Morgunblaðið - 21.09.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
✝
Baldvin
Viggósson
fæddist á Hvamms-
tanga 13. septem-
ber 1962. Hann lést
á krabbameins-
deild Landspít-
alans 10. sept-
ember 2021.
Baldvin var
kjörsonur Viggós
T. Valdemars-
sonar, f. 1924, d.
2014, og Klöru Bergþórsdóttur,
f. 1924, d. 2000, lengst af ólst
hann upp í Ölfusinu ásamt syst-
ur sinni Ásdísi Viggósdóttur, f.
26.11. 1958.
Kristínar og stjúpsonur Bald-
vins er Ragnar Már Skúlason, f.
24.9. 1987. Sonur hans er Krist-
ófer Arnar, f. 7.7. 2009.
Baldvin lauk prófi frá Lög-
regluskólanum 1986 og starfaði
alla tíð síðan sem lögreglumað-
ur, lengst af í umferðardeild
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Baldvin og Kristín hafa
lengst af búið í Mosfellsbæ og
eru öll þeirra börn alin upp
þar.
Baldvin greindist fyrst með
illkynja krabbamein 1996 og
hefur barist hetjulega allar göt-
ur síðan við þann sjúkdóm.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 21. september
2021, og hefst athöfnin klukkan
11.
Fyrir fjórum ár-
um tengdist Bald-
vin blóðsystkinum
sínum Pétri, f.
1964, og Ragn-
heiði, f. 1959.
Baldvin kynntist
árið 1992 eigin-
konu sinni, Krist-
ínu Snorradóttur,
f. 12.2. 1969. Þau
giftu sig árið 2000
og endurnýjuðu
svo heitin 2019. Börn þeirra: 1)
Klara Dögg, f. 28.9. 1993, unn-
usti hennar er Guðmundur V.
Bílddal, f. 1.9. 1993. 2) Arnar
Franz, f. 29. ágúst 1997. Sonur
Ég man þegar ég sá þig fyrst í
eldhúsinu í Álakvíslinni, mér
fannst þú í hallærislegustu mok-
kasínum sem ég hafði séð en
þessi brúnu augu svo stjarn-
fræðilega falleg.
Stuttu seinna vissi ég í hjarta
mínu að þú værir minn og að
fram undan ættum við líf saman
en ekki grunaði mig að líf okkar
myndi ekki telja lengur en 29 ár.
Þú ekki að ná að verða 59 ára og
ég ekkja 52 ára, nei sem betur
fer vissi ég það ekki þá.
Ég er svo þakklát fyrir allar
minningarnar, allar dellurnar
eins og krakkarnir kalla það. Já
við prófuðum allt mögulegt;
handverk, hestamennsku, veiði,
ferðuðumst á öllum gerðum úti-
leguvagna nema hjólhýsi, brun-
uðum um á mótorfákum, geng-
um á alls konar fjallstinda og inn
í alls kyns dali, elskuðum jörðina
og hvort annað.
Unnum saman að því að gera
það sem í okkar valdi er til þess
að bæta heiminn, trúðum því
bæði að hvert einasta góðverk
sem manneskjan innir af hendi
hækki tíðni heimsins og fáist
endurgreitt sjöfalt með góðri
uppskeru.
Elskuðum engla og kristalla,
okkur var sama þótt sumum
þætti við skrýtin.
Þú varst minn besti vinur og
vinur barnanna okkar, vinur
dýranna og ótrúlegt hvernig þú
og dýr náðuð að tengjast.
Ég elska þig svo heitt og ég
hef ekki hugmynd um hvernig ég
á að halda áfram en í hjarta mér
veit ég að það er satt sem þú
sagðir við mig rétt fyrir andlátið:
„Ég verð alltaf með þér þótt þú
sjáir mig ekki.“
Ég er dofin og sársaukinn er
óbærilegur en ég ylja mér við ást-
arljóðin sem þú samdir til mín á
þessum árum og ég lofa að ég gef
út ljóðabókina þína.
Ég sakna þín elsku þursinn
minn sem barðist alltaf svo hetju-
lega og varst svo óhræddur við að
vera þú. Þurftir ekkert að elta
tískuna eða setja upp einhverja
falska mynd, varst bara þú og það
þýddi passlega sjúskaður í tauinu
og bestur órakaður.
Eftir sit ég rík af minningum,
börnum og barnabarni, allt sem
heldur þér nálægt mér. Ég held
áfram með öll okkar verkefni og
ég veit að þú ert hjá mér hvert
andartak elskan mín.
Þvílík gæfa að fá að þroskast
með þér í gegnum súrt og sætt,
vaxa og verða alltaf betri og betri
saman með hverju árinu. Ná
þessu ómetanlega jafnvægi sem
einkennir þroskaðri ást. Ekkert
drama, bara saman, engar flug-
eldasýningar, bara saman.
Takk fyrir lífsins ferðalag,
megirðu njóta til fulls í nýrri
vídd.
Sé þig síðar þegar minn tími
kemur og þá munum við faðmast
í annarri vídd við ljúfa tóna krist-
alsskála og gongsins.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þín
Kristín (Stína).
Elsku pabbi minn, það er svo
sárt og ósanngjarnt að missa þig
svona snemma.
Þú varst ótrúlega sterkur og
hugrakkur í veikindum þínum og
ég er svo innilega þakklátur fyrir
tímann sem við fengum með þér,
þú lést svo innilega ekki mikið á
því bera að þú værir að berjast
við krabbamein í mörg ár, þú
hélst í húmorinn þinn alveg til
enda og jafnvel á spítalanum þeg-
ar veikindin voru sem verst
varstu fyndinn.
Pabbi, þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur fjölskylduna þína og
bara yfirleitt alla sem þurftu á því
að halda, þú varst með svo stórt
og gott hjarta og ég mun svo inni-
lega sakna þín minn kæri.
Takk fyrir allt sem þú kenndir
mér í lífinu, þú varst fyrirmyndin
mín og ég leit alltaf svo mikið upp
til þín, þú varst heiðarlegur,
ábyrgur maður sem var sam-
kvæmur sjálfum sér og ef ég get
verið líkur þér þá er ég ánægður.
Þú varst frábær afi og mér
þótti alltaf svo vænt um hvað þú
og sonur minn áttuð gott og inni-
legt samband, það hafa verið erf-
iðir síðustu dagar að kveðja þig
fyrir okkur öll, þú varst klettur-
inn okkar og ég bara hreinlega
veit ekki hvað við munum gera án
þín.
Þú komst inn í líf mitt þegar ég
var fjögurra ára og þú tókst mér
alltaf sem þínum eigin og fyrir
það verð ég alltaf þakklátur. Ég á
svo mikið af góðum minningum
um þig sem ég mun alltaf halda
fast í. Við áttum mörg sameigin-
leg áhugamál og mér þótti svo
vænt um að við skyldum tengjast
svona vel í gegnum þau síðustu
ár.
Ég var ekki alltaf sá auðveld-
asti en þú hafðir endalausa þol-
inmæði fyrir mér, takk fyrir það.
Þú varst virkilega góður faðir
og afi og ég og Kristófer elskum
þig.
Áfram Manchester United.
Kveðja,
Ragnar Már.
Pabbi, við eigum ansi margar
minningar, of margar til að telja
þær allar upp. Í hugann kemur
þó sú hvatning sem þú veittir mér
alltaf og sú minning þegar við
hjóluðum saman marga kílómetr-
ana. Ég hafði enga trú á ég gæti
hjólað svona mikið og vildi helst
bara gefast upp en þú hvattir mig
áfram og einhvern veginn klár-
uðum við þetta saman því saman
gátum við allt. Sál þín var hrein
og tær, í kringum þig var ég alltaf
örugg. Ég gæti ritað margar
bækurnar um þann mann sem þú
hafðir að geyma og allar okkar
minningar. Þú varst góður, yfir-
vegaður, fyndinn, dýravinur,
verndari og svo margt annað. Þú
varst samt fyrst og fremst í mín-
um huga góður faðir sem var allt-
af til staðar og vildi allt fyrir
mann gera.
Ég mun aldrei gleyma þeim
stundum sem við áttum saman í
jóga nidra og eru þær stundir
dýrmætar. Ég mun sakna þess að
heyra þig spila gongið og á tíb-
etskálarnar, þvílíkir fallegir tón-
ar sem það voru. Ferðin okkar í
sumar á steinaströndina mun
alltaf ylja mér um hjartarætur
Baldvin Viggósson HINSTA KVEÐJA
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Takk fyrir vináttuna.
Takk fyrir samveruna á
Old Trafford. Takk fyrir
göngutúrana. Takk fyrir
ljóðalesturinn. Takk fyrir
hljóðheilunina. Takk fyrir
þig.
Stefán (Stebbi) og Edda.
✝
Vígdögg
Björgvinsdótt-
ir fæddist á Ket-
ilstöðum í Jökuls-
árhlíð í
Norður-Múlasýslu
20. febrúar 1933.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
9. september 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Björgvin
Vigfússon, bóndi í
Fjarðarseli í Seyðisfirði, f. 16.
október 1896, d. 3. ágúst 1961,
og Stefanía Stefánsdóttir hús-
freyja, f. á Hallgeirastöðum í
Jökulsárhlíð 15. febrúar 1897,
d. 26. janúar 1965.
Systkini Vígdaggar: Elsa
Ágústa, f. 1.8. 1920, d. 30.8.
1977. Jónheiður Petra, f. 25.1.
1922, d. 23.12. 2001. Stefán, f.
8.7. 1923, d. 1.12. 1984. Guð-
mundur Vigfús, f. 1.5. 1925, d.
9.4. 2015. Guðný, f. 31.8. 1927,
d. 30.12. 1978. Þórhalla, f. 19.2.
1929. Fregn, f. 15.10. 1934, d.
8.4. 2005. Björgvin Ketill, f.
12.10. 1937, d. 16.12. 1991.
Hinn 20. febrúar 1958 giftist
Vígdögg Sæmundi Sveinssyni, f.
í Reykjavík 3. júlí 1932, d. 29.
nóvember 2018. Foreldrar hans
voru Sveinn Sæmundsson rann-
Seinni maður Örnu er Trausti
Bragason, þau skildu. 3) Stef-
anía hjúkrunarfræðingur, f. 28.
apríl 1967, gift Einari Ásbjörns-
syni. Þeirra börn eru a) Arna
Vígdögg, f. 3. júní 1990, giftist
Magnúsi Daníel Michelsen, þau
skildu. Saman eiga þau synina
Snorra Stein og Brynjar Hrafn.
Unnusti Örnu Vígdaggar er
Ingi Þór Hjálmarsson og er son-
ur þeirra Ýmir Þór, b) Harpa,
andvana fædd 19. maí 1997, c)
Óskar Örn, f. 14. september
1999, unnusta hans er Ásta
Kristinsdóttir.
Vígdögg var fædd og uppalin
á Ketilstöðum í Jökulsárhlíð.
Fluttist til Reykjavíkur skömmu
áður en hún hóf nám í hjúkrun
og bjó eftir það alla tíð í Reykja-
vík. Lauk gagnfræðaprófi frá
Alþýðuskólanum á Eiðum 1951.
Lauk námi við Hjúkr-
unarkvennaskóla Íslands 1957.
Vann á Kleppsspítala til
1961, eftir það á ýmsum deild-
um Landspítala, lengst á brjóst-
holsskurðdeild og einnig um
tíma hjá Krabbameinsfélaginu.
Hóf aftur störf á Kleppsspítala
1971 og starfaði þar til ársins
2000, lengst af á næturvöktum.
Frá árunum 1972-1979 tók hún
virkan þátt í félagsstarfi hjúkr-
unarfélagsins og gegndi þar
ýmsum störfum sem lutu að
kjaramálum hjúkrunarfræð-
inga.
Útför Vígdaggar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 21. sept-
ember 2021, klukkan 13.
Elsku mamma. Við vorum oft,
sérstaklega síðustu mánuði, búnar
að ræða dauðann, ferðina í sum-
arlandið. Þú varst tilbúin til brott-
farar. Búin að lifa þínu lífi, sátt við
lífshlaupið. Sumt hefði mátt öðru-
vísi fara, annað ekki. Við gátum
gantast með það að biðlistarnir í
sumarlandið væru sjálfsagt svona
langir og þú þyrftir bara að bíða ró-
leg.
Ég er þakklát fyrir margt.
Þakklát fyrir mömmu sem elskaði
mig og mína mikið og sýndi það í
orði og verki. Ég er þakklát fyrir
bernsku mína. Mínar ljúfustu
minningar eru þegar ég fór í sigl-
ingar til útlanda með pabba og með
mömmu í vinnuna á Kleppi. Þetta
voru mörg skipti. Þvílík forréttindi
að fá að fara og vera með foreldr-
um sínum í vinnunni enda voru þau
bæði frábærar fyrirmyndir.
Ég er þakklát fyrir starfsval
mitt enda var fyrirmyndin ætíð
mjög ánægð og stolt af sinni
menntun og sínu starfi. Ég er
þakklát fyrir að þú hvattir mig til
að taka þátt í félagsstarfi innan
stéttarinnar, sérstaklega kjara-
málum. Þér fannst mjög mikilvægt
að hjúkrunarfræðingar tækju virk-
an þátt í því til að eflast og vaxa í
starfi.
Ég er þakklát fyrir öll ferðalögin
um Ísland saman og utanlands-
ferðirnar okkar svo og allar ferð-
irnar í sumarbústaðinn þar sem
var dekrað við mann. Þú kunnir
það svo vel. Ég er þakklát fyrir öll
matarboðin og samverustundirnar
sem voru óteljandi. Þú varst
heimsklassakokkur. Ég er þakklát
fyrir hve rammpólitísk þú varst þó
að ég hefði nú oft ranghvolft aug-
unum, svo mikil kvenréttindakona
varstu að oft þótti mér nóg um.
Umræður um pólitík voru tíðar.
Úff sögðu margir sem heyrðu í
okkur í fyrsta sinn takast á í há-
værum rifrildum um menn og mál-
efni en jafnhissa kannski að eftir-
mál af umræðunum voru engin.
Allir saddir og sáttir. Alveg eins og
þú vildir hafa það. Ég er þakklát
fyrir að einu sinni sem oftar sagðir
þú: „Stefanía, ef allir eru sammála,
vertu þá ósammála. Skapaðu um-
ræðu, annað er leiðinlegt.“
Ég er þakklát fyrir að þú varst
alltaf til staðar fyrir mig og mína.
Mín helsta og besta klappstýra.
Þakklát fyrir þína ljúfu og hlýju
nærveru. Þinn móðurfaðm sem ég
gat alltaf kúrt í, jafnt í gleði og
sorg. Þakklát fyrir að eiga þig sem
Vígdögg
Björgvinsdóttir
sóknarlögreglu-
maður, f. á Lágafelli
í Austur-Landeyjum
12. ágúst 1900, d.
19. apríl 1979, og
Elín Geira Óladótt-
ir, f. á Höfða á Völl-
um 5. ágúst 1905, d.
17. september 1988.
Börn Vígdaggar
og Sæmundar eru:
1) Sveinn stýrimað-
ur, f. 30. júlí 1956.
Hann kvæntist Örnu Jónu Back-
man, þau skildu. Þeirra synir
eru a) Sæmundur Örn, f. 27. maí
1979, hans kona er Arnþrúður
María Felixdóttir og þeirra
börn Sveinn Rúnar og Guðrún
Dögg. b) Hennig Sævar, f. 20.
mars 1983, hans kona er Linda
Björk Hafsteinsdóttir og eiga
þau synina Arnar Loga og
Garðar Elías. c) Rúnar Þór, f.
24. september 1986, unnusta
hans er Sunneva Mist Björns-
dóttir og eiga þau dótturina
Soffíu Rós. 2) Arna læknaritari,
f. 29. júlí 1960. Hún var gift Sig-
urgeiri Guðjónssyni, sem lést af
slysförum 13. október 2002.
Þeirra börn eru a) Jóhanna
Margrét, f. 25. október 1986, og
b) Sigurgeir Örn, f. 21. júlí
1992, d. 29. desember 2019.
Til Gunna:
Þegar ég hugsa til þín koma
ótal stundir, orð og tilfinningar
upp í hugann. Þú varst mér alltaf
svo kær á mínum yngri árum,
varst svo skemmtilegur. Mig
langaði alltaf að ganga í augun á
stóra bróður mínum.
Ég vildi óska þess að við hefð-
um getað talað saman síðustu ár,
en þú varst ekki lengur þú.
Svo oft hef ég hugsað til þín,
saknað þín. Saknað þess að fara í
göngutúra með þér eða sund. Tala
við þig um hvað væri að gerast hjá
mér. Þú leyfðir mér alltaf að tala
eins mikið og ég vildi, hlustaðir á
mig og hlóst. Leyfðir mér að
halda að ég væri sterkari en ég
var. Þú vildir hlífa mér fyrir þínu
Gunnar Már
Björnsson
✝
Gunnar Már
Björnsson
fæddist í Reykjavík
7. október 1988.
Hann lést 8. sept-
ember 2021.
Foreldrar hans
eru Björk Hreins-
dóttir, f. 27. febr-
úar 1965, og Björn
G. Aðalsteinsson, f.
22. júní 1963.
Systur Gunnars
eru Elín Margrét Björnsdóttir, f.
19. ágúst 1993, og Anna María
Björnsdóttir, f. 13. september
1997.
Útför hans fór fram 20. sept-
ember 2021.
lífi, sagðir mér aldr-
ei frá þínum erfið-
leikum. Ég vildi að
þú hefðir gert það.
Ég vona að þú
sért á betri stað
núna og að einn dag-
inn munum við hitt-
ast á ný og vinna upp
tapaðan tíma.
Anna María.
Elsku ömmustrákur.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Þín amma,
Anna.
Við eigum hvor annan að, eins
og skefti og blað í lífsins skúra-
veðri. Já, Gunni minn, ég veit ekki
hversu oft við sungum saman
þetta lag og hlustuðum á alla
Tomma og Jenna-kassettuna, en
á endanum eyðilagðist hún vegna
ofspilunar svo mig grunar að þau
hafi verið ófá skiptin. Þetta lag er
búið að óma í höfðinu mínu síðan
mér bárust fréttirnar að þú værir
farinn, enda lagið okkar. Þú varst
bara þremur árum yngri en ég og
mér fannst lengi eins og þú værir
litli bróðir minn frekar en frændi
minn. Þú svona ljóshærður með
englakrullur og stór augu svo
frænka gat aldrei sagt nei við að
rúlla bolta með þér á ganginum
hjá ömmu og afa eða reyna að
tefla við þig. Þú varst samt alltaf
miklu betri en ég því afi þreyttist
ekki á að kenna þér öll trixin í
bókinni. Við vorum líka svo oft
saman að hjálpa ömmu og afa í
Hagabúðinni. Þá fékkst þú svona
flottan hvítan slopp eins og afi og
ég fékk rauðan eins og amma og
mamma voru í. Þú raðaðir morg-
unkorninu meðan ég raðaði kaffi-
pokunum. Allt átti að snúa rétt og
búðin var alltaf svo snyrtileg. Síð-
an fengum við að leika okkur niðri
á lager og þá þurfti ég að ýta þér
út um allt á vörubrettunum og
snúa þér í ótal hringi. Auðvitað
stálumst við svo líka í sykurmola
og kex inni á kaffistofu. Þetta
voru frábærir tímar og við vorum
miklir vinir. Þegar við urðum að-
eins eldri áttum við alltaf eitthvað
sameiginlegt sem við gátum rabb-
að um, hlustuðum saman á Pro-
digy, poxuðum, fórum í her-
mannaleik, vorum í tölvuleikjum
og töldum krónurnar okkar, því
við vorum bæði að safna „eina-
krónum“. Ég á svo ótalmargar
yndislegar minningar af okkur
tveimur, þú gafst alltaf svo hlý
knús og það var líka alltaf stutt í
brosið, sama hvað gekk á. Þó að
sambandið hafi ekki verið eins
sterkt undanfarin ár þá slitnaði
aldrei þessi strengur, ég hugsaði
margoft til þín og vonaði heitt og
innilega að þú værir á góðum stað.
Ég veit þó að nú ertu kominn á
enn betri stað því að afi hefur tek-
ið vel á móti þér með kökusneið og
sykurbrúnuðum kartöflum og þið
getið skipst á að vinna hvor annan
í skák. Ég mun varðveita allar
dýrmætu minningarnar um þig,
elsku Gunni frændi, um ókomna
tíð.
Þín Bóabba,
Þóranna Hrönn.
Ástkær systir, mágkona og frænka,
ÞÓRA SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR
frá Vallnatúni, Vestur-Eyjafjöllum,
lést sunnudaginn 19. september á dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli.
Útför fer fram frá Ásólfsskálakirkju
laugardaginn 25. september klukkan 14.
Þórður Tómasson
Guðrún Tómasdóttir Magnús Tómasson
Kristín Magnúsdóttir og fjölskylda
Tómas Birgir Magnússon og fjölskylda