Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 29
við víða á þessum tíma, eins og í dag,
en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
Platan átti upphaflega að heita
Soundtrack to the Apocalypse – sem
hefði svo sem alveg eins átt við dag-
inn sem hún kom út – en Tom Araya,
söngvara og bassaleikara, fannst sá
titill passa betur við safnöskju með
fjölbreyttu efni sem bandið sendi
síðan frá sér tveimur árum síðar.
Setningin God Hates Us All er end-
urtekin í sífellu í téðu lagi Disciple
og þá í samhenginu: Hvers vegna
lætur almættið hluti eins og sjálfsvíg
og hryðjuverk viðgangast án þess að
koma í veg fyrir þá? Fram hefur
komið að það hafi verið meðlimur
Pantera, mikils vinabands Slayer,
sem stakk upp á titlinum.
Kerry King gítarleikari á obbann
af textunum á God Hates Us All.
Hann hefur aldrei viljað tjá sig mikið
um þá en í bókinni The Bloody
Reign of Slayer, sem málmfræðing-
urinn Joel McIver sendi frá sér árið
2008, segir King: „Mig langaði ein-
faldlega ekki að skrifa um gleðilega
hluti. Gleðilegir hlutir eru leiðin-
legir, þannig að ég freistaði þess að
finna hluti sem fólk tengir við á hinu
myrka rófi tilverunnar. Allir vilja
hefnd, allir hata einhvern og öllum
líður einhvern tímann eins og Guð
hati þá. Þess vegna hygg ég að allir
ættu að geta fengið eitthvað út úr
þessum lögum – finna persónulegan
flöt á þeim.“
Í samtali við tímaritið Guitar
World skömmu eftir að platan kom
út kvaðst King hafa viljað auka á
raunsæið og dýptina í textum Slayer
sem á köflum höfðu verið sem sog-
aðir út úr blóðugustu hryllings-
kvikmyndum. „God Hates Us All er
ekki andkristinn áróður heldur
meira hugmynd sem ég hygg að
margir geti tengt við í sínu daglega
lífi. Einn daginn er allt í lukkunnar
velstandi en þann næsta verður
maður fyrir bíl eða missir hundinn
sinn. Þá hellist þetta yfir mann: Guð
hatar mig virkilega í dag.“
King var að vonum kallaður Nost-
radamus okkar tíma en lét sér fátt
um finnast. „Ég minnist þess ekki að
nokkur maður hafi kallað mig spá-
mann áður,“ segir hann í The Bloody
Reign of Slayer. „Það er helst að
Disciple og Payback hafi átt við
þennan tiltekna dag [11.9.].“
Kynnist nágrönnum ykkar
Tom Araya hefur alltaf verið mælsk-
ari og pólitískari en King og eftir
honum er haft í bókinni: „Það er eins
og allir hafi verið að bíða eftir merki.
Tvíturnarnir voru helvítis merki!
Það eru mergjaðir textar þarna sem
hitta mig í hjartastað.“
Textarnir á plötunni öðluðust nýja
merkingu út af árásunum og Pay-
back smaug beint inn í þjóðarsálina
enda leið ófáum Bandaríkjamönnum
þannig eftir áfallið. Slayer gerði sér
fulla grein fyrir því og á tónleikum í
San Francisco þremur mánuðum
eftir árásirnar lét Araya herská orð
falla: „Ég vil að þið gerið svolítið fyr-
ir mig. Kynnist vinum ykkar og ná-
grönnum almennilega. Og ef þið sjá-
ið einhvern óviðkomandi á svæðinu,
þá megið þið drepa helvítið!“
Þetta var úr karakter en Araya
þykir alla jafna yfirvegaður í sam-
félagsrýni sinni. Hér var hann hins
vegar að enduróma andann í Banda-
ríkjunum á þessum tíma enda lá
snemma fyrir að hryðjuverkamenn-
irnir hefðu laumað sér inn í sam-
félagið og samlagast því. „Það sem
ég átti við var það að við í málm-
samfélaginu – eða samfélaginu al-
mennt – þyrftum að fylgjast betur
hvert með öðru,“ sagði hann við
McIver. „Sjáðu bara allt ruglið sem
er í gangi núna. Fólk er ekki ánægt;
það vill sjá blóð renna. Maður verður
að vita hvað er á seyði í kringum
mann. Allt getur gerst. Bandaríkin
voru klárlega blind gagnvart því og
9/11 opnaði augu okkar.“
Paul Bostaph, trymbill Slayer,
leitaði skýringa á hatrinu og orkunni
á plötunni í praktíkinni fremur en
hugmyndafræðinni. „Þegar við gerð-
um God Hates Us All vorum við á
túr með Slipknot og þeir voru svo
bandvitlausir á sviðinu á þessum
tíma að við vorum alveg spólandi
þegar túrnum lauk og gátum ekki
beðið eftir að byrja að æfa [nýtt
efni]. Það var út af orkunni í þeim en
ekki stílnum,“ segir hann í The
Bloody Reign of Slayer. „Það að við
vissum af þessari orku þarna úti
hafði klárlega áhrif á djöfulganginn
sem er að finna á God Hates Us All.“
Það gildir svo sem einu hvaðan
gott kemur. Guði sé lof.
Kerry King tekur
gítarinn til kostanna á
Secret Solstice-hátíðinni
sumarið 2018.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
12.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
GLÆPIR Þeir hjá Showtime í
Bandaríkjunum eru duglegir að
framleiða frumlega þætti, þar á
meðal glæpaþætti. American Rust
nefnist sá nýjasti, sem frumsýndur
verður vestra um helgina. Byggist
hann á samnefndri skáldsögu eftir
Philipp Meyer en sögusviðið er
smábær í Pennsylvaníu. Það reynir
heldur betur á lögreglustjórann á
staðnum eftir að sonur konunnar
sem hann ann er sakaður um morð.
Í aðalhlutverkum eru Jeff Daniels
og Maura Tierney.
Sonurinn liggur undir grun
Maura Tierney leikur í þáttunum.
AFP
BÓKSALA 1.-7. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Þögla ekkjan
Sara Blædel
2
Dagbók Kidda Klaufa 14
– brot og braml
Jeff Kinney
3
Þung ský
Einar Kárason
4
Eyland kilja
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
5
Skrímslaleikur
Áslaug Jónsdóttir
6
Stúlka A
Abigail Dean
7
Bréfið
Kathryn Hughes
8
Iceland from above
Björn Rúriksson
9
Kennarinn sem kveikti í
Bergrún Íris Sævarsdóttir
10
Stóra bókin um sjálfsvorkunn
Ingólfur Eiríksson
1
Dagbók Kidda Klaufa 14
– brot og braml
Jeff Kinney
2
Skrímslaleikur
Áslaug Jónsdóttir
3
Kennarinn sem kveikti í
Bergrún Íris Sævarsdóttir
4
Drottningin sem kunni
allt nema ...
Gunnar Helgason
/ Rán Flygenring
5
Þín eigin saga Rauðhetta
Ævar Þór Benediktsson
6
Drengurinn sem dó úr
leiðindum
Guðríður Baldvinsdóttir
7
Skrímsli í heimsókn
Áslaug Jónsdóttir
8
Skrímslapest
Áslaug Jónsdóttir
9
Spæjarahundurinn
Guðjón Ingi Eiríksson
10
Palli Playstation
Gunnar Helgason
Allar bækur
Barnabækur
Það var fyrir einhverja slembi-
lukku, ekki alls fyrir löngu, að ég
hnaut um bandaríska rithöfund-
inn William Gay (1941-2012) og
fór í framhaldinu að lesa verk
hans, fyrst af forvitni en fljótlega
af áhuga, ef ekki áfergju. Þessi
höfundur var sér á parti að því
leytinu til að hann skrifaði nánast
eingöngu sjálfum sér til ánægju.
Hann lét sér semsagt í léttu
rúmi liggja hvort verk hans fengj-
ust út gefin en hafði í sig og á
með smíðasnikki og húsamálun.
Bækur hans flokkast undir ein-
hvers konar suðurríkja-gotneskju
(sjálfur var hann frá Tennessee)
og gerast í kringum miðja síð-
ustu öld. Þar eru
fátækt, biturð,
heift og ofbeldi
jafn sjálfsagðir
þættir daglegs
lífs og hvíld og
næring. Samt
hlær lesandinn
upphátt með
reglulegu milli-
bili.
Fyrsta bókin sem Gay fékk
gefna út er The Long Home árið
1999, þá 58 ára gamall, og meðal
þess sem kom út meðan hann
lifði er hin stórkostlega Provinces
of Night (2000), en eins og önnur
verk hans er hún full af kostuleg-
um einstaklingum sem rata í
misgæfulegar hvunndagsógöngur.
Einnig verður að nefna The Lost
Country sem Gay handskrifaði í
ógrynni af minnisbókum þegar
tími vannst til í kringum 1975.
Útgefandinn komst yfir komp-
urnar og með hjálp fjölskyldu
höfundarins varði hann nokkrum
árum í að raða þeim í heild sem
kom út árið 2018, sex árum eftir
fráfall Gays. Stíll
þessa lítt lesna
snillings er með
hreinum ólík-
indum og text-
inn svo blæ-
brigðaríkur og
lifandi að unun
er að lesa.
Einhverra hluta vegna hef ég
upp á síðkastið líka lesið fáeina
vel heppnaða samtímakrimma
sem eiga sér stað í suðurríkjum
Bandaríkjanna. Kannski finnst
mér svæðið bara heillandi af því
það er pólitísk dystópía um þess-
ar mundir? Hver veit. En fyrir
alla sem hafa gaman af hraðri
framvindu, vel meitluðum sögu-
hetjum sem eiga
erfitt með að
fóta sig á hinu
þrönga einstigi
löghlýðninnar,
glæpamönnum
svo skelfilegum
að þeir fá hárin
til að rísa og
safaríkum texta
er óhætt að mæla með Blacktop
Wasteland eftir S.A. Cosby og
She Rides Shotgun eftir Jordan
Harper. Báðar segja frá mönnum
sem vilja undan hrammi undir-
heimanna, en eigi má sköpum
renna og fyrr en varir er veru-
lega vont fólk komið á spor
þeirra.
JÓN AGNAR ÓLASON ER AÐ LESA
Jón Agnar
Ólason er
fréttamaður
hjá RÚV.
Einhvers konar
suðurríkjagotneskja
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is