Morgunblaðið - 21.09.2021, Side 27

Morgunblaðið - 21.09.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 Íslenskar knattspyrnukonur eru í sviðsljósinu um þessar mundir og hafa heldur betur unnið fyrir því. Breiðablik er komið í riðla- keppni Meistaradeildarinnar og spilar stórleiki framundir jól og landsliðið tekur í kvöld á móti sjálfum Evrópumeisturum Hol- lands í fyrsta leiknum í undan- keppni HM. Reyndar hefur dálítils mis- skilnings gætt í fréttaflutningi af árangri Breiðabliks. Það er langt frá því að vera nýtt að íslenskt lið komist svona langt og bæði Breiðablik og Valur hafa gert enn betur og komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Stjarnan komst líka í sextán liða úrslit fyr- ir nokkrum árum. En það nýja er keppnisfyrir- komulagið, riðlakeppni í stað hefðbundinna sextán liða úrslita, og að Breiðablik skuli vera í riðli með frægum félögum á borð við París SG og Real Madrid. Keppn- in sem slík er komin á mun hærri stall en áður. Breiðablik var í dauðafæri. Mótherjarnir frá Færeyjum, Litháen og Króatíu voru allir lægra skrifaðir og það hefði satt best að segja verið áfall fyrir Kópavogsliðið ef það hefði ekki komist í riðlakeppnina. Svona er einfaldlega staðan hjá íslenskum knattspyrnukon- um og hefur verið lengi. Þær eru mjög framarlega í Evrópu og hafa verið um langt árabil. Núna á allra síðustu árum eru hinsvegar gríðarlegar fram- farir í fjölmörgum Evrópu- löndum, breiddin hefur aukist verulega, og því er sérstaklega ánægjulegt að sjá að íslensk fé- lagslið halda sinni stöðu og vel það. Og um leið að sjá unga og spennandi leikmenn sem eru að hasla sér völl með landsliðinu og ætla sér stóra hluti gegn Evrópu- meisturunum í kvöld. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lieke Martens brenndi af vítaspyrnu fyrir hollenska liðið á 82. mínútu í stöðunni 2:2. Þá lék Holland til úrslita á heims- meistaramótinu í Frakklandi sumarið 2019 þar sem liðið tapaði 0:2 fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik í Lyon. Hollenska liðið varð hins vegar Evr- ópumeistari í Hollandi árið 2017 eftir 4:2-sigur gegn Danmörku í úrslitaleik í Enschede í Hollandi. Holland er sem stendur í fjórða sæti styrkleikalista FIFA en liðið var í þriðja sæti listans í júlí 2019 og aftur í apríl á þessu ári. Nýr þjálfari við stjórnvölinn Sari van Veenenddal, leikmaður PSV, Stefanie van der Gragt, leik- maður Ajax, Jackie Groenen, leik- maður Manchester United, Lieke Martens, leikmaður Barcelona, og Vivianne Miedema, leikmaður Arsen- al, voru allar í byrjunarliði hollenska liðsins í úrslitaleik EM 2017, úrslita- leik HM 2019, gegn Bandaríkjunum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í AFP Meistarar Sherida Spitse, Vivianne Miedema og Lieke Martens fagna Evrópubikarnum árið 2017 en þær eru allar lykilmenn í hollenska liðinu. sumar og loks gegn Tékklandi í und- ankeppni HM í síðustu viku. Þá var Shanice van de Sanden, leikmaður Wolfsburg, í byrjunarliðinu í þremur þessara leikja en hún kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í 0:2-tapinu í úrslitum HM gegn Bandaríkjunum 2019. Miðjukonan Sherida Spitse er reynslumesti leikmaður liðsins með 188 landsleiki að baki en Lieke Mar- tens kemur þar á eftir, í núverandi leikmannahóp liðsins, með 127 A- landsleiki. Þær Martens, Miedema og van de Sanden skipuðu sóknarlínu hollenska liðsins gegn Tékklandi á dögunum en Miedema hefur raðað inn mörkunum fyrir bæði Arsenal og hollenska landsliðið undanfarin ár. Hún hefur skorað 83 mörk í 100 A-landsleikjum, þá hefur Martens skorað 53 mörk og van de Sanden 21 mark. Englendingurinn Mark Parsons, 35 ára, tók við þjálfun liðsins af Sarinu Wiegman eftir Ólympíu- leikana í sumar en Wiegman stýrir í dag enska landsliðinu eftir að hafa stýrt Hollandi frá 2017 til 2021. Par- sons stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins gegn Tékklandi á dög- unum en hann stýrir einnig Portland Thorns í bandarísku atvinnu- mannadeildinni, samhliða starfi sínu hjá hollenska knattspyrnusamband- inu. Ísland og Holland hafa mæst tíu sinnum í genum tíðina, fimm sinnum í vináttulandsleik, fjórum sinnum í undankeppni EM og einu sinni í loka- keppni EM. Ísland hefur sex sinnum fagnað sigri í þessum viðureignum, tvívegis hafa liðin gert jafntefli og tví- vegis hefur Holland fagnað sigri. Íslenska liðið hafði betur í síðasta keppnisleik liðanna í lokakeppni EM árið 2013 í Svíþjóð þar sem Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri Íslands í riðlakeppninni í Växjö. Dagný, Sif Atladóttir og Hall- bera Guðný Gísladóttir voru í byrj- unarliði Íslands í leiknum og eru í leikmannahóp Íslands í dag. Þá voru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðars- dóttir varamenn í leiknum í Svíþjóð en þær eru einnig í hópnum sem mætir Hollandi. Ótrúlegur markafjöldi sóknarinnar - Ísland hefur leik í undankeppni HM gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld UNDANKEPPNI HM Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Evrópumeisturum Hollands í C-riðli undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikur Íslands í und- ankeppni HM og jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tók við þjálfun liðsins í janúar á þessu ári. Hollendingar hófu undankeppnina á fimmtudaginn í síðustu viku þegar liðið gerði óvænt 1:1-jafntefli gegn Tékklandi í Groningen í Hollandi. Það hefur verið mikil stígandi í hol- lenskri kvennaknattspyrnu und- anfarin ár en liðið tapaði í vítaspyrnu- keppni gegn Bandaríkjunum í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna í Tókýó hinn 30. júlí í sumar en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2:2. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk hollenska liðsins í leiknum en Þýska handknattleiksfélagið Mel- sungen hefur sagt Guðmundi Guð- mundssyni upp störfum sem þjálf- ara liðsins eftir dapurt gengi í 1. deildinni í upphafi tímabils, en liðið er með eitt stig eftir þrjár umferðir. „Liðið hefur valdið miklum von- brigðum í upphafi tímabils og þá var árangur síðasta tímabils langt undir væntingum,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Melsungen. Guðmundur tók við liðinu í febr- úar 2020. Hann er þjálfari íslenska karlalandsliðsins og hefur gegnt starfinu frá árinu 2018. Guðmundi sagt upp störfum AFP Rekinn Guðmundur Guðmundsson var látinn taka pokann sinn í gær. Valur og þýska liðið Lemgo mætast í fyrri leik annarrar umferðar Evr- ópudeildarinnar í handknattleik karla í Origo-höllinni í kvöld. Sig- urvegari einvígisins tryggir sér sæti í riðlakeppni keppninnar. Bjarki Már Elísson, lykilmaður Lemgo, varar við vanmati. „Ef við komum hingað sem einhverjir kóngar þá getum við alveg eins tap- að fyrir þeim,“ sagði hann við mbl.is, en í gær var nánar rætt við hann og einnig Tuma Stein Rún- arsson hjá Val um einvígið. Viðtölin má lesa á mbl.is/sport/handbolti. Lemgo má ekki vanmeta Val AFP Hættulegur Bjarki Már Elísson er helsti markaskorari Lemgo. HK – STJARNAN 1:0 1:0 Valgeir Valgeirsson 79. M Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Birkir Valur Jónsson (HK) Atli Arnarson (HK) Ívar Örn Jónsson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Stefan Ljubicic (HK) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Rautt spjald: Birnir Snær Ingason (HK) 75. Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 5. Áhorfendur: Um 1.000. Í KÓRNUM Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HK sendi Fylki niður í 1. deild og styrkti verulega eigin stöðu í fall- baráttu úrvalsdeildar karla í gær- kvöld með því að sigra Stjörnuna, 1:0, í Kórnum. Valgeir Valgeirsson skoraði sig- urmarkið á 79. mínútu, fjórum mín- útum eftir að Birnir Snær Ingason sóknarmaður HK fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Þetta var fyrsta mark Valgeirs á tímabilinu. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari virðist hafa gert alvarleg mistök þegar hann gaf Birni seinna gula spjaldið eftir að hann féll í ná- vígi við Stjörnumann í vítateig Garðbæinga. Miðað við þær myndir sem Stöð 2 Sport sýndi af atvikinu í gærkvöld var um rangan dóm að ræða en Birnir verður fyrir vikið í banni í lokaumferðinni á laugardag- inn kemur þegar HK mætir Breiða- bliki. Gríðarleg spenna er í fallbarátt- unni eftir þennan sigur HK sem komst á ný tveimur stigum fram úr ÍA. Skagamenn sitja eftir í fallsæti á nýjan leik og sækja á laugardaginn Keflvíkinga heim, þriðja liðið sem gæti fallið ásamt Fylki. Þar er sú magnaða staða komin upp að ef ÍA vinnur Keflavík og HK gerir jafntefli við Breiðablik verða liðin þrjú öll með 21 stig og gætu verið öll með 15 mörk í mínus ef ÍA vinnur eins marks sigur. Þá yrði ÍA alltaf uppi á fleiri skoruðum mörk- um en Keflavík og HK hafa skorað jafnmörg mörk eftir leiki 21. um- ferðar. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Gleði Stuðningsmenn HK höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í leikslok. Þriggja liða fall- barátta í lokin - Fylkismenn eru fallnir eftir sigur HK Þegar Birkir Bjarnason skor- aði fyrir lið sitt Adana Demispor í tyrknesku úr- valsdeildinni á laugardaginn bættist hann í fá- mennan hóp ís- lenskra knatt- spyrnumanna. Birkir innsigl- aði þar góðan 3:1-sigur Adana Dem- ispor á Rizespor og fyrsta sigur liðs- ins í deildinni í haust, í fimmta leiknum. Þar með hefur Birkir skorað í deildakeppni sex landa á ferlinum en hann hefur áður skorað mörk í Nor- egi, á Ítalíu, í Sviss, á Englandi og í Katar. Hann náði ekki að skora í Belgíu á hálfu tímabili þar. Þetta hafa aðeins sjö aðrir Íslend- ingar afrekað. Eiður Smári Guð- johnsen skoraði í átta löndum og Hannes Þ. Sigurðsson í sjö en þeir léku báðir í níu löndum á ferlinum. Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson hafa einnig skorað í sjö löndum og á undan Birki hafa Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason skorað í deildakeppni sex landa á sínum ferli í fótboltanum. vs@mbl.is Hefur skorað mörk í deild- um sex landa Birkir Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.