Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 23. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.75 Sterlingspund 177.71 Kanadadalur 104.33 Dönsk króna 20.133 Norsk króna 15.429 Sænsk króna 14.958 Svissn. franki 140.15 Japanskt jen 1.1276 SDR 182.09 Evra 149.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.6947 « Einkahluta- félagið Óson, sem er í 100% eigu Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Olís, hefur keypt 100.000 hluti í Högum, móður- félagi Olís. Var til- kynnt um kaupin í gegnum Kauphöll Íslands í gær. Voru þau gerð á genginu 63,5 og því er kaup- virði bréfanna 6,35 milljónir króna. Frosti var ráðinn framkvæmdastjóri Olís í lok ágúst síðastliðins og tók við af Jóni Ólafi Halldórssyni sem gegnt hafði starfinu í tæp sjö ár. Frosti var áður forstjóri ORF líftækni og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís- lands. Frosti kaupir í Högum Frosti Ólafsson STUTT DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stór hluti Kyrrahafsins, stærsta haf- svæðis heims, er vaktaður með tækni sem á rætur að rekja til þeirr- ar nýsköpunar sem íslenska fyrir- tækið Trackwell hefur þróað á und- anförnum áratugum. Vöktunin miðar að því að koma í veg fyrir rán- yrkju í hafinu. Trackwell hlaut við- urkenningu fyrir nýsköpun í tengslum við birtingu lista Credit- info yfir framúrskarandi fyrirtæki 2021. Jón Ingi Björnsson er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og hann er gestur í Dagmálum á mbl.is í dag. Þar útskýrir hann m.a. hvernig nú- tímatæknin gerir yfirvöldum kleift að sinna eftirliti á víðfeðmum svæð- um á borð við Kyrrahafið. Rafspor skipa skoðað Tæknin byggist m.a. á því að greina mynstur og leggja mat á það hvert hentugast er að beina eftirlit- inu á hverjum tíma. Slíkt spari bæði tíma og fjármuni. Notast er við gervitunglamyndir en þá sé einnig notast við tækni sem geti „greint raf- spor skipa, hvernig þau geisla frá sér og þá er hægt að finna út úr því hvernig skip þetta eru eða gætu ver- ið“, útskýrir Jón Ingi. Nýsköpun er hjartað í starfsemi Trackwell, jafn- vel þótt fyrirtækið hafi nú starfað í aldarfjórðung. Það er afsprengi upp- byggingar hinnar svokölluðu sjálf- virku tilkynningarskyldu sem er eitt mikilvægasta öryggistæki sjófar- enda í kringum landið. Trackwell rekur kerfið enn í dag í samstarfi við vaktstöð siglinga, Landhelgisgæsl- una og Neyðarlínuna. „Það hefur verið rauði þráðurinn í öllu því sem við höfum gert að sinna rauntímaskráningu og búa til virði fyrir okkar viðskiptavini úr þeim gögnum sem hún safnar.“ Í dag er þjónustan mun umfangsmeiri en sú sem snýr að rauntímavöktun skipa- flotans. Tækninni er beint að eftirliti ýmiskonar, mannauðsstýringu, flotastýringu tækja hjá fyrirtækjum og flutningum svo dæmi sé tekið. Rekstur fyrirtækisins hefur geng- ið mjög vel síðustu ár. Þannig námu rekstrartekjur þess 592 milljónum í fyrra og heildarhagnaður stappaði nærri 150 milljónum króna. Jón Ingi viðurkennir að þetta hafi ekki alltaf verið dans á rósum og að árum sam- an hafi reksturinn verið röngum megin við núllið. Þróunarstarfið hafi hins vegar tekið að bera ávöxt og nú séu viðskiptavinirnir um 800 talsins um heim allan. Helmingur tekna að utan „Við erum að vonast eftir því að helmingur tekna okkar komi frá er- lendum aðilum á þessu ári. Það er þannig að stærri hlutinn af hagnað- inum kemur frá erlendum aðilum. Við sjáum langmestu tækifærin á er- lendum mörkuðum en einhvers stað- ar verða menn að eiga heima og ef þú færð gott uppeldi þá er það risavega- nesti. Ég held að við höfum fengið frábært uppeldi hjá íslenskum fyrir- tækjum sem við erum að nýta er- lendis. Það er frábært að hafa fengið þetta aðhald,“ útskýri Jón Ingi. Hann bendir á að tæknina sem fyrirtækið notar sé auðvelt að skala upp. Þegar rannsóknarkostnaður og fastur kostnaður hefur verið greidd- ur skipti tekjur frá nýjum viðskipta- vinum mjög miklu. Framlegð af slík- um samningum sé mjög mikil. Viðskiptalíkan fyrirtækisins byggist á endurkvæmum tekjum í formi fastra samninga. Nýsköpun og framþróun skipti því miklu máli við að halda í viðskiptavini sem fyrir eru, stækka samninga og búa til tækni sem geri þjónustuna sífellt verðmæt- ari fyrir þá. Nýsköpun er lífæðin Hann segir að þetta sé grundvall- aratriði í starfseminni. Þótt fyrir- tæki hafi starfað lengi á sama sviði, rétt eins og Trackwell, verði þau að sinna nýsköpun af fullu afli. Það sé þeirra leið til að lifa af og standast samkeppni. Fyrirtæki hans sæki fram á erlendum mörkuðum og það hafi lukkast vel, hins vegar sæki er- lend samkeppni einnig inn á mark- aðina hér heima og áskoranirnar því sífellt til staðar. Trackwell mun áfram verja mikl- um fjármunum í nýsköpun að sögn Jóns Inga. Hins vegar verði hlutfall þess kostnaðar ekki eins stórt þegar tækjurnar hafa vaxið mikið. Oft á tíðum hafi verulegur hluti tekna fyrirtækisins runnið til þeirra mála. Vakta sjálft Kyrrahafið Uppskera Trackwell veitti viðurkenningunni viðtöku í Hörpu á fimmtudag á sama tíma og listinn yfir framúrskar- andi fyrirtæki var kynntur. Kristín Björg Hrólfsdóttir, Ólöf Inga Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kolbeinn Gunnarsson, Jón Ingi Björnsson, Sigurður Elvar Sigurðsson, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Aðalheiður Gísladóttir. - Trackwell sækir fram á erlendum mörkuðum - Fyrirtækið hlaut nýsköpunar- verðlaun Creditinfo - Gera greinarmun á nýsköpun og framþróun Íslenska lífeyriskerfið vermir efsta sætið á lista alþjóðlegrar lífeyr- isvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenska lífeyriskerfið er metið eftir kvörðum vísitölunnar en alls eru 43 ríki sem það gera. Skammt á hæla íslenska kerfisins koma lífeyriskerfi Hollands og Danmerkur. Neðstu ríkin á listanum samkvæmt vísitöl- unni eru Taíland, Argentína og Fil- ippseyjar. Í skýrslu sem gefin er út samhliða vísitölunni kemur fram að styrkleika kerfisins hér heima megi rekja til til- tölulega ríflegs lífeyris frá ríkinu, samtryggingarsjóðir alls launafólks taki til sín hlutfallslega há iðgjöld og það leiði til þess að verulegar eignir séu lagðar til hliðar fyrir framtíðina. Þá er einnig nefnt að góðir stjórn- arhættir og regluverk lífeyrissjóð- anna sé tryggt og að kerfið búi yfir góðum eiginleikum. Í skýrslunni er einnig bent á hvernig íslenska kerfið gæti komið betur út samkvæmt vísi- tölunni. Er þar sagt að minnka megi skuldir heimilanna sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, hækka líf- eyristökualdur eftir því sem lífslíkur halda áfram að aukast og þá megi minnka skuldir ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Morgunblaðið/Eggert Sparnaður Íslenska lífeyriskerfið er sterkt í alþjóðlegum samanburði. Metið sterkt - Íslenska lífeyris- kerfið efst í alþjóð- legri vísitölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.