Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 12

Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 12
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þær breytingar sem Pósturinn hyggst gera á gjaldskrá sinni leggj- ast vel í forsvarsmenn einkafyrir- tækja sem starfa á markaði með pakkasendingar. Enn virðist þó margt á huldu um hvað hið opin- bera hlutafélag hyggst fyrir með nýrri gjaldskrá sem sögð er komin til vegna lagabreytinga sem banna fyrirtækinu að viðhafa sama verð um allt land á pakkasendingum og bréfum yfir 50 g. Vantar svör um hlutverkið Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp sem hef- ur gerst umsvifamikið í pakkasend- ingum á undanförnum misserum. „Breytingin er jákvæð. Það gat enginn keppt við Póstinn á lands- byggðinni. En þrátt fyrir að þetta sé jákvæð breyting þá stendur upp úr að það vantar svör við spurn- ingum um hlutverk Íslandspósts. Verkefni fyrirtækisins fólst í að dreifa bréfum en nú virðist öll áherslan á að berjast í samkeppni í öðrum verkefnum sem einkafyrir- tæki eru að sinna. Það eru pakka- sendingar sem voru í raun ekki til fyrir nokkrum árum en hafa stór- aukist með aukinni netverslun. Þessum markaði er sinnt mjög vel af einkaaðilum en þar gerist Póst- urinn sífellt aðgangsharðari.“ Þjónustan næg um landið Bendir Hrólfur Andri á að þjón- ustunni sé sinnt af mörgum fyrir- tækjum, bæði stórum flutningafyrirtækjum og einnig nýrri aðilum á borð við Dropp sem m.a. sinni dreifingu í 16 þéttbýlis- stöðum um allt land. „Pósturinn hefur lagt í gríðarleg- ar fjárfestingar, m.a. í 60 póstbox- um og hundraða milljóna fjárfest- ingu í nýju flokkunarkerfi núna í haust. Við getum sinnt þessum verkefnum með mun hagkvæmari hætti og minni yfirbyggingu.“ Bendir hann á að Pósturinn hafi ákveðnu hlutverki að gegna, m.a. þegar kemur að sendingum sem berast erlendis frá, t.d. Kína. Ekk- ert banni Póstinum að leita til einkaaðila sem geti komið sending- unum á áfangastað hratt og örugg- lega og á hagstæðara verði en hann sjálfur. „Það skýtur einfaldlega skökku við að ríkið dembi sér í þessa sam- keppni, tapi miklum fjárhæðum og dæli peningum í reksturinn. Ég hefði haldið að þessum peningum yrði betur varið t.d. í heilbrigðis- kerfið,“ segir Hrólfur Andri. Morgunblaðið leitaði viðbragða Samtaka verslunar og þjónustu sem lengi hafa gagnrýnt Póstinn fyrir framgöngu sína sem byggist á einu og sama verði á þjónustunni um land allt. Benedikt S. Bene- diktsson, lögfræðingur SVÞ, segir að enn sé verið að rýna í verðskrá Póstsins og að mörgum spurning- um sé enn ósvar- að. Búa fleiri sjón- armið að baki? „Verðskráin er sögð taka breyt- ingum því ekki megi bjóða sama verð um land allt. Þjónustan verði að taka mið af raunverulegum kostnaði við veit- ingu hennar. Þrátt fyrir það er verðið að breytast í mörgum tilvik- um á höfuðborgarsvæðinu. Það hef- ur vakið spurningar um hvort verð- lagningin hafi verið eðlileg á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist að minnsta kosti meira búa að baki þessum breytingum en aðeins krafa löggjafans um að ekki megi vera sama verð um land allt,“ segir Benedikt. Þakkar framtak Alþingis Morgunblaðið leitaði einnig við- bragða Vigfúsar Páls Auðbertsson- ar, sem rekur fyrirtækið Auðbert og Vigfús Páll ehf. sem gerir út á flutningastarfsemi frá Vík í Mýr- dal. Hann hefur áður tjáð sig tæpi- tungulaust um vægðarlausa og ójafna samkeppni af hálfu Póstsins. „Ég á enn eftir að kynna mér betur hvað þessi breytta verðskrá felur í sér en ég fagna því að Al- þingi hafi tekið af skarið og breytt lögunum sem voru í raun að gera út af við alla samkeppni með reglunni um sama verð um land allt.“ Pósturinn gæti falið öðrum verkin fyrir lægra verð Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sendingar Hörð samkeppni geisar á markaði með pakkasendingar. Þar hefur Pósturinn gerst mjög aðsópsmikill. - SVÞ rýna í gjaldskrárbreytingar Póstsins - Dropp boðar sókn um landið Benedikt S. Benediktsson Hrólfur Andri Tómasson Vigfús Páll Auðbertsson Breytingar » Pósturinn boðar veigamiklar breytingar á verðskrá sinni frá og með 1. nóvember. » Ný lög tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem skikkuðu Póstinn til að viðhafa sömu verðskrá um allt land. » Olli það miklu misgengi á markaðnum þar sem einka- aðilar úti um landið gátu ekki keppt á sama verði og Póst- urinn. » Nú hefur löggjafinn horfið frá þessu fyrirkomulagi eftir mikla gagnrýni á það. 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Bílaframleiðandinn Tesla hefur með opnun nýrra háhraða- hleðslustöðva á Akureyri og Höfn í Hornafirði tryggt að eig- endur Tesla-bifreiða geti komist hringinn um landið klakklaust og án þess að leita á náðir ann- arra hleðslukerfa en V3- stöðvanna sem geta náð allt að 250 kW hleðslu við bestu að- stæður. Stöðvarnar sem nú eru í notk- un eru auk fyrrnefndra staða í Reykjavík, í Staðarskála, á Egils- stöðum og Kirkjubæjarklaustri. Lengst er á milli stöðva á leið- inni milli Akureyrar og Egils- staða eða 266 km. Model 3-bíll frá Tesla getur náð allt að 120 km hleðslu á fimm mínútum, sé hann tengdur við V3-stöð. Tesla lokar hringnum Háhraðahleðslunet Tesla á Íslandi Reykjavík STAÐARSKÁLI AKUREYRI EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJAR- KLAUSTUR HÖFN Í HORNAFIRÐI Reykjavík Staðarskáli 163 km Staðarskáli Akureyri 224 km Akureyri Egilsstaðir 266 km Egilsstaðir Höfn í Hornafirði 187 km Höfn í Hornafirði Kirkjubæjarklaustur 201 km Kirkjubæjarklaustur Reykjavík 256 km - Lengst 266 kílómetrar milli háhraðastöðva « Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur selt nýútgefin skuldabréf að fjárhæð 7 millj- arðar króna til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptavinanna fyrirhugað 15. nóvember næstkomandi. ÚR sér- hæfir sig í rekstri frystitogara, er stærsti hluthafi Brims hf. og þá vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélag sitt ÚR Innovation. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar sem eru annars veg- ar óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu. Hins vegar er um að ræða verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Segir félagið að unnið verði að skrán- ingu flokkanna beggja á aðalmarkað Nasdaq Iceland. ÚR gefur út tvo skuldabréfaflokka 26. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.15 Sterlingspund 178.03 Kanadadalur 104.75 Dönsk króna 20.187 Norsk króna 15.474 Sænsk króna 15.059 Svissn. franki 140.8 Japanskt jen 1.1342 SDR 182.67 Evra 150.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.2207 « Hlutabréf Ice- landair Group héldu áfram að hækka á markaði í gær og nam hækkunin frá því fyrir helgi ríflega 1,1%. Nam velta með bréfin tæpum 840 milljónum króna. Stendur gengi þeirra nú í 1,83 og hefur ekki verið hærra frá því í febrúar á þessu ári. Þá risu bréfin hratt í kjölfar þess að það spurðist út að íslensk stjórnvöld myndu mögulega ná samningi við lyfjarisann Pfizer um allsherjarbólusetningu hér á landi á skömmum tíma. Ekkert varð úr slíku samkomulagi og hrundu bréfin skarpt í kjölfar þess að upplýst var um þau málalok. Markaðsvirði félagsins er nú tæpir 66 milljarðar króna en í liðinni viku var tilkynnt að félagið hefði skilað 2,5 millj- arða hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Var það í fyrsta sinn í tvö ár sem félagið skil- aði jákvæðu uppgjöri. Hlutabréf Play hækkuðu einnig á First North- markaðnum í gær og nam hækkunin 1%. Félagið er nú metið á 20 milljarða króna. Hlutabréf Icelandair ekki hærri frá febrúar Flug Icelandair sækir í sig veðrið. STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.