Morgunblaðið - 27.08.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Skrafað Mennirnir á bak við tjöldin, ráðherrabílstjórarnir, biðu þolinmóðir, eins og vant er, eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í gær. Þeir styttu sér stundir með góðu spjalli við Tjörnina.
Kristinn Magnússon
Það bar eitt sinn við
þá er greinarhöf-
undur, kjörinn fulltrúi
á löggjafarsamkomu,
kom á bæ í Skaga-
firði, að ábúandi
krafði komumann
svara um það hvað
stjórnmálamaðurinn
ætlaði að gera fyrir
hann, ábúandann.
Svar stjórnmála-
mannsins var stutt og
laggott; hann ætlaði ekki að gera
neitt sérstaklega fyrir ábúandann.
Samtalið skipti stjórnmála-
manninn ekki máli með tilliti til
atkvæða, samtalið átti sér ekki
stað í hans kjördæmi.
Þessi heimsókn stjórnmála-
mannsins á skagfirskan sveitabæ
minnti gestinn á aðra heimsókn
annars stjórnmálamanns í öðru
landi, og valdameiri!
Eitt sinn kom varaforsetafram-
bjóðandinn Alben W. Barkley,
varaforseti 1949-1953, á sveitabæ
í sínu gamla kjördæmi í Ken-
tucky.
Frambjóðandinn til varaforseta
tíundaði alla þá sérstöku „fyrir-
greiðslu“ sem hann hafði ástund-
að fyrir bóndann á liðnum árum.
Bóndinn sagði þetta allt satt og
rétt en sagðist ekki vera tilbúinn
til að greiða honum atkvæði til
varaforseta, því varaforsetaefnið
hafði ekki gert neitt nýlega!
Þannig verður frambjóðandinn
að vera stöðugur í góðverkum fyr-
ir útvalda, á annarra kostnað.
Davíðssálmur 121
Ef til vill hefur
bóndinn hafið augu sín
til fjallanna og spurt:
Ég hef augu mín til
fjallanna,
hvaðan kemur mér
hjálp?
Hjálp mín kemur frá
Drottni,
skapara himins og
jarðar.
Og treyst því að
næsti öldungadeildar-
þingmaður, sem ekki þurfti að hafa
áhyggjur af þjóðarhag heldur ein-
ungis stundarhag bóndans, tæki að
sér verk Drottins þess sem Sálm-
arnir fjalla um.
Drottinn leysir aldrei manninn
undan ábyrgð á eigin lífi!
Einfaldasta leiðin til að ein-
staklingur geti borið nokkra ábyrgð
á eigin lífi er að hann geti eignast
frjálst sparifé.
Sá er þetta ritar hefur barist fyr-
ir því í um 50 ár að einstaklingurinn
geti eignast frjálst sparifé, án þess
að því sé eytt með verðbólgu ellegar
hirt með óhóflegri skattlagningu.
Aðeins einn stjórnmálamaður hefur
tekið undir með greinarhöfundi. Nú
er sá fallinn frá og hjálpræðið horf-
ið!
Hvers vegna er
þetta umræðuefni?
Þegar kosningar eru fram undan
er hætta á skelfilegum kosninga-
loforðum. Með kosningaloforðum er
átt við hvers kyns gjörninga sem
skapa skammtímaávinning fyrir út-
valda á kostnað almannahagsmuna.
Greinarhöfundur hefur oft undr-
ast að galnasta kosningaloforð þess-
arar aldar skuli aldrei hafa orðið
umræðuefni þeirra sem hafa lagt
stund á hagfræði og verðbólguvís-
indi.
Þessi aðgerð var kynnt sem
„mesta skuldaleiðrétting í heimi“.
Sá sem kynnti efnahagsaðgerðina
gerði allt sem var mest í heimi.
Fjármálaráðherrann fékk kaleikinn
af framkvæmdinni.
Forsenda „skuldaleiðrétting-
arinnar“ var „stökkbreytt húsnæð-
islán“. Stökkbreyting vegna verð-
bólgu! Í raun ríkisábyrgð á
verðbólgu!
Stjórnmálamenn haga sér stund-
um eins og maður sem gefur stúlku
hænsn! Og telur sig vera séní.
Aðrar stökkbreytingar
Það var fleira sem stökkbreyttist
á þessum tíma! Laun stökkbreytt-
ust og fasteignaverð stökkbreyttist.
Bæði laun og fasteignaverð hækk-
uðu meira en vísitala neysluverðs.
Kaupmáttur jókst! Eignastaða
batnaði! Hvað þurfti að leiðrétta?
Greinarhöfundur, sem tókst á við
löggjafarstarfsemi, er mjög stoltur
af því að hafa greitt atkvæði gegn
þessari geðþóttaúthlutun á gæðum!
Annar tveggja alþingismanna
sem gerðu slíkt! Stór hluti þing-
manna sýndi eymingjaskap og
greiddi ekki atkvæði.
Ætlunin var að kröfuhafar þrota-
búa hinna föllnu banka greiddu fyr-
ir veisluna. Niðurstaðan var sú að
aðrir lántakendur greiddu stóran
hluta „mestu skuldaleiðréttingar í
heimi“, auk þess sem stöðugleika-
framlag til ríkissjóðs minnkaði.
Kröfur og kosningamál
á heilbrigðissviði
Stjórnmálamenn á Íslandi eiga
sér fábrotnar hugsjónir. Því fer
fram leit að kosningamálum.
Kórónuveirufaraldur er vont kosn-
ingamál því veiran stökkbreyttist.
Önnur heilbrigðismál kunna að
verða kosningamál. Það getur aldrei
orðið ásættanlegt að sjúklingar þjá-
ist í þrjá eða sex mánuði. Biðlistar á
heilbrigðisstofnunum eru ekki
ásættanlegir, að því tilskildu að ekki
sé um sjúkdómavæðingu að ræða.
Það er heldur ekki ásættanlegt
að búa til nýtt fyrirbrigði í
heilbrigðismálum, fyrirbrigði sem
heitir valkvæðar aðgerðir! Val-
kvæðar aðgerðir eru ekki val-
kvæðar fyrir þann sem þjáist. Þján-
ing í boði stjórnvalda er ekki
ásættanleg.
Ábyrgð mannsins
Fátt er jafn brigðult og óstöðugt
eins og elskandi brjóst stjórnmála-
mannsins og það er jafnvel sá stað-
ur í veröldinni þar sem engin er til
samlíðanin.
Þrátt fyrir kosningaloforð, loforð
misviturra manna og kvenna, um
allt er varðar líf samborgarans þá
er það svo að maðurinn, hinn mann-
lega vera, ber ábyrgð á eigin lífi.
Vera kann að biðin eftir hjálpræði
Drottins verði löng ef maðurinn
tekst ekki á við eigin ábyrgð.
Með því er greinarhöfundur ekki
að hafna hvers kyns trygginga-
kerfum. Tryggingakerfi er fyrir þá
sem hafa farð á mis við lífsins gæði
en alls ekki fyrir þá sem hafa það
verulega gott.
Þó er sú undantekning gerð í ís-
lensku samfélagi að aðgangur að
heilbrigðiskerfi á Íslandi er á við-
ráðanlegu verði fyrir alla og að-
gangur á að vera jafn fyrir alla.
Með því að maðurinn ber ábyrgð
á eigin lífi er verið að vísa til þess
að lífsstílstengdir sjúkdómar koma
oftar en ekki af ólifnaði.
Er það gefið mál að reykinga-
stampar eigi að hafa það gott? Eða
eiga þeir sem eru miður sín af öl-
drykkju að hafa það gott í fráhvörf-
um! Er ekki þjáningin eðlilegur
fylgifiskur?! Þá þýðir lítið að segja:
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Það er enginn að biðja um annað
af stjórnálamönnum en það að þeir
hafi hugkvæmni og þekkingu til
þess að þeir, sem þetta land byggja,
geti lifað þrautalausu lífi án afskipta
þeirra.
Þrátt fyrir allt er ekkert geig-
vænlegra en hið ósagða milli karls
og konu. Það er mikil ábyrgð.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Með því að maðurinn
ber ábyrgð á eigin
lífi er verið að vísa til
þess að lífsstílstengdir
sjúkdómar koma oftar
en ekki af ólifnaði.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður og verð-
ur það aftur.
Ber maðurinn ábyrgð á
eigin lífi andspænis hjálpræðinu?