Morgunblaðið - 22.09.2021, Page 10

Morgunblaðið - 22.09.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Ýmsar gerðir af heyrnartækjum í mörgum verðflokkum, stærðum og litum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun vefverslun.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 • HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ávinningurinn liggur ekki fyrir og tímasetningar eru ekki skýrar. Það er ekkert í hendi nema útgjöldin,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu síðustu daga hefur Reykjavíkurborg ákveðið að verja rúmum tíu milljörðum króna í upp- byggingu stafrænna innviða á næstu þremur árum. Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur ráðið yfir 40 sérfræðinga vegna þessa í ár og stefnt er að því að þeir verði yfir 60 áður en árið er úti. Keppt við einkageirann Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessa uppbyggingu „hugbúnaðar- húss“ borgarinnar. Hafa samtökin bent á að borgin bæði stígi harka- lega inn á samkeppnismarkað auk þess að keppa við einkageirann um starfsfólk. Nær lagi hefði verið að umrædd uppbygging stafrænna innviða hefði farið í útboð. Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborg- ar, sagði hins vegar að minnst þrír milljarðar króna spöruðust með inn- hýsingu hluta af þróun innviðanna. Eyþór Arnalds segir að ekki sé lengur um það deilt að ferlar borg- arinnar hafi verið og séu í miklu ólagi. Það hafi komið í ljós við verk- legar framkvæmdir en einnig varð- andi afgreiðslutíma. „Fólk fær sein svör og jafnvel engin. Rafvæðing borgarapparatsins hefur líka tekið óratíma. Það er ekki nóg að setja tíu milljarða í vandamálið heldur þarf að huga að því hvaða árangri á að ná. Eitt af því sem við höfum gagn- rýnt er að það liggur ekki fyrir skýr markmiðasýn, það er farið af stað með ákveðna tölu, stóra fjárfest- ingu, og ráðið inn fólk í stað þess að bjóða verkefnið út. Við höfum ekki séð neina útreikninga að baki þessu verkefni.“ Eyþór hefur áhyggjur af útkom- unni. Hann segir að dæmi séu um að fyrirtæki, stór og smá, hafi sett upp stafræn kerfi á stuttum tíma og náð góðum árangri. „Á meðan hefur Reykjavíkurborg helst státað af því að hafa innleitt eyðublað um fjárhagsstuðning á netinu. Flestir ferlar eru enn á 19. öld, það er tekið við erindum á pappír og þeim kannski svarað og kannski ekki,“ segir hann og nefnir að mælaborð borgarbúa, sem kynnt hafi verið í byrjun kjörtímabilsins, sé að mestu leyti frosið. Uppbygg- ing stafrænna innviða hefur verið til umfjöllunar í borgarráði um skeið og Eyþór segir að minnihlutinn hafi gert athugasemdir við framkvæmd- ina. „Við höfum talað fyrir útboðum. Borgin hefur hins vegar ítrekað keypt þjónustu án útboða og það hefur komið í ljós að það hefur jafn- vel verið ólöglegt, til dæmis að því er varðar ljósastýringar. Í þessu til- viki var ákveðið að fara ekki í útboð þrátt fyrir að bæði öflug og vaxandi hugbúnaðarhús sé að finna í Reykjavík. Á tíma fjórðu iðnbylt- ingarinnar velur borgin að gera þetta sjálf. Þá er mikil hætta á að lítið verði um eftirlit með markmið- unum.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins, hefur farið fram á að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoði fjármála- hreyfingar þjónustu- og nýsköpun- arsviðs. „Grundvallaratriðið er að þarna er ekki verið að fara vel með fé borgarbúa. Það hefði verið hægt að fara mikið ódýrari og betri leið,“ segir hún. Ekkert í hendi nema útgjöldin - Minnihlutinn gagnrýnir að verja á tíu milljörðum í uppbyggingu stafrænna innviða í Reykjavík án út- boðs - „Liggur ekki fyrir skýr markmiðasýn“ - Kallað eftir aðkomu innri endurskoðunar borgarinnar Eyþór Arnalds Kolbrún Baldursdóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgartún Reykjavíkurborg hefur uppi áform um að verja 10 milljörðum króna í uppbyggingu stafrænna innviða. Þjónustu- og nýsköpunarsvið borgarinnar er til húsa í Borgartúni og byrjað er að ráða þangað sérfræðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.