Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
08.00 Uppskriftir fyrir svanga
birni
08.02 Laugardagsklúbburinn
08.05 Rita og krókódíll
08.10 Regnbogasögur
08.12 Ég er fiskur
08.15 Veira vertu blessuð
08.16 Örstutt ævintýri
08.17 Ást er ást
08.19 Brúðubíllinn
08.50 Litli Malabar
08.55 Blíða og Blær
09.15 Monsurnar
09.30 Tappi mús
09.35 Adda klóka
10.00 Angelo ræður
10.05 It’s Pony
10.30 K3
10.40 Angry Birds Toons
10.45 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
11.05 Ævintýri Tinna
11.30 Top 20 Funniest
12.05 Nágrannar
13.50 Supernanny
14.35 Bump
15.05 Kviss
15.45 Draumaheimilið
16.15 Fyrsta blikið
16.50 Ireland’s Got Talent
17.40 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Gulli byggir
19.45 DNA Family Secrets
20.50 The Heart Guy
21.40 Grace
23.10 Animal Kingdom
23.55 Patrekur Jamie: Æði
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Hauststilla 2020
22.00 Tónlist á N4
22.00 Hauststilla 2020
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
20.00 Herrahornið Kl. 20.15
(e)
20.30 Kjör aldraðra
21.00 Kjör aldraðra
21.30 Pólitík með Páli Magn-
ússyni (e)
22.00 Herrahornið Kl. 20.15
(e)
08.30 Dr. Phil
10.00 Bachelor in Paradise
13.00 The Block
14.05 The Biggest Loser
15.35 Top Chef
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves
Raymond
17.55 Ást
18.25 Með Loga
19.05 The Block
20.10 Best Home Cook
21.10 The Equalizer
22.00 Yellowstone
22.45 The Handmaid’s Tale
23.35 The Walking Dead
00.20 New Amsterdam
01.05 The Rookie
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir og veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Lang-
holtskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu:
Sönghátíð í Hafn-
arborg 2021 – I.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Það sem breyt-
ingaskeiðið kenndi
mér.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Óvíd og Ummynd-
anirnar.
20.30 Kynstrin öll.
21.20 Nóvember ’21.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Refurinn Pablo
07.21 Kúlugúbbarnir
07.44 Poppý kisukló
07.55 Kátur
08.07 Stuðboltarnir
08.18 Konráð og Baldur
08.31 Hvolpasveitin
08.54 Skotti og Fló
09.01 Úmísúmí
09.24 Múmínálfarnir
09.46 Eldhugar – Cheryl Brid-
ges – íþróttakona
09.50 Sammi brunavörður
10.00 Vísindahorn Ævars
10.10 Fjörskyldan
10.50 Landakort
11.00 Silfrið
12.10 Sjö heimar, einn hnött-
ur – Suður-Ameríka
13.00 Til hamingju með af-
mælið Beethoven!
14.00 54 dagar: Yfirhylming
kórónuveirunnar – Far-
aldurinn í Bandaríkj-
unum
14.50 Gettu betur – Stjörnu-
stríð
16.00 Undir yfirborðinu
17.05 Auðhyggjan alltumlykj-
andi – Peningar
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Menningin – samantekt
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Láttu þá sjá
21.00 Fjölskyldubönd
21.55 Paterson
23.55 Ófærð II
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista
Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
Heilbrigðisstarfsmaður að nafni Teva Martinson starf-
ar á spítala í Grantsville í Bandaríkjunum og segja má
að hann nýti pásurnar sínar í vinnunni vel. Myndband
af þessum lífsglaða unga manni hefur slegið í gegn á
internetinu að undanförnu en það sýnir Martinson í
korters pásu frá vinnu þar sem hann byrjaði að dansa
ballett fyrir gesti og gangandi í vinnuklæðum sínum.
Þetta skemmtilega atvik átti sér stað á meðan sjálf-
boðaliði spilaði á píanó á spítalanum.
Ljósi punkturinn er á K100 og K100.is.
Tók spor og sló í gegn
Teheran. AFP. | Írönsku njósna-
þættirnir „Gando“ njóta lítillar hylli
hjá hófsömum Írönum, en þeim mun
meiri vinsælda hjá harðlínumönn-
um. Þættirnir voru teknir af dag-
skrá um skeið, en eftir að harðlínu-
maðurinn Ebrahim Raisi sigraði í
forsetakosningum hófust sýningar á
þeim á ný.
Þættirnir eru nefndir eftir krókó-
dílategund sem finna má í Íran og er
þekkt fyrir að vega fórnarlömb sín
úr launsátri. Hetjur þáttanna eru
gagnnjósnarar úr byltingarvörð-
unum. Í bækistöðvum þeirra eru
stæður af skjám, sem minna á
bandarísku spennuþættina „24“.
Harðlínumenn hafa hlaðið þættina
lofi, en margir fylgjast af áhuga með
þeim af þeirri ástæðu að þar er veist
að stjórn Hassans Rouhanis, fyrr-
verandi forseta.
Rouhani var við völd þegar samn-
ingurinn var gerður árið 2015 um
kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkin
sögðu sig frá samningnum þegar
Donald Trump varð forseti og harð-
línumenn í Íran fundu honum einnig
allt til foráttu.
Rouhani sat tvö kjörtímabil, sem
er hámarkið samkvæmt stjórnar-
skrá Írans, og Raisi tók við af honum
eftir að hafa sigrað í kosningum í
júní.
Sjötti þáttur annarrar þáttaraðar
kveikti miklar umræður þegar hann
var sýndur í mars. Þar kom fram að
njósnari væri í samningaliði Írana.
Eftir að þrettándi þátturinn hafði
verið sýndur – þættirnir voru á dag-
skrá fimm daga í viku – var sýn-
ingum skyndilega hætt án þess að
nokkur skýring væri veitt.
Í þáttunum hafði stjórninni og þá
sérstaklega utanríkisráðuneytinu
verið lýst þannig að þar væri aðeins
að finna veifiskata, gungur og ger-
spillt fólk.
„Uppljóstranir“
Aðalpersóna þáttanna er hins vegar
Mohammad, félagi í byltingarvörð-
unum, sem eltir erlenda útsendara
frá því þeir lenda á íranskri grund,
einkum njósnara bresku leyniþjón-
ustunnar, MI6.
Í liðnum mánuði tilkynntu írönsk
dómsmálayfirvöld að tveir menn
hefðu verið dæmdir, annar fyrir
spillingu og hinn fyrir njósnir, vegna
„uppljóstrana“ í þáttunum.
Álitsgjafar hafa margir litið svo á
að þættirnir væru hluti af tilraunum
til að grafa undan Rouhani. Þegar
sýningunum var hætt í vor birtust
fréttir í Íran um að stjórn Rouhanis
hefði sent kvörtun til Alis Khamein-
is, erkiklerks og æðsta leiðtoga
landsins, og haldið fram að þættirnir
væru skaðlegir starfsemi ríkisins.
Harðlínumenn sökuðu stjórn Rou-
hanis um að hafa tekið þættina af
dagskrá, en því var neitað.
Javad Zarif, utanríkisráðherra í
stjórn Rouhanis, var meðal þeirra,
sem gert var lítið úr í þáttunum.
Hann sagði að þeir hefðu verið „tóm-
ar lygar frá upphafi til enda“ og
skaðað sig persónulega.
Í harðlínublaðinu Kayhan var
„uppljóstrununum“ í „Gando“ hins
vegar fagnað í ágúst og þá einkum
um tengslin milli háttsettra embætt-
ismanna og erlendra sendiskrifstofa,
„sérstaklega breska sendiráðsins“.
Þess má geta að hvorki Banda-
ríkjamenn né Ísrael, helstu fjendur
íranska ríkisins, eru með sendiráð í
Teheran, en það eru Bretar vissu-
lega.
„BBC sýni þættina“
Ein persóna í þættinum nefnist
Charlotte. Hún er breskur njósnari í
Teheran í gervi sendiráðsstarfs-
manns. Hana leikur Beaina Mah-
moudi, sem tilheyrir minnihlutahópi
kristinna Armena.
Í írönsku sjónvarpi, sem er ræki-
lega ritskoðað, eru konur ávallt með
slæður, jafnvel þar sem þess er ekki
krafist í daglegu lífi. Charlotte er
hins vegar án slæðu á höfði í fjöl-
mörgum atriðum innan dyra í þátt-
unum.
Fréttastofan Fars, sem sögð er
nátengd harðlínuvængnum í Íran,
hefur hermt að Charlotte sé skálduð
persóna byggð á Kylie Moore-
Gilbert, ástralsk-breskum sérfræð-
ingi í íslam, sem dæmd var fyrir
njósnir í þágu Ísraela og látin laus
tveimur árum síðar í skiptum fyrir
þrjá Írana, sem voru í haldi fyrir fyr-
irhugaða árás í Bangkok.
Hún hefur ávallt neitað ásök-
ununum á hendur sér.
Ráðgert er að gera þriðju þátta-
röðina af „Gando“ og segir að hún
muni fjalla um samningana um
kjarnorkuáætlun Írana.
„Hvað sem öllu líður kann ég
mjög vel að meta aðra þáttaröðina af
„Gando“,“ skrifaði Simon Shercliff,
sendiherra Breta í Íran, á persnesku
á Twitter.
Abdollali Ali-Asgari, yfirmaður ír-
anska ríkissjónvarpsins, svaraði:
„Ef hann kann að meta þá leggjum
við til að BBC sýni þættina.“
Íbúi í Teheran horfir á
njósnaþáttinn „Gando“,
sem þykir minna á
bandarísku þættina „24“.
AFP
ÍRANSKIR NJÓSNAÞÆTTIR GLEÐJA HARÐLÍNUMENN
Sýndir á ný eftir
hlé án skýringa
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til og með 20. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem
vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið.
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir
heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn.
Heimili&
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. september