Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Í LAUGARDAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fjögurra marka sigur gegn liði sem er mjög svipað að styrkleika flokk- ast svo sannarlega undir frábær úr- slit. Íslenska kvennalandsliðið bók- staflega varð að vinna Tékka á Laugardalsvelli í gærkvöld til að lenda ekki í afar erfiðri stöðu í und- ankeppni heimsmeistaramótsins og gerði það með glæsibrag. Vissulega gefa lokatölurnar 4:0 enga mynd af gangi leiksins sem gat hæglega sveiflast í hvora áttina sem var, allt þar til varamaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði hið mikilvæga þriðja mark tíu mínútum fyrir leikslok. Það var rothöggið á Tékkana sem áttu sextán mark- tilraunir gegn tólf hjá íslenska liðinu í leiknum. Þessum frábæru úrslitum þarf ís- lenska liðið að fylgja eftir í seinni leiknum í Tékklandi 11. apríl. Vinni þær tékknesku sinn heimaleik verða þær áfram með undirtökin í barátt- unni um annað sætið vegna jafn- teflisins sem þær náðu svo óvænt í Hollandi í sínum fyrsta leik. Þótt fimm öðrum leikjum sé ólokið í riðl- inum er ljóst að útileikurinn við Tékka verður nánast úrslitaleikur um annað sætið. Svo má ekki gleyma því að Tékkar eiga eftir heimaleik við Hollendinga í nóv- ember og gætu gert íslenska liðinu enn erfiðara fyrir með því að krækja aftur í stig þar. En það bíður allt síns tíma og auð- vitað þarf íslenska liðið að vinna leikina fjóra gegn Kýpur og Hvíta- Rússlandi til að vera með í barátt- unni. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Morgunblaðið/Unnur Karen 2:0 Dagný Brynjarsdóttir rís hæst allra á markteig Tékka og skorar annað mark Íslands í leiknum í gærkvöld með föstum og óverjandi skalla. getur verið stoltur af sínu liði og ánægður með tilfærslur á liðinu. Þetta gekk einhvern veginn allt upp. Guðrún Arnardóttir kom inn í vörn- ina fyrir Ingibjörgu Sigurðardóttur og sýndi hversvegna Svíþjóðar- meistarar Rosengård fengu hana til liðs við sig á miðju sumri til að fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttur. Guðrún var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska liðsins og þær Glódís mynda virkilega öflugt miðvarðapar. Guðrún átti eitt af stóru augnablikum leiksins þegar hún kom í veg fyrir með mögnuðum varnartilþrifum að Andrea Stasková skoraði úr dauðafæri og minnkaði muninn í 2:1, skömmu áður en Svava gerði út um leikinn með þriðja markinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á miðjuna, Dagný Brynjarsdóttir var í óvenjulegri stöðu sem varnar- tengiliður en leysti hana virkilega vel ásamt því að skora klassískt Dagnýjarmark – með skalla eftir góða fyrirgjöf Öglu Maríu Alberts- dóttur. Í rauninn væri hægt að telja upp allt liðið því hver einasti leikmaður skilaði sínu. Frá Söndru Sigurðar- dóttur markverði sem var gríð- arlega örugg í öllum aðgerðum, hvort sem það var að verja skotin, staðsetja sig eða skila boltanum frá sér – og til Berglindar Bjargar Þor- valdsdóttur sem var einstaklega óheppin að fá ekki mark skráð á sinn reikning. Skaut í stöngina, í markvörðinn og inn í fyrsta markinu og átti skemmtilega tilraun þar sem boltinn datt á þverslána í stað þess að detta í markhornið. Næsta skref á leiðinni á HM verð- ur stigið á þriðjudagskvöldið þegar Kýpur mætir á Laugardalsvöllinn. Stórsigur í jöfnum leik - Frábær úrslit á Laugardalsvellinum sem styrkja stöðu Íslands í slagnum um að komast á HM - Tékkar áttu fleiri markskot en máttu sætta sig við 4:0-tap Eggert Gunnþór Jónsson, knatt- spyrnumaður úr FH, staðfesti í yfir- lýsingu í gær að hann væri hinn ís- lenski landsliðsmaðurinn sem sakaður sé um kynferðisbrot í Kaup- mannahöfn árið 2010. Hann var nafngreindur í netmiðlinum Stund- inni í gær og sendi út yfirlýsinguna í kjölfarið. Eggert kveðst fullkomlega saklaus og segir að hann hafi 1. október óskað eftir því að vera boð- aður í skýrslutöku vegna málsins. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér sambærilega yfirlýsingu 30. september. Nánar á mbl.is. Eggert lýsir yfir sakleysi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirlýsing Eggert Gunnþór Jónsson í leik með FH í sumar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður einn aðalþjálfari karlaliðs Keflvík- inga í knattspyrnu á næsta keppnis- tímabili. Hann og Eysteinn Hauks- son hafa þjálfað liðið saman undanfarin tvö keppnistímabil en Eysteinn var áður einn með liðið í hálft annað tímabil þar á undan. Haraldur Freyr Guðmundsson, sem var fyrirliði Keflvíkinga um árabil, verður aðstoðarþjálfari Sigurðar en hann hefur stýrt Reyni í Sand- gerði undanfarin fjögur ár og farið með liðið upp um tvær deildir á þeim tíma. Sigurður einn með Keflavík Ljósmynd/Kristinn Steinn Keflavík Sigurður Ragnar Eyjólfs- son verður áfram með liðið. ÍSLAND – TÉKKLAND 4:0 1:0 Sjálfsmark 12. 2:0 Dagný Brynjarsdóttir 59. 3:0 Svava Rós Guðmundsdóttir 81. 4:0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 83. MM Guðrún Arnardóttir M Sandra Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Guðný Árnadóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Agla María Albertsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Sandra Sig- urðardóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir (Elísa Viðarsdóttir 88), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Ingibjörg Sig- urðardóttir 85), Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir , Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 75). Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guð- mundsdóttir 75), Agla María Alberts- dóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 85). Dómari: Lina Lehtovaara, Finnlandi. Áhorfendur: 1.474. _ Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 31. mark fyrir A-landslið Íslands, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sitt tólfta mark og Svava Rós Guðmundsdóttir sitt annað mark. Haukur Örn Birgisson gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem forseti Golf- sambands Ís- lands þegar þing sambandsins verður haldið 20. nóvember. Haukur hefur gegnt for- mennsku í átta ár en í heildina starfað fyrir GSÍ í tvo áratugi. Fyrst sem starfsmaður, síðar stjórnarmaður í sextán ár og for- maður í átta ár. Hulda er tilbúin Hulda Bjarnadóttir, stjórnar- maður í Golfsambandi Íslands, til- kynnti á facebooksíðu sinni í gær að hún hefði ákveðið að gefa kost á sér í kjöri á nýjum forseta sambands- ins. Hættir sem forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson Subway-deild karla Vestri – Þór Ak ..................................... 88:77 Njarðvík – Valur................................... 96:70 Staðan: Njarðvík 3 3 0 312:243 6 Keflavík 3 3 0 270:237 6 Tindastóll 3 3 0 279:261 6 Grindavík 3 2 1 236:222 4 Þór Þ. 3 2 1 279:276 4 KR 3 1 2 290:290 2 Stjarnan 3 1 2 270:279 2 Vestri 3 1 2 264:278 2 Valur 3 1 2 213:249 2 Breiðablik 3 1 2 341:340 2 Þór Ak. 3 0 3 229:266 0 ÍR 3 0 3 267:309 0 1. deild karla ÍA – Hamar ........................................... 79:99 Fjölnir – Selfoss.................................. 97:104 Staðan: Haukar 5 5 0 546:335 10 Höttur 4 4 0 410:302 8 Sindri 4 3 1 352:324 6 Álftanes 4 3 1 376:313 6 Selfoss 5 3 2 457:448 6 Hamar 5 2 3 396:420 4 Hrunamenn 5 2 3 426:499 4 Fjölnir 5 1 4 402:493 2 Skallagrímur 4 0 4 289:380 0 ÍA 5 0 5 377:517 0 1. deild kvenna Ármann – Hamar/Þór .......................... 94:56 Staðan: Þór Ak. 3 3 0 243:195 6 Ármann 4 3 1 347:257 6 Snæfell 3 2 1 230:223 4 ÍR 2 2 0 148:109 4 KR 3 2 1 230:209 4 Tindastóll 3 1 2 212:231 2 Fjölnir b 2 1 1 131:151 2 Aþena/UMFK 3 1 2 189:222 2 Hamar/Þór 3 1 2 222:250 2 Stjarnan 3 0 3 192:239 0 Vestri 3 0 3 169:227 0 Belgía Liege – Antwerp Giants ................... 75:100 - Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig fyrir Antwerp, átti sex stoðsendingar og tók fjögur fráköst á 24 mínútum. NBA-deildin Atlanta – Dallas .................................. 113:87 Miami – Milwaukee ............................ 137:95 Golden State – LA Clippers ............ 115:113 >73G,&:=/D HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Afturelding ............. L14 Framhús: Fram – KA/Þór ..................... L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Valur ........................ S18 Víkin: Víkingur – Fram .......................... S18 Hertz-höllin: Grótta – Haukar............... S18 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir/Fylkir – ÍR................... L16 Hertz-höllin: Grótta – Selfoss................ S16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Digranes: Kórdrengir – Vængir............ S18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur ........ S18.15 HS Orkuhöll: Grindavík – Haukar ... S19.15 Smárinn: Breiðablik – Njarðvík ....... S19.15 Origo-höll: Valur – Keflavík.............. S20.15 1. deild kvenna: Ísafjörður: Vestri – ÍR ........................... L14 Akranes: Aþena/UMFK – Fjölnir b ..... L17 Sauðárkrókur: Tindastóll – Snæfell ..... L18 Höllin Ak.: Þór Ak. – Stjarnan............... S15 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.