Morgunblaðið - 22.09.2021, Page 16

Morgunblaðið - 22.09.2021, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 ✝ Hjördís Þórð- ardóttir íþróttakennari fæddist á Ísafirði 5. júní 1926. Hún lést á Eir 13. sept- ember 2021, 95 ára að aldri. Foreldrar henn- ar voru Þórður Jó- hannsson úrsmiður á Ísafirði f. 16. des- ember 1888, d. 13. desember 1979 og Kristín Magnúsdóttir f. 22. ágúst 1898, d. 26. september 1991. Hjördís átti 5 systkini: Högni f. 6. febr- úar 1924, Anna f. 7. júlí 1928, d. 1. janúar 2017, Helga f. 9. mars 1931, d. 20. apríl 2017, Ólafur f. 23. maí 1932, d. 10. október 1990, og Magnús f. 21. janúar 1939, d. 14. október 1993. Hjör- Árnason f. 2. febrúar 1999. Fyrir átti Dóra Egil K. Wild f. 9. ágúst 1986 og Agnesi Wild f. 10. október 1989. Hjördís ólst upp á Ísafirði og gekk þar í Barna- og Gagn- fræðaskólann. Hún lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands 1948 og fór í framhalds- nám í Rythmikdeild Tónlistar- skólans í Stuttgart í Þýska- landi. Hjördís starfaði sem íþrótta- kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík, kenndi rythmik við Melaskólann í Reykjavík, ásamt því að kenna þjóðdansa. Hún var ráðin sem íþróttakennari við Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni árið 1956 og kenndi einnig við hina skólana á Laugarvatni. Hjördís var í kirkjukór, kvenfélaginu og björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Hjördís og Árni fluttu til Reykjavíkur 1997 og í Mosfellsbæ 2012. Útför Hjördísar fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 22. sept- ember 2021, klukkan 13. dís var gift Árna Guðmundssyni fyrrverandi skóla- stjóra Íþróttakennara- skóla Íslands. Hann var fæddur 12. september 1927 og lést 7. mars 2016. Foreldrar hans voru Guð- mundur Sveinsson frá Hóli í Sæmund- arhlíð, fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga f. 11. mars 1893, d. 19. október 1967 og Dýrleif Árnadóttir húsmóðir frá Utan- verðunesi f. 4. júlí 1899, d. 8. mars 1993. Sonur Hjördísar og Árna er Árni Árnason f. 6. febr- úar 1963, kvæntur Dóru G. Wild f. 4. október 1962. Sonur Árna og Dóru er Árni Haukur Elsku mamma, ég þakka þér fyrir öll 58 árin sem við höfum átt samleið. Fyrstu minningarnar eru bundnar við Laugarvatn og litlu fjölskylduna okkar þegar þið pabbi dróguð mig á sleða eftir snjónum og ég fékk að renna nið- ur litlar brekkur. En þær brekk- ur urðu brattari og lengri með árunum. Oft var farið á fjöllin í nágrenni Laugarvatns, jafnt sumar sem vetur og minnisstæð eru skíðagönguævintýrin þegar farið var t.d. á Lyngdalsheiðina, inn í Kálfsdal, inn með Kálfstind- unum eða upp að Gullkistu og inn á Hlöðuvelli svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru vatnið og vatnsströndin vinsæl leiksvæði og oft var farið út á bát og þá stundum með veiðistöng með- ferðis. Á vetrum þegar vatnið hafði lagt fórum við oft á skauta eða gönguskíði ef ísinn var snævi- þakinn. Þú kenndir mér að virða náttúruna og náttúruöflin og hvað bæri að varast í umgengni við viðkvæma náttúru, einnig að fylgjast með gróðri og dýralífi, en sá áhugi hefur fylgt mér alla tíð. Einnig kenndir þú mér á hætt- urnar í náttúrunni og hvað bæri að varast. Og þótt mér yrði á með vinum mínum, t.d. dytti niður um ís á vatninu og kæmi rennblautur og kaldur heim, voru bara fundin þurr föt í skyndi og svo var ég rokinn aftur niður á ísinn til að missa ekki af gleðinni og leiknum þar. Síðsumarsferðir með þér til að heimsækja afa og ömmu á Ísa- firði eru einnig minnisstæðar, þar sem farið var í berjamó inn í Tungudal. Berin voru síðan fryst, söftuð eða sultuð og geymd til vetrarins. Stuðningur þinn við mig í gegn um allt námið mitt er ómetanleg- ur, alltaf varst þú tilbúin til að hlusta og ræða málin og alltaf gast þú gefið góð ráð hvort sem það var á barnaskólaárunum, há- skólaárunum eða í framhalds- náminu mínu í Noregi. Þú varst óþrjótandi uppspretta alls kyns æfinga sem ég gat nýtt mér í námi og starfi og til eigin þarfa. Alltaf hafðir þú tíma fyrir mig sama hvernig á stóð og hve mikið var að gera hjá þér. Þú kenndir mér mikið varð- andi uppeldi sonar míns, en hann var mikið hjá ykkur pabba þegar hann var lítill og þá hófust aftur gömlu leikirnir sem ég hafði upp- lifað sem barn ásamt lestri Ís- lendingasagna og fleiri góðra bóka. Sumarhúsið á Laugarvatni, ykkar sælureitur, var einnig vin- sæll viðkomustaður þar sem fylgst var með dýralífi og gróðri og landið ræktað í sátt og sam- lyndi við þann gróður sem fyrir var á svæðinu. Þú varst einnig óþreytandi við að segja honum til við alls konar leiki og íþróttir og gaman var t.d. að sjá áhugann og einbeitnina hjá ykkur báðum þegar farið var í fótbolta við ömmustrákinn úti í garði. Elsku mamma, innilegar þakk- ir fyrir það frábæra veganesti sem þú hefur gefið mér út í lífið. Takk fyrir að kenna mér að virða náttúruna og lífríkið og að líta á björtu hliðarnar í lífinu. Guð blessi minningu þína, þinn sonur Árni Árnason. Mig langar til að kveðja elsku- legu tengdamóður mína með nokkrum orðum. Ég kynntist Hjördísi þegar ég fór að vera með Árna einkasyni þeirra hjóna fyrir u.þ.b. 26 árum. Henni leist nú ekki mjög vel á gripinn í fyrstu, fráskilin með tvö börn og það tók nokkurn tíma að fanga hjarta hennar. Þegar það loksins tókst urðum við bestu vinkonur og nut- um samvista, fórum m.a. í búð- arferðir og kaffihús og hún naut sín í botn. Hún var börnum mín- um Agli og Agnesi afar góð og svo bættist Árni Haukur í hópinn og voru þau miklir vinir alla tíð. Ég er svo heppin að vinnustaður minn, leikskólinn Hlaðhamrar, er beint á móti Eirhömrum þar sem þau bjuggu. Við vinkuðumst á í glugganum og hún naut þess að horfa á börnin leika sér, og fylgj- ast með þeim hreyfa sig. Alla daga eftir vinnu fór ég yfir til Hjördísar og hún beið með kaffi og konfekt. Við sátum, spjölluð- um og sögðum tíðindi. Þessar samverustundir okkar voru afar dýrmætar og ég er mjög þakklát fyrir þær. Nú er hún loksins kom- in til Árna, en þau voru óaðskilj- anleg alla tíð og áttu svo fallegt samband. Hvíl í friði elsku Hjör- dís og takk fyrir allt. Dóra Wild. Í dag kveðjum við samferða- konu til margra ára, Hjördísi Þórðardóttur. Leiðir lágu saman á Laugar- vatni í Laugardal, fallegu sveit- inni okkar. Ólíkar um margt en náðum að tengjast sérstökum vinaböndum. Hittumst m.a. í kirkjukórnum, leikfimi, seinna í menningarferð- um í höfuðstaðinn. Þar var farið á sýningar, veitingahús o.fl. og ekki má gleyma hláturklúbbnum góða og kvenfélaginu. Hjördís markaði spor í sam- félagið m.a. sem húsmóðir á gest- kvæmu og fallegu heimili þeirra hjóna, hennar og Árna Guð- mundssonar, skólastjóra Íþrótta- kennaraskóla Íslands í rúmlega 40 ár. Hjördís var í nokkur ár for- maður Kvenfélags Laugdæla. Þar naut sín vel skipulagshæfni hennar, smekkvísi og metnaður við hvaðeina sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún fékk t.d. Sigríði Thorlacius til að halda viku fé- lagsmálanámskeið sem sannar- lega hristi vel upp í hópnum. Einnig var haldin glæsileg þjóð- búningasýning, með aðkomu Sig- ríðar Valgeirsdóttur, Mínervu Jónsdóttur og að sjálfsögðu Hjördísar. Aðeins það besta í boði fyrir kvenfélagskonur og íbúa í Laugardal. Þetta var félag- inu til mikils sóma og um leið hvatning til ungra kvenna um að ganga til liðs við félagið. Hjördís hlaut á sínum tíma rífandi kosn- ingu til formanns á aðalfundi. En einn hængur var á, hún var ekki mætt á fundinn. Fundarkonur létu það ekki hagga ákvörðun sinni og kusu sína konu. Við fund- um fljótlega að nýi formaðurinn var ekki skaplaus. Það gustaði hressilega af henni þegar við sögðumst vera saklausar af gjörningnum og ekki stóð á svari. „Einmitt, ég hef hitt fleiri sem kannast ekki við neitt, – hvers vegna er ég þá orðin formaður?“ Hún sagði sína meiningu, það gerði hún ávallt. Við vissum hvar við höfðum hana og jafnframt að því sem hún tók að sér væri vel borgið. Hjördís var listhneigð og tón- elsk. Hún var náskyld Sigrúnu Magnúsdóttur söng- og leikkonu og Jónasi Tómassyni tónskáldi, þekktu ísfirsku listafólki. Við minnumst þess hve fallega alt- röddin hennar hljómaði með Söngkór Miðdalskirkju. Þar stóðu þær hlið við hlið vinkonurn- ar Hjördís og Anna Böðvarsdótt- ir og sungu af hjartans lyst. Við þökkum allar góðar minningar frá liðnum samverustundum. Nú er hún Hjördís vinkona okkar farin „meira að starfa Guðs um geim“ með ljúfmenninu honum Árna sínum. Við vottum Árna syni hennar og fjölskyldunni allri innilega samúð. Þið voruð ljós í lífi hennar. Guð blessi ykkur öll. Margét Steina Gunnarsdóttir, Rannveig Pálsdóttir. Það er svo ótrúlega skrýtið að missa þig elsku Hjördís þegar það er svo langt síðan við hitt- umst síðast. Ég er svo þakklát fyrir að hafa drifið mig af stað þegar það opnaðist gluggi í fyrra- sumar og heimsóknarbanni var aflétt. Svo dýrmæt stund sem við áttum saman og það var svo ynd- islegt að sjá Odd í fanginu þínu og þig að spóka þig með hann í vagn- inum um gangana á Eir. Í gegn- um lífið hef ég verið svo heppin að vera umvafin sterkum og hvetj- andi konum og þar ert þú engin undantekning. Svo ótrúlega ákveðin og þver, ljúf sem lamb og vildir öllum vel. Þótt fyrsta svarið væri alltaf nei var oftast ekkert mál að fá þig til að samþykkja. Minningarnar eru óteljandi, það var alltaf svo gott að koma í Súluhóla í strangheiðarlegt ís- lenskt sunnudagslæri með brúnni sósu, alvöru brúnuðum kartöflum (ekki þessar eins og mamma ger- ir) og salati með fetaosti sem þú keyptir bara fyrir mig. Þér fannst hann vera svo framandi og stór- skrítið að ég borðaði ekki salat nema með fetaosti og sullaði svo brúnu sósunni yfir allt. Svo kom ekki annar í jólum nema koma til ykkar Árna í jólamat; sama hversu mörg jólaboð við Andri vorum búin að fara í yfir daginn enduðum við alltaf hjá ykkur í Nóatúns-hamborgarhrygg, fró- masi og tilbehör. En minningarn- ar eru meira en matur og kaffi- drykkja. Ég gleymi því aldrei þegar þú hoppaðir jafnfætis fimm sinnum frekar hátt í kringum 90 ára afmælið þitt, bara af því að þú vildir sanna fyrir mér að þú gætir það. Þú varst alltaf svo góð við mig og Egil og tókst okkur opnum örmum eins og við hefðum alltaf verið barnabörnin þín, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Fyrir það er ég ævinlega þakklát. En nú ertu farin til elsku Árna þíns og þið getið faðmast og farið í gönguferðir saman um sumar- landið, eftir situr pínu tómarúm í hjartanu okkar hérna megin. Við eigum eftir að sakna þín en leyf- um minningunum að lifa. Ég mun sérstaklega hugsa til þín þegar ég geri brúnaðar kartöflur næst og bölva því að ég hafi ekki fylgst nógu vel með þegar þú kenndir mér. Agnes, Andri og Oddur. Hjördís Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA Í lifanda lífi varst áræðnin ein og aldrei þú lagðir upp laupa. Á tíræðisaldri barst eitt frá þér kvein, „Æ hvað ég sakna að hlaupa“. Laus ertu núna við líkamans mein og langþráður svefninn þig geymir. En eftir er hlýjan og minningin hrein, sem heimsækir mig er mig dreymir. Og hvort sem ég trúi og hvað heiminn um held, fæ huggun af fullvissu þinni. Að almættið fram yfir ævinnar kveld, þig upplýsi ásjónu sinni. Árni Haukur Árnason. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN S. SVEINSSON, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, föstudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Vignir Arnarson Helga Birna Berthelsen Steinar Arnarson Marion G. Worthmann Guðbjörg Arnardóttir Benedikt Páll Jónsson Björgvin Arnarson Eva Lind Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabarn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FERUCCIO MARINÓ BUZETI, Marinó Antonsson, Sóleyjarima 7, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 17. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. september klukkan 13. Jafnframt verður útförinni streymt á: https://youtu.be/qhCP_s8AKZY Vésteinn H. Marinósson Margrét Á. Ósvaldsdóttir Hólmfríður B. Marinósdóttir Halldór Rósi Guðmundsson Bragi Þór Marinósson Erla S. Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri GUNNLAUGUR V. SNÆVARR, fyrrverandi kennari og yfirlögregluþjónn, lést á Landspítalanum 18. september. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/kwr390hhniw Auður Adamsdóttir Þórhildur Erla Pálsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SVEINSSON skipstjóri, Brúnavegi 9, lést miðvikudaginn 15. september á Hrafnistu Laugarási. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 13. Valgerður Hjartardóttir Sigríður Kristjánsdóttir Friðrik Björgvinsson Þorbjörg Kristjánsdóttir Elína Hrund Kristjánsdóttir Karítas Kristjánsdóttir Ingólfur Hartvigsson afabörn og langafabörn Okkar ástkæri GUNNAR ÓLAFSSON skipstjóri, Hæðargarði 35, Reykjavík, lést á Hrafnistu laugardaginn 18. september. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 1. október klukkan 13. Dýrleif Hallgríms Ólafur Örn Gunnarsson Erla María Erlendsdóttir Hallgrímur H. Gunnarsson Sólborg Alda Pétursdóttir Guðrún Ingibjörg Gunnarsd. Stefán Thors Halldóra Dýrleifar Gunnarsd. Hreinn Hreinsson og aðrir aðstandendur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGNÝ JEREMÍASDÓTTIR, Fellasneið 18, Grundarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, laugardaginn 18. september. Útför fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 25. september klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinsfélagið Von, Grundarfirði. Sigurður Þorkelsson Hugrún Dögg Sigurðardóttir Svavar Hávarðarson Davíð Sigurðsson Kristín Stefánsdóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.