Morgunblaðið - 21.09.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Um langt skeið hefur
verið uppi ágreiningur
meðal stjórnmála-
manna um hvað eigi að
gera við hlut ríkissjóðs í
íslenska bankakerfinu.
Nú hefur Miðflokk-
urinn ákveðið að
höggva á hnútinn og
gefa þjóðinni tækifæri
til að taka þátt í end-
urreisn fjármálakerf-
isins og fá um leið beina hlutdeild í því.
Það verður gert með því að þriðjungi
hlutafjár í Íslandsbanka verður deilt
jafnt á alla íslenska ríkisborgara fyrir
árslok 2021. Heimilt verður að selja
bréfin eftir lok árs 2023 en bankinn er
nú þegar skráður í Kauphöll Íslands og
því fær almenningur skráð hlutabréf.
Miðað við núverandi markaðsvirði
væri hlutur hvers og eins í Íslands-
banka nálægt 250.000 krónum og hlut-
ur fjögurra manna fjölskyldu næmi því
um einni milljón króna. Sá hlutur verð-
ur skattfrjáls, enda þegar eign lands-
manna. Aðgerðin er sanngjörn vegna
þess að bankinn er nú þegar sameign
þjóðarinnar og var tekin inn í ríkissjóð í
þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar stóð
fyrir undir merkjum fjármálastöð-
ugleika árið 2015. Í þá aðgerð var ráð-
ist til þess að losa þjóðina úr fjár-
magnshöftum og gera upp eftirköst
fjármálahrunsins sem hafði veruleg
áhrif á heimilin í landinu. Íslandsbanki
var ekki afhentur með glöðu geði af
þeim vogunarsjóðum sem áttu hann en
aðferðafræði aðgerðanna,
undir merkjum fjár-
málastöðugleika, knúði
sjóðina til að afhenda
bankann. Sú aðgerð naut
stuðnings alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og var við-
urkennd af OECD. Ís-
landsbanki varð þar með
eign ríkissjóðs og nú telur
Miðflokkurinn eðlilegt að
landsmenn fái hlutdeild í
bankanum.
Þessi aðgerð er hluti af
stefnu Miðflokksins um
endurskipulagningu fjármálakerfisins
sem sett var fram 2017. Í samræmi við
þá stefnu mun Landsbankinn gegna
mikilvægu hlutverki við að ýta undir
heilbrigða samkeppni og bæta kjör á
fjármálamarkaði. Þannig verður unnið
að því að fjármálakerfið sinni hlutverki
sínu fyrir alla landsmenn og fyrirtæki í
stað þess að hámarka hagnað vogunar-
sjóða. Það er mat okkar miðflokks-
manna að þessi afhending á þriðjungs
hlut í Íslandsbanka sé í senn efnahags-
lega hagkvæm um leið og hún eykur
sparnaðarmöguleika og kaupgetu alls
almennings.
Íslandsbanki
til almennings
Eftir Nönnu
Margréti
Gunnlaugsdóttur
Nanna Margrét
Gunnlaugsdóttir
»Miðað við núverandi
markaðsvirði væri
hlutur hvers og eins í Ís-
landsbanka nálægt
250.000 krónum.
Höfundur skipar 2. sætið á lista
Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
(kraganum).
www.facebook.com/nannaxm/
Að undanförnu hafa
fjölmiðlar fjallað um
gamalt og óhentugt
húsnæði geðþjónustu
Landspítala. Líkt og
önnur starfsemi Land-
spítala er geðþjón-
ustan í gömlum bygg-
ingum á nokkrum
stöðum á höfuðborg-
arsvæðinu. Elsta
bygging Landspítala,
Kleppsspítali, er meira en 110 ára
gömul. Augljóslega hentar svo gam-
alt húsnæði ekki nútímageðheil-
brigðisþjónustu. Sjúklingar í end-
urhæfingu dvelja þar oft lengi og
deila herbergi með öðrum. Starfs-
fólk leggur sig fram um að veita góða
þjónustu við erfiðar aðstæður.
Bygging meðferðarkjarna loks-
ins komin vel af stað
Loksins eru byggingarfram-
kvæmdir viðð meðferðarkjarna við
Landspítala komnar vel af stað og
rannsóknarhús á teikniborðinu.
Meðferðarkjarninn og rannsókn-
arhús munu hýsa kjarnaþjónustu
spítalans á sviði bráðaþjónustu,
rannsókna og flóknustu meðferð-
arúrræða spítalans.
Markmið landssamtakanna Spít-
alinn okkar er að stuðla að nýbygg-
ingu og endurnýjun Landspítala,
þannig að húsakostur, tæknibúnaður
og aðstaða sjúklinga og starfsfólks
þjóni nútímaþörfum. Samtökin hafa
unnið ötullega að því markmiði síð-
astliðin sex ár og fagna ber þeim
gríðarmiklu framkvæmdum sem í
gangi eru.
Breyttar áherslur
í meðferð geðsjúkdóma
Miklar breytingar hafa orðið á síð-
ustu árum í meðferð geðsjúkdóma
og því er knýjandi þörf fyrir nýtt
húsnæði. Húsnæði bráðadeilda geð-
þjónustunnar við Hringbraut er
komið til ára sinna. Deildirnar eru
þröngar og dimmar, flest herbergin
eru tveggja manna, sem
hentar illa ein-
staklingum í bráða-
ástandi og aðstand-
endum þeirra. Vitað er
að slík aðstaða tefur
fyrir bata og getur vald-
ið truflun á meðferð og
óróleika í umhverfinu.
Aðstaða til útiveru og
hreyfingar er einnig
takmörkuð. Hreyfing
er mikilvæg fyrir and-
lega og líkamlega vellíð-
an og stuðlar að bata.
Aðstaða fyrir fjölskyldu og vini þarf
að vera í forgrunni.
Úrbætur í húsnæðis-
málum geðþjónustu
Á aðalfundi Spítalans okkar síð-
astliðið vor var ákveðið að samtökin
beindu kröftum sínum að nýbygg-
ingu fyrir geðþjónustu Landspítala á
næstu árum.
Setja þarf byggingu nýs húsnæðis
á dagskrá stjórnvalda og hefjast
handa við að þarfagreina og hanna
húsnæðið. Nægt landrými er á
Hringbrautarlóðinni til að reisa
byggingu fyrir bráðstarfsemi geð-
þjónustunnar. Best er og hagkvæm-
ast að starfsemin verði sem næst
annarri bráðstarfsemi Landspítala
enda er móttaka fyrir einstaklinga
með bráða geðsjúkdóma í nýja með-
ferðarkjarnanum.
Hönnun sjúkrahúsa hefur tekið
verulegum breytingum á undan-
förnum áratugum og nú er lögð mikil
áhersla á dagsbirtu, bjarta og hlýja
liti og fallegt umhverfi sem stuðlar
að bata og vellíðan sjúklinga og fjöl-
skyldna þeirra. Markvisst er dregið
úr stofnanalegu umhverfi við hönn-
un sjúkrahúsa.
Danir hafa sett sér háleit markmið
í sjúkrahúsbyggingum og margar
nýjar byggingar risið þar í landi á
síðustu árum. Við stjórnarmenn í
samtökunum Spítalinn okkar höfum
fylgst með framkvæmdum í Dan-
mörku og skemmst er að minnast að
framkvæmdastjóri nýbygginga við
Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn var
gestur á aðalfundi samtakanna árið
2019. Í Danmörku og fleiri ná-
grannalöndum okkar hefur húsnæði
fyrir geðþjónustu verið endurnýjað
af miklum metnaði. (Sjá https://
godtsygehusbyggeri.dk.) Lögð er
áhersla á batamiðaða hönnun, fallegt
umhverfi, bjarta liti, lýsingu og
hljóðvist. Rými eru opin og hvetja til
hreyfingar og útiveru. Deildirnar
eru rúmgóðar og staðsettar á jarð-
hæð. Öll herbergi eru einbýli með
snyrtingu, sem býður upp á næði og
ró, persónulegt umhverfi og rými
fyrir fjölskyldur. Þannig er bata-
miðað umhverfi.
Stjórnvöld reiðubúin að
setja húsnæðismál
geðþjónustu á dagskrá
Spítalinn okkar mun á næstu mán-
uðum fylgja eftir áformum um mik-
ilvægi nýbyggingar fyrir geðþjón-
ustu Landspítala og hvetja
stjórnvöld til að taka ákvarðanir um
að hafist verði handa hið fyrsta við
þarfagreiningu, endanlegt staðarval
og hönnun húsnæðis fyrir starfsem-
ina.
Heilbrigðisráðherra sagði nýverið
í viðtali á Stöð 2 að nauðsynlegt væri
að húsnæði fyrir geðþjónustu Land-
spítala risi samhliða meðferðar-
kjarnanum sem nú er í byggingu.
Stjórn landssamtakanna Spítalinn
okkar tekur heilshugar undir það
sjónarmið og er reiðubúin að leggj-
ast á árarnar með stjórnvöldum í því
verkefni.
Setjum geðþjónustu
Landspítala í forgang
Eftir Önnu
Stefánsdóttur
Anna Stefánsdóttir
» Geðheilbrigðisþjón-
ustu þarf að sinna
mun betur hér á landi.
Núverandi þjónusta og
húsnæði Landspítala
uppfylla ekki nútíma-
kröfur hvað þetta varð-
ar.
Höfundur er formaður
landssamtakanna Spítalinn okkar.
Mikil umræða hefur
verið um rekstrarform
heilbrigðisþjónust-
unnar í aðdraganda al-
þingiskosninganna. Að
minnsta kosti tveir
stjórnmálaflokkanna
hafa á stefnuskrá sinni
að styrkja og auka
einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu undir
merkjum valfrelsis eða
fjölbreytni. Frambjóðendur þeirra
halda því endurtekið fram að þeir boði
enga einkavæðingu vegna þess að
einkavæðing sé ekki fyrir hendi ef rík-
ið semji um eða borgi fyrir þjón-
ustuna. Einkarekstur sé því ekki það
sama og einkavæðing.
Þessi málflutningur stenst ekki.
Með einkavæðingu í alþjóðlegri og
fræðilegri umræðu er átt við þrennt: Í
fyrsta lagi er eignasala, þ.e. sala á op-
inberri stofnun, fyrirtæki, eða eign-
arhlut hins opinbera til einkaaðila. Í
öðru lagi er aukin einkafjármögnun,
sem á sér stað þegar tilfærsla verður á
fjármögnun frá hinu opinbera til
einkaaðila. Dæmi um slíkt á sér stað
þegar kostnaðarhlutdeild sjúklinga
vex í heilbrigðisþjónustunni. Í þriðja
lagi er svo aukin einkaframkvæmd,
sem felur í sér tilfærslu á rekstri eða
framkvæmd frá hinu opinbera til
einkaaðila. Dæmi um slíkt er þegar
starfsmönnum og heimsóknum fjölgar
í einkarekinni þjónustustarfsemi í
heilbrigðiskerfinu. Þetta síðastnefnda
kallast einkarekstrarvæðing og er
hluti af einkavæðingu. Hitt er svo ann-
að mál að einkarekstrarvæðing getur
átt sér stað með misjöfnum hætti –
hún getur átt sér stað á opnum neyt-
endamarkaði þar sem kaupvilji og
kaupgeta einstaklinga ræður ferðinni,
eða með samningum miðlægs kaup-
anda (t.d. ríkis) við einkarekstraraðila.
Almennt gildir að opinber stýring
og stjórnun heilbrigð-
isþjónustunnar er því
meiri sem ábyrgð og að-
koma hins opinbera er
meiri að þjónustunni.
Rannsóknir sýna að þeg-
ar ábyrgð og aðkoma
hins opinbera er minni
er meiri hætta á ójöfnuði
í heilbrigðisþjónustunni.
Það birtist í því að fjár-
hagslegar og félagslegar
aðstæður einstaklinga
ráða of miklu um notkun
þeirra á heilbrigðisþjónustunni, en
þjónustuþörf þeirra ræður þá of litlu
um notkun þjónustunnar.
Það er hins vegar meginatriði í fé-
lagslegum heilbrigðiskerfum eins og
því íslenska að notkun einstaklinga á
heilbrigðisþjónustunni skuli fyrst og
fremst ráðast af þörf þeirra fyrir
þjónustuna. Um þetta er 1. grein laga
um heilbrigðisþjónustuna skýr. Og
það er væntanlega þess vegna sem
mikill meirihluti Íslendinga vill að hið
opinbera beri bæði fjárhagslega og
rekstrarlega ábyrgð á heilbrigð-
isþjónustunni.
Mikilvægt er að pólitískir fram-
bjóðendur temji sér rétta og skýra
orðanotkun og forðist villandi mál-
flutning og orðfæri í umræðum um
heilbrigðismál. Kjósendur eiga það
skilið.
Hvað er
einkavæðing?
Eftir Rúnar
Vilhjálmsson
Rúnar Vilhjálmsson
»Rannsóknir sýna að
þegar ábyrgð og að-
koma hins opinbera er
minni er meiri hætta á
ójöfnuði í heilbrigðis-
þjónustunni
Höfundur er prófessor í félagsfræði á
heilbrigðisvísindasviði Háskóla Ís-
lands.
runarv@hi.is
Í Reykjavík hefur
mikið verið fjallað um
borgarlínu og sam-
göngusáttmála, en í
seinni tíð hafa sam-
göngur verið í brenni-
depli vegna neikvæðra
umhverfisáhrifa og
tæknibyltinga í gerð
farartækja og umferð-
arstjórnunar.
Tækni og heildstæð
endurskoðun umferðar
Ökutæki eru að skipta um orku-
gjafa og verða sjálfakandi, tölvur
hafa margfaldað hæfni sína til að
stjórna flókinni umferð og marg-
vísleg fisfarartæki eru að ryðja sér til
rúms. Okkur skortir heildarend-
urskoðun á samgöngum og jafnvel
nýja flokkun og skilgreiningu á öku-
tækjum og samgöngumannvirkjum,
byggðar á vistvænum grunni og
hagsmunum allra. En slík stefnumót-
un verður að byggjast á vísindalegum
heiðarleika, flókinni tölfræðilegri úr-
vinnslu og samvinnu sérfræðinga á
ýmsum sviðum.
Meingölluð áætlun
Sú borgarlína sem nú á að hleypa
af stokkunum er meingölluð áætlun
sem á eftir að kosta almenna skatt-
greiðendur ómælda tugi milljarða á
næstu árum og setur enn þyngri
fjárhagslegar byrðar á höfuðborg-
arbúa.
Gert er ráð fyrir að
framkvæmdatíminn
verði tveir áratugir, en
líklega verður hann
mun lengri, með til-
heyrandi mikilli röskun
og töfum fyrir alla um-
ferð á höfuðborgar-
svæðinu. Umferðartafir
þar hafa aukist gríð-
arlega á síðasta áratug
og aukið þannig um-
ferðarmengun. En ein
meginhugmynd núver-
andi borgarlínu felst í
því að fækka verulega núverandi ak-
reinum almennrar umferðar og
leggja þær undir borgarlínu. Slíkar
fyrirhugaðar, frekari þrengingar
munu enn auka umferðartafir og þar
með mengun, jafnvel um tugi þús-
unda tonna af jarðefnaeldsneyti á ári.
Við upphaf þessarar vegferðar eru
þess vegna engin viðunandi líkindi til
þess að þessar tröllauknu og rándýru
framkvæmdir leysi fleiri vandamál
en þær skapa. Borgaryfirvöld hafa
ekki enn grænan grun um rekstrar-
kostnað þessa fyrirtækis auk þess
sem enn er bullandi ágreiningur milli
ríkis og borgar um það hver eigi að
standa straum af þeim kostnaði eða
ýmsum öðrum kostnaðarliðum.
Léttari borgarlínu
Í þessu samhengi er vert að huga
að tillögu um nýja og léttari hágæða-
borgarlínu frá áhugahópnum Sam-
göngur fyrir alla. Slíkri borgarlínu er
ekki ætlað að þrengja að annarri um-
ferð. Þar er ekki gert ráð fyrir miðju
sérakbrautum, heldur hægri sér-
akbrautum fyrir borgarlínuvagna.
Hún er talin ódýrari í framkvæmd
sem nemur mörgum tugum millj-
arða, tekur aðeins fá ár í framkvæmd
og veldur ekki aukinni umferðar-
mengun. Hins vegar getur hún vaxið
og dafnað, eftir þörfum.
Með þessu móti gætu skipulags-
yfirvöld unnið jöfnum höndum að
uppbyggingu raunhæfra almenn-
ingssamgangna og uppbyggingu
stofnbrautakerfisins, með nútíma
mislægum gatnamótum og Sunda-
braut, allri umferð til heilla, en ekki
þó síst náttúrunni.
Síðastliðinn áratug hafa borgar-
yfirvöld, fyrst og síðast, staðið í bar-
áttu við einkabílinn. Sú barátta hefur
kostað borgarbúa ómældan tíma-
skatt, aukið slysahættu í umferðinni
og valdið gífurlegri mengun.
Það er löngu mál að linni svo við
getum farið að snúa okkur að lausna-
miðaðri stefnumótun í samgöngu-
málum, sem er laus við úreltar tækni-
hugmyndir og pólitíska fordóma.
Þitt atkvæði – þínar ferðir
Eftir Bessí
Jóhannsdóttur » Sú borgarlína sem
nú á að hleypa af
stokkunum er meingöll-
uð áætlun sem á eftir að
kosta almenna skatt-
greiðendur ómælda tugi
milljarða á næstu árum
Bessí Jóhannsdóttir
Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæð-
isflokks í 5. sæti í Reykjavík norður.