Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjubæjarklaustur Nýr oddviti verður kjörinn á fundi sveitarstjórnar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar í Skaftárhreppi, hefur beðist lausnar frá setu í sveitarstjórn og nefndum sveitar- félagsins. Erindi þess efnis var tekið fyrir og samþykkt á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag. Ekki náðist í Evu Björk í gær en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hyggur hún á flutninga úr sveitarfélaginu. „Það voru breytingar á hennar högum sem réðu þessu,“ segir Bjarki V. Guðnason, annar tveggja varaoddvita í sveitarstjórn og flokksbróðir Evu í Sjálfstæðis- flokknum. „Það er áætlaður fund- ur í sveitarstjórn 11. nóvember þar sem verður oddvitakosning,“ segir Bjarki sem játaði því að- spurður að ekki væri ólíklegt að hann tæki við keflinu. Hinn vara- oddvitinn er Heiða Guðný Ásgeirs- dóttir, fulltrúi Z-listans, Sólar í Skaftárhreppi. Jón Hrafn Karlsson mun taka sæti í sveitarstjórn í stað Evu. Eva Björk Harðardóttir Bjarki Guðnason Oddvitinn flytur úr sveitarfélaginu - Bjarki tekur við af Evu í Skaftárhreppi 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur framlengt afnotaleyfi til að þrengja að um- ferð við Lækjargötu og Vonar- stræti vegna framkvæmda við byggingu hótels við Lækjargötu 12 fram til til 30. apríl 2022. Þetta kemur fram á borgarvefsjá. Vest- ari akrein Lækjargötu var lokað í mars 2019 vegna framkvæmdanna. Íslandshótel hyggjast opna 18. hótelið í keðjunni, Hótel Reykjavík Saga, í Lækjargötu næsta vor. Þar verða 129 herbergi, veitingastaður og aðstaða til að skoða fornminjar. Traust verktak, eða TVT ehf., er byggingaverktaki. Bygging hótels- ins er vel á veg komin en opnunin verður tveimur árum síðar en upp- haflega var áætlað. Ásamt kórónu- veirufaraldrinum setti fornleifa- uppgröftur strik í reikninginn hvað framkvæmdahraða varðar. Samgöngustjóri borgarinnar hefur samþykkt óbreytta umferð í kringum vinnusvæðið innan um- beðins tíma, þ.e. til loka apríl á næsta ári. Í millitíðinni muni borg- in og fulltrúar leyfishafa í samein- ingu láta teikna upp borgarlandið innan vinnusvæðisins. „Borgarlandið á að vera frá- gengið og tilbúið til opnunar við lok afnotaleyfis,“ segir á borgar- vefsjá. Leyfishafa ber að halda við öll- um merkingum á götum í kringum afnotasvæðið á gildistíma afnota- leyfis og tryggja að vinnusvæða- merkingar í kringum framkvæmd- ina séu samkvæmt samþykktri merkingaráætlun. Morgunblaðið/sisi Lækjargata Nýja hótelið, Hótel Reykjavík Saga, mun setja mikinn svip á götuna. Stefnt er að opnun þess næsta vor. Áfram þrenging í Lækjargötu - Framkvæmdir við hótelið hafa tafist þessari þjónustu er mjög varhuga- verð og vegna þessa m.a. munum við bæjarstjórar á Snæfellsnesi funda eftir helgina og óska skýringa,“ seg- ir bæjarstjórinn. Vilja selja prestsbústaði Fyrir Kirkjuþingi liggur tillaga um að seldar verði ýmsar jarðir og fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar. Þarna eru undir m.a. tvö íbúðarhús í Vestmannaeyjum, það er við Hóla- götu og Smáragötu, sem hafa verið prestsbústaðir. Hugmyndum um sölu eignanna er harðlega mótmælt í erindi sem Eyjaprestarnir Guð- mundur Örn Jónsson og Viðar Stef- ánsson hafa sent þingfulltrúum. Þar segir að þau sem starfi í Eyjum geti aðstæðna vegna ekki búið annars staðar og húsnæði á staðnum sé gul- rót. Einnig séu sterk tengsl milli safnaðarins og presta í Eyjum og þar vegi búseta þungt. Einnig eru uppi hugmyndir um að selja prestsbústaðinn á Fáskrúðs- firði og kirkjujörðina Kolfreyjustað sem er skammt utan við kauptúnið. Þeim hugmyndum er mótmælt af kirkjunnar fólki eystra og eru rökin samtóna því sem sagt er í Eyjum. Garðabæ vegna íbúafjölgunar þar. Ljóst þykir að áhrif af hugs- anlegri fækkun presta kæmi skarpt fram víða úti á landi, þar sem staða kirkj- unnar er að ein- hverju marki sterkari en á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er allt á sama veginn. Læknisþjónusta, lögregla, prestar og fleira: þetta er allt verið að skera sem verður að skoðast í því sam- hengi að íbúum á mörgum svæðum úti á landi fækkar,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Vestra stendur til að sameina prestaköll á Staðastað, í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi og fækka um einn prest. „Úti á landi er kirkjan oft mikilvægur þáttur í vel- ferðarþjónustunni. Þess utan er safnaðarstarfið mikilvægt og ákveð- ið lím í samfélaginu. Kirkjustarf er vissulega ekki hluti af rekstri sveit- arfélagsins, en er hins vegar mikil- vægur þáttur í lífi íbúa. Skerðing á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ólga er víða vegna tillögu sem nú liggur fyrir Kirkjuþingi um að fækka í sparnaðarskyni stöðugildum presta innan þjóðkirkjunnar um 10,5. Á Snæfellsnesi er til dæmis ætlunin að sameina prestaköll sem þrír prestar myndu þjóna í stað fjög- urra nú. Þá er gert ráð fyrir að fækka stöðugildum presta á Vest- fjörðum um tvö, eins og í þremur prófastsdæmum á Norður- og Aust- urlandi. Í Suðurprófastsdæmi yrði fækkað um eitt stöðugildi. Einnig yrði sérþjónustuprestum fækkað. Með þessu færu stöðugildi presta þjóðkirkjunnar úr 145 í 135 sem spara myndi um 190 millj. kr. ári. Fjölgað á SV-horninu Í minnisblaði segir að í tillögunni sé horft til mannfjölda, fjölda þjóð- kirkjufólks, fjölda kirkna og messu- skyldu, vegalengda og líklegrar íbúaþróunar. Þarna hangir líka á spýtunni að sóknir og prestaköll á SV-horninu verði sameinuð og prestum fjölgað þar. Til dæmis stendur til að fjölga um einn prest í Morgunblaðið/Sigurður Bogi Prestar Þjóðkirkjan er í þröng og þrautaráðið er að fækka prestum úti á landi og stokka upp í þjónustu þar. Fækkun presta skerð- ir velferðarþjónustu - Þjóðkirkjan rifar segl - Varhugavert, segir bæjarstjóri Kristinn Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.