Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Akureyringar horfa nú til norðurs þegar kemur að framtíðarbygg- ingasvæðum undir íbúðir. Tvö ný íbúðahverfi eru í burðarliðnum í bænum, mislangt á veg komin. Annars vegar er Holtahverfi norður þar sem þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum um lóðir og framkvæmdir við gatnagerð og lagnir hefjast innan tíðar. Hins vegar er um að ræða nýtt hverfi vestan Borgarbrautar, ofan Síðu- hverfis og í framhaldi af Gilja- hverfi, enn sem komið er nefnt Kollugerðishagi. Gert er ráð fyrir að um 300 íbúðir verði reistar í Holtahverfi en allt að 970 í Kollu- gerðishaga. Mikill áhugi á lóðunum Fyrstu lóðir hafa verið auglýstar í Holtahverfi, en alls voru í fyrsta áfanga auglýstar 22 lóðir. Mikill áhugi reyndist vera á lóðum, en umsóknir bárust frá 33 ein- staklingum og 15 lögaðilum. Lóðum verður úthlutað á fundi skipulags- ráðs í næstu viku. Dregið verður um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn bárust. Vinsælasta lóðin var einbýlishúsalóð, Hulduholt 21, en um þá lóð voru alls 18 umsóknir. Í þessum fyrsta áfanga Holtahverf- is verða að lágmarki 140 íbúðir í fjölbýlis-, rað-, par- og einbýlis- húsum. Til viðbótar við lóðirnar 22 sem nú voru auglýstar hefur húsnæðis- samvinnufélagið Búfesti, í sam- vinnu við Félag eldri borgara á Ak- ureyri, fengið vilyrði fyrir lóð undir fjögur fjölbýlishús sem ætlunin er að byggja upp á allt að fjórum ár- um. Allt að 2.300 íbúar í hverfinu Nýja hverfið sem kennt er við Kollugerðishaga er nú í kynning- arferli sem lýkur í lok næstu viku, en Akureyrarbær hefur kynnt drög að deiliskipulagi fyrir þetta nýja íbúðasvæði. Unnið verður úr ábendingum eft- ir að kynningarferlinu lýkur og verður tillagan þá rædd frekar í skipulagsráði og bæjarstjórn áður en hún verður auglýst. Allt að 970 íbúðir verða á svæð- inu og má því ætla að íbúafjöldi verði á bilinu 1.900 til 2.300. Íbúðir í fjölbýli verða allt að 80% og um 20% í sérbýli. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu hverfisins úr suðri vegna nálægðar við Síðuskóla þar sem svigrúm er til að fjölga nemendum. Áhersla á gott aðgengi Markmið með nýja íbúðahverfinu er að leggja grunn að fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum. Í hverfinu verður þétt net göngu- og hjólastíga. Lögð verður áhersla á gott aðgengi að grænum svæðum og þá verður torgsvæði í hverfinu, leiksvæði, sleðabrekka og mat- jurtagarður. Þá má nefna að við hverja botngötu verður snjósöfn- unarsvæði sem tengist ofanvatns- lausnum svo ekki þurfi að aka snjó á brott eftir mokstur. Vinsælasta lóðin í nýju Holta- hverfi norður var við Hulduholt 21, en alls bárust 18 umsóknir um þá lóð. Akureyrarbær kynnti svæðið í fyrrahaust og þá þegar var ljóst að mikill áhugi væri á þessu svæði. Akureyri Nýtt íbúðasvæði vestan Borgarbrautar á Akureyri, fyrir ofan Síðuhverfi og í framhaldi af Giljahverfi, er í kynningarferli fram í næstu viku. Gert er ráð fyrir að þar rísi 970 íbúðir og íbúar verði allt að 2.300. Tvö ný íbúðasvæði í burðarliðnum - Holtahverfi og Kollagerðishagi í burðarliðnum á Akureyri Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Barna- og fjölskyldu- myndatökur Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL ER Í LEIÐINNI TRAUST Í 80 ÁR Dúnúlpur með ekta skinni Skoðið laxdal.is Frumleg hönnun sem reynir á sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð ein- kennir Skyrland, upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands, sem var opnuð í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss gær, föstudag. Á sýningunni segir frá Auðhumlu, frumkúnni sem goðafræðin greini frá, mjólkurvinnslu á Íslanndi í ald- anna rás, mjólkurbúunum og mörgu fleiru. Áberandi í sýningunni allri er svo skyrið, afurð íslenskrar menn- ingar og náttúru, sem nú er vinsælt og víða á borðum. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðal- hönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýn- ingahönnuður. Skyrland er í eigu Skyrheima, fé- lags sem Mjólkursamsalan og Sig- tún – þróunarfélag stofnuðu. Saga Selfoss og mjólkuriðnaðar á Íslandi haldast í hendur. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst þar framleiðsla skyrs. Hún fór fram í vinnslustöð, húsi sem var rifið laust fyrir 1960 en nú hefur endurgerð þess verið reist í mið- bænum nýja og heitir Mjólkurbúið. Skyrland opnað Skyr Margt áhugavert er að sjá í skyrsafninu í miðbænum á Selfossi. - Sýning í Mjólkurbúinu á Selfossi Hafnarfjarðarbær er nú að stíga fyrstu skref í heildstæðri stefnumót- un. Verkefnið snýst um að móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til ársins 2035 og á þeim grunni byggja upp meginmarkmið sem styðja við mótun áherslna til skemmri tíma, segir í fréttatilkynningu. Gera á stefnumarkandi áætlanir þar sem fram koma mælanleg mark- mið til skemmri tíma og fer sú vinna fram sem undanfari fjárhagsáætlun- argerðar. Verkefnið verður unnið með að- komu kjörinna fulltrúa, í samráði við nefndir og ráð sem starfa innan Hafnarfjarðarbæjar. Þá mun fjöl- margt starfsfólk koma að verkefninu þvert á öll svið sveitarfélagsins. Þá verður fundað með ýmsum hags- munahópum íbúa og atvinnulífs inn- an Hafnarfjarðar. Segjast bæjar- yfirvöld hafa heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna að leiðarljósi í allri þessari vinnu. Tilnefndur hefur verið stýrihópur um verkefnið og fyrstu fundir með atvinnulífinu fara fram dagana 28. október og 3. nóvember nk. Hafnfirðingar ráð- ast í stefnumótun - Móta framtíðarsýn til ársins 2035 Morgunblaðið/Hari Hafnarfjörður Móta á framtíðarsýn bæjarins til ársins 2035.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.