Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
FÖGNUM VETRI
Skoðaðu uppskriftirnar á íslensktlambakjöt.is
MEÐ ÍSLENSKRI KJÖTSÚPU – NÁTTÚRULEGA
Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins, en samt einhvern
veginn aldrei eins. Allir eiga sína uppáhalds kjötsúpu og
hefðirnar, uppskriftirnar og leynihráefnin leynast í hverju
eldhúsi. Frá upphafi landnáms hefur hún fært okkur yl í
kroppinn og kraftmikla næringu – og öll viljum við meina að
„okkar súpa“ sé best. Fögnum vetrinum með fjölbreyttri
íslenskri lambakjötssúpu – náttúrulega.
ÍSLENSKI KJÖTSÚPUDAGURINN VERÐUR HALDINN HÁTÍÐLEGUR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG Í DAG, FYRSTA VETRARDAG, KL. 13–16.
kemur alltaf eitthvað upp á yfir-
borðið sem er svo hægt að vinna
áfram með. Sköpunarkrafturinn
brýst alltaf fram undir þessari skeið-
klukkupressu.“
Dýrmætt samtal verður til
Að taka þátt í ritsmiðjunni er
þátttakendum að kostnaðarlausu og
hún er í boði Orðskjálfta, félags sem
þær Sunna Dís og Ragnheiður
Harpa stofnuðu sjálfar.
„Þetta covid-verkefni núna er
sprottið úr dönskum samtökum sem
við unnum báðar með fyrir sex árum.
Þá tókum við þátt í að gera norrænt
verkefni þar sem ungt fólk á öllum
Norðurlöndunum var að skrifa um
sameiginlega reynslu, en þau höfðu
öll alist upp í fátækt og skrifuðu um
það. Við unnum það með íslenskum
hópi og mjög náið með dönsku sam-
tökunum. Það verkefni gat af sér
systurfélög, Orðskjálfta, sem við
stofnuðum hér á Íslandi og er líka til
í Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“
segja þær og bæta við að það hafi
verið magnað að fylgja verkefninu
um fátækt eftir frá upphafi til enda.
„Við sáum hvað þetta gaf krökk-
unum ótrúlega mikið að fara í gegn-
um þetta ferli, og það urðu til tengsl
og dýrmætt samtal milli krakkanna
frá hinum löndunum. Afrakstur
smiðjanna núna um covid-reynsluna
verður gefinn út á bókarformi í sam-
vinnu við þessi systrasamtök okkar
og við munum fagna þeirri útgáfu í
Kaupmannahöfn næsta vor.“
Púður fyrir yngri hópa
Orðskjálfti var með aðra smiðju
í sumar sem leið þar sem þær Ragn-
heiður Harpa og Sunna Dís fengu
ungskáld til sín. „Þau lásu öll íslensk
ljóð sem komu út í fyrra og völdu úr
þeim það sem þeim þótti best. Það
úrval verður gefið út í samvinnu við
systursamtökin Ordskælv í Dan-
mörku, Ordskjelv í Noregi og Ord-
skalv í Svíþjóð, ásamt ljóðum sem
ungt fólk í hinum norrænu lönd-
unum valdi. Þetta verður því sam-
norræn útgáfa með hinu allra besta
af norrænni ljóðlist, samkvæmt mati
þessara ungu skálda. Ritsmiðjan
núna er ákveðið púður fyrir hinn
yngri hóp skrifandi skálda, allt ungt
fólk sem hefur áhuga á að skrifa er
velkomið í smiðjur til okkar, líka þeir
sem aldrei hafa skrifað, enda er
markmið Orðskjálfta að nýta bók-
menntir og ritlist til tjáningar og
hvetja ungt fólk til að taka virkan
þátt í bókmenntalífi.“
Ritsmiðjan um covid-reynsluna
verður tvo mánudaga, 8. og 15. nóv-
ember, frá kl. 17.00 til 19.30. Skrán-
ing fer fram á netfanginu ord-
skjalfti@gmail.com. Facebook:
Orðskjálfti.
Gaman Ungt fólk í ritsmiðju í sumar hjá Ragnheiði Hörpu og Sunnu Dís.
Nú þegar kólnar í veðri er sannarlega
vert að huga að smáfuglunum, þess-
um litu vinum okkar sem gleðja svo
mikið með nærveru sinni og söng.
Á vefsíðu Fuglaverndar, fugla-
vernd.is, er að finna góðar leiðbein-
ingar um fóðrun fugla og full ástæða
til að hvetja fólk til að gefa sér tíma
til að gauka góðgæti að fiðruðum fé-
lögum í görðum sínum. Á morgun,
sunnudag 24. október, hefst hin ár-
lega garðfuglakönnun Fuglaverndar
og stendur til og með laugardeginum
23. apríl. Í tilkynningu segir að „til-
gangur garðfuglakönnunarinnar er
að fá upplýsingar um fuglategundir
og fjölda fugla sem halda sig í görð-
um á Íslandi yfir vetrarmánuðina.
Jafnframt er tilgangurinn að hvetja
fólk til að líta á fuglalífið í sínu nán-
asta umhverfi. Það skiptir ekki máli
þótt fólk byrji aðeins seinna að telja
eða hætti fyrr, aðalatriðið er að vera
með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til
að kynna sér efnið og taka þátt.
Þægilegast er að vera með fugla á
fóðrum þar sem maður dvelst og
telja daglega, vikulega eða eins og
hverjum hentar best. Fuglavernd
hvetur allt fuglaáhugafólk, hvort sem
það er félagar Fuglaverndar eða ekki,
að taka þátt í könnuninni. Á fugla-
vernd.is er hægt að sækja eyðublöð
sem þarf til að vera með.“
Munum eftir fiðruðu vinum okkar og tökum þátt í talningu
Garðfuglakönnun hefst á morgun
Ljósmynd/Örn Óskarsson
Saman á grein Skógarþröstur, stari og gráþröstur gæða sér á epli í vetrartíð.