Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 56

Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 56
Tríóið KIMI ensemble flytur efnisskrá undir yfirskrift- inni Ferðalög á fyrstu tónleikum 15:15-tónleikasyrp- unnar nú í haust. Tónleik- arnir, sem einnig eru hluti af Óperudögum, eru haldnir í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15.15. Tríóið skipa þau Katerina Anagnostidou slagverks- leikari, Jónas Ásgeir Ás- geirsson harmóníkuleik- ari og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir sópran. Þau leika eigin útsetningar á þjóðlögum frá Grikklandi, Íslandi og Írlandi ásamt verkum sem samin eru fyrir hópinn. Má þar nefna Like Dreams of the Dawn and Scarecrows of the Night (2020) eftir gríska tónskáldið Christos Farmakis og Ferðalög (2021) eftir íslenska tónskáldið Finn Karlsson sem þau frumflytja á tónleikunum. Miðasala er við inn- ganginn og á tix.is. Ferðalög með KIMI ensemble í dag LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin setur nú stefn- una á að keppa í öllum fimm keppnisgreinunum í alpa- greinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Shiffrin segir þó að slíkar áætlanir kalli á mikinn undirbúning, ekki síður andlegan en líkamlegan. Nú er farið að stytt- ast í Vetrarólympíuleikana en þeir eiga að hefjast 4. febrúar í Kína eða eftir tæpa fjóra mánuði. »48 Stefnir á fimm greinar í Peking ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Stigið … og Sigtryggur vann“ hljómaði um árabil í glímukeppni á árum áður. Sama er upp á ten- ingnum í pílukasti, þar sem Þorgeir Guðmundsson, sem verður 77 ára á sunnudag, hefur verið í sviðsljósinu í um aldarfjórðung, en hann fagnaði tveimur titlum í tvímenningi á dög- unum. „Ég hef verið ansi sigursæll og er örugglega elsti A-landsliðs- maður Íslands og þótt víðar væri leitað,“ segir Þorgeir. Íslandsmótið í 301 fór fram í hús- næði Pílukastfélags Reykjavíkur um liðna helgi. Þorgeir, sem keppir fyrir PFR og er í úrvalsliði félags- ins sem keppir á Íslandsmóti fé- lagsliða um þessar mundir, og Guð- jón Hauksson úr Grindavík, sem er 63 ára, urðu Íslandsmeistarar í tví- menningi eftir æsispennandi úr- slitaleik við Grindvíkingana Matt- hías Örn Friðriksson, Íslandsmeistara í einliðaleik í 501, og Björn Steinar Brynjólfsson. Fyrir skömmu urðu Þorgeir og Karl Jónsson Reykjavíkurmeistarar í 501. Þorgeir og Guðjón urðu Ís- landsmeistarar í 501 í fyrra, en fyr- irkomulagið er öðruvísi í 301. „Við ákváðum að fylgja Íslandsmótinu í fyrra eftir og vera með núna, en áttum ekki von á að sigra,“ segir Þorgeir. „Reyndar vorum við betri en mótherjarnir í undanúrslitunum, en byrjuðum illa í úrslitaleiknum og áttum ekki að vinna þessa spræku stráka. Þeir komust í 2-0 og 4-1 en við náðum að jafna. Í stöðunni 6-5 voru þeir með pálmann í höndunum en komust ekki út, eins og stundum gerist, klikkuðu á útskotinu og við höfðum það 7-6. Þetta var bara meistaraheppni, eins og Guðjón segir, en kannski fóru strákarnir hreinlega á taugum.“ Íslandsmeistari 25 sinnum Titlarnir eru fleiri en Þorgeir hefur tölu á. Hann hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari í einmenningi í 501, átta sinnum í tvímenningi og var meistari meistaranna 2019. Hann hefur nokkrum sinnum orðið Reykjavíkurmeistari í einmenningi og tvímenningi í 501 en sjaldnar í 301. „Ég hef samtals orðið 25 sinn- um Íslandsmeistari í 501, 301 og krikket að ónefndum ótalmörgum titlum í innanfélagsmótum,“ segir Þorgeir. Í lok árs í fyrra hætti hann í launaðri vinnu og fór þá í að grisja verðlaunasafnið. „Ég taldi 330 bik- ara og gaf Hafnfirðingum um 50 þeirra til nota í unglingastarfinu auk þess sem ég hef gefið Grindvík- ingum ámóta marga verðlaunagripi. Starfið í þessum félögum er mjög öflugt og Ástþór Ernir Hrafnsson í PFH varð til dæmis Íslandsmeist- ari í einliðaleik í fyrstu tilraun. Hann er ótrúlega góður.“ Vegna kórónuveirufaraldursins hafa mót að mestu legið niðri, jafnt innanlands sem utan. Fjögur stiga- mót verða í Reykjanesbæ fyrstu helgina í nóvember en að loknum átta mótum er Þorgeir, sem hefur verið í landsliðinu síðan 1996, í sjö- unda sæti. „Ég var í fimmta sæti fyrir mótið á Akureyri og í nóvember skýrist hvort ég held áfram að falla á list- anum eða held mér í landsliðinu. Það er auðvitað stefnan og komi kallið enn einu sinni er ég tilbúinn. Ég er hugsanlega elsti A-landsliðs- maður í heimi og þarf að gull- tryggja sætið!“ Á toppnum 77 ára - Þorgeir Guðmundsson gefur ekkert eftir í pílunni - Hefur verið í landsliðinu síðan 1996 og vill halda sætinu Íslandsmeistarar 2021 Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson. Reykjavíkurmeistarar 2021 Þorgeir Guðmundsson og Karl Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.