Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 26
26 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Lögreglan í Stokkhólmi greindi frá því í gær að rapparinn Einár hefði verið skotinn til bana í borginni um ellefuleytið á fimmtudagskvöldið að sænskum tíma. Leitaði lögreglan að banamönnum hans í gær, en tveir sáust hlaupa af vettvangi. Einár, eða Nils Kurt Erik Einar Grönberg, var einungis 19 ára gamall, en hann hafði getið sér gott orð í sænsku tónlistarlífi og unnið þar til verðlauna. Í textum hans var iðulega fjallað um glæpsamlegt líferni, vímu- efni og vopnaburð og hafði Einár komist upp á kant við aðra rappara. Einn þeirra, Yasin, var dæmdur í júlí síðastliðnum í 10 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa lagt á ráðin um að ræna Einári og halda föngnum. Yasin hætti við áform sín, en Einári var engu að síður rænt skömmu síðar, þar sem hann var barinn, rændur og beittur fjárkúgun að sögn saksókn- ara. Annar rappari, Haval Khalil, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi í júlí fyrir aðild sína að því mann- ráni. Ekki er vitað hvort morðið á Einári tengist deilum hans við hina rapp- arana, en Aftonbladet greindi frá því í gær að fé hefði verið sett til höfuðs Einári, og var talið að það tengdist lausnargjaldskröfum mannræningj- anna, sem aldrei voru borgaðar. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harmaði andlát Einárs og sagði hann hafa skipt marga unga Svía miklu máli. Gengjastríð hafa sett aukið mark sitt á Svíþjóð á undanförnum árum, en samkvæmt tölfræði lögreglunnar hafa um 40 manns verið skotnir til bana það sem af er ári, í 273 mismun- andi árásum. Kölluðu formenn ýmissa flokka á sænska þinginu eftir hertum aðgerðum í kjölfar morðsins í gær. AFP Svíþjóð Lögreglumaður stendur við vettvang morðsins í Stokkhólmi. Vinsæll rappari skotinn til bana - Um 40 skotnir til bana á árinu Breskir fjöl- miðlar veltu upp spurningum um heilsufar Elísa- betar 2. Breta- drottningar eftir að talsmenn krúnunnar greindu frá því í gær að hún hefði dvalist á sjúkra- húsi Játvarðs 7. í Lundúnum yfir nótt, þvert á fyrri yfirlýsingar um að hún hefði hvílt sig í Windsor-kastala. Sagði í yfirlýsingu krúnunnar að ekki hefði verið greint frá heim- sókninni í fyrstu því gert hefði ver- ið ráð fyrir að hún yrði stutt. Gunn- fáni drottningarinnar blakti allan tímann yfir Windsor-kastala. Nicholas Witchell, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC í mál- efnum konungsfjölskyldunnar, sak- aði krúnuna um að hafa ekki gefið fjölmiðlum raunsanna mynd af stöðunni, sem aftur hefði ýtt undir orðróm og ranghermi. Sagðist hann vona að framvegis yrði hægt að treysta því sem kæmi frá tals- mönnum krúnunnar. BRETLAND Drottningin dvaldist á sjúkrahúsi yfir nótt Elísabet 2. Bretadrottning Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, sagði í gær að sambandið myndi ekki veita aðild- arríkjunum fjár- magn til þess að reisa girðingar á landamærum sín- um. Nokkur ríki hafa að undanförnu kallað eftir slíkri aðstoð frá ESB, þ. á m. Pólland og Litháen, sem segja að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi séu að senda flóttamenn yfir landa- mærin í hefndarskyni fyrir refsi- aðgerðir ESB-ríkjanna. Von der Leyen sagði að ESB liti á það sem hálfgerða árás og að brugðist yrði við með frekari refsiaðgerðum. EVRÓPUSAMBANDIÐ Mun ekki veita fjármagn í girðingar Ursula von der Leyen Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínversk stjórnvöld brugðust hart við í gær eftir að Joe Biden Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir í fyrrinótt að Bandaríkin myndu verja Taívan fyrir innrás Kínverja. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af yfirráðasvæði sínu, og hafa heitið því að ná senn völdum þar aftur, með hervaldi ef þörf krefur. Wang Wenbin, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði að Kínverjar myndu ekki þola neinar málamiðlanir þegar kæmi að grund- vallarhagsmunum sínum og að ekki ætti að vanmeta hvað þeir myndu gera til þess að verja fullveldi sitt. Biden var í viðtali á CNN ásamt hópi almennra Bandaríkjamanna sem gátu spurt hann spurninga. Var forsetinn spurður hvort Bandaríkin myndu koma Taívan til varnar og svaraði hann: „Já, við höfum skuld- bundið okkur til þess.“ Ummæli Bidens þóttu stangast á við yfirlýsta stefnu Bandaríkjanna, sem hafa hjálpað Taívönum að byggja upp hervarnir sínar, en ekki sagt hreint út hvort Bandaríkjaher myndi koma til aðstoðar ef ráðist yrði á eyjuna. Er þeirri stefnu ætlað að vekja næga óvissu til að forða því að Kín- verjar ráðist á eyjuna, en um leið letja Taívana frá því að lýsa yfir sjálfstæði sínu, en talið er að slík yfirlýsing kynni að valda innrás. Stefnan enn sögð óbreytt Talsmenn bæði Hvíta hússins og bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins sögðu í gær að stjórnin stæði enn við fyrri stefnu sína í málinu, sem kennd er við „eitt Kína“. Lloyd Austin, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjaher myndi áfram veita herafla Taívans stuðning, en neitaði að svara hvort eyjunni yrði komið til aðstoðar ef Kínverjar hæfu þar inn- rás sína. „Eins og við, og fyrri ríkisstjórnir, höfum margsinnis gert í gegnum tíð- ina, þá munum við halda áfram að veita Taívan þá aðstoð sem landið þarf til að verjast,“ sagði Austin og bætti við að hann myndi ekki taka þátt í vangaveltum um óorðna hluti. Viðbragð við yfirflugi? Kínverjar hafa aukið efnahagsleg- an og hernaðarlegan þrýsting sinn á Taívan jafnt og þétt frá því að Tsai Ing-wen tók við forsetaembætti eyj- unnar árið 2016, en hún styður að Taívan lýsi yfir sjálfstæði sínu. Síðustu misserin hafa Kínverjar sent urmul af herþotum inn fyrir það svæði sem Taívanar skilgreina sem loftvarnasvæði sitt, en samkvæmt talningu AFP-fréttastofunnar hafa rúmlega 800 flugvélar farið inn fyrir loftvarnasvæðið síðan í september 2020, þar af 170 nú í októbermánuði. Muni koma Taívan til varnar - Ummæli Bidens reita Kínverja til reiði - Segja stefnu Bandaríkjastjórnar um „eitt Kína“ enn óbreytta - Rúmlega 800 flugvélar flogið yfir síðan í september AFP Yfirflug Á þessari mynd frá 2018 sést taívönsk F-16 þota fylgjast með kínverskri H-6-sprengjuvél. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna stóðu upp og klöppuðu fyrir Angelu Merkel Þýskalandskanslara á fundi leiðtogaráðsins í Brussel í gær, þeim síðasta sem hún mun sækja á 16 ára ferli sínum sem kanslari. Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, sagði að fundir ráðsins án Merkel myndu vera eins og Róm án Vatíkansins eða París án Eiffel-turnsins. Merkel hefur setið 107 af 214 fundum ráðsins, en hún hefur í kanslaratíð sinni glímt við alls kyns úrlausnarefni í málefnum ESB. Meðal þeirra sem tóku þátt í hyll- ingunni var Barack Obama, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, sem sendi Merkel myndbandskveðju inn á fundinn. Hrósaði Obama Merkel sérstaklega fyrir ósérhlífni sína. Hefur setið á helmingi allra leiðtogafunda Evrópusambandsins Hylltu Mer- kel á síðasta fundinum AFP Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.