Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 40 ÁRA Benedikt Freyr Jónsson er Reykvíkingur og ólst upp í Árbæ en býr á Seltjarnarnesi. Hann er með grunnmenntun í upplýsinga- og fjöl- miðlafræði, er með jógakennararétt- indi og hefur verið einn af frum- kvöðlum í íslensku hiphoppi. Benedikt rekur fyrirtækið Lifandi Verkefni ásamt konu sinni sem hefur fest sig í sessi sem hugmynda- og framleiðslu- fyrirtæki. Einnig er Benedikt mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og hefur verið einn af fremstu plötusnúðum landsins í um tvo áratugi. FJÖLSKYLDA Eiginkona Bene- dikts er Guðrún Theódóra Hrafns- dóttir, 1982, jógakennari. Börn þeirra eru Hrafn Darri, f. 2009, Embla Rún, f. 2011, og Nína Björg, f. 2013. Stjúp- sonur Benna er Grímur Ingi Jakobsson, f. 2003. Foreldrar Benedikts eru Jón Ágúst Benediktsson, f. 1954, og Jónína Sigurðardóttir, f. 1958. Þau eru búsett í Kópavogi. Benedikt Freyr Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. 20. apríl - 20. maí + Naut Vilji er allt sem þarf hvort heldur þig langar að ræða eitthvað eða leysa ein- hverja manndómsþraut. Það er einmitt þegar skyndilega reynir á að þú finnur fyrir styrk þínum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Varastu að hlaupa á eftir skyndi- hugdettum í dag. Veldu þér ákveðin vekefni og leystu þau síðan eitt af öðru. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Taktu það sem þú ætlar að fram- kvæma í áföngum. Láttu engan þvinga þig til samkomulags heldur láttu í þér heyra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Hvað varðar fjármálin, þá er allt á uppleið. Vonir um velgengni í framtíðinni auðvelda þér að takast á við skyldur dags- ins í dag. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú er rétti tíminn til þess að þú komir hugmyndum þínum á framfæri við starfsfélaga þína og yfirmenn. Blikkaðu, kinkaðu kolli eða gefðu þeim olnbogaskot sem þarf á smá leiðsögn að halda. 23. sept. - 22. okt. k Vog Frábær aðferð til að gefa letinni lausan tauminn er að vera alltaf að athuga tölvu- póstinn. Reyndu að koma skikki á hlutina. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú hefur komist á snoðir um vissan fróðleik sem þig langar að ræða við aðra. Búðu þig undir arf, greiða eða kaup- auka af einhverju tagi. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú mátt ekki lofa upp í ermina á þér þótt þér finnist það laga stöðuna og redda einhverju í bili. Vinir og alls kyns fé- lagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú þarft á þolinmæði að halda til að komast gegnum daginn. Haltu þig við efnið, það verður þess virði þegar upp er staðið. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sambönd á ótraustum grunni krefjast þess að einhver taki af skarið og taki mikilvæga ákvörðun. Fólk leitar til þín til að fá góð ráð. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Ekki láta sjálfsgagnrýni ná tökum á þér, þó að orð séu látin falla sem staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfa þig. voru yngri þá fórum við á hverju sumri í langar útilegur um landið og heimsóttum margar sundlaugar, legan með sonum mínum. Og það hefur alltaf verið mjög skemmtilegt að verja tíma með þeim. Þegar þeir E inar Skúlason er fædd- ur 22. september 1971 í Kaupmannahöfn en ólst upp í Breiðholtinu. Hann gekk í Fella- skóla og varði töluverðum tíma í Fellahelli undir lok skólans, að eigin sögn. „Ég hef alltaf haft áhuga á fót- bolta og æfði með Fram í nokkur ár á unga aldri og svo með Leikni og mjög ánægjulegt að þau muni bæði spila í úrvalsdeild á næsta ári.“ Einar er stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík, kláraði BA- gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskól- anum í Edinborg. Einar hefur unnið á mörgum stöð- um, m.a. sem framkvæmdastjóri Al- þjóðahússins, skrifstofustjóri þing- flokks Framsóknar og sem kynning- arstjóri Fréttablaðsins og Vísis. Síðustu árin hefur starfið snúist um göngur í gegnum Vesen og vergang, ritstörf í tengslum við gönguleiðir þ.á m. skrifað tvær bækur um gönguleiðir og unnið að uppbygg- ingu á Wapp – Walking app sem er app með göngu-, hjóla- og hlaupa- leiðum um allt land. Einar var virkur í félagslífi á há- skólaárunum, fyrst sem formaður Félags stjórnmálafræðinema og svo í Stúdentaráði og var framkvæmda- stjóri þess í eitt ár. „Á þessum árum var ég auk þess í nýsköpunarverk- efnum í samvinnu við Davíð Bjarna- son og Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og við fengum nýsköpunarverðlaun for- seta Íslands.“ Í framhaldi af háskólaárunum var Einar virkur í starfi Framsóknar- flokksins og gegndi embætti for- manns Sambands ungra framsókn- armanna í nokkur ár, fór í framboð og var varaþingmaður um tíma og leiddi framboðslista Framsóknar í borgarstjórnarkosningum. „Ég sagði mig úr Framsókn fyrir tíu ár- um og hef lítið skipt mér af pólitík síðan enda tók gönguklúbburinn yfir allt félagslíf.“ Áhugamál Einars snúast fyrst og fremst um hvers kyns útivist og göngur. „Ég hef einnig ávallt haft mikinn áhuga á knattspyrnu og gaman að eiga þann áhuga sameigin- fjörur, fótboltavelli og þeir voru líka oft mjög spenntir fyrir því að dorga. Annars hef ég verið heppinn að eiga marga góða vini og fullt af skemmti- legum ættingjum. Í uppvextinum sótti ég mikið í að vera í návist ömmu Huldu og afa Magnúsar í Hvalfirði og ég segi alltaf að það hafi verið hún sem kom mér af stað í göngur og sagði mér frá umhverfinu. Ég er líka frekar félagslyndur og fékk áður útrás í því í félags- og stjórnmálastarfi, en fæ nú útrás fyr- ir þessa miklu félagsþörf í göngu- klúbbnum Veseni og vergangi.“ Það eru endalausir viðburðir á vegum Vesens og vergangs, smærri sem stærri, innanlands og erlendis, en Einar hefur einnig unnið að skipulagi á gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina í samvinnu við Súðvíkinga í sjö ár í röð og nú í ágúst var fyrsta gönguhátíðin í Reykjavík. „Nú í vikunni verður ein- mitt gönguklúbburinn tíu ára gamall og af því tilefni verður vesenis- Einar Skúlason, frumkvöðull, framkvæmdastjóri og leiðsögumaður – 50 ára Fjölskyldan Afmælisferð í Calpe á Spáni í tilefni sjötugsafmælis móður Einars árið 2017. Endalausir vesenisviðburðir Vesen og vergangur Á Gagnheiði á milli Ármannsfells og Botnssúlna. Með Einari á myndinni eru Berglind Steinsdóttir og Renuka Chareyre. Til hamingju með daginn Akranes Linda Dröfn Vilhjálmsdóttir fæddist 19. október 2020 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hún vó 3.978 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Þórunnardóttir og Vilhjálmur Þrastarson. Nýr borgari Tilboðið rennur út um helgina! 15%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.