Morgunblaðið - 27.08.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
PÖNTUN AUGLÝSINGA
er til 7. september
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Börn &
uppeldi
Víða verður komið við í uppeldi barna í
tómstundum, þroska og öllu því sem
viðkemur börnum frá fæðingu
til 12 ára aldurs.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
569 1105 kata@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 10. sept.
30 ÁRA Lilja Rúriksdóttir fædd-
ist og ólst upp í Reykjavík. Hún
byrjaði í dansi aðeins þriggja ára í
Ballettskóla Eddu Scheving og níu
ára fór hún í Listdansskóla Íslands
og var þar til 2008. Hún byrjaði í
Menntaskólanum í Hamrahlíð en
fór þaðan árið 2008 í hinn heims-
fræga listaháskóla Juilliard í New
York og útskrifaðist þaðan vorið
2013, fyrst íslenskra listdansara, og
fékk verðlaun fyrir framúrskarandi
frammistöðu í kóreógrafíu. „Það var
frábært að vera í skólanum og allt
sem mig dreymdi um á þessum
tíma. Það var mjög krefjandi en á
sama tíma mjög skemmtilegt.“ Lilja
kynntist eiginmanni sínum, leik-
aranum Aron Clifton Moten, í skól-
anum. „Eftir útskriftina var ég að
dansa í New York í tvö ár.“ Hún
segir að hún hafi vissulega verið
heppin því samkeppnin í listageir-
anum er gífurlega hörð. „Ég gat
unnið við þetta og þurfti ekki að
vinna annars staðar, sem var frá-
bært.“ Lilja og Aaron fóru til Los
Angeles árið 2015 til að freista gæf-
unnar og gekk það vonum framar.
„Það var allt öðruvísi heimur. Hiti
og strönd og meira pláss og stærri
íbúðir.“ Lilja fór að dansa hjá LA
Dance Project-dansflokknum. „Það
var rosalega gaman og við fórum í
sýningarferðir út um allan heim.“
Árið 2018 kom Lilja heim, en þá var
fjölskyldan að stækka. Hún hefur
verið að kenna t.d. við Listaháskóla
Íslands en er núna að hefja BSc-
nám í sálfræði við Háskólann í
Reykjavík og segir leiklist, sálfræði
og tennis vera helstu áhugamálin
þessa dagana.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Lilju
er Aron Clifton Moten leikari, f.
28.2. 1989. Þau eiga dæturnar Ey-
dísi Amelíu Aronsdóttur, f. 2018. og
Sóleyju Ölmu Aronsdóttur, f. 2021.
Foreldrar Lilju eru hjónin Harpa
Helgadóttir, doktor í sjúkraþjálfun,
f. 1966. og Rúrik Vignir Vatnarsson
lögfræðingur, f. 1965. Þau búa í
Reykjavík.
Lilja Rúriksdóttir
Ljósmynd/ Jónatan Grétarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Í dag tekur ástin völdin hjá þér,
þegar þú tekur klikkaðar ákvarðanir í henn-
ar nafni. Berðu höfuðið hátt og vertu hvergi
smeyk/ur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Í dag má auðveldlega leysa deilumál
sem upp hafa komið milli vina. Það gengur
ekki lengur að sitja með hendur í skauti og
láta tímann líða án þess að aðhafast nokk-
uð.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Hugsaðu vel um hvernig þú gætir
bætt samskipti þín við aðra. Því afslapp-
aðri sem maður er, þeim mun meiru kemur
maður í verk.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hælir fólki hægri-vinstri og finn-
ur eitthvað jákvætt við alla sem þú hittir.
Hver er sinnar gæfu smiður.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ýms persónuleg málefni sem þú hefur
látið reka á reiðanum verður þú nú að taka
fyrir og leysa. Reyndu að nálgast málin
með jákvæðu hugarfari.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Á meðan þú umbreytir þínum ytri
heimi verða einnig breytingar á þínum innri
heimi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert í essinu þínu núna og gengur
auðveldlega í augun á fólki án þess að
leggja nokkuð á þig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Sjálfsöryggi og einurð eru lyk-
illinn að frábæru verki og þú ert sterkur á
báðum þeim sviðum. Hittu vin sem alltaf
fær klikkuðustu hugmyndirnar.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú hefur verið á útopnu og
þarft því nauðsynlega að hægja aðeins á
þér og gefa þér tíma til að líta í eigin barm.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þótt þú sért tilbúinn til að vera
einn er ekki þar með sagt að þú hafir þann
stuðning sem þú þarft. Gakktu markvisst
til verks og ljúktu þeim verkefnum sem
bíða á skrifborðinu þínu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ert að glíma við eitthvert
vandamál sem veldur þér miklum heila-
brotum. Heppnin eltir þig ef þú leyfir fyrir-
gefningunni að flæða í gegnum líf þitt.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Á ferli þínum hefur mannorðið
stundum orðið fyrir hnjaski, en það hefur
bara gert þig svalari týpu. Spurðu bara ást-
vini þína.
G
uðlaugur Helgi Guð-
laugsson fæddist 27.
ágúst 1961 í Keflavík
og hefur alla tíð búið
þar. „Það var mikið um
að vera hérna í Keflavík. Það var
alltaf mikið að gerast í kringum
bryggjuna og alltaf líf og fjör í
bænum, enda margir krakkar.“
Guðlaugur gekk í Grunnskóla
Keflavíkur og var mikið í bæði fót-
bolta og handbolta á sínum yngri
árum og eignaðist stóran og góðan
vinahóp enda er hann glaðvær og
hress. Eins og gerist í sjávar-
plássum var byrjað að vinna í fiski.
„Svo fór ég á sjóinn. Ég var nú svo-
lítið sjóveikur svona fyrst, en það
skánaði alltaf þegar maður var bú-
inn að fara einn túr.“
Guðlaugur kynntist eiginkonu
sinni, Guðbjörgu, á skemmtistaðn-
um Sigtúni í Reykjavík, þá 22 ára
gamall. „Ég hefði nú ekkert þurft
að fara í bæinn til þess, því hún er
héðan úr Keflavík,“ segir hann
hlæjandi. Þau byrjuðu fljótt að búa
í Keflavík og elsti sonurinn fæddist
árið 1984. „Ég var búinn að kaupa
mér íbúð áður, sem við byrjuðum á
að flytja í, en síðan vorum við að
stækka við okkur í gegnum árin
eftir því sem fjölskyldan stækkaði.
Þegar við vorum komin með fjögur
börn á tíu árum keyptum við okkur
einbýlishús.“
Þessi fyrstu ár vann Guðlaugur
ýmis störf áður en hann fann sína
hillu. Hann vann hjá Keflavíkur-
verktökum bæði í járnsmíði og tré-
smíði og hefur því góða reynslu af
byggingarferli húsnæðis. „Svo próf-
aði ég að fara í lögregluna á Kefla-
víkurflugvelli, sem mér fannst mjög
spennandi, en svo þróaðist það
þannig að ég keypti sendibíl og fór
að vinna hjá sjálfum mér í tals-
verðan tíma og endaði svo í slökkvi-
liðinu í bænum,“ segir hann hlæj-
andi. Þegar honum bauðst starf
sem fasteignasali ákvað hann að
taka því og keypti sig inn í Fast-
eignaþjónustu Suðurnesja, en árið
1999 stofnaði hann sína eigin fast-
eignasölu, Stuðlaberg, sem hann
hefur rekið alla tíð síðan.
„Ég er búinn að vera í fasteigna-
sölunni í 30 ár og kann mjög vel við
það.“ Hann segir að eiginleikar
góðs fasteignasala séu margvíslegir.
„Þeir þurfa að vera heiðarlegir,
traustir, þolinmóðir, góðir hlust-
endur og góðir í samskiptum.“
Hann bætir við að góð þekking á
sínu markaðssvæði sé augljóslega
líka mikilvæg og eins að hafa
brennandi áhuga á starfinu við að
hjálpa fólki að finna sér góðan
samastað í tilverunni.
Það er víst að fyrri reynsla Guð-
laugs víða úr samfélaginu er góður
grunnur fyrir starfið. „Núna erum
við hjónin að fara að minnka við
okkur því við erum bara ein eftir í
kotinu og þurfum ekkert stórt hús
lengur. Mér finnst gífurlega mikil-
vægt að vera sveigjanlegur í lífinu
og haga seglum eftir vindi. Fólk
hefur mismunandi þarfir í húsnæð-
ismálum á einni ævi. Það er um að
gera að fara að leika sér meira og
hafa gaman þegar fuglarnir eru
flognir úr hreiðrinu.“
Golfið hefur átt stóran hlut í Guð-
laugi núna í næstum 25 ár. „Núna
er konan komin í golfið líka og hún
hefur eiginlega ennþá meiri áhuga
en ég, þótt hún hafi bara byrjað
fyrir þremur árum. Við höfum verið
að fara utan, mest til Flórída og til
Guðlaugur Helgi Guðlaugsson fasteignasali – 60 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Guðbjörg, Súsanna Edith, Guðlaugur Helgi, Brynjar, Guðlaugur Ingi og Davíð.
Mikilvægt að njóta lífsins
Hjónin Guðlaugur og Guðbjörg eru
mjög áhugasöm í golfinu.
Riddarar Golffélagarnir kalla sig Riddarana og fara árlega til Bretlands.
Til hamingju með daginn