Morgunblaðið - 27.08.2021, Qupperneq 17
lagði hana á handriðið. Hún rankaði
við sér og rak upp skaðræðisvein, þá
ýtti hann henni fram af. Hann fór inn í
brunastigahúsið og henti veskinu á
efsta pallinn. Fór síðan á næsta stiga-
pall, reykti þar fimm sígarettur, það-
an í kjallarann til hálfsystur sinnar.
Málið var alfarið órannsakað. Það
var minnst á brotnu sylgjuna í einni
yfirheyrslu. Þá eru sönnunargögnin
upptalin. Þeir sem áttu að rannsaka
málið vissu hvernig hann myrti hana.
Það kom fram í héraðsdómi. Hand-
riðið var þakið húðfitu af Áslaugu
Perlu. Nóg var af sönnunargögnum
og sum komu fram í héraðsdómi, en
þau voru bara hunsuð. Hann viður-
kenndi verknaðinn samdægurs. Sagð-
ist myndu drepa lögregluna og börn
hennar þegar hann losnaði eftir 15 til
20 ár. Það voru engin sönnunargögn
lögð fyrir í Hæstarétti. Ekki einu
sinni áverkavottorð.
Áverkar á Ásgeiri:
1. Klór á hægri kinn.
2. Klór hægra megin á hálsi.
3. Á framanverðri öxl.
4. Neðan við hægra brjóst.
5. Á framanverðri vinstri öxl.
6. Við vinstra brjóst. Þar fannst
blóð á íþróttatreyju hans.
7. Aftan við vinstra eyra, blóð-
kögglar í sárinu.
8. Á miðju baki. Þar fannst einnig
blóð á íþróttatreyju hans.
9. Neðarlega á baki. Þar fannst
einnig blóð á íþróttatreyju hans.
10. Á framhlið síðbuxna hans voru
sýnileg óhreinindi á vinstra hné
og hægra læri. Komu við spörk
hennar.
Í Hæstarétti var hún dæmd fyrir
að hafa haft samfarir við nauðgara
sinn og morðingja við svalirnar.
Ég mun aldrei geta leiðrétt dóminn
nema með hjálp.
ȃg mun aldrei geta
leiðrétt dóminn
nema með hjálp.
Höfundur er móðir Áslaugar Perlu.
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Nú er hafin bólu-
setning barna á aldr-
inum 12-15 ára við Co-
vid-19. Bólusetning
fullorðinna hefur geng-
ið hratt og nú eru
börnin næst, enda er
það stefna stjórnvalda
að bólusetja sem allra
flesta á sem skemmst-
um tíma. Engu máli
skiptir að bóluefnin
veita mun minni vernd
en lofað var. Né heldur að alvarlegar
aukaverkanir hafa komið fram, svo
sem alvarleg hjartavandamál, lam-
anir og sú staðreynd að þau hafa sett
tíðahring a.m.k. 1.700 kvenna úr
skorðum.
Orðræða stjórnvalda hefur verið
þannig að helst megi skilja að bólu-
efnin séu eins örugg og rannsökuð
og önnur lyf sem standa almenningi
til boða. Þetta er rangt. Þótt hröð
þróun bóluefnanna við Covid-19 sé
sjálfsagt merkilegt afrek læknavís-
indanna hafa þau enn ekki staðist
þær prófanir sem vísindasamfélagið
(og lög flestra ríkja) gera kröfu um
að ný lyf ætluð mönnum standist.
Vísindasamfélagið hefur viður-
kennd viðmið um hvernig lyfjarann-
sóknir skuli framkvæmdar og hve-
nær lyf teljast nægilega rannsökuð
svo hægt sé að setja þau á markað.
Hér á landi gilda sérstök lög um
slíkar rannsóknir, lög nr. 44/2014 um
vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
Auk þeirra gilda um efnið ákvæði
ýmissa laga og reglugerða, til dæmis
lyfjalaga nr. 100/2020 og reglugerða
settra á grundvelli þeirra.
Hér starfar vísindasiðanefnd og
siðanefndir heilbrigðisrannsókna á
spítölum landsins. Vísindasiðanefnd
hefur meðal annars sett reglur nr.
230/2018 um hvernig velja megi og
nálgast fólk til þátttöku í vísinda-
rannsóknum á heilbrigðissviði og
hvaða fræðslu skuli veita því áður en
samþykkis er leitað.
Þegar rýnt er í allar þessar reglur
er ljóst að markmið löggjafans er að
setja skýrar leikreglur um rann-
sóknir á heilbrigði
manna og að tryggja að
þær samrýmist vís-
indalegum og sið-
fræðilegum sjón-
armiðum. Samþykki
þeirra bóluefna sem
notuð eru hér á landi
fylgdi þó ekki í þessum
leikreglum og ljóst er
þau hafa ekki staðist
þessar hefðbundnu og
ströngu prófanir, enda
hafa þau ekki hefð-
bundið markaðsleyfi
sem lyf hér á landi.
Notkun bóluefnanna hér á landi er
byggð á skilyrtu markaðsleyfi frá
Lyfjastofnun. Í því felst að lyfja-
fyrirtækin þurfa ekki að skila inn
gögnum um virkni, öryggi og gæði
lyfjanna, sem venjulega er alger for-
senda markaðsleyfis, heldur hafa
þau lofað að senda þau gögn um leið
og þau verða til.
Niðurstöðurnar liggja ekki fyrir
heldur er verið að rýna gögnin jafn-
óðum og þau verða til. Notkun bólu-
efnanna er því tilraun, alveg sama
þótt samþykki þeirra hjá Lyfjastofn-
un hafi farið krókaleið fram hjá
reglum sem um lyfjatilraunir gilda.
Þetta hafa stjórnvöld verið ótrúlega
treg að viðurkenna, jafnvel þótt fyrir
liggi að í samningum Evrópu-
sambandsins við lyfjarisana sé skýrt
tekið fram að um áhættusama til-
raun sé að ræða
Þar sem engin gögn eru til um
langtímaáhrif bólefnanna er ekkert
hægt að fullyrða um þau. Þetta er
lyfjafyrirtækjunum ljóst, enda er
skýrt kveðið á um það í samningum
þeirra við ríki heimsins (og ESB) að
fyrirtækjunum skuli tryggt algjört
skaðleysi vegna mögulegra afleið-
inga vegna notkunar efnanna. Sam-
kvæmt íslenskum lögum bera lyfja-
framleiðendur almennt ábyrgð á
notkun lyfja sinna og þurfti því laga-
breytingu svo íslenska ríkið gæti
tekið á sig alla ábyrgð á notkun efn-
anna. Sú lagabreyting var samþykkt
á Alþingi 17. desember sl. (lög nr.
156/2020).
Í ljósi þess, hve berlega er talað
um áhættuna af notkun efnanna í
samningum lyfjarisanna við ríki
heimsins og þeirrar staðreyndar að
bóluefnaframleiðendurnir setja það
beinlínis sem skilyrði að bera ekki
ábyrgð á afleiðingum af notkun efn-
anna, má velta því fyrir sér, hvort
það sé siðferðilega og lagalega rétt
af stjórnvöldum, sóttvarna-
yfirvöldum og starfsfóki heilsugæsl-
unnar, að boða fólk með bros á vör í
„bólusetningardiskó“, án þess að til-
kynna því um þær hættur sem
kunna að fylgja því að taka inn efnin.
Slíkt er ekki í neinu samræmi við
kröfur skv. lögum nr. 44/2014 sem
áður voru nefnd, né reglur Vísinda-
siðanefndar nr. 230/2018.
Þegar metið er hvort brýnt sé að
bólusetja ólögráða börn verður að
hafa í huga að börn sýkjast síður en
fullorðnir af Covid-19 og þegar þau
sýkjast verða þau mun síður veik.
Þegar litið er til óvissunnar um lang-
tímaafleiðingar bóluefnanna og þess
að virkni þeirra er minni en vonast
var til blasir við að ávinningurinn af
bólusetningum réttlætir ekki áhætt-
una. Grátlegt er því að herferð
stjórnvalda við bólusetningu barna
sé hafin.
Þar sem ávinningurinn er lítill
sem enginn vaknar sú spurning
hvort markmiðið sé að verja okkur
gegn Covid-19 eða hvort markmiðið
sé að kaupa og nota sem flesta
skammta af bóluefnunum. Ætli
blessuð börnin verði ekki boðuð í
örvunarsprautu um svipað leyti og
fullorðna fólkið fer í fjórðu spraut-
una sína? Já talandi um það – af
hverju tryggðu íslensk stjórnvöld
sér 1,4 milljónir skammta af bóluefni
strax í upphafi? Skyldu menn hrein-
lega vera að keyra hér áætlun, sem
var skipulögð frá upphafi?
Eiga börnin að taka
þátt í tilrauninni?
Eftir Guðmund
Karl Snæbjörnsson » Þar sem engin gögn
eru til um langtíma-
áhrif bóluefnanna er
ekkert hægt að fullyrða
um þau.
Guðmundur Karl
Snæbjörnsson
Höfundur er sérfræðingur í heim-
ilislækningum.
Ég tók að mér að
gerast burðardýr fyrir
náinn ættingja til að
koma búslóð hans frá
Svíþjóð til Íslands fyrir
nokkrum dögum. Æv-
intýrið byrjaði með því
að standa í röð í rúman
klukkutíma á Suður-
landsbraut til að verða
mér úti um staðfestingu
á að vera greindur nei-
kvæður í sýnatöku á veirunni sem okk-
ur er öllum farið að þykja svo vænt
um. Þetta vottorð þurfti ég til að fá að
koma heim til mín aftur en engar kröf-
ur um neitt slíkt voru gerðar í landinu
sem ég var að heimsækja. Ég var
reyndar með bókaðan tíma nokkrum
mínútum eftir að ég mætti í röðina og
enn hef ég ekki ráðið gátuna um það
hvers vegna ég pantaði tíma þegar
ekki var farið eftir tímapöntunum.
Vegna þess hve búið er að gera ferða-
lög flókin þá fórum við sérstaklega út í
Leifsstöð kvöldið fyrir brottför til að
innrita okkur í flugið héðan sem var
svo morguninn eftir. Við mættum svo
grímuð í flugstöðina morguninn eftir
og nutum þess að hafa þennan sér-
staka lepp fyrir vitum okkar allt þar til
við komum út úr flugstöðinni ytra. Þar
fórum við í gegnum flugstöðina án
þess að nokkrar Dísir, Ölmur eða Ólfar
reyndu að bregða fyrir okkur fæti.
Þegar haldið var til baka daginn eftir
frá Arlanda gekk allt eins og í sögu í
innritun þrátt fyrir að vera með nánast
óteljandi pinkla með okkur. Við þurft-
um reyndar að framvísa vottorðum við
innritun til að fá að fara heim til okkar
aftur. Engin mannmergð eins og hóp-
samkoman í Leifsstöð morguninn áður
við innritunarborðin. Ekkert mál var
að virða tveggja metra regluna nema
meðan við sátum í flugvélinni. Þetta
yndislega ferðalag breyttist hins vegar
í algjöra martröð eftir lendingu í
Keflavík. Samkvæmt fyrirmælum
sóttvarnayfirvalda hér, sem með réttu
ætti að kalla sóttdreifingaryfirvöld, var
gegnumstreymi fólks takmarkað svo
mjög gegnum flugstöðina að erfitt var
að viðhalda tveggja metra fjarlægð,
jafnvel í töskusal. Þegar komið var út í
komusal versnaði ástandið hins vegar
til muna en þar var ásýndin einna lík-
ust síld í tunnu. Þar var starfsfólk af
öllu mögulegu þjóðerni og litum öðru
en íslensku að skipa fólki að þétta hóp-
inn þar sem fleiri væru að koma inn í
komusal og þyrftu að komast fyrir.
Þrátt fyrir að viðkomandi aðilum væri
bent á að halda yrði fjarlægð var eins
og hreinlega væri ætlast til að menn
hengdu sig hver á öxlina á öðrum og
slefuðu helst yfir viðkomandi. Þá var
farið að borði til að fá strikamerki fyrir
sýnatöku á staðnum og enn útilokað að
halda fjarlægð. Í litlu skimunarrýminu
þar sem sýnin voru tekin ulluðu svo
farþegar hver framan í
annan þar sem ekki var
nokkur möguleiki að
halda tveggja metra fjar-
lægð þar heldur.
Þeir sem stjórna þessu
hringleikahúsi úti í Leifs-
stöð eru greinilega veru-
lega illa áttaðir. Svona
lagað er eingöngu til þess
fallið að auka mögulega
dreifingu smita sem mest
og hafa þannig þveröfug
áhrif á yfirlýst markmið
svokallaðra sóttvarna-
ráðstafana. Ef fólk smitast ekki í
komusal Leifsstöðvar við svona
ástand, sem mér skilst að sé bara al-
mennt, þá er tæplega nokkur von til að
geta náð sér í afleggjara af veirunni
huggulegu nokkurs staðar annars
staðar. Af fréttum að dæma verða
bólusettir almennt ekki alvarlega veik-
ir smitist þeir og finna jafnvel ekki fyr-
ir neinum einkennum. Er þá ekki nær
að takmarka ferðafrelsi þverhausanna
sem ekki vilja þiggja bólusetningu eða
jafnvel að leyfa þeim að drepast úr eig-
in þrjósku? Það er réttur hvers manns
að fá að kveðja þessa jarðvist þótt lög
leyfi ekki öðrum að veita hjálp við slíkt.
Ekki er heldur að finna í lögum bann
við þrjósku og heimsku. Þessi veira
virðist vera orðin líkari inflúensu eða
kvefi eftir að farið var að bólusetja fólk
og það yrði aldrei ráðist í svona ferða-
takmarkanir vegna slíkra pesta.
Kannski er bara kominn tími á að lifa
með veirunni eins og öðrum kvillum.
Sá vitleysisgangur sem hafður er uppi
í komusal Leifsstöðvar er a.m.k. al-
gjörlega galinn og aðeins til að auka
líkurnar á að fólk næli sér í þessa veiru
sem okkur er öllum orðin svo kær. Þá
sem standa fyrir þessu uppistandi ætti
að nefna sóttdreifingaryfirvöld frekar
en sóttvarnayfirvöld. Vel að merkja
mér til undrunar kom neikvæð niður-
staða úr sýni því sem tekið var úr mér í
komusal Leifsstöðvar. Og þá tel ég
mig nokkuð skotheldan gegn smiti
annars staðar. En ég hygg ekki á frek-
ari ferðalög fyrr en yfirvöld hafa látið
af þessum fíflagangi vegna þess að ég
vil forðast eins og ég get að ná mér í af-
leggjara af hvers kyns pestum og sú
sem hér um ræðir er ekkert undan-
skilin.
Sóttdreifingar-
yfirvöld
Eftir Örn
Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson
»Ef fólk smitast ekki í
komusal Leifs-
stöðvar er tæplega
nokkur von til að geta
náð sér í afleggjara af
veirunni huggulegu
nokkurs staðar annars
staðar.
Höfundur er fv. atvinnurekandi.
orng05@simnet.is