Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Miklar breytingar standa nú yfir á
einu elsta listasafni Bandaríkjanna,
Albright-Knox-safninu í Buffalo-borg
í New York-ríki en frá stofnun hefur
það hvort tveggja safnað og sýnt
samtímamyndlist hvers tíma. Verið
er að stækka húsakynni safnsins um-
talsvert og breyta umhverfi þess og
verður það opnað að nýju fyrir gesti
eftir eitt ár og þá undir nýju heiti:
Buffalo AKG Art Museum. Við breyt-
ingarnar verða meðal annars sett upp
tvö, ný stór og varanleg listaverk,
annað eftir Ólaf Elíasson og hitt
sænsku listakonuna Miriam Bäck-
ström.
Breytingarnar á safninu eru hann-
aðar af arkitektastofunni OMA/
Shohei Shigematsu en hann er í hópi
kunnustu arkitekta samtímans.
Heildarkostnaður við stækkunina og
breytingarnar er 170 milljónir dala,
um 21,5 milljarðar króna. Ný safn-
bygging Shigematsu stendur til hlið-
ar við eldri höfuðstöðvar safnsins,
sem eru í nýklassískum stíl, byggðar
snemma á síðustu öld. Safnið stendur
við þekktan borgargarð hannaðan af
Frederick Law Olmsted sem hannaði
líka Central Park í New York.
Meðal athyglisverðra breytinga
sem verið er að gera á safninu í Buff-
alo, undir stjórn finnsks stjórnanda
þess, Janne Sirén, er að hluti starf-
seminnar mun fara fram undir hatti
verkefnisins „AKG Nordic Art and
Culture Iniative“. Skapaður verður
vettvangur fyrir samtímamyndlist frá
öllum Norðurlöndunum, sá fyrsti slíki
í Norður-Ameríku, og í raun má ekki
finna neitt safn á Norðurlöndunum
sem er helgað samtímalist frá öllu
svæðinu með viðlíka hætti. Var þetta
verkefni safnsins fyrst kynnt opin-
berlega norrænum blaðamönnum á
CHART-listkaupstefnunni í Kaup-
mannahöfn í gær.
Undirstaðan rúmur milljarður
Safneign Albright-Knox er afar
ríkuleg. Safnið var stofnað árið 1862
og hefur frá upphafi safnað verkum
eftir lykillistamenn myndlistarinnar á
hverjum tíma. Fyrir vikið á safnið til
að mynda mikilvæg verk eftir
frönsku impressjónistana, helstu full-
trúa kúbisma, súrrealisma og
abstraktlistar; það þykir líka eiga
mjög gott safn eftir helstu banda-
ríska listamenn, hvort sem um er að
ræða New York-skólans, popplistar-
innar eða í myndlist dagsins í dag.
Fyrir vikið lánar safnið mikið af verk-
um á á safnasýningar út um heims-
byggðina.
Að sögn safnstjórans, Janné Sirén,
hefur Albright-Knox safnað verkum
eftir listamenn frá Norðurlöndum í
um sex áratugi og síðustu ár hafa
markvisst verið keypt verk eftir
sænska samtímalistamenn. Þá hefur
safnið mjög horft til norrænna safna
sem fyrirmyndar hvað almennings-
fræðslu varðar. Norræni vinkillinn
verður svo heldur betur styrktur
núna. Hið nýja „AKG Nordic Art and
Culture Iniative“ miðar að því að til
60 ára verði markvisst unnið með
sýningar á og söfnun verka frá
Norðurlöndum, og þann tíma má síð-
an framlengja. Undirstaða þeirrar
framkvæmdar verður afar öflugur
sjóður sem Sirén hefur á undanförn-
um árum byggt upp með þátttöku
nokkurra tuga norrænna velunnara
og er markmiðið að í honum verði 10
milljónir dala, hátt í 1,3 milljarðar
króna.
Sá sjóður verður notaður til að
framkvæma verkefni tengd hinni
norrænu deild við AKG-safnið en þá
er líka við safnið afar öflugur inn-
kaupasjóður. Hann byggir á rúmlega
100 milljóna dala höfuðstól og er ár-
lega sem nemur fimm prósentum
hans notuð til kaupa á listaverkum, í
framtíðinni einnig á samtímaverkum
eftir norræna listamenn. Þekktur
danskur sýningarstjóri, Helga Chri-
stoffersen, hefur verið ráðinn til að
byggja upp og móta hina norrænu
deild við Buffalo-safnið en undir
deildina verður lagður einn hluti nýju
safnbyggingarinnar.
Samtímamyndlistin þenst út
Janne Sirén hafði öðlast mikla
reynslu sem stjórnandi norrænna
safna þegar hann var ráðinn til
Albright-Knox fyrir átta árum. Hann
hafði stýrt Listasafni Tampere í
Finnlandi á árunum 2004-2007 og
Listasafni Helsinki 2007-2013. Þá
hafði hann um skeið verið aðstoðar-
prófessor í listasögu við Hebreska há-
skólann í Jerúsalem. Eftir að hann
kom til Buffalo hefur Sirén stýrt upp-
setningu sýninga sem hafa hlotið
mikið lof og góða aðsókn. Þar má
nefna sýningarnar „Anselm Kiefer:
Beyond Landscape“, „Monet and the
Impressjonist Revolution, 1860-1910“
og „Picasso: The Artist and His Mod-
els“.
Þegar rætt er við Sirén um hið
metnaðarfulla uppbyggingarstarf
með norræna samtímalist, segir hann
mikilvægt að fólk átti sig á því hvað
heimur samtímamyndlistar hafi
þanist mikið út á síðustu fjórum,
fimm áratugum. Á 19. öld hafi París
verið deigla samtímamyndlistar, New
York hefði tekið við því hlutverki um
miðja 20. öld og þá hafi áhugafólk um
myndlist getað fylgst með helstu
straumum með því að vita hvað væri
ferskast í gangi í nokkrum borgum.
„En síðan hefur heimur samtíma-
myndlistar þanist gríðarlega út,“ seg-
ir Sirén. „Sem dæmi þá voru 13 list-
kaupstefnur haldnar reglulega í
heiminum árið 1985. Nú eru þær á
milli 250 og 300. Í dag er engin leið að
tala um einhverja eina miðju sam-
tímalistar. Áhugaverð listsköpun á
sér stað á hundruðum ólíkra staða,
frá Jóhannesarborg til Þrándheims,
frá Tæpei til Reykjavíkur. Og ekkert
safn með samtímamyndlist getur
sagst sýna einhvern einn megin-
straum eða vita nákvæmlega hvað er
að gerast í heimi samtímamyndlist-
arinnar.“
Fyrir vikið hafa söfn sem sinna
samtímalist þurft á undanförnum ár-
um að svara þeirri spurningu hvernig
þau nálgist þetta umfangsmikla svið
með áhugaverðum hætti. Sirén segir
að verkefnið hafi verið nokkuð auð-
velt þegar hann var á sínum tíma for-
stöðumaður Listasafnsins í Helsinki,
en því bar að safna og sýna finnska
list. En hann hafi áttað sig sífellt bet-
ur á því að það væri engin leið að sýna
samtímalist eins og það væri einhver
ein birtingarmynd eða stefna. Þess í
stað verði hvert safn að vinna út frá
ákveðinni, vel mótaðri stefnu,
byggðri á sjálfbærni og rannsóknum,
á þeim verkum sem það velji að tak-
ast á við.
Söfn sinna ekki Norðurlöndum
Sirén segir að þegar hann var árið
2013 ráðinn forstöðumaður Albright-
Knox-safnins, sem hefur frá upphafi
staðsett sig á alþjóðlegu myndlistar-
sviði, þá hafi hann séð hversu mikil-
vægt það var að marka safninu sér-
stöðu. „Við réðumst í þessa viðamiklu
og metnaðarfullu stækkun, sem mun
ljúka á næsta ári, og munum þá vera
með húsnæði sem jafnast í stærð á
við nýja Whitney-safnið í New York.
Þá höfum við svo öflugan innkaupa-
sjóð að á ári hverju höfum við meira
fé til kaupa á verkum en allir inn-
kaupasjóðir norrænna listasafna
samanlagt! Við urðum að spyrja
okkur hver við værum og hvert við
vildum fara með safnið í framtíð-
inni.“
Sirén og samstarfsfólks hans
skoðaði vandlega sérstöðu þeirra
rúmlega 40 listasafna í Bandaríkj-
unum sem safna og sýna samtímalist
og sáu að þau hafa mörg hver sér-
hæft sig í list frá ákveðnum deildum
jarðar. Einhver sýna list frá Kína og
Suðaustur-Asíu, önnur list frá Afr-
íku og allnokkur listsköpun frá Mið-
og Suður-Ameríku. „Og þá sáum við
að það eina af öllum þeim svæðum
jarðar þar sem er öflugt samfélag og
deigla samtímalistamanna, safnara,
gallería og safna sem ekkert banda-
rískt safn hafði litið til var norræni
landmassinn, sem ég vil kalla svo.
Við erum ekki að horfa á Norður-
löndin sem þjóðir og þjóðarbrot
heldur landsvæðið sem nær frá aust-
urhluta Finnlands að vesturhluta
Grænlands. Innan þess svæðis er
mikill fjölbreytileiki í listsköpun, vel
menntaður almenningur, listaskólar,
gallerí og safnarar. Og engin stofnun
utan svæðisins hefur verið að sinna
þeirri deiglu á markvissan hátt.“
Á Norðurlöndum sáu Sirén og
samstarfsmenn hans möguleika sem
var kynntur fyrir stjórn Albright-
Knox-safnsins sem leist vel á. Hann
tók þá að ferðast milli landanna og
ræða við kollega, sem styrkti hann í
þeirri trú að um væri að ræða afar
áhugavert verkefni enda hafi hvergi
verið horft til norræna landsvæð-
isins sem heildar sem áhugavert
væri að sýna verk frá og safna.
„Nokkur söfn á Norðurlöndum
sýna svolítið af verkum frá hinum
löndunum en það er ekki mikið um
það,“ segir hann. „Norðurlandabúar
eru frekar illa að sér um helstu hrær-
ingar í listum á hinum Norður-
löndunum. Við hér í AKG sáum
mikla möguleika í stöðunni og völd-
um að vinna með norræna samtíma-
list til langs tíma. Stjórnendur safns-
ins samþykktu ótrúlega rausnarlega
áætlun um að móta verkefni til 60
ára, þar sem við rannsökum, sýnum
og söfnum samtímalist frá þessu
svæði, með öflugum og markvissum
hætti.
Þetta norræna verkefni mun
verða um tíundi hluti sýninga og
fræðsluverkefna okkar, en afskap-
lega mikilvægur hluti. Það býður
upp á tækifæri til að líta gegnum
nýja linsu á listsköpun í þessum nor-
ræna heimshluta og líka undirbyggja
nýtt samstarf milli sýningarstjóra og
listamanna sem vinna á svæðinu og
okkar hér í einu öflugasta listasafni
Bandaríkjanna.“
Skynja listræna strauma
Eins og þekkt er þá kemur hið
opinbera í afar litlum mæli að fjár-
mögnun menningarstofnana vestan-
hafs, ólíkt því sem þekkist á Norður-
löndum. Sirén segir það hafa verið
lykilverkefni að mynda á svæðinu
hóp öflugra stuðningsaðila sem legðu
fé í verkefnið.
„Oft er um að ræða myndlistar-
safnara og fólk sem hefur reynslu af
því að taka þátt í menningarlífinu
með framlögum,“ segir hann. „Ég
byrjaði að leita að samstarfsmönnum
í Finnlandi, þar sem tengslanet mitt
var best, og innan árs höfðum við
safnað þar meira en tveimur millj-
ónum dala. Þá fórum við til hinna
landanna og fundum vinalega sam-
keppni byggjast upp! En ég skynjaði
líka þá tilfinningu þeirra sem þótti
verkefnið spennandi að Norður-
löndin væru öll saman í þessu. Þetta
var erfitt í byrjun en nú höfum við 43
stuðningsaðila og hópurinn fer
stækkandi. Við erum enn að leita að
stuðningi á Íslandi. Við höfum komið
nokkrum sinnum til landsins, rætt
við listamenn og safnara, og erum
þar með fjóra stofnfélaga sem er frá-
bært, en til að mynda 13 í Svíþjóð og
10 í Finnlandi. Markmiðið er að
skapa sjóð með tíu milljónum dala
sem mun fjármagna verkefnið næstu
sex áratugi. Nú höfum við safnað 7,1
milljón og þurfum 2,9 til viðbótar þar
til við opnum safnið næsta haust.“
Sirén bætir við að þeir sem leggi fé
í sjóðinn myndi líka afar mikilvægan
stuðningshóp hvað varðar tengsl og
hugmyndir innan landsvæðisins.
Þeir muni aðstoða starfsfólk safnsins
þegar kemur að hugmyndum um við-
burði, sýningar og kaup á verkum.
Hann ítrekar að markmiðið sé að
sinna samtímamyndlist á svæðinu.
Safnið muni ekki kaupa málverk eft-
ir Edvard Munch fyrir tíu milljónir
dala en ef stungið verði til dæmis
upp á verki eftir Rögnu Róberts-
dóttur þá verði það skoðað vandlega.
„Við lítum svo á að okkar verkefni
sé að reyna að uppgötva listrænar
byltingar morgundagsins, áður en
morgundagurinn fer að hugsa um
þær sem byltingar,“ segir Sirén.
„Þetta er djörf yfirlýsing en þegar
litið er til þess að við vorum til dæmis
fyrst safna til að kaupa verk eftir
Andy Warhol, og með þeim fyrstu til
að kaupa verk eftir Rothko og
Clyfford Still, þá má sjá að í 160 ár
höfum við staðið okkur vel í að
skynja mikilvæga listræna strauma.
Við reynum að finna lyktina af mikil-
vægum uppgötvunum í myndlist-
inni,“ segir hann. Og á næstu áratug-
um hyggjast stjórnendur
AKG-safnins í Buffalo markvisst
leita nýjunganna á Norðurlöndum.
Leita nýrra byltinga í listinni
Glæsilegt Nýja safnbyggingin í Buffalo eftir Shohei Shigematsu verður opnuð eftir ár, samhliða umfangsmiklum
breytingum á eldri byggingum sem og nýrri stefnumörkun í rekstrinum. Kastljósið fellur á norræna samtímalist.
Safnstjórinn Janne Sirén beinir
sjónum að norrænni myndlist.
Skúlptúr Nýtt og umfangsmikið verk sem Ólafur Elíasson hefur skapað og
nefnist Common sky, hvelfist yfir eitt megintorgið innan safnsins í Buffalo.
- Hið merka listasafn í Buffalo hefur mótað stefnu til 60 ára um að rannsaka, sýna og safna sam-
tímalist frá Norðurlöndum - Byggja upp net norrænna stuðningsmanna - Öflugir sjóðir til kaupa