar starfsfólki, að
teknu tilliti til alls starfsmannakostn-
aðar, er um helmingi lægra. Aðrir
þættir eru t.d. að áhætta vegna tafa,
eða breytinga sem kunna að verða á
verkefnum sem þessir aðilar eru að
sinna, er mun „ódýrari“ þegar um er
að ræða okkar eigið starfsfólk. Ef
[eitthvað] kemur upp þá höfum við
alltaf þann möguleika að ráðstafa
okkar fólki í önnur verkefni á meðan
leyst er úr hlutum. Það er ekki hægt
þegar um utanaðkomandi starfs-
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
21. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.51
Sterlingspund 177.38
Kanadadalur 101.52
Dönsk króna 20.361
Norsk króna 14.96
Sænsk króna 14.909
Svissn. franki 138.51
Japanskt jen 1.1682
SDR 182.81
Evra 151.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.3382
« Votviðrið undanfarið hefur tafið fyrir
mörgum múrurum sem hafa fyrir vikið
þurft að fresta verkefnum.
Múrari sem Morgunblaðið ræddi við
kvaðst hafa þurft að fresta þremur
verkefnum vegna votviðris. Meðal ann-
ars vegna viðgerða á svölum. Það viðri
jafnan vel til útivinnu í september en nú
væri aðra sögu að segja.
Óskar Sigurðsson múrari sagði erfitt
að ljúka sumum verkum á áætluðum
tíma vegna rigningar.
„Þetta hefur mikil áhrif. Þá sér-
staklega á vinnu við steypuplötur. Þeg-
ar verið er að steypa bílaplön, kjallara
og slíkt. Margir múrarar bíða nú eftir
því að geta lokið slíkum verkefnum fyrir
veturinn. September er oftast fínn. Svo
er oft ágætt veður fram að jólum en
upp úr áramótum þurfa menn að fara
að leita að verkefnum innanhúss,“
sagði Óskar sem múrað hefur í áratugi.
Að hans sögn rigndi líka mikið sum-
arið 2018 og síðustu tvö ár hafi ekki
rignt mikið í september.
Óskar segir aðspurður að rigningin
muni ekki tefja fyrir uppbyggingu al-
mennt. Til dæmis hafi rigningin lítil
áhrif á vinnu við að steypa fjölbýlishús.
Á hinn bóginn geti úrkoma haft áhrif
á húsaviðgerðir, til dæmis þegar hús
eru steinuð upp á nýtt.
baldura@mbl.is
Rigningin raskar úti-
vinnu hjá múrurum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Útivinna Rigningin hefur tafið vinnu.
STUTT
Tryggvi Páll Hreinsson, sjóðsstjóri
erlendra hlutabréfasjóða hjá sjóða-
stýringarfélaginu Stefni, segir í
samtali við Morgunblaðið að aðal-
ástæða mikilla lækkana á erlendum
hlutabréfamörkuðum í gær sé yfir-
vofandi gjaldþrot kínverska fast-
eignaþróunarfélagsins Evergrande.
Félagið skuldi meira en 300 millj-
arða bandaríkjadala, jafnvirði tæp-
lega 39 þúsund milljarða íslenskra
króna.
„Félagið hefur stefnt í gjaldþrot
síðasta mánuðinn. Skuldabréf þess á
erlendum mörkuðum skipta nú um
hendur á 25 sent á hvern dollara.
Félagið á að standa skil á vaxta-
greiðslu á skuldabréfum hinn 23.
september nk. sem ólíklegt er að það
geti innt af hendi,“ segir Tryggvi.
70% bundin í fasteignum
Hann segir að um 70% af eignum
kínverskra heimila séu bundin í fast-
eignum. Því geti yfirvofandi gjald-
þrot haft þó nokkur áhrif á vænt-
ingar neytenda og einkaneyslu þar í
landi. „Kínversk eftirspurn er gríð-
arlega mikilvæg fyrir marga hrá-
vörumarkaði. Þetta sést bersýnilega
á dögum eins og í dag [í gær] þar
sem verð á hrávörum eins og stáli er
í frjálsu falli enda er eftirspurn eftir
stáli á heimsvísu mjög svo háð fast-
eignauppbyggingu í Kína.“
Tryggvi segir að ástandið hafi í
gær smitast yfir á vestræna markaði
af krafti, þó svo að þessi slæma
staða hafi legið fyrir í töluverðan
tíma. „Mörg vestræn fyrirtæki
byggja sinn rekstur á sölu til Kína,
þar sem vöxtur hefur verið gríðar-
lega mikill síðustu áratugi og mik-
ilvægi Kína í heimshagkerfinu auk-
ist verulega.“
Tryggvi segir að menn velti nú
fyrir sér hver muni bera tjónið.
Margir hafi búist við að kínverska
ríkið myndi stíga inn og bjarga
Evergrande, en fyrst það hafi enn
ekki gerst sé ólíklegt að ríkið muni
aðhafast úr þessu.
Skellurinn mun að öllum líkindum
einna helst falla á erlenda skulda-
bréfaeigendur og bankastofnanir í
Kína að sögn Tryggva, en þó megi
benda á að bankakerfið í Kína sé
nánast alfarið í ríkiseigu. Því muni
ríkið á endanum bera það tjón.
AFP
Kína Evergrande skuldar 300 milljarða bandaríkjadala.
Risagjaldþrot í Kína
skýri verðfall hlutabréfa
- Evergrande hefur stefnt í gjaldþrot síðasta mánuðinn
« Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís-
lands lækkaði í gær um 2,98%. Aðeins
eitt félag hækkaði í verði, flugfélagið
Icelandair, sem hækkaði um 2,43% í
332 milljóna króna viðskiptum. Gengi
bréfanna er nú 1,48 krónur hver hlutur.
Önnur félög lækkuðu í verði.
Mesta lækkunin varð á bréfum olíu-
félagsins Skeljungs, eða 5,34% í 13
milljóna króna viðskiptum.Gengi bréfa í
sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi lækkaði
næstmest, eða um 4,35% í 153 milljóna
króna viðskiptum.
Þriðja mesta lækkunin í gær varð á
bréfum Kviku banka en bréf fyrir-
tækisins lækkuðu um 4,17% í 602 millj-
óna króna viðskiptum.
Miklar lækkanir á hluta-
bréfamarkaði í gær