Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
S
agan segir að frammáfólk í
sveitaballasenunni hafi
vaknað einn mánudaginn,
skömmu eftir síðustu alda-
móti, við þann vonda draum að þau
voru ekki kúl lengur. Einhverjir
héldu að það væri í þann mund að
gerast í rappsenunni á Íslandi. Það
var að minnsta kosti fullyrt í Lestar-
þætti Rásar 1 fyrir rétt rúmu ári. Þá
var flutt andlátsfregn, þar sem því
var lýst yfir að íslensk hipphopp-
senan væri öll. Þar brunaði lestin á
sjálfa sig.
Nýjasta plata Birnis, án efa eins
sérstæðasta tónlistarmanns sem Ís-
land hefur alið af sér síðustu ár, er
þétt vafinn textíll. Í flestum lögunum
er hver stafkrókur þrunginn merk-
ingu og hrífandi myndmáli. Í lögum
eins og „Vogur,“ „Baugar,“ „200“ og
„Slæmir ávanar“ leggur Birnir spilin
á borðið og hrífur lesandann inn í
heim drauma og langana, angistar og
kvala, hæða og lægða – heim Birnis.
Silkihúfurnar sem sögðu rappið
dautt fyrir rúmu ári höfðu þó að
hluta til rétt fyrir sér. Senan var ekki
beint í fluggír á meðan heimsfarald-
urinn geisaði með tilheyrandi bylm-
ingshöggum í síðu sviðslistafólks. Á
þeim tíma rann greinilega margt
vatn til sjávar hjá Birni, eins og
sannast með nýútkominni plötu.
Saga Birnis, rétt eins og flestra ann-
arra ungra tónlistarmanna, er
þroskasaga. Á Bushido leitar Birnir
á ný mið, nýja takta og ný viðfangs-
efni, án þess þó að missa sjónar á
uppruna sínum. Stíll Birnis er ein-
stakur og enginn getur leikið hann
eftir, eins og hann sjálfur ítrekar á
nýrri plötu. Bushido einkennist
þannig af þróaðri hljóðheimi en áður
og þokukenndari myndhverfingum,
sem þó smella saman á
svo ferskan hátt að það
brakar í heilabúinu. Þrátt
fyrir þetta heldur Birnir
sig við sinn kjarna og sitt
upprunalega hugarfylgsni
og aðdáendur hans eru
því ekki sviknir.
Á Bushido fær Birnir
til liðs við sig landsliðið í taktagerð;
Young Nazareth, Þormóð Eiríksson,
Mistersir, Bngrboy, Intr0beatz að
ógleymdum Magnúsi Jóhanni Ragn-
arssyni og Friðriki Jóhanni Róberts-
syni (Flona). Þar að auki nýtur Birn-
ir fulltingis góðra vina; Arons Can,
GDRN, Högna Egilssonar og
Krabba Mane, svo að úr verður
sannkölluð tónlistarhátíð. Hver og
einn þessara listamanna setur sinn
einkennandi svip á þau lög sem þeir
syngja inn á og þar með setja þeir
svip sinn á plötuna sjálfa; kaotíska
orkan hans Krabba
Mane, þroskuð lagvísi
GDRN, ofursvölu Mídas-
arhendur Arons Can og
listfengi sjálfs Högna Eg-
ilssonar.
Það dylst engum að
eiturlyfjaneysla og eftir-
köst hennar setja svip
sinn á Bushido. Birnir er ekkert að
fíflast þegar hann talar um raunir
sínar á næturlífinu og þeir sem hafa
sakað íslenska rappara um að
dásama eitulyfjaneyslu svo að úr
verði e.k. glansmynd, sem spillir
æsku þjóðarinnar, hafa ekki lengur
rétt til að tjá sig. Bushido er harð-
neskjuleg plata, sönn og listræn. Það
dylst heldur engum að íslenskt hipp-
hopp er ekki dautt. Það hefur e.t.v.
legið í dvala undanfarna mánuði, en
það er ekki dautt. Bushido er sönnun
þess.
Rapparinn „Bushido er harðneskjuleg plata, sönn og listræn. Það dylst heldur
engum að íslenskt hipphopp er ekki dautt,“ segir rýnir um plötu Birnis.
Rappið er dautt, sögðu þau
Hipphopp
Bushido bbbbm
Breiðskífa Birnis Sigurðssonar.
Um upptökustjórn sáu Arnar Ingi Inga-
son, Þormóður Eiríksson, Marteinn
Hjartarson, Þórir Már Davíðsson o.fl.
Lög og textar eftir Birni Sigurðsson.
Sticky Records gefur út, 2021.
ODDUR
ÞÓRÐARSON
TÓNLIST
M
yrkrið milli stjarnanna
er hrollvekja sem les-
andinn ætti helst að
setjast niður með í
góðu tómi og klára í einum rykk.
Bæði vegna þess að það er vel
mögulegt, ef litið er til auðlesins
textans og blaðsíðnanna sem eru
færri en 200 tals-
ins, og af þeim
sökum að það er
eiginlega ekki
annað hægt
vegna spennunn-
ar sem vex með
hverri blaðsíðu.
Myrkrið milli
stjarnanna
fjallar um Ið-
unni, konu sem
vaknar örþreytt á hverjum morgni
án þess að hafa nokkrar skýringar
á því. Hægt og rólega fer að renna
upp fyrir henni ljós en þó hún viti
að það sé ekki allt með felldu reyn-
ir hún að hrista af sér vitneskjuna
um fjarstæðukennda og hrollvekj-
andi orsök þreytunnar. Ástandið
stigmagnast og spennan með.
Strax í fyrsta kafla slær höf-
undur bókarinnar, Hildur Knúts-
dóttir, tóninn og lætur lesandann fá
á tilfinninguna að eitthvað óhugn-
anlegt sé í aðsigi. Með snilldar-
legum hætti tekst Hildi að byggja
upp eftirvæntingu sem nær algjöru
hámarki undir lok bókarinnar.
Það sem Hildur gerir sér-
staklega vel í Myrkrinu á milli
stjarnanna er að sýna lesandanum
söguna frekar en að segja honum
hana. Þannig verða kaflar bók-
arinnar lifandi og lesandinn getur
ekki annað en tekið þátt í fram-
vindunni. Til dæmis fær lesandinn
að vita eitt og annað um baksöguna
í gegnum samtöl persóna í stað
þess að gripið sé til endurlita eins
og of oft er gert í íslenskum skáld-
sögum. Þannig stöðvar höfundur
ekki frásögnina með baksögunni
heldur fléttar hana inn í nútíð sög-
unnar.
Þótt þetta sé afar vel gert hjá
Hildi þá vantar svolítið af upplýs-
ingum í bókina, sérstaklega hvað
varðar baksögu Iðunnar sem er
mikilvæg bókinni í heild sinni. Höf-
undur skilur of marga enda eftir
óhnýtta og situr lesandinn eftir
með fullmargar spurningar eftir
lesturinn.
Þegar á heildina er litið er
Myrkrið milli stjarnanna æsispenn-
andi hrollvekja sem kallar fram til-
finningaleg og líkamleg viðbrögð
hjá lesandanum. Þótt undirritaðri
þyki ýmislegt vanta inn í söguþráð-
inn er sagan sterk og persónusköp-
unin sömuleiðis.
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn „Með snilldarlegum hætti tekst Hildi að byggja upp eftirvænt-
ingu sem nær algjöru hámarki undir lok bókarinnar,“ skrifar rýnir.
Æsispennandi
hrollvekja
Skáldsaga
Myrkrið milli stjarnanna
bbbbn
Eftir Hildi Knútsdóttur.
JPV, 2021. Innbundin, 191 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Nærri þriggja metra há stytta af
Angelu Merkel, fráfarandi kansl-
ara Þýskalands, var fyrr í þessum
mánuði vígð fyrir framan Tempel-
safnið í Etsdorf í Þýskalandi. Höf-
undur styttunnar er Wilhelm
Koch, safnstjóri Tempel-safnsins.
Segist hann þannig vilja heiðra
Merkel fyrir vel unnin kanslara-
störf sl. 16 ár.
„Ég hef alltaf heillast af árangri
Merkel í starfi í þágu þjóðarinnar.
Það er stórkostlegt afrek í sjálfu
sér að hafa aldrei sagt neitt
rangt. Mér er líka hugleikið að öll
þessi ár í pólítík hefur hún stöð-
ugt verið að fást við karla,“ segir
Koch í samtali við Süddeutsche
Zeitung.
Athygli hefur vakið að Koch
lætur Merkel sitja á hestabaki án
þess að hesturinn sé með hnakk
og beisli. Í frétt Süddeutsche
Zeitung kemur fram að Koch sé
sama þó uppsetningin sé ekki
raunsæ og sjálfur hafi hann ekki
hugmynd um hvort Merkel hafi
nokkurn tímann farið á hestbak. Í
hans huga sé mikilvægast að Mer-
kel virki sjálfsörugg á hestinum
og einnig að styttan sé ekki á
stalli heldur beint á grasinu, sem
eigi að undirstrika góð og sterk
tengsl Merkel við íbúa landsins.
Raunar sér Koch ekki fyrir sér að
styttan verði á sama stað til fram-
búðar, því hann hyggst selja hana
eftir um hálft ár til að afla fjár
fyrir Tempel-safnið. Styttan, sem
gerð er úr steypu, var búin til
með þrívíddarprentara.
Ghandi á háum hælum
Í liðinni viku var önnur umdeild
stytta afhjúpuð, en það er 1,8
metra há bronsstytta af Mariu
Callas sópran sem reist hefur ver-
ið skammt frá Akrópólis í Aþenu.
Höfundur styttunnar, sem verið
hefur mörg ár í vinnslu, er Aphro-
dite Liti, sem er prófessor í högg-
myndalist við Listaháskólann í
Aþenu. Í frétt The Guardian um
málið kemur fram að aðdáendur
söngkonunnar fari háðulegum orð-
um um styttuna sem lýst er sem
kits eða listlíki, sögð óviðeigandi
og það sem verra er, alls ekki lík
söngkonunni frægu. Gárungar
hafa sagt að styttan líkist helst
Ghandi á háum hælum eða
Óskarsstyttunni frægu. Michael
Moussou, óperusöngvari og list-
rænn stjórnandi Aþenu-hátíð-
arinnar, býsnast yfir stellingunni
sem Callas er sett í. „Enginn
óperusöngvari myndi nokkurn
tímann krossleggja hendurnar
með þessum hætti fyrir framan
brjóstkassann, því það myndi
hindra allt flæði raddarinnar.
Ópera snýst um sönginn og að
frelsa röddina. Ef Callas hefði
reynt að syngja í þessari stellingu
hefði það hljómað eins og fiðlu-
leikari væri að leika á ónýta
fiðlu,“ segir Moussou.
Umdeildar styttur
AFP
Án hnakks og beislis Stytta Wilhelms Koch af Angelu Merkel á hestbaki.
Of ung fyrir krabbamein? Saga Sóleyjar nefnist ljós-
myndasýning Þórdísar Erlu Ágústsdóttur sem opnuð
verður í Gallery Ramskram á Njálsgötu 49 kl. 15 í dag.
Í fréttatilkynningu kemur fram að Brakkasamtökin
standi fyrir sýningunni. „Sóley Björg Ingibergsdóttir
greindist með brjóstakrabbamein aðeins 27 ára gömul.
Sóleyju datt í hug að athuga hvort hún hefði BRCA2-
meinvaldandi breytingu í geni þegar Íslensk erfða-
greining opnaði aðgang að þeim upplýsingum vorið
2019,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Sóley
hafi nú farið í lyfjameðferð, tvöfalt brjóstnám og ný-
lokið geislameðferð. „Myndefni ljósmynda sýningarinnar er dramatískt og
það verður ekkert reynt að komast hjá því þar sem ætlunin er að undir-
strika það hvernig lífið með BRCA getur umbylt lífi fólks. Sóley Björg er
hugrökk ung kona sem er tilbúin til að segja og sýna sögu sína til að vekja
athygli á þessu mikilvæga málefni.“
Of ung fyrir krabbamein? í Ramskram
Ör Ein myndanna.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram í
þrettánda sinn nú um helgina í Frystiklefanum á Rifi.
„Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er stórleikarinn Ólafur
Darri Ólafsson sem mun sitja fyrir svörum í sérstöku
meistaraspjalli sem er stýrt af Guðrúnu Elsu Bragadótt-
ur kvikmyndafræðingi,“ segir í tilkynningu. Þar kemur
fram að sýndar verði rúmlega 60 erlendar og innlendar
stuttmyndir auk íslenskra tónlistarmyndbanda. Auk
þess verður boðið upp úrval vinnusmiðja, tónleika og
sérstaka barnadagskrá. Norrænar Stelpur Skjóta nefn-
ist norræn vinnustofa fyrir ungar og upprennandi kvikmyndagerðarkonur
sem fer fram samhliða hátíðinni. Allar nánari upplýsingar um hátíðina og
viðburði hennar eru á vefnum á northernwavefestival.com.
Hátíðin Northern Wave haldin í 13. sinn
Ólafur Darri
Ólafsson