Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft ekki að breyta svo miklu
til þess að ná athygli fólks. Þú átt stund-
um erfitt með að stilla þig en reyndu það,
teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Reyndu að halda einkalífi þínu og
starfi aðskildu. Finndu út hvað það er sem
þú raunverulega vilt og stefndu svo að því
leynt og ljóst.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú heyrir hugsanlega eitthvert
slúður um nágranna eða ættingja í dag.
Byrjaðu á því að losa þig við þá tilfinningu
að þú eigir hitt og þetta ekki skilið.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert alltaf að tala um að þú haf-
ir engan tíma til gera neitt skemmtlegt,
en þú veist betur. Mundu að þakka fyrir
það góða í lífinu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur það réttilega á tilfinning-
unni að draumar þínir séu að rætast. Þú
átt eftir að hagnast vel á samningi sem
þú gerir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það reynir á trúnaðinn og
ákveðnina, þegar taka þarf ákvarðanir í
viðkvæmum málum. Dagurinn í dag er líka
kjörinn til ferðalaga.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú getur ekki bætt samband þitt við
vin þinn með því að reyna að breyta við-
komandi. Segðu það sem þér finnst, en
kenndu ekki öðrum um líðan þína.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þótt samvinna með öðrum
sé ekki alltaf auðveld ertu tilneydd/ur til
að halda það út. Taktu á honum stóra þín-
um og segðu vini frá því sem hrjáir þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Stundarhrifning getur dregið
dilk á eftir sér. Hvað tefur þig í að taka af
skarið varðandi rifrildi við nágrannann?
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Oft eru það sakleysislegustu
spurningarnar sem veiða upp úr manni
lengstu svörin. Líttu á björtu hliðarnar og
þá sérðu að margt er í góðu lagi.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er farsælla að segja hug
sinn en að byrgja allt inni. Þú verður út
um allar trissur næstu vikurnar.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Umhyggja þín fyrir öðrum má ekki
verða til þess að þeir varpi allri ábyrgð
sinni yfir á þig. Þú stendur á krossgötum í
vinnunni.
að láni frá tónlistarskólanum dag-
inn eftir og til að gera langa sögu
stutta hef ég ekki snert fiðluna
mína síðan.“
Strax veturinn eftir menntaskóla
fór Þórunn út í nám til Hollands
og síðan Belgíu hjá prófessor Erv-
in Schiffer. Hún útskrifaðist frá
Konunglega tónlistarháskólanum í
entinn kveiki ég á sjónvarpinu og
er þá ekki bara Yuri Bashmet að
spila víólukonsert eftir Schnittke í
sjónvarpinu á RÚV í heimildar-
mynd um Schnittke og gerð víólu-
konsertsins! Ég hafði aldrei á ævi
minni heyrt svona spilað á víólu og
eiginlega vissi ekki að það væri
hægt. Svo ég fór og sótti mér víólu
Þ
órunn Ósk Marinós-
dóttir er fædd 23. októ-
ber 1971 á Akureyri og
ólst þar upp. „For-
eldrar mínir voru að-
flutt úr sveitunum í kring, mamma
úr Fnjóskadalnum og pabbi úr
Kinninni. Ég og systkini mín vor-
um því mikið í sveitinni öll sumur
og oft var rúllað um helgar að
vetrum líka. Ég á yndislegar minn-
ingar úr sveitinni við létt sveita-
störf eins og að raka dreif eða gefa
púddunum og sinna inniverkum
með ömmu á Hóli og klappa kisu.“
Þórunn minnist þess líka að sitja í
eldhúsinu á Hóli og Vatnsleysu og
taka þátt í spjalli fullorðna fólks-
ins.
„Ég bjó fyrst á Brekkunni,
lengst af í Þórunnarstræti meira
að segja. Þar gekk ég í Barnaskóla
Akureyrar. Við fluttum svo í þorp-
ið (Glerárhverfið) sem var að
byggjast upp á þessum árum en
pabbi byggði hús í Hvammshlíð-
inni þar sem foreldrar mínir unnu
baki brotnu við að koma í stand og
þar fluttum við inn árið 1981,
löngu áður en húsið var í raun
tilbúið. Margir eiga svona sögu frá
þessum árum held ég. Þar gekk ég
í Glerárskóla sem var algjör and-
stæða við barnaskólann þegar kom
að aga og öllum skólabrag.“
Þórunn er stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri en hún lærði
líka á fiðlu í Tónlistarskólanum á
Akureyri frá sjö ára aldri. „Ég var
villtur unglingur og hætti á fiðlu í
tvö ár meðan ég hljóp af mér
hornin. Byrjaði svo aftur að læra á
fiðlu um leið og ég byrjaði í
menntaskóla en það átti síðan hug
minn allan. Ég var staðráðin í að
verða fiðluleikari og notaði allar
stundir til að æfa mig.“
Örfáum mánuðum fyrir útskrift
skipti Þórunn síðan yfir á víólu.
„Þannig var að kennarinn minn,
Lilja Hjaltadóttir, fór frá Tónlist-
arskólanum á Akureyri og flutti
suður. Okkar samstarf var á mjög
góðu skriði og ég náði mér illa á
strik eftir að hún fór. Mitt í
dramatískum hugleiðingum þess
efnis að ætla að hætta í tónlistar-
skólanum meðan ég kláraði stúd-
Brussel með meistarapróf 1996 en
ílengdist aðeins í Belgíu. „Ég spil-
aði þar með ýmsum hópum eins og
Prima la Musica og I Fiamminghi
og lærði ótal margt af því, ekki
síður en í náminu.“ Þórunn fékk
síðan stöðu við Sinfóníuhljómsveit
Íslands 1998, var orðin aðstoðar-
leiðari nokkrum árum seinna en
hefur verið að leiða deildina
undanfarin 10 ár.
„Það er skemmtilegt og mjög
krefjandi starf að sitja í hljóm-
sveit, það er endalaus áskorun að
spila saman með öllum þessum
fjölda hljóðfæraleikara og með
nýju prógrammi í hverri viku er
aldrei beinlínis dauður punktur.“
Þórunn hefur einnig gegnt ýmsum
trúnaðar- og félagsstörfum fyrir
hljómsveitina, m.a. setið í stjórn
SÍ, starfsmannastjórn og kjara-
nefnd. „Ég hef líka kennt lengi og
eftir því sem árin líða fæ ég meira
og meira út úr því að miðla auk
þess sem það er yndislegt að
kynnast ungu tónlistarfólki og gef-
andi að vinna með ástríðufullum
nemendum.“
Þórunn hefur mikið spilað
kammermúsík gegnum tíðina og
fyrir tíu árum stofnaði hún
strengjakvartett ásamt Sigurði
manni sínum, Unu Sveinbjarnar-
dóttur og Helgu Þóru Björgvins-
dóttur. Nefnist hann Strokkvart-
ettinn Siggi. Fyrir þremur árum
fékk kvartettinn Íslensku tónlist-
arverðlaunin sem flytjandi ársins.
„Við höfum átt í frábæru samstarfi
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóluleikari og leiðari víóludeildar Sinfóníunnar – 50 ára
Á Vatnsleysu Þórunn, í rauðum samfestingi, í afmæli ömmu sinnar og afa.
Með ástríðu fyrir kammermúsík
Fjölskyldan Þórunn, Sigurður og synir árið 2019.
Afmælisbarnið Stödd í Salzburg.
Sauðárkrókur Páley Fanndís Svæk
Ingólfsdóttir fæddist 23. október
2020 kl. 5.39 og á því eins árs afmæli í
dag. Hún vó 4.588 g og var 52 cm löng
við fæðingu. Foreldrar hennar eru
Ingólfur Valsson og Ólína Björk
Hjartardóttir.
Nýr borgari
Við
Hækk
um
í gleð
inni Fimmtudaginn 21. október 2021 áttu
Kristján Ólafsson og Valgerður Fríður Guð-
mundsdóttir 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau
eru búsett á Dalvík og eiga saman þrjú börn,
sjö barnabörn og níu barnabarnabörn.
Demantsbrúðkaup