Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
V
inur minn, sem spilar með mér golf í
hverri viku, var að vafra á netinu eitt
kvöldið fyrir nokkrum árum. Alveg
bláedrú. Þar sá hann kylfurnar sem hann lang-
aði í. Og ekki nóg með það, þær voru miklu
ódýrari en í öllum búðum sem hann hafði farið
í. Hann sló til, keypti kylfurnar og beið svo
spenntur eftir að fá þær sendar.
Það var mikil tilhlökkun þegar hann fór
fyrsta hringinn. Alveg þar til hann sló fyrsta
höggið og hluti af hausnum hrökk af kylfunni.
Þá áttaði hann sig á þeirri gamalkunnu stað-
reynd að ef eitthvað hljómar of vel til að vera
satt þá er það sennilega þannig.
Þessi vinur minn er mjög klár og yfirleitt af-
skaplega varkár. Og þegar hann fór að hugsa
málið, sitjandi yfir ónýtum kylfunum, þá áttaði
hann sig á því að hann hefði getað séð þetta
allt fyrir. Ef hann hefði hugsað málið aðeins
lengur þá hefði hann sennilega áttað sig á því
að það væri ólíklegt að einhver síða sem hann
hefði ekki séð áður gæti selt vöru á lægra verði
en allar golfbúðir heimsins og sennilega undir
kostnaðarverði.
Mér verður stundum hugsað til hans fyrir
kosningar.
Kosningaloforðin eru komin og skyndilega
hafa allir fundið lausnir á öllum heimsins
vandamálum. Og það sem meira er: Það er allt
ókeypis. Kannski ekki alveg ókeypis en það er
alltaf þannig að það er einhver annar en þú
sem er að fara að borga fyrir þetta.
Það er líka þannig að skyndilega er okkur
sagt að allt í okkar daglega lífi sé svo glatað.
Jafnvel þótt mælingar eftir mælingar hjá al-
þjóðastofnunum segi okkur að hér sé allt í
frekar góðum málum. En við ætlum ekki að
hlusta á þær núna. Hér er allt í steik og eina
leiðin til að laga það er að kjósa flokka sem eru
með lausnirnar á hreinu.
Þeir ætla að eyða fátækt og biðlistum, ná
jafnrétti og hreinu lofti og nýrri stjórnarskrá
sem lagar þetta og ýmislegt fleira. Þannig
muni allir una glaðir við sitt.
Sumir ganga meira að segja svo langt að
þeir ætla að gefa okkur pening. Ef við kjósum
rétt þá förum við bara öll hlæjandi í heima-
bankann.
Svo eru þeir sem ætla að rétta þetta allt af
með því að taka
peninga af auð-
mönnum. Fremstur
í flokki þar er mað-
ur sem hefur ein-
mitt dundað sér við
það í áratugi að tapa
peningum auð-
manna á ýmsum
rekstri. Mögulega er það lengsti vinnustaða-
hrekkur allra tíma.
Nú vil ég bara minna á það sem ég sagði áð-
an. Ef það er of gott og það allt saman. Það er
nefnilega þannig að það er ekkert ókeypis í
þessum heimi. Við verðum einhvern veginn að
standa undir okkur. Og þótt það hljómi nota-
lega þá er harla fátt sem bendir til þess að
besta leiðin til að gera það sé að fjölga opinber-
um starfsmönnum og stofnunum.
Stundum þarf að gera alls konar hluti sem
vekja kannski ekki mikla lukku en eru nauð-
synlegir og mögulega þurfum við kannski
flokka sem geta gert einmitt það. Þótt það
hljómi ekki jafn vel og að allt verði ókeypis.
Það er nefnilega einstaklega glatað að vera
kominn út á völl með ónýtar kylfur.
’
Það er allt ókeypis.
Kannski ekki alveg ókeypis
en það er alltaf þannig að það
er einhver annar en þú sem er
að fara að borga fyrir þetta.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Allt ókeypis
S
amtök áhugafólks um spilafíkn
minntu á sig undir vikulokin.
Þau vilja vita hvernig stjórn-
málaflokkarnir sem bjóða fram til Al-
þingis ætli að svara yfirlýstum vilja
þjóðarinnar um að „söfnunarkössum“
verði lokað enda séu þeir fjármunir
sem „safnað“ er komnir frá til-
tölulega fáum einstaklingum, sem
haldnir séu fíknisjúkdómi.
Samtökin vísa í ítarlega skoðana-
könnun sem Gallup gerði í maí fyrir
rúmu ári en samkvæmt henni vilja
85,8% aðspurðra láta loka spilaköss-
um sem Háskóli Íslands, Rauði
krossinn og Slysavarnafélagið
Landsbjörg reka og hagnast á um há-
ar upphæðir.
En fyrst afstaða yfirgnæfandi
meirihluta þjóðarinnar er þetta af-
dráttarlaus, hvernig má það þá vera
að ekki heyrist
meira um þetta
mál? Að vísu
kemur alltaf öðru
hvoru í ljós að
kraumar undir og
stundum svo um
munar.
Þannig sagði
SÁÁ sig frá
rekstri þessara
kassa fyrr á
árinu. Voru það mikil tíðindi og SÁÁ
til mikils vegsauka.
Í öðru lagi sendi Stúdentaráð Há-
skóla Íslands frá sér ítarlega og af-
gerandi ályktun í maí síðastliðnum
þar sem sagði að Háskólinn ætti
„ekki að hafa aðkomu að rekstri spila-
kassa“.
Á fjórða hundrað starfsmanna Há-
skóla Íslands hafa og staðfest með
undirskrift sinni að þeir vilji að skól-
inn segi sig frá þessari starfsemi. Mér
er tjáð að stöðugt bætist á þann lista.
Rektor skólans gat ekki annað en
brugðist við bæði Stúdentaráði og
starfsmönnum og setti málið í nefnd.
Sú nefnd er enn að störfum eftir því
sem best er vitað.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
ræddi málið á þingi sínu nýlega.
Ákveðið var að skora á dómsmála-
ráðherra að ráðast í endurskoðun á
reglum og lögum sem snerta rekstur
peningaspila og verði að horfa til
þeirra sem haldnir eru spilafíkn við
þá endurskoðun. Ég fylgdist á netinu
með því þegar þessi mál voru rædd
og reifuð á landsþinginu. Endahnút-
inn á umræðuna rak fulltrúi frá
Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hann
sagði að brýnt væri að finna nýja
tekjustofna fyrir samtökin, en Slysa-
varnafélagið Landsbjörg ætti að
segja sig sem fyrst frá rekstri spila-
kassa og botnaði með því að segja:
„Ég held að við ættum líka að gera
okkur grein fyrir því að mjög stór ef
ekki stærstur hluti af innkomunni
fyrir spilakassana kemur frá spila-
sjúklingum, en ekki þeim sem spila
einstaka sinnum sér til gamans.“
Á fundarstjóra landsþingsins var
að skilja að málið myndi á næstunni
fá áframhaldandi umræðu innan sam-
takanna. Það hefði verið sett í nefnd
fyrir þingið og myndi nefnd áfram
fjalla um málið.
Sem sagt, SÁÁ eru stigin út úr kas-
ínórekstri. Slysavarnafélagið Lands-
björg með málið í nefnd svo og Há-
skóli Íslands.
Og ekki má gleyma ríkisstjórninni.
Hún treysti sér ekki til að taka á mál-
inu en setti það þó í nefnd sem átti
„að kanna mögulegar réttarbætur á
sviði happdrættismála“. Heldur þótti
þetta lélegt svar stjórnvalda við kröfu
almennings en bót var þó í máli að
dómsmálaráðherrann sem skipaði
nefndina sagði
að hún myndi
skila tillögum í
byrjun júní. Það
er að segja í júní
síðastliðnum.
Ekkert bólar á
nefndarálitinu
og er þó kominn
september.
Síðan voru
það þau sem
enga nefnd þurftu til að komast að
lofsverðri niðurstöðu. Hér er vísað til
hjóna sem ráku veitingastað í Þor-
lákshöfn og högnuðust vel á rekstri
spilakassa sem þau starfræktu í um-
boði Rauða krossins og Slysavarna-
félagsins Landsbjargar á veitinga-
stað sínum. Þau græddu á tá og fingri
á kössunum en lokuðu samt! Sögðust
hafa séð óhamingjuna sem væri fylgi-
fiskur þessara spilavéla.
Fréttir bárust af fleiri aðilum sem
brugðust við ákallinu um lokun með
þessum hætti. Létu á móti sjálfum
sér en stóðu með samvisku sinni.
Og fyrst minnst er á samviskuna
má ekki gleyma þeim rekstrarað-
ilanum sem lítið gefur fyrir siðferðis-
talið. Rauði kross Íslands telur sig
ekki einu sinni þurfa á nefnd að halda
um sína samvisku.
Er þá komið að máli málanna.
Hvernig skyldu framboðin til Alþing-
is ætla að svara spurningu Samtaka
áhugafólks um spilafíkn? Styðja þau
lokun spilakassa eða gera þau það
ekki? Já eða nei.
Heyrst hefur að einhverjir flokk-
anna hyggist setja nefnd í málið.
Það er þó alla vega skref í áttina að
nefnd skuli vera nefnd.
Morgunblaðið/Eggert
Nefnd hefur
verið nefnd
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’
Er þá komið að máli
málanna. Hvernig
skyldu framboðin til Al-
þingis ætla að svara spurn-
ingu Samtaka áhugafólks
um spilafíkn? Styðja þau
lokun spilakassa eða gera
þau það ekki? Já eða nei.
COLLAGEN
BEAUTY FORMULA
Fegurðin kemur að innan
Náttúruleg bætiefnablanda fyrir húð, hár og neglur.
Collagen Beauty samanstendur af 500 mg af kollageni,
C vítamíni, kopar, B2 & B3 vítamíni ásamt sinki sem
stuðlar að viðhaldi húðar, hár og nagla.
Regluleg inntaka getur hægt á öldrunareinkennum og
dregið úr líkum á að fínar línur og hrukkur fari að myndast of snemma.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
3
mánaða
skammtur
FINNA.is