Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 251. tölublað . 109. árgangur .
NÁLGAST
VERKEFNIÐ
AF FESTU
VILJA
FLJÚGA UM
GLERÁRGIL
BEITTI GERVI-
GREIND Á
ÞJÓÐLÖGIN
FIMM FLUGLÍNUR 11 KJARTAN ÓLAFSSON 28UNDANKEPPNI EM 27
Hér siglir maður skútunni sinni úr Reykjavíkurhöfn. Um-
hverfis hann liggja stærri systur skútunnar í slippnum og láta
dekra við sig. Á þessum bjarta degi var mikið um að vera en
jafnframt svo kyrrlátt að annríkið hafði yfir sér friðsælt yfir-
bragð. Líkt og íslenski hversdagsleikinn fyrir hvern þann sem
ber hann augum úr fjarska.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Siglt
framhjá
slippnum
_ Eigendur og stjórnendur
skemmtistaða Reykjavíkur brýna
nú fyrir starfsfólki hver einkenni
byrlunar eru og hvernig bregðast
skuli við.
Sindri Snær Jensson, eigandi
skemmtistaðarins Auto, segir í
samtali við Morgunblaðið að hann
hafi brýnt fyrir sínum dyravörðum
að spyrja konur á leiðinni út úr
skemmtistaðnum hvort þær þekki
örugglega manninn sem þær fara
með, eigi það við. Þá segir Sindri að
skemmtistaðurinn sé vel dekkaður
af öryggismyndavélum sem nýst
gætu, kæmi upp byrlunarmál innan
veggja Auto. Þá hafa eigendur
skemmtistaða verið í sambandi sín
á milli til að samræma vinnulag.
Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi
skemmtistaðarins Bankastræti
club, sagði nýverið í viðtali við
Morgunblaðið að hún hefði orðið
vör við mikla fjölgun á tilvikum
byrlunar og líkti því við faraldur.
Fjölmargar stúlkur og konur hafa á
allra síðustu dögum stigið fram og
lýst reynslu sinni af því að hafa ver-
ið byrluð ólyfjan sem í sumum til-
fellum endar með nauðgun eða ann-
ars konar ofbeldi. »4
Einkenni byrlunar
brýnd fyrir starfs-
fólki skemmtistaða
Byggingarferli á nýjum íbúðum er
tímafrekt við bestu aðstæður og enn
fremur þegar byggt er á þéttingar-
reitum.
Fleiri hindranir eru til staðar þeg-
ar byggt er inni í miðri íbúðabyggð
heldur en þegar brotið er nýtt land
undir byggð, sem hefur auknar tafir
og kostnað í för með sér. Fyrir vikið
eru íbúðir á þéttingarreitum ekki
jafnhagkvæmar og í nýjum hverfum.
Það ásamt áfangaskiptri byggingu
íbúðarhúsa skýrir að miklu leyti
fjölda vannýttra byggingarleyfa sem
gefin hafa verið út af Reykjavíkur-
borg. Bent hefur verið á vannýtt
byggingarleyfi sem eina megin-
ástæðu íbúðaskorts í borginni, ásamt
tregðu bankanna til að lána fyrir
byggingaframkvæmdum.
Stóru viðskiptabankarnir þrír
hafa hins vegar staðfest að þeir hafi
ekki hætt að lána til uppbyggingar,
en þegar lóðirnar skorti og umsvif í
byggingargeiranum minnki þá sé
vitaskuld minna lánað.
Samtök iðnaðarins (SI) telja íbúð-
ir í byggingu, en árið 2019 var metár
að því leyti. Síðan hefur íbúðum í
byggingu fækkað verulega.
Flóknara að byggja
á þéttingarreitum
- Viðskiptabankar enn tilbúnir til að lána fyrir uppbyggingu
MLóðaframboð lykill … »14
Morgunblaðið/Eggert
Nýbygging Byggingar á fyrsta byggingarstigi eru ekki í talningu SI.
_ Miðað við árstíma og aðstæður í
kórónufaraldrinum hefur verið
drjúgt að gera í hvalaskoðun hjá
Norðursiglingu og Eldingu síðustu
vikur. Fyrirtækin eru með skoð-
unarferðir í Eyjafirði, Skjálfanda og
Faxaflóa og hafa hnúfubakar og
fleiri tegundir hvala sýnt listir sínar.
Hörður Sigurbjarnarson hjá
Norðursiglingu segir að landkynn-
ing eins og fékkst með Eurovision-
myndinni, sem tekin var upp á Húsa-
vík, og útsendingu þaðan á Óskars-
verðlaunahátíðinni skili sér eflaust í
auknum áhuga á hvalaskoðun fyrir
norðan. Í vikunni er haldin stór
jarðhitaráðstefna í Reykjavík og
segir Rannveig Grétarsdóttir hjá
Eldingu að bókunum í hvalaskoðun
fjölgi samhliða slíkum viðburði. »10
Ljósmynd/Ales Mucha
Ferðamennska Hvalaskoðun í Eyjafirði.
Fleiri skoða hvalina
eftir Óskarsverð-
launahátíðina