Morgunblaðið - 27.08.2021, Side 13

Morgunblaðið - 27.08.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021 Útsölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða. Vönduð bætiefnalína hönnuð til að styðja við almenna heilsu Bragðgóðar & sykurlausar freyðitöflur Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talið er að 60 manns hið minnsta hafi látist og 150 særst þegar tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili í hryðjuverkaárás á alþjóða- flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afgan- istans. Fyrr um daginn höfðu stjórn- völd í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu varað ríkisborgara sína og Afgana við því að fara á flugvöllinn vegna mikillar og aðvífandi hættu. Á meðal þeirra sem létust í árás- unum voru óbreyttir borgarar, sumir á barnsaldri, sem og ellefu bandarísk- ir landgönguliðar og einn herprestur. Þá hermdu fyrstu fregnir að víga- menn talíbana hefðu einnig orðið fyrir árásinni, en nákvæmar tölur um mannfall voru ekki fyrir hendi í gær. Fyrsta sprengingin varð um kl. 13:50 að íslenskum tíma, eða um hálfsjöleytið að staðartíma, við Bar- on-hótelið, en óstaðfestar fregnir hermdu að sendiferðabíll hlaðinn sprengiefni hefði sprungið þar. Seinni sprengingin varð við svonefnt „Klausturhlið“ að flugvellinum, í ná- grenni við hótelið, en þar hafði fjöldi Afgana og annarra sem freistuðu þess að yfirgefa Afganistan komið saman, þrátt fyrir viðvaranir um hættuna. Mun sjálfsvígssprengjumaður hafa komið sér fyrir í miðjum hópi fólks sem var að fá vegabréfsáritanir sínar staðfestar, og hóf samverkamaður hans skothríð eftir ódæðið. Endalok brottflutninganna? Deild hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, Isis-K, sem kennd er við Khorasan-héruð Afganistans, lýsti yf- ir ábyrgð á árásunum. Samtökin hafa framið nokkur skæð hryðjuverk í Afganistan og Pakistan á síðustu ár- um, en fjandskapur ríkir á milli þeirra og talíbana. Sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum sögðu líklegt að samtökin myndu reyna frekari árásir við flugvöllinn, þar sem þær hefðu mikið áróðursgildi í augum samtak- anna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hafði fyrr um daginn vísað á bug fregnum um að hætt yrði að flytja óbreytta borgara burt frá Afganistan nú um helgina, þar sem huga þyrfti senn að því að flytja á brott þá 5.800 hermenn sem hafa staðið vörð um flugvöllinn síðustu daga. Sagði í til- kynningu ráðuneytisins að það hygð- ist standa að flutningum út 31. ágúst, en Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að allt herlið yrði dregið frá Afganistan fyrir þann dag. Biden sagðist harma dauða þeirra banda- rísku ríkisborgara sem létust og sagði þá vera hetjur. Þá hygðust Bandarík- in hafa hendur í hári vígamannanna sem ábyrgir eru fyrir voðaverkunum. „Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda fyrir það sem þið hafið gert,“ sagði Biden. „Við munum ekki fyrirgefa og við munum ekki gleyma.“ Nú þegar er búið að flytja rúmlega 95.000 manns, bæði Afgana og er- lenda ríkisborgara, frá Afganistan, en óvissa ríkti um framhaldið eftir árás- ina í gær. Kanada, Þýskaland og Hol- land voru á meðal þeirra ríkja sem ákváðu að stöðva brottflutninga sína alfarið í gær, en Frakkar ætla að reyna að flytja nokkur hundruð manns til viðbótar í dag, en hætta svo aðgerðum. Árásin fordæmd víða Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Sagði Johnson að Bretar myndu halda sínum brott- flutningum áfram til mánaðamóta þrátt fyrir árásina, en Bretar hafa flutt um 15.000 manns frá Afganistan til þessa. Pedro Sanchez, forsætisráð- herra Spánar, hét því einnig að Spán- verjar myndu halda sínum brottflutn- ingum áfram, en þeir hafa forðað rúmlega 1.500 manns undan yfirráð- um talíbana. William Wechsler, fyrrverandi embættismaður í bandaríska varnar- málaráðuneytinu, sagði hins vegar við Washington Post að árásin hefði lík- lega bundið enda á tilraunir vest- rænna ríkja til þess að flytja fleiri óbreytta borgara frá landinu. Þjóðarleiðtogar hvaðanæva for- dæmdu árásina á flugvöllinn sem níð- ingsverk gagnvart óbreyttum borg- urum. Þar á meðal voru Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, og Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem sagði árás- ina sérstaklega ógeðfellda, því hún hefði beinst að fólki sem var að leita að öryggi og friði. Guterres boðaði í gær fund örygg- isráðs SÞ næstkomandi mánudag vegna ástandsins í Afganistan. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, for- dæmdi árásina einnig og sendi fórn- arlömbum og aðstandendum samúðarkveðjur. Sagði Stoltenberg það forgangsmál að flytja eins marga í örugga höfn og eins fljótt og mögu- legt væri. Talíbanar fordæmdu árásina sömu- leiðis, en Zabihullah Mujahid, einn af talsmönnum þeirra, benti sérstaklega á að hún hefði orðið á svæði þar sem Bandaríkjaher bæri ábyrgð á öryggi almennings. Suhail Shaheen, annar talsmaður talíbana, sagði að þeir fylgdust nú grannt með ástandinu til að tryggja öryggi og vernd „þjóðar sinnar“. AFP Hryðjuverk í Kabúl Fréttamyndir sýndu mikinn fjölda særðra, sem flytja þurfti á sjúkrahús eftir árásina. Minnst sextíu látnir í Kabúl - Talíbanar og Bandaríkjamenn sagðir meðal fórnarlamba sjálfsvígssprengjumanna - Kanadamenn, Þjóðverjar og Frakkar hætta brottflutningum vegna hryðjuverkaógnar - Bretar hyggjast halda áfram Flóttamaður Hermaður í breska flughernum réttir hér stúlku leikfang við komuna til Bretlands. Bretar hafa flutt um 15.000 manns frá Afganistan. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, heiðraði í gær þá Jan Kubis og Josef Gabcik, tékkóslóv- ösku fallhlífahermennina sem drápu Reinhard Heydrich, foringja í SS- sveitum nasista og einn af arkitekt- um helfararinnar gegn gyðingum. Steinmeier varð þar með fyrsti þjóðarleiðtogi Þýskalands til þess að viðurkenna þá fórn sem þeir færðu, en hann heimsótti meðal annars grafhvelfingu dómkirkju St. Kýrils og Methodíusar í Prag, þar sem þeir Kubis og Gabcik voru felldir eftir skotbardaga við Þjóðverja. Lagði Steinmeier þar blómsveig í minn- ingu þeirra. Steinmeier minntist einnig tveggja tékkneskra þorpa, Lidice og Lezaky, sem nasistar jöfnuðu við jörðu í hefndarskyni fyrir bana Heydrichs. Alls voru 15.000 manns handteknir, drepnir eða fluttir í fangabúðir nasista í hefnd- araðgerðum þeirra. ingathora@mbl.is Heiðraði bana- menn Heydrichs AFP Minning Frank-Walter Steinmeier og Elke Büdenbender forsetafrú hlusta hér á Michal Burian hernaðarsagnfræðing tala um hetjudáðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.