Morgunblaðið - 26.10.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Bleikt kvöld
á Smáratorgi 28. október frá 19:00 – 20:30
Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, dregur
réttar ályktanir í pistli sínum:
- - -
Lifi menn í trúnni
á kosn-
ingasvindl og út-
breiði hana með að-
stoð
gagnrýnislausra
fjölmiðlamanna,
sem telja grun full-
vissu um saknæman verknað, er
sama hvað þingnefnd heldur marga
fundi, miðlun falsfréttanna verður
ekki hætt.
- - -
Í frétt um afstöðu frambjóðanda
Viðreisnar, Guðmundar Gunn-
arssonar, glitti í hótun sem helst
virðist snúa að því að leitað verði til
Mannréttindadómstóls Evrópu í
Strassborg!
- - -
Michel Barnier, sem samdi um
úrsögn Breta úr ESB fyrir
hönd Brusselmanna, leitar nú eftir
stuðningi til forsetaframboðs meðal
franskra hægrimanna. Eitt af því
sem hann telur sér til fylgisauka er
að vara við valdafíkn ESB-dómara í
Lúxemborg og MDE-dómara í
Strassborg. Á sínum tíma var litið á
dóm MDE vegna skipunar í lands-
rétt hér sem einskonar æfingu
dómaranna í Strassborg fyrir at-
lögu að dómskerfinu í Póllandi.
Varðstaða pólskra dómara um full-
veldi lands síns veldur nú klofningi
og illdeilum innan Evrópusam-
bandsins.
- - -
Það lofar hvergi góðu að beint sé
vegið að fullveldi þjóða með
málskoti til dómara sem telja sig
hafa yfirþjóðlegt vald.
- - -
Að því skyldu þeir huga sem hafa
í hótunum um málskot til MDE
vegna endurtalningar atkvæða í
NV-kjördæmi.“
Björn Bjarnason
Enn elta þeir
eigið skott
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gerð nýrra hafnarmannvirkja vegna
ferjusiglinga yfir Breiðafjörð hleyp-
ur á hundruðum milljóna króna, að
mati Vegagerðarinnar. Hún hefur
gefið það út að ný hafnarmannvirki á
Brjánslæk og í Stykkishólmi séu for-
senda fyrir áframhaldandi ferju-
rekstri á Breiðafirði. Vegagerðin tel-
ur hagkvæmast að uppfylla
núverandi samning um ferjusigling-
ar og nota gildistíma hans til hönn-
unar og útboðs á hafnarmannvirkj-
um fyrir ferjusiglingarnar.
Núverandi mannvirki voru hönnuð
fyrir gamla Baldur, sem var óvenju-
mjótt skip, og löguð að þeim nýja.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær krefjast sveitarstjórn-
armenn á Vestfjörðum þess að feng-
in verði ný og afkastameiri ferja en
Baldur til siglinga yfir Breiðafjörð.
Var Herjólfur III nefndur í því sam-
bandi þar til ný ferja finnst.
G. Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar, bendir á
að ekki sé búið að samþykkja fjár-
veitingu til að lagfæra umrædd hafn-
armannvirki svo þau geti tekið við
Herjólfi III eða annarri ferju. Vega-
gerðin hefur gert tillögu um fram-
kvæmdina og er það í höndum fjár-
veitingavaldsins að ákveða hvort
veita eigi fé í þá framkvæmd.
gudni@mbl.is
Hleypur á hundruðum milljóna
- Framhald ferjusiglinga yfir Breiða-
fjörð krefst nýrra hafnarmannvirkja
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Herjólfur III Vestfirðingar vilja fá
gamla Herjólf á Breiðafjörð.
Félag íslenskra kvenna í atvinnulíf-
inu í Kaupmannahöfn (FKA-DK)
fagnaði í gær kvennafrídeginum með
hátíð í sendiherrabústaðnum í boði
sendiherra Íslands, Helgu Hauks-
dóttur. Í annað sinn í sögu félagsins
voru hvatningarverðlaun FKA-DK
veitt íslenskri konu í Danmörku sem
sýnt hefur frumkvæði, styrk og verið
öðrum konum hvatning í starfi. Alls
hlaut 21 kona tilnefningu. Dómnefnd
skipuðu Helga Hauksdóttir sendi-
herra, Vigdís Finnsdóttir, fyrrver-
andi verðlaunahafi (2019), og Auður
Kristín Welding, fyrrverandi stjórn-
armanneskja FKA-DK.
Viðurkenninguna hlaut Herdís
Steingrímsdóttir, vinnumarkaðs-
hagfræðingur og dósent við Copen-
hagen Business School (CBS). Hefur
hún þar fjölmörg ár að baki, en áður
sinnti hún náms- og fræðistörfum við
Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Herdís hefur nýlega fengið 120 millj-
óna króna styrk til rannsókna um
fæðingarorlofsmál og verkaskiptingu
foreldra á heimilum, bæði á Íslandi
og í Danmörku.
Síðan 2014 hafa íslenskar konur í
atvinnulífinu í Danmörku hist reglu-
lega með það að markmiði að styrkja
tengslanet og efla sýnileika kvenna í
atvinnulífinu. Félagsskapurinn telur
nú yfir 900 íslenskar konur.
Hvatning F.v. Halla Benediktsdóttir, formaður FKA-DK, Herdís Steingríms-
dóttir verðlaunahafi og Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Danmörku.
Hvatning í Danaveldi
- Herdís Steingrímsdóttir fékk hvatn-
ingarverðlaun FKA í Danmörku