Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 6
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kirkjubæjarklaustur Nýr oddviti verður kjörinn á fundi sveitarstjórnar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Eva Björk Harðardóttir, oddviti
sveitarstjórnar í Skaftárhreppi,
hefur beðist lausnar frá setu í
sveitarstjórn og nefndum sveitar-
félagsins. Erindi þess efnis var
tekið fyrir og samþykkt á fundi
sveitarstjórnar á fimmtudag.
Ekki náðist í Evu Björk í gær
en samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hyggur hún á flutninga
úr sveitarfélaginu.
„Það voru breytingar á hennar
högum sem réðu þessu,“ segir
Bjarki V. Guðnason, annar tveggja
varaoddvita í sveitarstjórn og
flokksbróðir Evu í Sjálfstæðis-
flokknum. „Það er áætlaður fund-
ur í sveitarstjórn 11. nóvember
þar sem verður oddvitakosning,“
segir Bjarki sem játaði því að-
spurður að ekki væri ólíklegt að
hann tæki við keflinu. Hinn vara-
oddvitinn er Heiða Guðný Ásgeirs-
dóttir, fulltrúi Z-listans, Sólar í
Skaftárhreppi.
Jón Hrafn Karlsson mun taka
sæti í sveitarstjórn í stað Evu.
Eva Björk
Harðardóttir
Bjarki
Guðnason
Oddvitinn flytur
úr sveitarfélaginu
- Bjarki tekur við af Evu í Skaftárhreppi
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur framlengt
afnotaleyfi til að þrengja að um-
ferð við Lækjargötu og Vonar-
stræti vegna framkvæmda við
byggingu hótels við Lækjargötu 12
fram til til 30. apríl 2022. Þetta
kemur fram á borgarvefsjá. Vest-
ari akrein Lækjargötu var lokað í
mars 2019 vegna framkvæmdanna.
Íslandshótel hyggjast opna 18.
hótelið í keðjunni, Hótel Reykjavík
Saga, í Lækjargötu næsta vor. Þar
verða 129 herbergi, veitingastaður
og aðstaða til að skoða fornminjar.
Traust verktak, eða TVT ehf., er
byggingaverktaki. Bygging hótels-
ins er vel á veg komin en opnunin
verður tveimur árum síðar en upp-
haflega var áætlað. Ásamt kórónu-
veirufaraldrinum setti fornleifa-
uppgröftur strik í reikninginn hvað
framkvæmdahraða varðar.
Samgöngustjóri borgarinnar
hefur samþykkt óbreytta umferð í
kringum vinnusvæðið innan um-
beðins tíma, þ.e. til loka apríl á
næsta ári. Í millitíðinni muni borg-
in og fulltrúar leyfishafa í samein-
ingu láta teikna upp borgarlandið
innan vinnusvæðisins.
„Borgarlandið á að vera frá-
gengið og tilbúið til opnunar við
lok afnotaleyfis,“ segir á borgar-
vefsjá.
Leyfishafa ber að halda við öll-
um merkingum á götum í kringum
afnotasvæðið á gildistíma afnota-
leyfis og tryggja að vinnusvæða-
merkingar í kringum framkvæmd-
ina séu samkvæmt samþykktri
merkingaráætlun.
Morgunblaðið/sisi
Lækjargata Nýja hótelið, Hótel Reykjavík Saga, mun setja mikinn svip á götuna. Stefnt er að opnun þess næsta vor.
Áfram þrenging
í Lækjargötu
- Framkvæmdir við hótelið hafa tafist
þessari þjónustu er mjög varhuga-
verð og vegna þessa m.a. munum við
bæjarstjórar á Snæfellsnesi funda
eftir helgina og óska skýringa,“ seg-
ir bæjarstjórinn.
Vilja selja prestsbústaði
Fyrir Kirkjuþingi liggur tillaga
um að seldar verði ýmsar jarðir og
fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar.
Þarna eru undir m.a. tvö íbúðarhús í
Vestmannaeyjum, það er við Hóla-
götu og Smáragötu, sem hafa verið
prestsbústaðir. Hugmyndum um
sölu eignanna er harðlega mótmælt í
erindi sem Eyjaprestarnir Guð-
mundur Örn Jónsson og Viðar Stef-
ánsson hafa sent þingfulltrúum. Þar
segir að þau sem starfi í Eyjum geti
aðstæðna vegna ekki búið annars
staðar og húsnæði á staðnum sé gul-
rót. Einnig séu sterk tengsl milli
safnaðarins og presta í Eyjum og
þar vegi búseta þungt.
Einnig eru uppi hugmyndir um að
selja prestsbústaðinn á Fáskrúðs-
firði og kirkjujörðina Kolfreyjustað
sem er skammt utan við kauptúnið.
Þeim hugmyndum er mótmælt af
kirkjunnar fólki eystra og eru rökin
samtóna því sem sagt er í Eyjum.
Garðabæ vegna
íbúafjölgunar
þar. Ljóst þykir
að áhrif af hugs-
anlegri fækkun
presta kæmi
skarpt fram víða
úti á landi, þar
sem staða kirkj-
unnar er að ein-
hverju marki
sterkari en á
höfuðborgarsvæðinu.
„Þetta er allt á sama veginn.
Læknisþjónusta, lögregla, prestar
og fleira: þetta er allt verið að skera
sem verður að skoðast í því sam-
hengi að íbúum á mörgum svæðum
úti á landi fækkar,“ segir Kristinn
Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Vestra stendur til að sameina
prestaköll á Staðastað, í Ólafsvík,
Grundarfirði og Stykkishólmi og
fækka um einn prest. „Úti á landi er
kirkjan oft mikilvægur þáttur í vel-
ferðarþjónustunni. Þess utan er
safnaðarstarfið mikilvægt og ákveð-
ið lím í samfélaginu. Kirkjustarf er
vissulega ekki hluti af rekstri sveit-
arfélagsins, en er hins vegar mikil-
vægur þáttur í lífi íbúa. Skerðing á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ólga er víða vegna tillögu sem nú
liggur fyrir Kirkjuþingi um að
fækka í sparnaðarskyni stöðugildum
presta innan þjóðkirkjunnar um
10,5. Á Snæfellsnesi er til dæmis
ætlunin að sameina prestaköll sem
þrír prestar myndu þjóna í stað fjög-
urra nú. Þá er gert ráð fyrir að
fækka stöðugildum presta á Vest-
fjörðum um tvö, eins og í þremur
prófastsdæmum á Norður- og Aust-
urlandi. Í Suðurprófastsdæmi yrði
fækkað um eitt stöðugildi. Einnig
yrði sérþjónustuprestum fækkað.
Með þessu færu stöðugildi presta
þjóðkirkjunnar úr 145 í 135 sem
spara myndi um 190 millj. kr. ári.
Fjölgað á SV-horninu
Í minnisblaði segir að í tillögunni
sé horft til mannfjölda, fjölda þjóð-
kirkjufólks, fjölda kirkna og messu-
skyldu, vegalengda og líklegrar
íbúaþróunar. Þarna hangir líka á
spýtunni að sóknir og prestaköll á
SV-horninu verði sameinuð og
prestum fjölgað þar. Til dæmis
stendur til að fjölga um einn prest í
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Prestar Þjóðkirkjan er í þröng og þrautaráðið er að fækka prestum úti á landi og stokka upp í þjónustu þar.
Fækkun presta skerð-
ir velferðarþjónustu
- Þjóðkirkjan rifar segl - Varhugavert, segir bæjarstjóri
Kristinn
Jónasson