Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 31

Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Melteigur 23, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 5 herbergja einbýli á tveimur hæðum með bílskúr við miðbæ Keflavíkur, gróin og afgirt lóð með sólpalli og heitum potti. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 59.500.000 151,5 m2 V ið athugun á lokaþætti skákviðburðarins mikla í Argentínu fyrir 50 árum, lokaeinvígi áskorenda- keppninnar milli Fischers og Pet- rosjans, hafa nokkrar stöður í sjöttu og sjöundu skák orðið sífelld upp- spretta bollalegginga um valkosti þá sem kapparnir stóðu frammi fyrir. Greinarhöfundur skildi við einvígið síðast þegar staðan var jöfn, 2½:2½. Fischer steig á svið fölur og fár en kvefpest hafði herjað á hann. Tigran Petrosjan á hinn bóginn virtist sjálfsöruggur og í góðu jafnvægi. En fyrstu fréttir sem bárust til Íslands varðandi skákina sem fór í bið voru á þá leið að líkur stæðu til þess að Fischer myndi vinna peð: Áskorendakeppnin, Buenos Aires 1971; 6. skák: Tigran Petrosjan – Bobby Fisch- er Upp úr umslaginu kom … 42. Re2 Eðlilegasti leikurinn. Kasparov og fleiri góðir menn stungu síðar upp á óvæntum leik, 42. f4!? með hug- myndinni 42. … gxf4 43. g5!? fxg5 44. Rf3 eða 43. Rf3 strax og fullyrt var að hvítur næði jafntefli. En það var ólíklegt að Petrosjan myndi velja slíkan biðleik. 42. … Ba5 43. Hb2+ Kxa6 44. Hb1 Hc7 45. Hb2 Be1 46. f3 Ka5 47. Hc2 Hb7 48. Ha2+? 48. Rc1 heldur jafntefli með bestu taflmennsku. 48. … Kb5 49. Hb2+ Bb4 50. Ha2 Hc7 51. Ha1 Hc8 52. Ha7 Ba5 53. Hd7 Bb6 54. Hd5+ Bc5 55. Rc1 Ka4 56. Hd7 Bb4 57. Re2 Kb3 58. Hb7 Ha8 59. Hxh7 Ha1 60. Rxd4+ exd4 61. Kxd4 Hd1+ 62. Ke3 Bc5+ 63. Ke2 Hh1 64. h4 Kc4 65. h5 Hh2+ 66. Ke1 Kd3 – og hvítur gafst upp. Þraut baráttuþrek Petrosjans eft- ir þessa skák? Rona eiginkona Pet- rosjans hellti úr skálum reiði sinnar yfir aðstoðarmanninn Alexei Suetin fyrir lélegar biðskákarannsóknir. Til varnar gömlum vini okkar bað ég Daða Örn Jónsson tölvufræðing að þaulkanna framhaldið eftir bið og niðurstaða hans var að eini afleikur Petrosjans hafi verið 48. leikurinn. Nú var staðan 3½:2½. Í næstu skák lék Fischer einum frægasta leik á ferli sínum: Áskorendakeppnin, Buenos Aires 1971; 7. skák: Bobby Fischer – Tigran Petrosj- an 22. Rxd7+ Menn urðu agndofa þegar Fischer skipti upp á „góða riddaranum“ án þess að depla auga. Ískaldir útreikn- ingar „vélanna“ leiða í ljós að besti leikurinn, 22. a4, tryggir unnið tafl! En hér er komið ágætt dæmi dæmi um muninn á huglægu mati og því vélræna. Leikurinn ber vitni um praktíska afstöðu Fischers, sem sá og setti í gang tiltölulega einfalda leikáætlun byggða á næmum skiln- ingi á skákstíl og persónuleika and- stæðingsins. 22. … Hxd7 23. Hc1 Hd6? Stóri afleikurinn. Eftir 23. … d4 getur svartur varist þótt staðan sé augljóslega erfið eftir 24. Hc4 eða 24. Kf2. En Petrosjan var ekki lík- legur til að „rasa um ráð fram“. 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 „Vélarnar“ eru ekki hrifnar af þessum leik og telja 27. h4 best. Pet- rosjan mun hafa getað varist með 27. … Rb4 og síðan –Rc4. En hróks- endatafl peði undir hvarflaði ekki að honum. 27. … h4 28. Kf3 f5 29. Ke3! d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4 - og Petrosjan gafst upp. Næstu skák varð hann að vinna, fórnaði peði en kom fyrir ekki. Fischer vann örugglega í 40 leikjum. Byrjun 9. skákar var ekki góð hjá Petrosjan og enn tapaði hann og nið- urstaðan 6½:2½. Fischer hafði unnið réttinn til að skora á heimsmeist- arann Boris Spasskí. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Getty Images Aftur á sigurbraut Áttunda einvígisskákin nýhafin. Þraut þar baráttuþrekið? 50 ár frá einvígi Fischers og Petrosjans – III Eftirfarandi umsögn sendi ég nýlega inn í samráðsgátt kirkj- unnar, vegna tillögu kirkjuþings til þings- ályktunar um afnám greiðslna vegna prestsþjónustu. Mér þykir nauðsynlegt að koma þessari afstöðu á framfæri. Málið verður tekið fyrir á kirkjuþingi 2021-2022, sem sett verður í Bústaðakirkju laugardaginn 22. október nk. „Með þessari umsögn er þeirri skoðun minni komið á framfæri að ég er fylgjandi afnámi gjaldtöku vegna hinna svokölluðu aukaverka presta. Núgildandi gjaldskrá kirkjuþings um gjaldtöku vegna prestsþjónustu þjóðkirkjunnar tók við af reglugerð ráðherra um þóknun vegna auka- verka presta. Sú gjaldskrá ráðherra grundvallaðist á lögum frá árinu 1931. Í ljósi þeirra miklu skipulags- breytinga sem kirkjan er að ganga í gegnum um þessar mundir, myndi það skjóta skökku við, ef ekki yrði leitað nýrra leiða til að tryggja sann- gjarna umbun til presta fyrir þá mikilvægu þjónustu sem felst í at- höfnum kirkjunnar og fræðslu, skírnum, fermingarfræðslu, hjóna- vígslum og útförum. Það er að mínu mati tímaskekkja að halda slíkri gjaldskrá til streitu og styð ég þá grunnhugsun sem að baki þessu máli kirkjuþings býr, að vinna skuli að nýjum tillögum í þessu sambandi. Þess ber þó að gæta að núgildandi kjarasamningur Þjóðkirkjunnar- Biskupsstofu og Prestafélags Íslands byggist m.a. á því að í gildi sé gjaldskrá vegna prestsþjónustu. Með þessari tillögu um afnám gjaldskrár- innar hlýtur það því að verða verkefni samn- inganefndar kirkju- þings og samninga- nefndar Prestafélags Íslands að semja um heildarkjör, á þeim nýja grundvelli, þar sem umbun vegna prestsþjón- ustu verði í framtíðinni hluti af kjör- um og kjarasamningi. Í þessari vinnu og í þessum undir- búningi þarf án efa að hrinda í fram- kvæmd breytingum á skipulagi á þjónustu kirkjunnar sem tryggja muni til framtíðar framúrskarandi þjónustu við sóknarbörnin hvar- vetna á landinu, sem og að þjón- ustubyrði sé dreift á sem farsæl- astan máta milli presta kirkjunnar.“ Mál kirkjuþings og umsagnir er hægt að nálgast í samráðsgáttinni á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is/kirkjan/samradsgatt Gjaldskráin til- heyrir fortíðinni Eftir Þorvald Víðisson » Gjaldskráin er tíma- skekkja og styð ég þá grunnhugsun sem að baki þessu máli kirkju- þings býr, að vinna skuli að nýjum tillögum í þessu sambandi. Þorvaldur Víðisson Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli. thorvaldur@kirkja.is Helga Jónsdóttir fæddist 1567 á Holtastöðum í Langa- dal, Hún. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Björnsson, f. 1538, d. 1613, lögréttumaður og sýslumaður, og Guðrún Árna- dóttir, d. 1603. Helga ólst upp á Holtastöð- um og giftist þar árið 1591 Oddi Einarssyni Skálholtsbisk- upi, f. 1559, d. 1630, en hann hafði þá verið biskup í þrjú ár. Afi Helgu var Björn prestur á Melstað og langafi hennar var Jón Arason Hólabiskup, en þeir voru báðir hálshöggnir í Skálholti, 41 ári áður en Helga varð biskupsfrú þar. Helga var biskupsfrú í 39 ár, bjó síðan tvö ár í Hraungerði en tók svo við búsforráðum Gísla biskups sonar síns í Skál- holti við andlát tengdadóttur sinnar. Þegar Gísli lést 1638 flutti hún að Leirá í Leirársveit til Árna lögmanns sonar síns og var þar til dánardags. Helga var sögð „nafnfræg höfðíngskvinna að röksemd, ör- læti, góðgerðum, ásamt öðrum kvendygðum,“ en það var mik- ill starfi að sjá um bústjórn í Skálholti. Fátækt fólk sótti þangað mikið í von um ölmusu og í þjóðsögum segir að Helga hafi látið brjóta steinboga yfir Brúará til að hindra för fólks í Skálholt. Þau Oddur eignuðust 6 börn. Helga lést 23.10. 1662. Merkir Íslendingar Helga Jónsdóttir Leirárkirkja Helga dvaldi síð- ustu árin á Leirá og lést þar. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.