Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021
Undankeppni HM kvenna
C-RIÐILL:
Ísland – Holland ....................................... 0:2
Tékkland – Kýpur .................................... 8:0
Staðan:
Tékkland 2 1 1 0 9:1 4
Holland 2 1 1 0 3:1 4
Hvíta-Rússland 1 1 0 0 4:1 3
Ísland 1 0 0 1 0:2 0
Kýpur 2 0 0 2 1:12 0
A-RIÐILL:
Finnland – Slóvakía.................................. 2:1
Svíþjóð – Georgía ..................................... 4:0
_ Svíþjóð 6, Finnland 3, Írland 0, Slóvakía
0, Georgía 0.
B-RIÐILL:
Ungverjaland – Spánn ............................. 0:1
Skotland – Færeyjar................................ 7:1
_ Spánn 6, Skotland 6, Úkraína 0, Ung-
verjaland 0, Færeyjar 0.
D-RIÐILL:
Norður-Makedónía – Austurríki ............ 0:6
Norður-Írland – Lettland........................ 4:0
Lúxemborg – England........................... 0:10
_ England 6, Austurríki 6, Norður-Írland
6, Lettland 0, Lúxemborg 0, Norður-Make-
dónía 0.
E-RIÐILL:
Rússland – Svartfjallaland ...................... 5:0
Aserbaídsjan – Danmörk......................... 0:8
Malta – Bosnía .......................................... 2:2
_ Danmörk 6, Rússland 6, Svartfjallaland
3, Bosnía 1, Malta 1, Aserbaídsjan 0.
F-RIÐILL:
Armenía – Pólland.................................... 0:1
Kósóvó – Noregur .................................... 0:3
Belgía – Albanía........................................ 7:0
_ Noregur 6, Belgía 4, Pólland 4, Kósóvó 1,
Albanía 1, Armenía 0.
G-RIÐILL:
Króatía – Ítalía ......................................... 0:5
Moldóva – Sviss ........................................ 0:6
Rúmenía – Litháen................................... 3:0
_ Sviss 6, Ítalía 6, Rúmenía 6, Litháen 0,
Króatía 0, Moldóva 0.
H-RIÐILL:
Þýskaland – Serbía................................... 5:1
_ Þýskaland 6, Portúgal 4, Tyrkland 1,
Serbía 0, Ísrael 0, Búlgaría 0.
I-RIÐILL:
Grikkland – Kasakstan ............................ 3:2
Eistland – Wales....................................... 0:1
Slóvenía – Frakkland............................... 2:3
_ Frakkland 6, Wales 6, Slóvenía 3, Grikk-
land 3, Eistland 0, Kasakstan 0.
England
Deildabikarinn, 3. umferð:
Burnley – Rochdale................................. 4:1
- Jóhann Berg Guðmundsson var vara-
maður hjá Burnley og kom ekki við sögu.
QPR – Everton ......................... (2:2) 10:9 (v)
- Gylfi Þór Sigurðsson er utan hóps hjá
Everton.
Preston – Cheltenham ............................. 4:1
Fulham – Leeds.......................... (0:0) 5:6 (v)
Brentford – Oldham................................. 7:0
Watford – Stoke ....................................... 1:3
Wigan – Sunderland................................. 0:2
Norwich – Liverpool ................................ 0:3
Sheffield Utd – Southampton ... (2:2) 4:6 (v)
Manchester City – Wycombe.................. 6:1
C-deild:
Crewe – Morecambe ............................... 1:3
- Jökull Andrésson var varamarkvörður
Morecambe í leiknum.
Tyrkland
Besiktas – Adana Demispor ................... 3:3
- Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Adana Demispor.
Katar
Al-Arabi – Al Sailiya ............................... 1:0
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi.
Ítalía
A-deild:
Bologna – Genoa....................................... 2:2
Atalanta – Sassuolo .................................. 2:1
Fiorentina – Inter Mílanó........................ 1:3
B-deild:
Crotone – Lecce ....................................... 0:3
- Þórir Jóhann Helgason lék fyrstu 70
mínúturnar með Lecce en Brynjar Ingi
Bjarnason var á varamannabekknum.
Pisa – Monza............................................. 2:1
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Pisa.
SPAL – Vicenza ....................................... 2:2
- Mikael Egill Ellertsson var varamaður
h́ja SPAL og kom ekki við sögu.
Frakkland
B-deild:
París FC – Nimes..................................... 2:0
- Elías Már Ómarsson kom inn á hjá Nim-
es á 66. mínútu.
Svíþjóð
B-deild:
Helsingborg – Jönköping ....................... 3:0
- Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Helsingborg.
Danmörk
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Helsingör – OB......................................... 1:3
- Aron Elís Þrándarson var varamaður
hjá OB og kom ekki við sögu.
Lyngby – AaB .......................................... 0:4
- Sævar Atli Magnússon og Frederik
Schram léku allan leikinn með Lyngby.
Freyr Alexandersson þjálfar liðið.
0-'**5746-'
Sænska knattspyrnufélagið IFK
Gautaborg tilkynnti í gær að það
ætli að standa við bakið á Kolbeini
Sigþórssyni og styðja hann í endur-
hæfingu vegna þeirra mála sem
hann hefur glímt við á Íslandi. Í
yfirlýsingu segir að langtímaplan
hafi verið sett upp fyrir Kolbein,
byggt á gildum félagsins og skyld-
um þess sem vinnuveitanda. Það
byggist jafnframt á markmiðum
Kolbeins um að bæta sig persónu-
lega og byggist fyrst og fremst á
honum sjálfum. Félagið verði hon-
um til stuðnings og aðstoðar.
IFK Gautaborg
styður Kolbein
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Auk endurhæfingarinnar
fer Kolbeinn í aðgerð á fæti.
Ágústa Edda Björnsdóttir hafnaði í
37. sæti í tímatöku á heimsmeist-
aramótinu í götuhjólreiðum í
Flanders í Belgíu í fyrradag.
Ágústa kom í mark á tímanum
40:59 mínútum en þetta er í þriðja
sinn sem hún keppir á HM. Hún tók
þátt á HM 2019 í Harrogate í Bret-
landi, fyrst íslenskra kvenna, þar
sem hún hafnaði í 49. sæti í sömu
grein. Árið 2020 hafnaði hún svo í
42. sæti í tímatöku á HM í Imola á
Ítalíu og þetta er því hennar besti
árangur og jafnframt besti árangur
Íslendings í greininni á HM.
Besti árangur
Íslendings á HM
Ljósmynd/Hörður Ragnarsson
HM Ágústa Edda er fremsta götu-
hjólreiðakona landsins.
Á HLÍÐARENDA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Valsmenn reyndust flottir fulltrúar
íslenskra félagsliða í handknattleik í
gærkvöldi þegar þeir töpuðu naum-
lega fyrir þýsku bikarmeisturunum í
Lemgo á Hlíðarenda.
Þýska liðið slapp með skrekkinn að
þessu sinni og vann 27:26. Valur var
yfir 17:14 að loknum fyrri hálfleik og
náði sex marka forskoti 23:17 þegar
um tuttugu mínútur voru eftir. Fyrir
vikið er tapið sárt fyrir Valsmenn. Því
fylgir slæm tilfinning að kasta frá sér
slíku forskoti á síðasta þriðjungi
leiksins, sama hversu sterkur and-
stæðingurinn er.
Liðin eiga eftir að mætast á ný í
Þýskalandi en úr því sem komið er
ætti Lemgo að komast áfram í næstu
umferð. Þar á bæ hafa menn hins
vegar ekki miklu reynslu af Evrópu-
leikjum. Ekki þeir leikmenn sem nú
spila með liðinu. Lemgo hefur ekki
verið á meðal fimm efstu liðanna á
síðustu árum og hefur því ekki verið í
Evrópukeppnum. Bikarævintýrið
tryggði liðinu Evrópusæti. Liðið vann
vel fyrir þeim sigri og sló til að mynda
Kiel út úr bikarnum. Liðið ætti því að
vera töluvert sterkara en íslenskt fé-
lagslið en leikmenn liðsins eru hins
vegar einnig að læra eins og Vals-
menn.
Öflug vörn Vals
Ef til vill skýrir það að einhverju
leyti hversu erfitt uppdráttar Lemgo
átti í leiknum í gær. Önnur ástæða er
virkilega öflug vörn Valsliðsins. Þar
voru þeir Alexander, Þorgils, Einar
Þorsteinn og Magnús Óli mjög góðir.
Fyrir vikið lenti útilínan hjá Lemgo í
vandræðum í sókninni. Þau vandræði
fóru ekki að minnka fyrir en á síðustu
tuttugu mínútunum.
Íslendingurinn í liði Lemgo, Bjarki
Már Elísson, hafði ekki svo lítil áhrif
á úrslitin. Hann var markahæstur
með níu mörk. Nýtti hann öll sín
markskot ef frá er talið þegar hann
reyndi fyrir sér þegar leiktíminn var
liðinn og einungis aukakastið eftir.
Eins og liðið blasti við mér þá eru
hornamennirnir Bjarki Már Elísson
og Lukas Zerbe bestu menn liðsins
ásamt sænska markverðinum Peter
Johannessen. Sjaldnast eru það góð
tíðindi ef Svíi stendur í marki gegn ís-
lenskum handboltaliðum. En Vals-
mönnum gekk þó ágætlega að finna
leiðina fram hjá Johannessen og þá
sérstaklega Magnúsi Óla. Hann sýndi
í sókninni að hann á erindi í þýsku
deildina ef því er að skipta.
Björgvin Páll Gústavsson, mark-
vörður Vals, fékk rauða spjaldið á 23.
mínútu eftir árekstur við Bjarka Má
um leið og Bjarki skoraði úr hraða-
upphlaupi.
Lemgo slapp með
skrekkinn gegn Val
- Valur missti niður sex marka forskot - Bjarki Már markahæstur á vellinum
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hraðaupphlaup Magnús Óli Magnússon og Bjarki Már Elísson voru markahæstir á Hlíðarenda.
Pétur Viðarsson, varnarmaðurinn reyndi hjá FH, var besti leikmaður 21.
umferðar úrvalsdeildar karla í fótbolta sem var leikin á sunnudag og
mánudag, að mati Morgunblaðsins. Pétur átti stórleik í vörn FH-inga þeg-
ar þeir lögðu Breiðablik að velli, 1:0, í Kaplakrika og skoraði auk þess sig-
urmark Hafnarfjarðarliðsins. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá
Morgunblaðinu.
Einn annar leikmaður fékk tvö M en það var Mark Gundelach, hægri
bakvörður KA-manna, sem lagði upp þrjú mörk þegar Akureyrarliðið
lagði Valsmenn 4:1 á Hlíðarenda. Fjórir nýliðar eru í úrvalsliði 21. umferð-
arinnar sem sjá má hér fyrir ofan.
21 . umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Ingvar Jónsson
Víkingur R.
Pétur
Viðarsson
FH
Guðmundur Þór
Júlíusson
HK
Mark Gundelach
KA
Magnús Þór
Magnússon
Keflavík
Ísak Snær
Þorvaldsson
ÍA
Steinar Þorsteinsson
ÍA
Valgeir Valgeirsson
HK
Pablo Punyed
Víkingur R.
Matthías Vilhjálmsson
FH
Nökkvi Þeyr Þórisson
KA
2
5
2
2
6
3
2
Pétur bestur í 21. umferðinni
Origo-höllin, Evrópudeild karla, 2.
umferð, fyrri leikur, 21. september.
Gangur leiksins: 2:1, 6:5, 10:6, 12:9,
14:12, 17:14, 20:16, 23:17, 23:21,
24:23, 25:26, 26:27.
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon
7, Agnar Smári Jónsson 6, Tumi
Steinn Rúnarsson 3/2, Vignir Stef-
ánsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 2,
Þorgils Svölu Baldursson 1, Tjörvi Týr
Gíslason 1, Stiven Tobar Valencia 1,
Alexander Júlíusson 1, Einar Þor-
steinn Ólafsson 1.
Varin skot: Motoki Sakai 7, Björgvin
VALUR – LEMGO 26:27
Páll Gústavsson 3.
Utan vallar: 12 mínútur. (Björgvin
Páll fékk rautt spjald á 23.)
Mörk Lemgo: Bjarki Már Elísson
9/4, Lukas Zerbe 5, Lukas Hutecek
5, Andrej Kogut 4, Isaias Guardiola
2, Bobby Schagen 1, Gedeon Guar-
diola 1.
Varin skot: Peter Johannesson 14.
Utan vallar: 12 mínútur. ( Carlsbog-
ard fékk rautt spjald á 30.)
Dómarar: Ivars Cernavskis og Ed-
munds Bogdanovs, Lettlandi.
Áhorfendur: 434.