Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 15
12.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 nám í mjólkurfræði og ég stökk á það. Við vorum úti í tæp fjögur ár. Það var mjög gott að búa þar en við vorum í skóla í Óðinsvéum. Þetta var í raun ákveðinn flótti frá þessu öllu og ég fór ekki að takast á við þetta fyrr en eftir að ég kom heim,“ segir Óli Björn en hann hefur nú sótt sér sálfræðihjálp í tvö ár. „Mér fannst ég þurfa þess og ég hef leitað mér mikillar hjálpar. Ég er nú með mjög góðan sálmeðferðarfræðing hér á Króknum og hitti hann reglulega og ætla ekkert að hætta því.“ Fékk ekki dóm sem hann átti skilið Sigurður var kærður og dæmdur fyrir mörg kynferðisbrot, en brotin gegn Óla Birni voru þau umfangsmestu. „Það voru níu strákar í heildina sem hann var dæmdur fyrir að brjóta á. Ég veit ekki til að neinn þeirra hafi stigið fram eins og ég er að gera núna. Hann sat aðeins inni í nokkra mánuði, það er það versta af öllu,“ segir Óli Björn en þess má geta að Sigurður var dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn níu drengjum en sat aðeins inni í níu mánuði fyrir þau brot, en hafði setið inni áður fyrir eitt kynferðisbrot. Sigurður sat svo lengur inni fyrir efnahagsbrot af ýmsu tagi. Í frétt frá 2016 á ruv.is segir: Sigurður var í september í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn níu drengjum, auk tuga ann- arra brota. Hann játaði að hafa tælt fimm pilta á aldrinum 15 til 16 ára, hátt í 60 sinnum, með margvíslegum blekkingum. Meint brot Sigurðar gegn tveimur drengjum leiddu ekki til ákæru. Annar þeirra svipti sig lífi fyrr á þessu ári. „Mér finnst hann ekki hafa fengið þá refs- ingu sem hann ætti skilið fyrir allt sem hann gerði okkur strákunum. Svo er eins og al- menningur hafi gleymt þessum brotum og hann alltaf kallaður Siggi hakkari,“ segir hann. „Ég fékk nóg um daginn og brotnaði al- gjörlega niður. Þetta var orðið gott. Hann var kominn aftur í fréttirnar og allir fjölmiðlar að tala um Sigga hakkara, að hann væri að stunda skjalafals eða eitthvað. Aldrei var minnst einu orði á að hann hefði beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Hann fékk ekki refs- inguna sem hann átti að fá og er ekki stimpl- aður fyrir það sem hann ætti að vera stimpl- aður fyrir.“ Unglingsárin svört þoka Af ykkur níu strákum, hefur enginn áður stig- ið fram í fjölmiðlum undir nafni? „Nei. Ekki svo ég viti til. Nöfn okkar hafa aldrei verið birt neins staðar. Það var einn sem fyrirfór sér árið 2016.“ Hugsaðir þú einhvern tímann um sjálfsvíg? „Já, það kom alveg fyrir. Sérstaklega eftir að ég fékk bílpróf; þá hugsaði ég hversu auð- velt það væri að sveigja út af eða fyrir bíl. En ég hafði sem betur fer ekki kjarkinn í það,“ segir Óli Björn og segir að unglingsárin hafi farið í það að lifa með skömminni af þessu mikla leyndarmáli. „Þetta eru árin sem margir blómstra en ég fékk ekki að upplifa eðlileg unglingsár. Þetta er bara svört þoka, þessi ár eru í þoku. Ég man þetta en þetta er samt í þoku og ég vil loka á þennan tíma. Ég er búinn að loka þess- um dyrum en ég get opnað þær. Ég hef farið í dáleiðslumeðferð hjá sálfræðingi og þá flæddu út þessar minningar.“ Var það gott eða vont? „Það var rosalega erfitt. Rosalega slæmt fyrir sálartetrið en það hjálpaði mér gríðar- lega.“ Ekki mín skömm Óli Björn hefur reynt að segja skilið við þenn- an skelfingarkafla í lífi sínu en segir að ofbeld- ið sem hann varð fyrir hafi enn áhrif á líf hans. „Ég reyni að ýta skömminni frá mér og held áfram með mitt líf. En þetta er alltaf í bakpokanum og það koma upp hugsanir ann- að slagið. Þetta hefur alveg áhrif. En ég er ekki lengur reiður og ekki sár. Ég sagði sál- meðferðarfræðingnum mínum um daginn að ég ætlaði að fara með þetta í fjölmiðla. Ég er búinn að vinna í mínum málum í tvö ár og bú- inn að skila ákveðinni skömm, en það er alltaf eitthvert púsluspil sem vantar. Ég þarf að skila skömminni út í samfélagið. Ég vil að fólk viti hvað gerðist,“ segir Óli Björn og segir sál- meðferðarfræðinginn hafa stutt hann í því að stíga fram. Óli Björn hefur hvorki hitt né mætt Sigurði síðan allt komst upp. „Ég hef verið smeykur um að mæta honum. Ég veit ekki hvað mun gerast innra með mér. Ég vil ekki sjá hann og hef aldrei sett mig í samband við hann. Eftir alla mína vinnu held ég að ég myndi ekki gera neitt ef ég mætti honum, en fyrir nokkrum árum hefði ég örugglega ráðist á hann. Ég vil ekki bera ábyrgð á ofbeldi, það leysir engin vandamál. Mér var boðið að höfða persónulegt mál gegn honum en hafði ekki áhuga á því. Nú gengur hann laus og enginn veit hvað hann er að gera,“ segir hann. „Ég vil stíga fram og setja með því gott for- dæmi; þetta er ekki okkar skömm. Þetta er al- gjörlega hans. Hann á að vera með skömmina, en hann er siðblindur og finnur líklega ekki fyrir skömm.“ Feimnismál hjá körlum Hvernig er líf þitt í dag? „Það er æðislegt. Ég er kominn með konu og barn, í góðri vinnu og að flytja í nýtt hús. Ég á gott líf og er búinn að vinna mikið í mér og ætla ekki að hætta því. Það er ekki skamm- arlegt að nýta sér sálfræðiþjónustu og mér finnst að allir sem þess þurfa ættu að nýta sér það. Eldri kynslóðinni hefur kannski fundist það aumingjaskapur að hitta sálfræðing en það er ekki rétt. Það hefur líka verið meira feimnismál hjá körlum að leita sér hjálpar eft- ir svona brot og líka að segja frá þeim,“ segir Óli Björn og hvetur unga menn sem lent hafa í kynferðisofbeldi að segja frá. Það er nefnilega ekki bara brotið á konum. „Ég vona að með þessu hjálpi ég öðrum ungum mönnum að segja frá og stíga fram. Við eigum ekki að þurfa að bera slíka skömm heldur er betra að segja frá, því að það auð- veldar allt. Ég hefði sjálfur aldrei sagt frá ef þetta myndband hefði ekki komið fram. Ég hefði aldrei þorað að segja frá öllum þessum viðbjóði sem ég lenti í,“ segir Óli Björn og segir í raun að það hafi verið gott að hann neyddist til að segja frá. Hvað myndir þú segja í dag við ungan mann sem þyrði ekki að segja frá slíku of- beldi? „Ef einhver er í þessum sporum sem ég var í, myndi ég segja honum að segja frá strax. Ekki fela þetta og leitaðu þér hjálpar hjá fag- aðila. Ekki hika við það. Því það að þurfa að bera þetta með sér í mörg ár er gríðarlega erfitt. Ekki skemma lífið vegna brots sem þú berð enga ábyrgð á. Þetta á ekki að eyðileggja allt líf manns,“ segir Óli Björn og segir að tveir yngstu bræður hans viti ekki hvað kom fyrir hann. Hann mun þurfa að eiga samtal við þá núna. „Ég er búinn að tala við mína nánustu og vinnuveitendur og allir vita um þetta viðtal. Ég hef beðið fólk að taka mér ekki öðruvísi eftir lesturinn. Ég er ekki að biðja um vor- kunn, heldur skilning. Ég vil bara skila skömminni og halda áfram með líf mitt.“ Morgunblaðið/Ásdís ’ Hann notaði eitt sinn rafbyssuna á mig og ég ber ör eftir það. Hann notaði hana á mig þegar ég neitaði að gera það sem hann vildi. Hann notaði í eitt skipti á mig piparúða. Honum þótti ógurlega fyndið að spreyja piparúða beint í augun á mér. Hann beitti mig oft líkamlegu ofbeldi á allan hátt. Hann lét mig líka hafa Viagra til þess að ég gæti gert eitthvað við hann. Hann var alltaf með valdið og ég vissi hvað hann var fær um.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.