Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 ✝ Sólrún Ólafs- dóttir fæddist á Þverá á Síðu 28. febrúar 1948. Hún varð bráðkvödd 8. október 2021. Foreldrar henn- ar voru Fanney Guðsteinsd., f. 1913, d. 1972, hús- freyja, og Ólafur Vigfúss., f. 1917, d. 1996, bóndi. Systkini Sólrúnar eru Vigfús, f. 1946, Jóhann, f. 1950, d. 2014, og hálfsystkini Guð- steinn, f. 1931, d. 2002, Hörð- ur, f. 1933, Þráinn, f. 1936, d. 1955, og Katla, f. 1941. Sólrún giftist árið 1966 Lár- usi Valdimarssyni frá Kirkju- bæjarklaustri, f. 29.6 1940, d. 22.2. 2016. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 1966, viðskiptafræð- ingur og bóndi í Keldudal, gift Þórarni Leifssyni, f. 1966. Þeirra börn eru: a) Þórdís, sambýlismaður Eyþór Bragi Bragason. Dóttir þeirra Erna Diljá. b) Sunna. c) Þorri. 2) Fanney Ólöf, f. 1970, ráðu- nautur og bóndi á Kirkjubæj- arklaustri 2, gift Sverri Gísla- syni, f. 1969. Þeirra börn eru: a) Svanhildur, f. d. 1999. b) Sólrún Lára. c) Sigurður Gísli. an héldu þau áfram uppbygg- ingu þar, byggðu íbúðarhús, yfir búpening og vélar. Þau hættu búskap í árslok 2002 og reistu þá nýtt íbúðarhús á Klaustri. Eftir að þau hættu búskap var Sólrún alltaf boðin og búin að aðstoða við búskap- inn hjá dætrum sínum. Með- fram búskapnum vann hún ut- an bús, m.a. vaktavinnu á sím- stöðinni og við póstburð. Eftir að hún hætti búskap vann hún við ýmis störf á Klaustri en að- alstarf hennar var við bókhald og þá vinnu stundaði hún fram á síðasta dag. Sólrún tók virk- an þátt í starfi ýmissa fé- lagasamtaka, s.s. Leikfél. Síðu- manna, Kvenfél. Kirkjubæjarhr., Hesta- mannafél. Kóp og Land- græðslufél. Skaftárhr. Hún sat í stjórnum þessara félaga um árabil og var formaður í þeim öllum um tíma. Hún var í Bún- aðarfél. Kirkjubæjarhr. og með fyrstu konum sem fóru á Búnaðarþing og sat í stjórn Bændasamt. Ísl. í sex ár. Sól- rún var einn af stofnendum styrktarsamtaka Heilsugæslu- stöðvarinnar á Klaustri og gjaldkeri þeirra frá upphafi. Hún sat í sveitarstjórn Kirkju- bæjarhrepps í 12 ár. Útför Sólrúnar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 23. október 2021, klukkan 13. d) Ásgeir Örn. 3) Kristín, f. 1971, bóndi og tamn- ingamaður á Syðri-Fljótum, gift Guðbrandi Magn- ússyni, f. 1962. Þeirra börn eru: a) Svanhildur, b) Lárus. Sólrún ólst upp á Þverá. Hún var þrjá vetur í barna- skólanum Múlakoti, einn vetur við nám á Klaustri, einn vetur í Hagaskóla í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla vorið 1964. Sólrún var alla tíð vinnu- söm. Allan uppvöxtinn þegar hún hafði getu til tók hún þátt í bústörfum á Þverá. Að skóla- göngu lokinni fór Sólrún einn vetur á vertíð í Eyjum. Síðan kom hún heim í búskapinn á Þverá og um haustið vann hún í sláturhúsinu á Klaustri. Rétt að verða 18 ára er hún fengin í kennslu við barnaskólann á Klaustri og árið eftir við Múla- kotsskóla. Sólrún kynnist mannsefni sínu, Lárusi Valdimarssyni, á þessum árum. Hann var þá þegar búinn að stofna nýbýlið Kirkjubæjarklaustur 2 og sam- Erfitt er að finna nógu falleg lýsingarorð í íslenskri tungu til að lýsa Sólrúnu frænku á full- nægjandi hátt. Hjartahlýrri og barnbetri manneskja er vand- fundin. Við systkinin höfum fengið að njóta góðra samveru- stunda á Kirkjubæjarklaustri hjá frænku. Börn Svanfríðar líta á Sólrúnu sem ömmu á Klaustri. Heimili hennar stóð okkur alltaf opið og var okkur sagt að ganga um það sem okkar eigið. Lengi hefur verið fastur liður í keyrslu landshorna á milli að stoppa við hjá frænku, fá sér vel að borða og ræða um heima og geima. Tafði þetta oft för, en hver mín- úta var gulls ígildi. Oft var maður ekki viss hvort hún væri frænka, móðir eða amma okkar. Fyrst og fremst var hún sannur vinur. Eftir standa dýrmætar minningar um lífsglaða og sterka konu. Einnig gífurlegt þakklæti fyrir allt sem hún gerði án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Hennar verð- ur sárt saknað en söknuðurinn er þó dætrum hennar og fjöl- skyldu erfiðastur og biðjum við Guð að gefa þeim styrk í sorg- inni. Sárt að vakna, sjá ei meir, sómakonu hressa. Sanna vininn syrgja þeir, stúlku góða þessa. (GFJ) Svanfríður og Fannar. Þegar haustlægðirnar koma hver á fætur annarri með til- heyrandi roki og rigningu og það færist drungi yfir samfélag- ið, þá er það lítið mál samanbor- ið við þann mikla harm sem helltist yfir okkur þegar fréttir bárust af hinu ótímabæra and- láti elsku Sólrúnar. Minningarnar hrannast upp hver af annarri. Það er svo óraunverulegt að eiga ekki eftir að sjá hana koma til okkar í Heiðarhjallann með sængur- töskuna í annarri hendi og ferðatösku í hinni, glaðbeitta og kraftmikla. Þá var sko margt rætt, rifjaðir upp gamlir tímar, hlegið og spjallað langt fram á nótt. Og ekki má gleyma versl- unarferðum okkar mágkvenna í því sambandi. Það var engin lognmolla yfir þeim, skundað í kannski átta til tíu búðir um þveran höfuðstaðinn og keypt allt frá nærfötum til parkets. Eftir slíka törn var svo gjarnan sest á veitingastað og glaðst yfir góðu verki. Og svo eru það öll árin okkar saman á Klaustri, nærri þrjá áratugi. Þar var mikil nánd og fjölskyldurnar gerðu margt saman; afmælisboð, jóla- og ára- mótaboð en ekki síður hinir hversdagslegu hlutir eins og að taka upp kartöflur. Það skipti ekki máli í hvaða verki var stað- ið, alls staðar skein krafturinn og glæsileikinn af Sólrúnu. Við áttum líka góða tíma sam- an í sveitarstjórn í átta ár. Á þeim vettvangi var gott að hafa dugmikla baráttumanneskju með sem sagði hlutina hreint út. Þar minnist ég til dæmis upp- byggingar leikskóla og hjúkrun- arheimilis. Elsku Sólrún, kær vinkona og mágkona, þín er sárt saknað en ég trúi því að við eigum eftir að hittast í Sumarlandinu. Elsku Gunna, Fanney Ólöf, Kristín og fjölskyldur. Ykkar missir er mestur. Við Vigfús sendum innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra, minning- in lifir að eilífu um stórbrotna og kærleiksríka konu. Hanna Hjartardóttir. Ég hringdi nú bara af því mig vantaði að tefja einhvern, svo hlógum við báðar. Þannig byrj- uðu mörg okkar símtöl þegar Sólrún frænka hringdi. Sólrúnu frænku hef ég þekkt alla mína ævi. Þegar hún var fermd þá var ég skírð. Þegar Fanney móðir Sólrún- ar og amma mín dó bauð Sólrún mér að koma til sín um sumarið og gæta dætra sinna, þá var ég tíu ára. Þannig var það í fimm sumur og um páska að ég fór í sveitina til frænku minnar. Eftir að Sólrún fékk síma töl- uðum við mikið saman í hann. En fyrstu árin sem ég var í sveit hjá henni þurfti að fara á sím- stöðina til að hringja þótt Kirkjubæjarklaustur II sé alveg við Kirkjubæjarklaustur. Eftir að ég flutti austur 1994 breyttust samskipin, minna var hringt, en meira hist í stuttum heimsóknum. Saman fórum við í 1-2 læknaheimsóknir á ári og voru það kallaðar skemmtiferð- irnar okkar. Þá var mikið talað og hlegið. Einnig var verslað það sem hafði verið skrifað á minnismiðann frá síðustu ferð. Alltaf gistum við hjá mömmu, Kötlu systur Sólrúnar. Eftir að við fluttum á Selfoss stoppaði hún hjá okkur eða gisti ef hún var í verslunarferð á Sel- fossi. Síðasta sumar gisti hún hjá okkur í Húsafelli eina nótt þegar hún var að koma að norð- an frá Gunnu. Viku seinna fór hún með okk- ur að heimsækja Halldór og Margréti á Eskifjörð. Var það mjög ánægjuleg ferð. Síðasta skiptið sem við hitt- umst kom hún í morgunkaffi þegar hún var á leið norður nú í september. Þegar ég hélt að hún væri lögð af stað var hringt, þá var hún komin aftur; hafði bakk- að bílnum til baka til að segja mér hvað blómakassarnir sem Ómar smíðaði væru fallegir fyr- ir utan. Takk kæra Sólrún fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Guðrún, Fanney Ólöf, Kristín og fjölskyldur, ykkar missir er mikill. Innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Fanney frænka. Elsku Sólrún mín. Einstaka kona, mamma mín á Klaustri, systir og vinkona. Ég kom fyrst á Klaustur fyrir rúmum tuttugu árum og þá til að vinna á Kirkjubæjarstofu við skráningu örnefna. Ég komst fljótlega að því að Fanney Ólöf og fjölskylda hennar væru í hestum og ég spurði Fanneyju hálffeimnislega hvort ég gæti kannski fengið hagagöngu fyrir tvö hross. Hún svaraði mér þá hinu víðfræga skaftfellska svari: „Ætli það verði nú ekki einhver ráð með það …“ Þar með var framtíð mín ráðin og Sólrún og Lárus sátu uppi með heimaln- ing. Þau tóku mér opnum örmum frá fyrstu fundum okkar til þeirra hinstu. Ævinlega stóð heimili þeirra mér opið; sumar, vetur vor og haust – og breytti í engu hvenær sólarhringsins mig bar að garði. Það breyttist held- ur ekki þegar Lárus kvaddi þennan heim því heimili Sólrún- ar hélt áfram að vera mitt annað heimili. Hvergi hef ég notið slíkrar gestrisni sem hjá Sólrúnu og ævinlega stóð hún sem klettur við bakið á mér í hinu veraldlega vafstri. Á þeim árum sem ég fór í fyrsta safn með Klausturbænd- um fékk ég ævinlega kjöt á haustin eins og ég og börnin mín gátu torgað yfir veturinn. Fór ég þá til Sólrúnar og fékk að vinna kjötið hjá henni. Sýndi hún mér handtökin, hjálpaði mér og kenndi, þar til allur vetr- arforðinn var í höfn; kjötið skor- ið, hakkað og pakkað. Þegar geisladiskurinn „Í safni með Síðumönnum“ kom út gladdist hún með mér yfir þess- um dýrmæta fjársjóði, tók á móti upplaginu heim í eldhúsið sitt og sat þar löngum stundum með mér við að klæða hulstrin í kápur, skrá pantanir og póst- leggja. Ég var stödd á Kirkjubæjar- klaustri þegar elsti sonur minn, Þorbergur, lést. Þá tók hún mig í fangið, grét með mér og hlúði að mér og Klausturfjölskyldan öll stóð á bak við mig sem ein manneskja. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Fyrir allt þetta og miklu meira, allt það sem ekki gefst svigrúm til að telja upp hér, vil ég þakka Sólrúnu og bið ég henni, frá djúpi hjartans, bless- unar á nýrri vegferð. Vera Roth. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti hinn 8. október. Hvernig gat þetta staðist? Daginn áður fékk mað- ur fréttir af lífsglaðri og hraustri konu að hjálpa til við sveitastörf en á augabragði hef- ur hún síðan yfirgefið þessa jarðvist. Eftir sitja alls konar tilfinningar – óréttlætið og sorgin, þakklætið og söknuður- inn. Sólrún var alltaf með út- breiddan faðminn fyrir þá sem það þurftu hverju sinni. Allir voru velkomnir og alltaf nóg fyrir alla. Þegar ég kom pínulítil og feimin stelpa inn í fjölskyld- una fyrir 11 árum tók hún mér svo vel, lét mér finnast ég svo velkomin. Og hefur gert það alla daga síðan, móttökurnar alltaf eins og maður sé konungborinn. Strákarnir okkar elska stoppin á Kirkjubæjarklaustri því það er alltaf svo notalegt að koma til Sólrúnar frænku. Þeir hafa sagt öllum sem heyra vilja að Sólrún frænka sé svo góð að hjá henni megi maður sko fá köku í morg- unmat! Mikið óskaplega eigum við eftir að sakna þess að vakna með henni á sólríkum morgni á Kirkjubæjarklaustri, drekka með henni kaffi – ja eða borða með henni brúntertu fyrir klukkan átta, spjalla um allt og ekkert og fá svo allt knúsið þeg- ar við höldum ferð okkar áfram. Það er sennilega ekkert grín að fá sex manna fjölskyldu í gist- ingu og allt sem því fylgir en aldrei fann maður annað en hlýju og opinn faðm fyrir alla. Hún var svo ótrúlega dugleg að segja strákunum okkar hvað þeir væru flottir og hvað henni fannst gaman að eiga svona flotta frændur – þótt reyndar fyndist henni í raun alveg eðli- legt að þeir myndu bara kalla hana ömmu. Henni fannst hún eiga stóran hlut í þeim og hún átti það svo sannarlega. Ég vona að ég hafi sagt henni nógu oft hvað mér þótti gott að koma til hennar og hvað mér þótti vænt um hana. Ég er ofsalega þakklát fyrir allt sem Sólrún var mér og strákunum mínum en mestu þakkirnar á hún skilið fyrir hversu vel hún hefur reynst manninum mínum í gegnum súr og sæt tímabil í hans lífi. Ein- stök kona, með hjartað á hár- réttum stað, hefur nú kvatt okk- ur. Söknuðurinn er og verður svo sár en minningarnar þeim mun dýrmætari og mikilvægt að styðjast við þær. Mínar innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur til dætranna hennar þriggja sem hún var svo stolt af, barnabarnanna hennar sem voru dásamlega heppin að eiga hana sem ömmu og allra nánustu aðstandenda. Björg Eyþórsdóttir. Skjótt skipast veður í lofti. Sólrún Ólafsdóttir, bóndi og kraftakona, hefur kvatt þennan heim. Þess vegna langar okkur, sem lengi höfum unnið á Heilsu- gæslunni á Klaustri, að minnast hennar. Með henni kveðjum við öll sérstaka sómakonu sem var dýrmæt og einstök fyrir heilsu- gæsluna og samfélagið allt. Sól- rún var farsæll liðsmaður, ákveðin með sterkar skoðanir og gat bæði verið beinskeytt og föst fyrir. Sólrún var skemmti- leg, glettin og spaugsöm á sinn hátt. Þegar litið er yfir farinn veg má glöggt sjá að Sólrún var atorkusöm og setti mark sitt á málefni og menn, vandvirk og skipulögð. Hún var frændrækin og félagslynd og voru bæði sveitin og sveitungar henni af- skaplega kær. Gestrisinn bóndi í húð og hár. Náin kynni okkar við Sólrúnu urðu ekki ýkja löng en þau bera þeirri staðreynd vitni að mik- ilvægi stuðnings og vináttu byggist ekki alltaf á lengd tím- ans. Það verkefni sem við Sól- rún unnum saman að og verður okkur minnisstæðast er stofnun styrktarsjóðs við Heilsugæsluna á Kirkjubæjarklaustri, en þann 29. október 2012 voru Styrkt- arsamtök Heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri stofnuð. Sólrún var leiðandi í þeirri vinnu. Tilgangur félagsins var og er að styðja og efla starfsemi heilsugæslustöðvarinnar, t.d. með tækjakaupum, bættum að- búnaði sjúklinga og starfsfólks og vinna með öllum þeim sem vilja styðja og efla starfsemi stöðvarinnar. Frá upphafi var Sólrún gjaldkeri sjóðsins. Fljót- lega eftir að samtökin hófu störf voru fest kaup á búnaði sem nýt- ist í fjarheilbrigðisþjónustu og var búnaðurinn sem keyptur var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Með fjarheilbrigðisþjón- ustu er unnt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir og sérfræðinga hvar sem þeir eru staðsettir. Þjónustan verður þannig aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í heimahér- aði. Þetta verkefni féll vel að hugmyndum Sólrúnar til þess að efla og styrkja heimabyggð, samfélag sem hún hafði óbilandi trú á. Hennar vilji var að sam- félagið myndi vaxa, störfum myndi fjölga og að góð grunn- þjónusta væri tryggð. Það er harmur kveðinn að fjölskyldu Sólrúnar þegar hún hverfur svo snögglega af sjón- arsviðinu. Margir syrgja og sakna, bæði vinir og vanda- menn. Við kveðjum Sólrúnu með virðingu og söknuði og sendum samúðarkveðjur fjölskyldu hennar og vinum. Auðbjörg B. Bjarnadóttir, formaður Styrktarsamtaka Heilsugæslunnar á Klaustri, og Sigurður Árnason læknir. Sólrún Ólafsdóttir ✝ Guðrún Þór- anna Ingólfs- dóttir fæddist á Hellissandi 15. maí 1955. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 21. sept- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Eðvarðsson, sjó- maður á Hellis- sandi, f. 15. ágúst 1923, d. 7. nóvember 1967 og Guðný Jónína Þórarinsdóttir, f. 1. mars 1933, d. 18. október 1999. Systkini Guðrúnar eru: Sig- urjóna Óskarsdóttir, f. 1949, Kristín Ingólfsdóttir, f. 1953, Jónína Ingólfsdóttir, f. 1956, Eð- varð Ingólfsson, f. 1960, Inga Ingólfsdóttir, f. 1964 og Guðný Úlla Ingólfsdóttir, f. 1968. Guðrún eignaðist soninn Ing- ólf Eðvarð Skarphéðinsson, f. 1974, sambýliskona hans er Sig- urbjörg Ásmundsdóttir. Dóttir Ingólfs er Snædís Eir, móðir hennar er María Helga Ein- arsdóttir. Fyrri eiginmað- ur Guðrúnar var Halldór Karelsson og eignuðust þau tvær dætur, Hall- dóru Kristínu, f. 1980, sambýlis- maður hennar er Helgi Egill Einars- son og eiga þau Orra Snæ og Snjólaugu Helgu. Guðný, f. 1983, hún á dæt- urnar Andreu Hrund og Hörpu Sóleyju með Þorkeli Andrés- syni. Seinni eiginmaður Guðrúnar var Agnar Breiðfjörð K. Jacob- sen, f. 7. ágúst 1939, d. 11. ágúst 2021. Þau voru gift í rúmlega 30 ár. Þau áttu alla tíð heimili sitt í Reykjavík. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey 30. september 2021. Það var mjög erfitt að kveðja elsku Gunnu systur eftir löng og erfið veikindi. Við fórum oft í bíl- túra þegar ég var yngri, það var svo gaman að spjalla um gömlu góðu dagana á Hellissandi og mikið hlegið. Mér er minnisstætt þegar við fórum á brennur á gamlárskvöld en það var alltaf hefð hjá henni. Það stóð alltaf til að fara á Hellissand með fjöl- skyldum okkar og það var henni mikilvægt að halda fjölskyldu- tengslum. Hana langaði mikið í saltað hrossakjöt með kartöflu- mús en hún kvaddi okkur áður en við fengum að borða það saman en hún hélt mikið upp á gamlan góðan heimilismat. Þú varst allt- af svo hlý og góð, elsku systir, og með gullhjarta. Þú varst algjör hetja, elsku systir, og ég sakna þín mikið. Hvíldu í friði elsku Gunna. Þín systir, Guðný Úlla Ingólfsdóttir. Guðrún Þóranna Ingólfsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.