Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokksveitin Dimma sendi frá sér plötuna Þögn í sumar, 1. júní, og þótti eflaust mörgum aðdáandanum tími til kominn því fjögur ár eru lið- in frá því síðasta breiðskífan kom út. Er þetta sjötta hljóðversskífan en hljómsveitin hefur einnig gefið út fimm tónleikaplötur með mynd- diskum. Dimmu skipa þeir Stefán Jakobs- son söngvari, Ingó Geirdal sem leikur á gítar, Silli Geirdal bróðir hans sem leikur á bassa og tromm- arinn Egill Örn Rafnsson. Allir radda þeir, auk þess að leika á hljóðfærin og er platan nýja sú fyrsta sem Egill trommar á. Ingó segir að hljómsveitin hafi tekið þá ákvörðun að gefa áfram út á föstu formi og hafa útgáfuna eins glæsilega og kostur væri. Þögn kemur því út í geisladiskapakka með 20 bls. bæklingi og á rauðvíns- litum 180 gramma vínil, í 300 ein- tökum. Hann segir vínilinn nær uppseldan og plötuumslagið og alla hönnun í kringum einnig veglega. Fjölbreyttari plata Ingó er spurður að því hvort bjartara sé nú yfir Dimmu en á fyrri plötum og segir hann bæði og, lögin séu bæði léttari og þyngri en á fyrri plötum og nýja platan almennt fjölbreyttari. „Við förum alveg frá ballöðum yfir í mjög þungt rokk,“ segir Ingó en í einni ballöðunni, sem er jafnframt eina tökulagið á plötunni og nefnist „Andvaka“, syngur hin raddbjarta Guðrún Árný. Hún söng lagið upp- haflega, árið 2006 og segir Ingó Dimmu hafa gert sína útgáfu af laginu og það fyrir vikið orðið að kraftballöðu. Mesti munurinn frá fyrri plötum er þó umfjöllunarefnin. Þau hafa hingað til verið á heldur myrkum nótum, segir Ingó og vísar í titla platnanna Myrkraverk, Vélráð og Eldraunir. Nú sé komin Þögn og meira verið að fjalla um æðruleysi og upprisu. Blaðamaður hváir og spyr hvað hafi eiginlega gerst hjá Dimmu milli platna. „Ég held bara að menn séu á öðrum stað en þegar við vor- um að gera hinar plöturnar, eins og gengur og gerist,“ svarar Ingó. „Við höfum voðalega litla trú á því að vera eitthvað að hanga yfir plöt- um í mörg ár og fínpússa þær, lít- um heldur á hverja plötu sem mynd af þeim tíma sem hljómsveitin er á hverju sinni. Hún endurspeglar okkar áhrif og innblástur og hvar við erum staddir í lífinu. Það má segja það um þessa plötu.“ Eldhærð í „Nætursól“ 17 ár eru liðin frá því þeir Geir- dalsbræður Ingó og Silli stofnuðu Dimmu og eru þeir einu upp- runalegu liðsmennirnir. Stefán gekk til liðs við sveitina árið 2011 og Birgir Jónsson trommari einnig og lamdi húðirnar til 2018. Þá tók Egill Örn við kjuðunum. Er það býsna þéttur trommari og segir Ingó að hann hafi strax smollið við hina í sveitinni. Upptökustjórn plötunnar nýju var í höndum Silla, Ingós og Sveins M. Jónssonar sem hljóðblandaði einnig en Ólöf Erla Einarsdóttir hjá hönnunarstofunni Svart sá um hönnun fyrir geisladisks- og vínil- útgáfu. Gerði hún myndina sem prýðir plötukápuna og sýnir unga konu á baki rauðum flamingófugli. Tveir aðrir flamingóar standa hjá. Ekki er ljóst hvort konan er óvenjusmá eða fuglarnir óvenju- stórir en það skiptir væntanlega ekki máli. Blaðamaður nefnir að þetta myndverk sé nú ekki dæmigert fyr- ir rokkplötu í þyngri kantinum og Ingó tekur undir þær vangaveltur. Hann segir hljómsveitina hafa kom- ið auga á skissu að þessu verki hjá hinum grafíska hönnuði Ólöfu Erlu og strax áttað sig á því að þarna væri plötuumslagið komið. Konan á flamingóinum er með fagurrautt hár líkt og sú sem sungið er um í upphafslagi plötunnar, „Nætursól“, bendir Ingó á og að reyndar sé sú „eldhærð“, hárið eldrautt eins og flamingóarnir. Fyrirsætan er ís- lensk stúlka, segir Ingó, og verkið unnið í tölvu út frá ljósmyndum. Hann segir myndina algjöra and- stæðu við alla drekana og ófreskj- urnar á umslögum þungarokks- platna sem séu orðnar óttalegar klisjur. „Þegar maður er búinn að gefa sál sína í tónlistina finnst manni mikilvægt að umslagið beri þess merki og endurspegli það,“ bendir Ingó á. Öllu tjaldað til í Eldborg Dimma ætlar að halda í það minnsta þrenna útgáfutónleika og mun fyrst troða upp á Græna hatt- inum á Akureyri laugardaginn 25. september, 2. október í Valaskjálf á Egilsstöðum og loks í Eldborg í Hörpu, 8. október. „Við munum leika Þögn í heild sinni ásamt öllum okkar vinsælustu lögum,“ segir Ingó um tónleikana. Hann er spurður hvort fleiri komi fram með sveitinni í Hörpu, í ljósi þess hversu plássið er mikið og margir gestir. „Það er leynd- armál,“ svarar Ingó kíminn en þó megi segja að útgáfutónleikarnir verði þeir stærstu sem sveitin hafi haldið hingað til. „Við höfum alltaf hugsað stórt og látið hlutina ger- ast,“ segir Ingó og að miðasala á tónleikana í Eldborg gangi vel. Hann er að lokum spurður hvort Dimma ætli aftur í Söngvakeppnina en hún var nærri því að fara með sigur af hólmi í fyrra. „Nei, það gerum við bara einu sinni,“ svarar Ingó glettinn. „Við höfum alltaf hugsað stórt“ - Þögn nefnist nýjasta plata Dimmu og sungið um æðruleysi og upprisu - Ung stúlka á flamingó- fugli á plötumslagi sem Ingó Geirdal gítarleikari segir ágætistilbreytingu frá drekum og ófreskjum Eldhærð Stúlka á baki flamingó- fugli á umslagi plötunnar Þögn. Dimmu-liðar Félagarnir í Dimmu, frá vinstri Silli, Egill, Stefán og Ingó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.