Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Bandarísku Emmy-sjónvarpsverð-
launin voru afhent í 73. sinn í fyrra-
kvöld. Enska dagblaðið The Guardi-
an bendir á að Bretar hafi verið
sigursælir og er þá einkum vísað til
fjölda verðlauna fyrir þættina The
Crown, sjö talsins, en engin önnur
þáttaröð hlaut jafnmörg verðlaun.
Af einstökum verðlaunum fyrir The
Crown má nefna að leikkonurnar
Olivia Colman og Gilian Anderson
og leikararnir Josh O’Connor og
Tobias Menzies hlutu verðlaun og
hlaut þáttaröðin einnig verðlaun fyr-
ir bestu dramaþætti. Þykir þetta
mikill fengur fyrir streymisveituna
Netflix sem sýnt hefur þáttarað-
irnar og hlaut veitan alls 44 verðlaun
ef með eru talin verðlaun á fyrri
Emmy-verðlaunahátíð sem kennd er
við skapandi listir, Creative Arts
Emmys.
Bestu gamanþættirnir þóttu Ted
Lasso og hlutu þeir þrenn önnur
verðlaun og þáttaraðirnar Mare of
Easttown og Hacks hlutu þrenn
hvor. The Queen’s Gambit hlaut
verðlaun fyrir bestu stuttu þáttaröð-
ina og bestu leikstjórn sem var í
höndum Scotts Franks. Besta spjall-
þáttaröðin þótti Last Week Tonight
sem John Oliver stýrir og er þetta
sjötta árið í röð sem hún hlýtur slík
verðlaun.
Líkt og oft áður þótti halla á til-
nefnda úr röðum þeldökkra og að-
eins einn leikari eða leikkona hlaut
verðlaun, Courtney B. Vance fyrir
bestan leik kvenna í aukahlutverki
fyrir leik sinn í Lovecraft Country.
Dragdrottningin RuPaul, stjórnandi
þáttanna RuPaul’s Drag Race, hlaut
verðlaun fyrir bestu keppnisþátta-
röðina og varð þar með sú þeldökka
manneskja sem hlotið hefur flest
verðlaun í sögu Emmy-verðlaun-
anna. Þriðji þeldökki verðlaunahaf-
inn var Michaela Coel sem hlaut
verðlaun fyrir besta handrit að
stuttri þáttaröð, I May Destroy You.
Varð Coel jafnframt fyrst þeldökkra
kvenna til að hljóta þau verðlaun.
Konur hlutu svo eftirsóttustu
leikstjórnarverðlaunin í drama- og
gamanflokki, Jessica Hobbs fyrir
The Crown og Lucia Aniello fyrir
Hacks.
Bestu leikstjór-
arnir konur
- Þáttaröðin The Crown hlaut flest
Emmy-verðlaun í ár eða sjö alls
AFP
Karl Josh O’Connor hlaut verðlaun fyrir bestan leik karls í aðalhlutverki í
dramaþáttum fyrir túlkun sína á Karli Bretaprins í The Crown.
Dragdrottning RuPaul hlaut verð-
laun fyrir RuPaul’s Drag Race.
Kát Helstu aðstandendur gamanþáttanna Ted Lasso sem hlutu Emmy-verðlaunin í ár fyrir bestu gamanþætti.
Tvenna Lucia Aniello sést hér með verðlaunin sem hún hlaut fyrir besta
leikstjórn gamanþátta og bestu skrif fyrir gamanþætti, þættina Hacks.
Drama Michaela Coel hlaut verð-
laun fyrir handrit að stuttri drama-
þáttaröð, I May Destroy You.