Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021 R éttar tvær vikur eru nú til kjör- dags. Það fer ekki á milli mála að kosningar leggjast dálítið öðruvísi í landann nú en oftast endranær. Þar kemur margt til. Yfirskyggð barátta Þessi þjóð er, rétt eins og ýmsar aðrar þjóðir, nær okkur og fjær, enn vönkuð eftir veiruboð- flennuna, enda hafa þær í hálft annað ár fengið æði misvísandi upplýsingar um það, hvort veiran er að koma eða fara, hvers vegna hún kom og hvort það var af mannavöldum eða ekki. Byggð var upp tröllatrú á bólusetningu, en áður en varði var allt í „vísindalegri upplausn“. Þjóðarleiðtogar ESB vitnuðu í sína „vísindamenn“ sem segðu þeim að sum bóluefnin væru beinlinis skaðleg (Astra- Zeneca). Ekki liðu margir mánuðir þegar enn kipptu menn fótunum undan traustinu sem öllu skipti: Spurningin sem vaknaði var hvort bóluefni endist eða séu bara bóla, og þurfi áfyllingu reglu- bundið á fólk eins og tanka bíla. Og svo komu endalausar ruglfréttir um á þriðja þúsund af- brigði, og síðast í gær stóð furðustofnunin „RÚV“ fyrir uppnáminu, sem virtist geta velt öllum til- gátum á haus, svo fæst virtist að marka lengur. Í felubúningum Stjórnmálamenn á fyrrnefndum svæðum komu sér upp meira eða minna svipuðum frösum um að fylgja beri vísindunum. Þóttust margir þeirra stikkfrí og þrælábyrgir með því að vísa allri ábyrgð á „vísindin“. Það var að nokkru áður en ýmsir tóku að átta sig á, að það var næstum óþægilega fátt sem virtist vísindalega fast í hendi. En stjórnmálamenn í hinum vestræna heimi, úr öllum flokkum, voru eins og eineggja margburar og héldu sig við frasana og kækinn um að þeim bæri að hanga aftan í vísindunum. Og almenn- ingur tók að gruna stjórnmálamenn sína um græsku. Hlaupnir fyrir horn, án allrar áhættu. Í „vísindunum“ gilda margvísleg og næsta algild lögmál, en á daginn kom að í hinum algildu lög- málum leyndust ótal óþægilegir fyrirvarar. Samanburður við boltann Fótboltaáhugamenn heyra sérfræðinga í þeirri grein segja í hverjum sínum þætti „að í fótbolta geti allt gerst“. Við, þessir sem ekkert kunnum nema horfa á, teljum að í fótbolta geti einungis þrennt gerst: Heimaliðið gæti unnið, gestirnir gætu unnið eða það gæti orðið jafntefli. En við viðurkennum á hinn bóginn að í getraun- um um fótbolta getur næstum allt gerst. Þar geta menn reyndar, eins og stjórnmálamenn varðandi veiruna, valið að fylgja „spá sérfræðing- anna“. Geri menn það, þá er nánast víst að enginn fær neitt út úr því, en munu þó hugsanlega enda með rúmlega helming réttan og engan vinning. Líkur á stórvinningi eru hins vegar nánast eng- ar sé sérfræðingunum fylgt út í æsar. Því slysist sérfræðingar á að vera nærri toppi þá eru allir veðjandi menn þar og enginn fær neitt. Stóri vinningurinn kemur helst hafi maður fyllt getraunaseðilinn sinn út í samræmi við ímyndaða stjörnuspá Moggans, eða eftir að hafa haft í trún- aði náið samráð við heimilisköttinn, án þess þó að brjóta reglur Samkeppnisstofnunar. Trikkið er nefnilega það, að vera helst einn með úrslit sem aðeins vitleysingur með sjálfstraust í öfugu hlut- falli getur dottið niður á. Og þá getur það hæg- lega gerst að vinningshafinn eigi skyndilega fyrir einbýlishúsi í Garðabæ. Og þótt hann sé ekki þar með orðinn jafn ríkur og Jóakim frændi, þá fær hann í kaupbæti orðspor, sem aldrei hverfur, um að hann leyni rækilega á sér á flestum sviðum og viti þannig næstum allt sem hægt sé að vita um dulheima hinnar alþjóðlegu knattspyrnu. Nágrannarnir taka þá að reyna að „þefa af hon- um“ um helstu leynibréfin í Kauphöllinni þessa vikuna, og hafi okkar maður þá lag á því að svara með álíka þvoglukenndum og óljósum hætti og Joe Biden á sárasjaldgæfum blaðamannafundi, þá vex virðing okkar manns enn, öfugt við það sem gerist með Biden, sem virðist ekki viðbjargandi, úr því sem komið er. Tvíeggjað undanskot ábyrgðar Þótt stjórnmálamenn veraldar hafi þóst sleppa fyrir öll horn og komið sér upp kaskótryggingu gegn veirunni, með alls engri sjálfsábyrgð, hefur þetta skapað óvænt vandamál fyrir þann hóp sem lendir í kosningum á þessum tíma. Þegar stærsta viðfangsefni samtímans (tæpt kjörtímabil) er þannig tekið út fyrir sviga og fært undan allri ábyrgð stjórnmálamanna, þá er fátt handfast að hafa. Hitt „stóra mál samtímans“, heimatilbúin ham- farahlýnun, „manngerð ofursprengja“, hefur merkilegt nokk hlotið eiginlega sömu örlög og kóngurinn Kóvíd XIX. Stjórnmálamenn hafa sýnt þann þroska að taka þetta stórmál út fyrir sviga og sýnt ekki síðri ábyrgðarþrungna afstöðu með því að vera jafnsammála um þetta „yfirgengilega mál“ og um að fela vísindunum veiruna. Þeir eru í raun jafnsammála um málið eins og um úrskurði Kjaradóms þar sem er jafnmikið undir fyrir mannkynið eins og í hamfarahlýnuninni af manna- völdum. En það skrítna er að þetta mikla mál er einnig svo þýðingarmikið að stjórnmálamenn álykta sjálfir að þeim megi alls ekki trúa fyrir því. Lengi vel var stóri dómurinn í hamfarahlýnuninni í höndum Grétu Thunberg, 12 ára Svía. Allir helstu ráðamenn veraldar sátu á rökstólum með Grétu og fóru með henni yfir „vísindalegar“ staðreyndir. En svo skrítið sem það er þá virtist sem valdamennirnir miklu misstu áhuga á Thun- berg eftir að hún tók að nálgast tvítugsaldurinn. Niðurstaðan sem áður var getið um að þetta mesta „vandamál mannkynsins“ hljóti að vera í höndunum á „vísindunum“ er að vísu þannig að einungis þeir menn sem skrifa undir og klappa mega koma að umræðunni. Stjórnmálamenn muni áfram sjá um þann þátt umræðunnar sem börn 12 ára og yngri sjá um og getur farið vel á því. Hvort það tengist því að rjúka í að bólusetja 12 ára börn og vilja jafnvel bólusetja yngri með bólu- efni sem grundvallast á neyðarrétti og var leyft þótt enn væri á tilraunastigi er óvíst. Sáralítil um- ræða hefur farið fram um þann þátt hérlendis, en athyglisvert er, að þrátt fyrir almennt umræðu- bann hér „um stærstu mál samtímans“ er þess víða krafist erlendis að mun vandaðri umræða um barnabólusetningu fari fram. Og annað er sláandi. Sífellt augljósara verður það að veiran sem setti heiminn á annan endann var manngerð. En hverjir vilja alls ekki viður- Kóvíd XIX kóngur og kosið um smátt ’ Nú eru teknar að berast fréttir um það að sjálfur Michel Barnier sé að nálgast það að standa með þeim öflum í Frakklandi sem vilja ganga úr ESB! Einhvern tíma hefðu þetta verið stærstu tíðindin á meginlandinu. Reykjavíkurbréf10.09.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.