Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Blaðsíða 19
Sprenging verður í öðrum turni World Trade Center og mikinn reyk leggur úr hinum turninum. AP Tuttugu ár eru um helgina liðin frá því að hryðjuverka- menn gerðu árás á Bandaríkin og heimsbyggðin fylgdist agndofa með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Frétta- skýringu um þessa hræðilegu atburði er að finna í laugardagsblaði Morgunblaðsins en hér er sagan sögð í myndum sem flestum, sem með fylgdust, eru enn í fersku minni – og verða meðan fólk lifir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dagurinn sem aldrei gleymist Reuters Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins, var á ferð í New York nokkr- um dögum eftir árásina og þá gat að líta út um alla borg auglýsingar þar sem lýst var eftir fólki sem var saknað. 2.977 manns létust þennan dag og meira en 6.000 aðrir slösuðust. Morgunblaðið/Einar Falur Umkomulaus og skilningsvana maður á göngu um götur New York eftir að turnarnir hrundu. Fólk vissi ekki í hvorn fótinn það ætti að stíga. Reuters Samstaðan var víða mikil. Hér vottar palest- ínskur drengur í Hebron fórnarlömbum árás- arinnar virðingu sína tveimur dögum síðar. Reuters 12.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.