Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 4

Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Sigtrygggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skrifstofa Alþingis hefur auglýst nýtt starf framtíðarfræðings á nefndasviði laust til umsóknar „og leitar að jákvæðum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starfið,“ eins og það er orðað. Í starfinu felst sérfræðiaðstoð við nýja framtíðarnefnd Alþingis, samanber 35. gr. laga nr. 80/2021, en nefndinni er meðal annars ætl- að að fjalla um áskoranir og tæki- færi Íslands til framtíðar. Unnið verður í teymisvinnu Starf framtíðarfræðingsins fel- ur m.a. í sér gerð greininga og sviðsmynda fyrir framtíðarnefnd- ina, aðstoð við stefnumótun og áætlanir ásamt öflun og úrvinnslu ýmissa gagna. Unnið er í teym- isvinnu með sérfræðingum nefndasviðs eftir efni og verk- efnum. Alþingi samþykkti í júní sl. breytingu á lögum um þingsköp Alþingis frá 1991. Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svo- hljóðandi: „Við upphaf næsta kjörtímabils skal kjósa framtíðarnefnd sem starfar til loka kjörtímabilsins. Nefndin skal m.a. fjalla um áskor- anir og tækifæri Íslands í framtíð- inni að því er snertir tæknibreyt- ingar, langtímabreytingar á umgengni við náttúruna, lýð- fræðilegar breytingar og sjálf- virknivæðingu. Ekki skal vísa þingmálum til nefndarinnar en öðrum nefndum er heimilt að óska eftir áliti hennar á þingmálum sem þær hafa til meðferðar. Nefndin skal skipuð ellefu þing- mönnum og skulu allir þing- flokkar eiga fulltrúa í henni. Að lágmarki skulu fimm þingmenn úr þingflokkum stjórnarandstöðu eiga sæti í nefndinni og skulu þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga gegna formennsku og varaformennsku á víxl eitt ár í senn. Seta þingmanns í framtíðarnefnd skal ekki koma í veg fyrir að hann sitji jafnframt í allt að tveimur fastanefndum, sbr. 5. málsl. 1. mgr. 14. gr. Um nefndina skal að öðru leyti fara eins og um fastanefndir eftir því sem við getur átt. Forseta er heimilt að setja nánari reglur um störf, skipan og sérstöðu framtíð- arnefndar.“ Umsækjendur um stöðu fram- tíðarfræðings skulu hafa háskóla- próf á meistarastigi sem nýtist í starfi og reynslu af greiningar- vinnu og stefnumótun. Umsókn- arfrestur er til og með 8. nóv- ember nk. Morgunblaðið/Hari Þinghúsið Alþingismenn munu rýna inn í framtíðina á næsta kjörtímabili. Alþingi vill ráða framtíðarfræðing - Framtíðarnefnd sett á fót á Alþingi Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is „Lærdómurinn er aðallega sá að það þarf að aðlaga löggjöfina okkar hlut- verki. Það mun taka einhvern tíma en maður finnur að það er alla vega mikill vilji yfirvalda að stíga skref og skýra og skerpa hlutverk þeirra sem þarna koma að, sem eru þá húseig- endur og eftirlitsaðilar,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um hvaða lexíu megi draga af eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg 1. Í dag fór fram námstefna Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. Eitt af erindunum sem þar komu fram var eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg og var þá meðal annars fjallað um að- komu og úrræðaleysi slökkviliða gagnvart byggingum sem þessum og hvað hefur verið gert til að fyrir- byggja að slíkir atburðir endurtaki sig. Að sögn Jóns Viðars hafa ýmsar tillögur komið fram um hvernig megi standa að þessu. Meðal annars hafi 13 úrbætur verið kynntar í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um úrbætur í brunavörnum. Þar er meðal annars kveðið á um að tryggt verði að íbúðarhúsnæði sé ekki tekið í notkun fyrr en að lokinni öryggis- úttekt, að óleyfisbúseta verði kort- lögð með ítarlegum hætti og meiri vitundarvakningu meðal almennings um brunavarnir á heimilum. „Aðalskilaboðin eru þau að allir þurfa að huga að eigin öryggi. Menn verða að velta fyrir sér – er reyk- skynjari í rýminu þar sem ég er, kann ég flóttaleiðirnar í húsnæðinu? Svo þarf húseigandi sem á mannvirk- ið að vera meðvitaður um sína ábyrgð,“ segir Jón Viðar. Sektir í umræðunni Meðal þeirra hugmynda sem hafa komið upp til að auka brunavarnir eru sektargreiðslur ef ekki er staðið rétt að brunavörnum eins og tíðkast við brot á annars konar reglum. „Eins og er þekkt í umferðinni þá borgarðu sekt ef þú ferð yfir á rauðu ljósi en þú borgar enga sekt ef þú fylgir ekki lögum um brunavarnir, sem er ekki síður hættulegt en að fara yfir á rauðu ljósi. Það er verið að velta því fyrir sér hvort það hafi svip- aðan fælingarmátt.“ Umfang vandamálsins óljóst Spurður hvort hann telji að margt íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu sé með í notkun álíka brunavarnir og húsið á Bræðraborgarstíg kveðst Jón Viðar ekki geta sagt til um það. „Við vitum það í rauninni ekki því við höfum ekki verið að skoða íbúðar- húsnæði en það kæmi mér alls ekki á óvart. Það voru brunar þarna í fyrra til dæmis á Akureyri í húsum sem voru einangruð með sagi eins og þetta hús á Bræðraborgarstíg.“ Slökkviliðið hefur í dag eingöngu heimild til að hafa eftirlit með bruna- vörnum í atvinnuhúsnæði. Jón Viðar segir þó í umræðunni að eftirlits- aðilum verði gefin rýmri heimild til að fylgjast með íbúðarhúsnæði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldsvoði Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 í júní á síðasta ári og vakti atburðurinn mikinn óhug. „Allir þurfa að huga að eigin öryggi“ - Sektargreiðslur og rýmri eftirlitsheimild í umræðunni Auglýsing á tillögum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfis- matsskýrslu burðarþolsmats og áhættumats erfðablöndunar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samvinnu við Hafrannsókna- stofnun, auglýsir hér með tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu burðarþolsmats og áhættu- mats erfðablöndunar á Austfjörðum og Vestfjörðum. Tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu og fylgigögnum eru aðgengileg á samráðsgátt stjórn- valda, www.samradsgatt.is, frá og með mánudeginum 25. október 2021. Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögurnar og umhverfis- matsskýrslu. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til og með 6. desember 2021 og skulu þær berast á samráðsgátt stjórnvalda, www.samradsgatt.is. Tillögurnar ásamt fylgiskjölum liggja einnig frammi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Landsréttur hefur sýknað mann af kröfu Hörgársveitar um greiðslu kostnaðar vegna geymslu og uppihalds tveggja graðhesta, sem voru handsam- aðir í sveitinni árið 2017. Hljóðaði kraf- an upp á rúma milljón króna en Lands- réttur taldi ekki sannað að umræddur maður hefði verið eigandi hestanna. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður fallist á kröfu Hörgársveitar. Fram kemur í dómnum að bóndi hafði samband við sveitarstjóra Hörg- ársveitar í ágúst 2017 og sagði að hest- arnir væru á landi sínu og hefðu sloppið frá næsta bæ. Óskaði bóndinn eftir því að hestarnir yrðu handsamaðir og fjar- lægðir. Fyrir dómi báru bæði bóndinn og sveitarstjórinn að þeir töldu víst að tiltekinn maður ætti hestana, þeir hefðu sloppið áður og þá hefði maður- inn sótt þá. Seldir á uppboði Hestarnir voru fangaðir og sveitar- félagið sendi manninum síðan kröfu um að fjarlægja hestana og greiða áfallinn kostnað vegna fimm manna við að fanga graðfolana, vinnu dýralæknis við að staðfesta að hrossin væru ógelt, út- kall og akstur og geymslukostnað. Sá sem krafan beindist gegn sinnti henni ekki og voru hestarnir tveir síðar seldir á nauðungaruppboði. Hörgársveit keypti hestana þar á 20 þúsund krón- ur, þeim var síðan slátrað og fékk Hörgársveit 17.907 krónur fyrir þá upp í kröfuna. Hörgársveit höfðaði síðan mál á hendur meintum hestaeiganda og krafðist 1.051.275 króna auk vaxta og lögfræðikostnaðar. Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst á kröfuna en Landsréttur sýknaði manninn og taldi ekki sannað, gegn eindregnum mót- mælum hans, að hann hefði átt hest- ana. Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta - Hörgársveit tapaði í Landsrétti Morgunblaðið/Hari Hestar Deila um tvo hesta í Hörg- ársveit endaði fyrir Landsrétti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.