Morgunblaðið - 27.08.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
NÝTT
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GÁMAFESTINGAR
Einföld lausn til að tryggja að gámar fjúki ekki.
Gámafestingar og undirstöður
fyrir flutningagáma
Tryggðu gámnum þínum góða festu
á undirstöðu eða steypt plan
Tveir erlendir ferðamenn sem gerðu
sér ferð upp að steinskipinu á
Fagradalsheiði í Mýrdal voru með
heiðna helgiathöfn á staðnum. Þeir
helltu niður mörgum flöskum af
dýru koníaki og skildu eftir hrúgu af
ávöxtum, brauðhleif og hálsfesti á
bak við stein. Þetta mun vera fórn
þeirra til að blíðka heiðnu guðina.
Koníakið hefur þá verið blóðfórn.
Ýmsar kenningar hafa komið
fram um tilurð og tilgang stein-
höggsins, meðal annars að steinninn
sé frá írskum eða skoskum munkum
sem hér voru fyrir landnám og hafa
verið færð rök fyrir því. Ef steinninn
hefur verið blótbolli eða blótstallur á
þessum afvikna stað er hann vænt-
anlega yngri því kristnitakan var um
árið 1000 og eitthvað blótuðu lands-
menn goðin eftir það.
Erlendu gestirnir munu hafa
tengt staðinn við Eiri, lækninga-
gyðju heiðinna manna. Ekki virðist
hafa orðið umræða meðal ásatrúar-
manna um steinskipið eða hugsan-
legt hlutverk þess í hinum forna sið,
eftir því sem næst verður komist eft-
ir samtöl við forystumenn úr söfn-
uðinum. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fórnir Daginn eftir helgiathöfn fólks við steinskipið sást að það hafði reynt
að blíðka goðin með sínum hætti. Ávextir og brauð fannst á bak við stein.
Reynt að blíðka goðin
- Ráðgátan um tilgang steinskipsins
óráðin - Tengt heiðnum trúarsiðum
Ragnhildur Þrastardóttir
Oddur Þórðarson
Óverulegar breytingar á núverandi
sóttvarnaaðgerðum vegna kórónu-
veirufaraldursins taka gildi á laugar-
dag. Þær gilda í þrjár vikur. Frekari
breytingar taka svo gildi 3. september
næstkomandi.
Þær breytingar sem taka gildi á
laugardag varða aðallega líkamsrækt-
arstöðvar og sundlaugar, sem munu
mega hleypa inn 100% af leyfilegum
hámarksfjölda, en þær máttu áður
hleypa inn 75%, sem og veitingastaði
sem mega frá laugardegi hýsa 200
manns samtímis í stað 100. Þá fellur
eins metra fjarlægðarregla niður á
sitjandi viðburðum og verða bæði hlé
og veitingasala heimiluð.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir vill fara varlega í afléttingar. Á mið-
vikudag greindust 103 kórónuveiru-
smit innanlands en sex daga þar á
undan höfðu dagleg greind smit inn-
anlands náð að haldast vel undir 100.
Áfram miðast almennar fjöldatak-
markanir við 200 manns en frá og
með 3. september munu allt að 500
manns mega koma saman grímu-
klæddir án fjarlægðartakmarkana á
sitjandi viðburðum ef allir gestir
framvísa neikvæðri niðurstöðu úr
hraðprófi sem má ekki vera eldra en
48 klukkustunda gamalt.
Í minnisblaði sem Þórólfur sendi
Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis-
ráðherra segir hann að hátt verð á
hraðprófum geti verið hamlandi við
að ná því markmiði að fleiri geti notið
menningar og lista hér á landi.
Svandís sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að augljóst sé að hrað-
próf geti verið forsenda rýmri sam-
komutakmarkana hérlendis og að
þau hjálpi til við að opna samfélagið
eins mikið og kostur er á. Þó á eftir að
útfæra það hvernig framkvæmd
þessa verði háttað.
„Það eru fjölmargar spurningar
sem þarf að svara; í fyrsta lagi varð-
andi innkaupin, í öðru lagi varðandi
framkvæmdina og í þriðja lagi varð-
andi greiðsluþátttökuna. Megin-
markmið stjórnvalda með notkun
hraðprófa er að opna bara eins mikið
og við getum,“ sagði Svandís.
Andlát af völdum Covid
Einn lést á Landspítala vegna Co-
vid-19 á miðvikudag. Sjúklingurinn
var á sjötugsaldri, en að sögn Önnu
Sigrúnar Baldursdóttur, fram-
kvæmdastjóra skrifstofu forstjóra
Landspítala, hefur spítalinn ekki
heimild til að veita frekari upplýsing-
ar um andlátið að svo stöddu. Var
þetta fyrsta andlátið af völdum Co-
vid-19 síðan í maímánuði.
Sóttvarnareglur breyt-
ast örlítið á laugardag
- Veitingastaðir og sundlaugar mega taka á móti fleirum
Breytingar á fjöldatakmörkunum frá 28. ágúst
Eins meta regla fellur
niður á sitjandi við-
burðum Fjöldatakmarkanir
í líkamsrækt og
sundi falla niður
Leyfi til að halda sitjandi viðburði
með allt að
500manns, án
fjarlægðartak-
markana, verður
útfærtmeð
notkun hraðprófa
200
manna sam-
komutak-
mörk verða
áfram
almenn
regla
Óbreyttar
reglur um
grímuskyldu
Heimild:
covid.is
kl. 11.00 í gær
103 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
872 eru í skimunar-
sóttkví1.493 einstaklingar
eru í sóttkví
Einn lést sl.
miðvikudag
31 einstaklingur
hefur látist af
völdum Covid-19
4 þeirra eru á
gjörgæslu
200manns
mega koma
saman á æfing-
um og keppn-
um í íþróttum
og sviðslistum
og leyfilegur
hámarksfjöldi
gesta á veit-
ingastöðum fer
einnig úr 100 í
200 í rými
Heimild: Stjórnarráðið
930 eru með
virkt
smit og í einangrun
18 einstak-
lingar
eru á sjúkrahúsi
*Tekur gildi 3. september
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Vinirnir Bergþór Sverrisson og Daní-
el Darri Arnarsson hafa síðustu daga
selt gamlar fótboltatreyjur af knatt-
spyrnumanninum Eiði Smára Guð-
johnsen á Facebook-síðunni Brask og
Brall. Strákarnir, sem eru 15 ára,
segja í stöðunni að fá fleiri treyjur frá
knattspyrnumanninum og halda söl-
unni áfram.
Í samtali við blaðamann segir Eið-
ur Smári að hann hafi verið að flytja
og gefið félögunum treyjurnar fyrir
aðstoð þeirra við flutninga en Berg-
þór er sonur grínistans Sverris Þórs
Sverrissonar, eða Sveppa eins og
hann er betur þekktur. Sveppi hefur
verið góður vinur Eiðs Smára til
margra ára.
„Strákarnir munu fá hluta af ágóð-
anum fyrir að hafa staðið í því að selja
treyjurnar en annars mun allur ágóð-
inn renna til góðs málefnis sem á eftir
að ákveða hvert verður,“ segir Eiður
Smári í samtali við Morgunblaðið.
Strákarnir segja söluna hafa geng-
ið vonum framar en viðurkenna að
hafa vanmetið virði treyjanna í byrj-
un. „Svona í byrjun vorum við með
þetta frekar lágt en við vorum snögg-
ir að hækka verðið,“ segja strákarnir
í samtali við blaðamann. Þeir segjast
fyrst hafa selt stykkið á 5.000-10.000
kr. en svo hækkað þær í 30.000-
40.000 kr. per stykki. Vinirnir fengu
Eið Smára til að árita nokkrar treyj-
ur og hafa selt þær fyrir aðeins meiri
pening.
Tóku þrjár til hliðar fyrir sig
Alls hafa félagarnir fengið um 30
treyjur frá Eiði Smára en það er til
skoðunar að þeir fái fleiri til að selja.
Af þessum 30 tóku þeir þrjár sérvald-
ar til hliðar fyrir sig.
Spurðir um þeirra helsta kaup-
endahóp segja þeir hann vera mjög
fjölbreyttan, unga sem aldna. „Það
eru aðeins fleiri strákar en stelpur,“
segja þeir.
Bergþór og Daníel hafa verið vinir
í rúm 10 ár. Strákarnir kynntust í
gegnum eldri systur sínar sem voru
saman í Réttarholtsskóla, sama skóla
og strákarnir stunda nú nám við.
Þeir eru ekki nýgræðingar í sölu-
mennsku þar sem þeir segjast hafa
verið duglegir tombólumenn þegar
þeir voru yngri og gáfu þá ágóðann til
Rauða krossins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sölumenn Daníel Darri Arnarsson og Bergþór Sverrisson með treyjur sem
Eiður Smári Guðjohnsen klæddist á glæstum knattspyrnuferli sínum.
Selja fótboltatreyj-
ur af Eiði Smára
- Til skoðunar að styrkja gott málefni