Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 Full búð af nýjum náttfötum Livia náttsett S-XXL 9.990kr Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hef- ur tekið jákvætt í ósk um leyfi til að byggja ofan á húsið Skipholt 21, sem stendur á horni Skipholts og Nóatúns. Hins vegar var ekki fallist á jafn mikla hækkun hússins og óskað var eftir. Bent hefur verið á að hornbyggingin á lóð nr. 21 við Skipholt bæri sterkan karakter eftirstríðsmódernisma og sé sem slík áberandi kennileiti á svæðinu. Vanda þurfti til verka við hvers- kyns útfærslu á stækkun hússins, svo sem við yfirborðsfrágang út- veggja, glugga og gerð nýrra svala. Gert ráð fyrir þéttingu Í gildandi aðalskipulagi Reykja- víkur fyrir svæðið Holt-Laugaveg- ur er gert ráð fyrir að þar verði fyrst og fremst rýmisfrekar smá- söluverslanir, skrifstofur, stofn- anir, ýmis ráðgjafar- og þjónustu- fyrirtæki, hönnunarfyrirtæki og handverk, hótel og veitingastaðir. Þar sem aðstæður leyfa er íbúð- arhúsnæði heimilt, einkum á efri hæðum bygginga. Gert er ráð fyrir allnokkurri þéttingu byggðar á svæðinu, ekki í síst í því skyni að skapa heildstæðari götumyndir. Á undanförnum árum hefur átt sér stað umtalsverð þétting íbúða- byggðar á þessu svæði. Í umsókn Arkþing-Nordic ehf. arkitekta um breytingu á deili- skipulagi segir að Skipholt 21 sé vel staðsett með tilliti til almennings- samgangna við samgöngu- og þró- unarás, lóðin sé innan 200 metra jaðarmarka frá Borgarlínu og í um 500 metra fjarlægð frá kjarnastöð við Hlemm. Aukið byggingarmagn, fjölgun íbúða í bland við verslun og þjónustu á jarðhæð, þakgarðar, bætt ásýnd byggingarinnar og fækkun bílastæða muni styðja við lifandi mannlíf í borginni. Í breytingunni felist að heimilt verður að byggja ofan á húsið þann- ig að það verði 4-5 hæðir og sex hæðir á horni byggingar. Gert verði ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæðum og íbúðum á efri hæð- um, sem voru áður atvinnuhúsnæði. Byggingarreitur jarðhæðar stækki, heimilt verði að vera með sameigin- lega þakgarða, bílastæðum á lóð fækki og fjöldi hjólastæða verði í samræmi við reglur borgarinnar. Byggingin er nú 1.783 fermetrar en yrði eftir stækkun 3.110 fermetrar. Skipulagsfulltrúi sendi erindið til meðferðar frá verkefnastjóra sem skilaði áliti sem skipulagsfulltrúi hefur samþykkt. Verkefnastjórinn bendir á að Skipholtið sé skilgreint sem aðalgata (íbúðabyggðar) en meðfram slíkum götum sé heimil fjölbreyttari landnotkun þó grunn- skilgreining lóða við aðalgötur sé oftar en ekki íbúðabyggð. Skipholt- ið sé einnig skilgreind sem borg- argata en litið er á slíkar götur sem lykilgötur viðkomandi hverfis, fyrir verslun, þjónustu og vettvang fjöl- breytts mannlífs. Verkefnastjórinn tekur að hluta jákvætt í erindið. Hann leggur til að heimilt verði að bæta við einni heilli hæð (4h) á núverandi þak og einnig að byggja inndregna þakhæð/afmarkaða aukahæð (5h) á horni sem tilheyrir horníbúð á nýrri 4. hæð. Hann leggst gegn því að núverandi takmarkaður byggingarreitur á jarðhæð við Skipholt verði stækkaður og nái að lóðamörkum nr. 23. Viðbótarbyggingarmagni í inn- garði (núverandi porti) skal halda í lágmarki og vera á for- sendum dvalarsvæða íbúa húss- ins í inngarði svo byggja megi undir gæði í nýju búsetu- umhverfi. Hús við Skipholt verði hækkað - Hornbyggingin á lóð númer 21 við Skipholt er sögð bera sterkan karakter eftirstríðsmódernisma Morgunblaðið/sisi Skipholt 21 Áberandi bygging sem stendur á horni Skipholts og Nóatúns. Mynd/Arkþing-Nordic Útfærsla Þannig sáu arkitektarnir fyrir sér að húsið liti út eftir stækkun. Ágæt reynsla hefur fengist af út- gerð á Ford Ranger Raptor, fyrsta pallbílnum sem lögreglan á Íslandi notar í útköll og eftirlit. Bíllinn er í flota Ísafjarðarstöðvar lögregl- unnar á Vestfjörðum og var tekinn í notkun í byrjun sumars. „Bíllinn hefur virkað vel hingað til, en við sjáum þetta betur í snjó og vetrar- færð á næstu mánuðum,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason yfir- lögregluþjónn. Fordinn góði var fluttur inn af Brimborg, en standsettur sem lögreglubíll hjá Rafsölum hf. á Siglufirði. Skilta- gerð Norður- lands á Ólafsfirði sá um að setja viðeigandi merk- ingar á bílinn. Sá er með fjögurra strokka og 214 hestafla vél og meðaleyðslan er 9,1 lítri á hverja 100 km. „Lögreglumenn, áhöfn bílsins, segja að vel fari um sig í bílnum; hann sé rúmgóður og þægilegur. Þá sé gott aðgengi að þeim búnaði sem er á lokuðum palli bílsins; út- draganlegri skúffu með til dæmis ýmsum sjúkrabúnaði, skóflum og verkfærum,“ segir Hlynur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öflugur Væntingar eru bundnar við Fordinn í vetrarríki vestra. Pallbíll reynist lögreglu vel Hlynur Hafberg Snorrason - Ford Ranger Raptor á Ísafirði - Rúmgóður með skúffu Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Birgir Ármannsson, formaður und- irbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, segir að fundur nefnd- arinnar í gær hafi gengið vel. Kær- endur kosninganna komu fyrir nefndina og gerðu grein fyrir kær- um sínum og umkvörtunarefnum. Nefndin hitti í gær síðasta yfir- kjörstjórnarmanninn úr Norð- vesturkjördæmi og er búin að hitta hina fulltrúana á síðustu dögum, sagði Birgir í samtali við mbl.is. Ekkert kom Birgi á óvart „Síðan fengum við til okkar sex af þeim sem hafa kært framkvæmd kosninganna og fórum nokkuð ítar- lega yfir þeirra kærur, gáfum þeim kost á að rökstyðja þær og þess háttar.“ Spurður hvort hann hafi verið sáttur við þau svör sem kærendurnir gáfu nefndinni segir hann að allt sem nefndin geri nýtist henni við sín störf. Ekkert hafi komið á óvart á fundinum. „Eins og ég segi – við erum bæði að ræða við þá sem tóku þátt í fram- kvæmdinni í Norðvesturkjördæmi og eins þá sem hafa kært fram- kvæmdina, auk þess að afla annarra gagna, og þetta er hvort tveggja mikilvægur liður í okkar vinnu.“ Fundi daglega í næstu viku Spurður hver séu næstu skrefin í málinu segir Birgir að á mánudag sé áform um fund með þeim kærendum sem ekki var fundað með í gær. „Þannig að ég geri ráð fyrir að þá komi til okkar sex aðrir sem lögðu fram kærur. Við þurfum nú líka á okkar fundum að fara yfir hvað er komið af gögnum til viðbótar því sem hefur verið og fara í gegnum þau.“ Birgir segist reikna með að nefnd- in þurfi að funda daglega í næstu viku eins og hún gerði í þessari viku. Fóru yfir kærurnar með kærendum - Undirbúningsnefndin kom saman Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Birgir, hér til hægri, ásamt fleiri nefndarmönnum á fundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.