Morgunblaðið - 26.10.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 26.10.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Jón Heiðar Rúnarsson og Aníta Hafdís Björnsdóttir hafa kynnt fyr- ir skipulagsráði á Akureyri hug- myndir sínar um að setja upp svo- nefndar fluglínubrautir, eða zip- línur, á svæði við Glerárgil á Akureyri. Ráðið tók jákvætt í er- indið. Svæðið sem um ræðir er skammt neðan við brú við Þing- vallastræti og til norðurs í átt að Háskólanum á Akureyri og hug- myndin gengur út á að setja upp alls fimm línur. Sviðsstjóra skipu- lagssviðs var falið að vinna málið áfram. „Þetta er enn á byrjunarreit hjá okkur, við erum á hönnunar- og hugmyndastigi með þetta verkefni en munum halda okkar vinnu áfram,“ segir Jón Heiðar. Hann nefnir að hér á landi séu tvær teg- undir af fluglínum í gangi. Annars vegar einnar línu braut þar sem farið er í einni bunu niður og hins vegar margra línu brautir eins og eru hjá Zipline Iceland í Vík í Mýr- dal. „Við erum í nánu samstarfi við vini okkar í Vík og stefnum á að setja upp braut í Glerárgili sem er svipuð og þar er,“ segir Jón Heiðar. „Í okkar hugmyndum er stefnt á að setja upp fimm línur sem krossa Glerána fram og til baka.“ Fræðandi göngutúrar á milli brauta Leiðsögumenn munu tengja fólk við línuna og taka á móti því einnig við hinn endann á henni. Þá taka við stuttir göngutúrar á milli lína sem bjóða upp á möguleika á léttri fræðslu fyrir ferðamenn um nær- umhverfið. „Í okkar fyrstu hugmyndum er gert ráð fyrir að fyrsta lína byrji við göngubrúna sem liggur yfir Glerá við Þingvallastræti og sú síð- asta endi um það bil 500 metrum neðar,“ segir hann. Lokahönnun og úttekt á brautinni verður unnin af erlendum sérfræðingum sem sér- hæfa sig í brautum sem þessum. Jón Heiðar segir að fluglínubraut af þessu tagi muni auka mjög möguleika til afþreyingar á Ak- ureyri og yrði frábær viðbót við þá útivistarparadís sem Akureyri er. „Þetta gefur fjölskyldum sem og einstaklingum einstakt tækifæri á að kynnast Glerárgilinu á nýjan máta og fellur frábærlega að því sem er í gangi þar nú þegar en á svæðinu er frisbígolfvöllur, hjóla- brettagarður, göngustígar og hjóla- leiðir,“ segir hann. Hugmyndir um fluglínubraut í Glerárgili - Fimm línur sem krossa Glerána fram og til baka - Einstakt tækifæri til að kynnast Glerárgili á nýjan máta Fluglínur yfir Glerá á Akureyri Glerá Glerá H líð ar br au t Þingval lastræt i Háskólinn á Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Afþreying Fluglínur eru vinsælar þar sem þær hafa verið settar upp, m.a. yfir Varmá í Hveragerði. Stórhuga Aníta Hafdís Björnsdóttir og Jón Heiðar Rúnarsson. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora 34.990 kr. Samiðn, samband iðnfélaga, hvetur stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnarfunds sambandsins. Meðal þeirra ráðstafana sem stjórnvöld gripu til á árinu 2020 var umrætt átak, sem fólst í því að virð- isaukaskattur vegna framkvæmda og endurbóta var endurgreiddur að öllu leyti. Í ályktun Samiðnar segir m.a. að umræddar aðgerðir hafi heppnast vel. Vísað er til þess að endurgreiðslur fyrir janúar til ágúst á þessu ári séu samtals 5,9 milljarðar króna. Átakið stuðli að mörgum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Enn fremur skipti það miklu máli út frá neytendasjón- armiðum. Vilja festa í sessi átakið Allir vinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.