Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Síða 17
kenna það? Það vill svo til að það virðast aðallega vera þeir sem heimta að allir trúi því að hitnun jarðar um hálfa gráðu eða svo sé tilkomin af mannavöldum, þótt það hafi aldrei gerst áður í milljarða ára sögu jarðar, þegar hitabreytingar hafa orðið og stundum gert jörðin næsta óbyggi- lega, en þá eingöngu vegna kulda! Fjaðrirnar tíndar af íslensku þjóðþingi En þrátt fyrir ríka þörf á að hafa bannhelgi yfir fjölmörgum málum hér og erlendis kemur fyrir að menn hristi af sér þöggunarfjötrana og það jafn- vel hinir ótrúlegustu menn. Fjölmargir flokkar bjóða fram hér og margt hefur bent til þess að óvenjumargir muni ná mönnum á þing. Lengi hefur dunið á þinginu gagnrýni um að sí- fellt verði óljósara út á hvað starfsemin þar gangi. Og það er von að þróunin sé í þessa átt, því að Brusselvaldið gengur sífellt lengra í því að líta á heimaþingin sem skrifstofur frekar en þing, og þar séu aðsendir pakkar frá Brussel færðir til bókar. Hér er tilhneigingin sú að mál frá Brussel fái lagagildi, með skammri skírn, og sífellt lélegri eða engri yfirferð. Færri raunverulegar umræður fara fram og aðeins málamyndayfirferð í þing- nefnd. Enda hví skyldu menn fara yfir mál, sem þeir hafa ekkert með að gera hvort að séu sam- þykkt eða ekki. Umræðan um orkupakkann var ömurlegt dæmi þessa. Utanríkisráðuneytið gerði uppkast að skýrslu til sjálfs sín þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sjálfur lykilþáttur í því að Alþingi gæti samþykkt EES-samninginn, ótvíræður réttur þess að velja eða hafna sendingum fá Brussel, hefði með einhverjum dularfullum hætti gufað upp! Auðvitað hefur slík skýrsla enga þýðingu aðra en niðurlægingu allra sem að komu og breytir engu öðru en að gefa utanríkisráðherranum tæki- færi til að flissa eins og væri hann Kamala Harris og láta undirtyllum ráðuneytið eftir. Þær for- herðast í þjónkun sinni við búrókrata í Brussel, og leyna því hvergi að þangað sækja þær loka- fyrirmæli sín. Við sjáum það í þeirri litlu kosningabaráttu, sem þó er, að systurflokkarnir Samfylking og Viðreisn hafa ekkert fram að færa annað en þekkta auð- mýkt og undirgefni gagnvart Evrópusambandinu. Ekkert annað er lagt á borð kjósendanna. Og það gerist eftir að Bretar hafa horfið úr sambandinu og allar hrakspár um hrun viðskipta þeirra hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Það gerist eftir hrakför ESB í bólusetningar- málum sem var öll með miklum ólíkindum. Samningamaður sendir sprengjur Þegar þessi litla sjón ljóta blasir við hér á heima- slóðum berast stórmerkilegar fréttir utan að. Það leið varla sá dagur, þegar tæpast stóð, að svika- hrappar í Bretlandi, þar með taldir úr Íhalds- flokknum, teldu sér trú um að þeim myndi takast það ætlunarverk sitt að koma úrslitum bresku þjóðarinnar um útgöngu úr ESB fyrir kattarnef. Stórþjóðirnar sem ráða því sem þær vilja í ESB sýndu fullkomna ósvífni þegar þær sáu hversu langt svikahrapparnir innan flokksins voru til- búnir að ganga. Þá var Michel Barnier kommissar og aðalsamn- ingamaður Evrópusambandsins gagnvart Bretum. Nú eru teknar að berast fréttir um það að sjálfur Michel Barnier sé að nálgast það að standa með þeim öflum í Frakklandi sem vilji ganga úr ESB! Einhvern tíma hefðu þetta verið stærstu tíðindin á meginlandinu. Og það vantar ekki ofsafengin viðbrögð við þessum fréttum og eru þung orð látin falla í garð samningamannsins. Hann er sagður hinn versti hræsnari og þaðan af verra. Það sem veldur þessum hugaræsingi og harkalegu við- brögðum er að fyrir nokkru lagði Barnier til að gert yrði hlé um árabil á heimildum innflytjenda til að koma til Frakklands svo rétta mætti þjóðar- skútuna af og skapa sátt og ró í landinu. Þau orð hans fengu enn meiri vigt þar sem hann hafði þá gefið til kynna að hann hugleiddi alvarlega að sækjast eftir embætti forseta Frakklands. Frétta- skýrendur virðast fæstir telja að Barnier, sem lengi hefur starfað utan Frakklands sem komm- issar í ESB, eigi greiða leið í forsetahöllina í Par- ís. Endurheimtum fullveldi En þegar næstu tillögur Barniers komu fram í vikunni fóru gagnrýnendur hans fyrst algjörlega á límingunum. Það var þegar Barnier lýsti því yfir að hann styddi það að Frakkland segði sig frá því að falla undir Evrópudómstólinn og „yfirgæfi Mannréttindadómstól Evrópu“. Íslendingar eru ekki bundnir af þeim dómstól en því miður er ekki frítt við að íslenskir dómstólar þekki ekki ástæður þess að svo er, eða hin ljósu lagaákvæði sem liggja fyrir, að ógleymdri sjálfri stjórnarskrá landsins. Að óbreyttri stjórnarskrá er ekki hægt að samþykkja, að Ísland sé bundið af Mannréttindadómstólnum. Þeir dómarar sem leggja sitt af mörkum með vafasömum túlkunum um hið gagnstæða eru að brjóta stjórnarskrá landsins með þeim athöfnum sínum. En það var ekki aðeins þessi vilji Barniers sem vakti svo mikla athygli heldur ekki síst röksemdir hans. Barnier sagði: „Það er óhjákvæmilegt að við endurheimtum okkar lögfræðilega fullveldi á ný, svo við verðum ekki lengur bundin af niðurstöðum Evrópudómstóls né úrlausnum Mannréttinda- dómstóls Evrópu.“ Og Barnier gekk lengra, því að hann kallaði eft- ir þjóðaratkvæði um bann á innflutningi fólks sem kæmi til Frakkands utan Evrópu. En eins og hann sagði þá vildi hann að fyrst yrði ákvörðunin tímabundin. Fáir eru í vafa um hvernig þjóðaratkvæðið um tillögu Barniers myndi fara. Morgunblaðið/Eggert 12.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.