Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Ríkisvaldið gerir mikið af því
að hlaða upp hvers kyns
stofnunum sem eiga
að hafa eftirlit með
alls kyns starfsemi
almennings og fyrir-
tækja. Sumar eru
óhjákvæmilegar, en
jafnvel í þeim til-
vikum þarf að gæta
þess að starfsemi
þeirra fari ekki úr
böndum og starfsmennirnir of-
metnist ekki og fari offari.
- - -
Aðrar eru síður mikilvægar og
þá er enn brýnna að hafa eft-
irlit með eftirlitinu og gera
strangar kröfur um að það fari
ekki að flækjast um of fyrir fólki
og fyrirtækjum.
- - -
Svo eru sumar alveg óþarfar og
jafnvel til hreinnar óþurftar
og þá er eina ráðið að leggja þær
niður og hlífa almenningi og fyrir-
tækjum við starfsemi þeirra og
kostnaði.
- - -
Samkeppniseftirlitið gerði í gær
athugasemd við það að for-
svarsmenn hagsmunasamtaka fyr-
irtækja hefðu tekið þátt í umræðu
um yfirvofandi vöruskort, hækk-
andi hrávöruverð og fleira sem
kunni að hafa áhrif á „verðlag og
hagsmuni neytenda hér á landi“.
- - -
Eftirlitið telur að með þessu
hafi forsvarsmennirnir geng-
ið of langt og að þeir eigi ekki að
tjá sig um slíka hluti. Eftirlitið
virðist telja að slík umræða feli í
sér samráð og jafnvel aðför að
neytendum.
- - -
Vöruverð hækkar ekki vegna
þess að tilteknir einstaklingar
tjá sig um það sem öllum má ljóst
vera. Og það lækkar ekki við að
þessi ríkisstofnun reyni að tak-
marka tjáningarfrelsi þeirra.
Að ganga of langt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðræður um makríl á árlegum
haustfundi strandríkja hófust á
þriðjudag og verða teknar aftur
upp á miðvikudag í næstu viku, en
þeim var frestað á fimmtudag.
Fundurinn er haldinn í Lund-
únum og til umræðu eru makríll,
norsk-íslensk síld og kolmunni, en
engir heildarsamningar eru í gildi
um þessa stofna og hefur því hver
strandþjóð fyrir sig ákveðið afla-
mark.
Haustfundurinn hófst á makríl-
umræðum með hliðsjón af stjórnun,
ráðgjöf, veiðitölum og ramma fyrir
vísindamenn, sem munu taka sam-
an yfirlit um líffræðilega dreifingu
og veiði úr stofninum.
Þrýstingur hefur verið á stjórn-
völdum strandríkjanna um að
semja um veiðar úr deilistofnum en
stórir kaupendur uppsjávarafurða
hafa ákveðið að gefa strandríkjum í
norðausturhluta Atlantshafs þrjú
ár til að tryggja að veiðar á makríl,
síld og kolmunna verði innan vís-
indalegrar ráðgjafar.
hmr@mbl.is
Viðræðum frestað
fram í næstu viku
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Makríll Þrýstingur er á strandríki um að ná samkomulagi um veiðar.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Rannsókn lögreglunnar á hoppu-
kastalaslysinu sem átti sér stað 1.
júlí á Akureyri stendur enn, tæpum
fjórum mánuðum síðar.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Akureyri vildi ekki tjá sig um rann-
sókn málsins í gær eða hvenær bú-
ist sé við að henni ljúki. Því er enn
óljóst hver endanleg niðurstaða
verður í málinu.
Herdís Storgaard, verkefna-
stjóri hjá Miðstöð slysavarna
barna, sagðist í samtali við mbl.is í
sumar hafa boðið lögreglunni á
Akureyri aðstoð við rannsókn máls-
ins þar sem hún þekkti öryggis-
staðlana sem stuðst er við í
tengslum við starfsleyfi hoppukast-
ala.
Blaðamaður heyrði í Herdísi og
gat hún heldur ekkert sagt um
stöðuna á rannsókninni. Hún segir
sína aðkomu að þessu máli í raun
hafa verið að aðstoða lögreglu varð-
andi þekkingu á tæknibúnaði og
hvaða kröfur hann ætti að uppfylla.
Þeirrar hjálpar hafi ekki verið
þörf í byrjun þar sem lögregla hafi
verið að safna almennum upplýs-
ingum um slysið. Bætir hún við að
þegar málið komist á það stig muni
lögreglan væntanlega hafa sam-
band við sig aftur.
Hoppukastalinn enn til rannsóknar
- Tæpir fjórir mánuðir liðnir frá slysinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hoppukastali Lögreglan vildi ekki
tjá sig um rannsókn málsins.