Morgunblaðið - 26.10.2021, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Út er komin í ágætri
þýðingu íslenskri bókin
„Sjö goðsagnir um
Lúther“ eftir Frederik
Stjernfelt, danskan
prófessor í hug-
myndafræði. Höfundur
hefur næmt auga fyrir
hinu neikvæða hjá
stórsnillingnum,
kirkjuföður okkar, dr.
Marteini Lúther.
Full ástæða er til að mæla með
lestri þessarar bókar, en þó ekki
hennar einnar og út af fyrir sig. Til
þess er hún of einsýn. Bent skal á
öndvegisritið „Marteinn Lúther“
eftir Roland H. Bainton í þýðingu
síra Guðmundar heitins Óla Ólafs-
sonar dómkirkjuprests í Skálholti.
Heildarsafn ritverka Lúthers
spannar 127 bindi í Weimar-
útgáfunni eða um það bil 80.000
blaðsíður. Þarf því engan að undra,
þótt þar kenni margra ólíkra grasa.
Ákafir skapsmunir höfundar ollu
því, að ýmislegt var í hita leiksins
látið fjúka, þar sem hvað rakst á
annars horn.
Persóna Lúthers
Glögg mynd fæst af siðbótarfröm-
uðinum í borðræðunum góðfrægu
og í bréfum hans, en af þeim hafa
þúsundir varðveist. Lúther mun
hafa verið aðsópsmikil maður, að
ekki sé meira sagt, hjartahlýr, bú-
inn ríkulegri spauggreind, sem á
stundum gat verið ærið stórkarla-
leg. Geðríkur var hann með af-
brigðum og stórorður; þannig vand-
aði hann andstæðingum sínum ekki
kveðjurnar, heldur dró fram í lýs-
ingu þeirra heila dýrafræði, t.d.
voru „asni og lygakjaftur“ sæmd-
arheitin sem hann valdi páfanum í
Róm. Á yngri árum ritaði hann um
Gyðinga í vinsamlegum tóni, vildi
fræða þá um Nýja testamentið og
freista að snúa þeim til kristinnar
trúar, en undir lok ævinnar fauk í
hann og hann lagði til að sýnagógur
þeirra yrðu brenndar og þeir gerðir
landflótta af því að
þeir töluðu hæðnislega
um Krist og neituðu að
ganga í sig. Hann sá
Satan sjálfan að baki
mótstöðumönnum sín-
um og barðist gegn
þeim með blóðugum
skömmum. Þar má vís-
ast greina bóndason-
inn, betlimunkinn og
skólaspekinginn að
baki siðbótarmann-
inum.
Aðallinn í kenningu Lúthers
En hver var þá kjarninn í kenn-
ingu Lúthers? Bróðir Marteinn
hafði átt í óhemju harðri sálar-
baráttu í klefa sínum í klaustrinu í
Erfurt – og spurt: Hvernig finn ég
náðugan Guð?
Loks fann hann svarið í bréfi Páls
postula til Rómverja: „Fagnaðar-
erindið … er kraftur Guðs sem
frelsar hvern þann mann sem trú-
ir … Réttlæti Guðs opinberast í því
fyrir trú til trúar eins og ritað er:
Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“
(Róm. 1,16-17.) Orðið „réttlæti“
merkir hér syndafyrirgefning og
„hinn réttláti“ sá, sem syndirnar
hafa verið fyrirgefnar.
Hið svonefnda „material-prinsip“
lútherstrúarmanna er kenningin um
réttlætingu af einni saman trúnni,
jusificatio sola fide. Þessa kenningu
er að finna, með sístæðu orðalagi, í
4. grein Ágsborgarjátningarinnar. Í
lútherskri arfleifð hefur þessi kenn-
ing verið nefnd „sú trúargrein, sem
kirkjan stendur með eða fellur“,
articulus stantis aut cadentis
ecclesiae. Um þetta segir svo í Ágs-
borgarjátningunni: „Menn geta ekki
réttlæst fyrir Guði af eigin kröftum,
verðleikum eða verkum, heldur
réttlætast þeir án verðskuldunar
(gratis) vegna Krists (propter
Christum) fyrir trúna (per fidem),
er þeir trúa því, að þeir séu teknir
til náðar og syndirnar séu þeim fyr-
irgefnar vegna Krists, sem með
dauða sínum hefur fullnægt fyrir
syndir vorar. Þessa trú reiknar Guð
til réttlætis fyrir sér.“
Lútherstrú er eindregin ein-
staklingstrúarbrögð. Samviska hins
kristna manns, bundin af Ritning-
unni einni, er æðsta valdið í trú-
arefnum. Það, sem Lúther sagði í
Worms, hefur jafnan síðan verið í
minnum haft: „Það er ekki ráðlegt
að breyta gegn samvisku sinni.“
Iðulega hefur verið byrjað með
þessum orðum, þegar túlka skal
innihald lúthersku siðbreyting-
arinnar.
Einkenni lúthersku kirkjunnar
Nafngiftin „lúthersk kirkja“ kem-
ur ekki vel heim við ætlan kirkju-
föðurins. Það var ekki á dagskrá hjá
honum að stofna nýja kirkjudeild,
og jafnvel þegar sambandinu við
Róm hafði verið slitið endanlega leit
hann samt ekki á lúthersku söfn-
uðina sem nýja kirkju. Orðið „lúth-
erskur“ var fundið upp af andstæð-
ingum Lúthers, en síðar var það
viðurkennt af meðhaldsmönnum
hans, sem hófu, einkum og sérílagi
eftir árið 1530, að kalla sig „hina
lúthersku“.
Lútherska kirkjan leggur allra
kirkjudeilda mesta áherslu á kenn-
inguna, svo að segja má með sanni,
að helgisiðirnir, kirkjuskipanin og
siðalögmálið víki allt fyrir henni.
Siðbreytingin, sem kennd er við
Lúther, tók fyrst og fremst til kenn-
ingarinnar. Það, sem lagt var til
grundvallar, var hvorki nýtt trúar-
samfélag eða breytt kirkjuskipan
eða þá breytingar á helgisiðum ell-
egar einhver nýr kristinn lífsstíll.
Aðalatriðið var hin nýja kenning
Marteins Lúthers, sem vissulega
fór í bága við kenningar rómversku
kirkjunnar, kenningin um hjálpræð-
ið, sem veitist manneskjunni fyrir
trúna eina, án verka.
Eftir Gunnar
Björnsson » Lútherska kirkjan
leggur allra kirkju-
deilda mesta áherslu á
kenninguna.
Gunnar Björnsson
Höfundur er pastor emeritus.
Um Lúther
Því hefur verið
haldið fram að raf-
eldsneyti, þ.e. vetni,
metan, metanól og
ammoníak, sé hvorki
góður kostur fyrir
farartæki hér innan-
lands né fýsilegt til
útflutnings vegna
mikils flutningskostn-
aðar. Auk þess er
fullyrt að fram-
leiðsluferlið gangi
hreinlega ekki upp
orku(nýtni)fræðilega
séð. Nokkuð er til í
því en það getur engu
að síður gengið vel
upp viðskiptalega svo
ekki sé talað um um-
hverfislegan ábata.
Sumir telja einnig
að orkuskipti í sam-
göngum muni krefjast
svo mikillar raforku
og svo stórtækra
virkjanaframkvæmda með nei-
kvæðum umhverfisáhrifum að það
sé ekki verjandi. Nefnd hefur verið
talan 18 TWh af raforku á ári, sem
svarar til um 2.000 MW í vatnsafli
eða jafnvel 5.000 MW í vindafli.
Það slagar hátt í allt sem virkjað
hefur verið á Íslandi hingað til.
Ekki er ljóst hvaða forsendur er
hér verið að miða við. Er átt við
allar vegasamgöngur, skipin og
flugvélarnar? Hvaða ártal? Svo
stórar tölur hrella og geta valdið
andófi gegn virkjunarfram-
kvæmdum, einkum vegna sjónar-
miða náttúruverndar.
Einnig er nefnt að það muni
sáralítið um slíkt framlag okkar á
heimsvísu, hlutur Íslands sé svo ör-
smár. Mikilvægt er þó að við verð-
um hrein og sýnum heiminum gott
fordæmi.
Framleiðsla og notkun rafelds-
neytis hér innanlands getur stór-
lega minnkað innflutning og útgjöld
þjóðarinnar vegna jarðefnaelds-
neytis og aukið mjög orkuöryggi
landsins. Það væri einnig afar
æskilegt út frá loftslags- og um-
hverfissjónarmiðum. Útflutningur á
rafeldsneyti væri í raun útfutn-
ingur á raforku. Einnig er um að
ræða eftirsóknarverðan geymslu-
möguleika á hreinni orku.
Vafalaust þarf að virkja talsvert
meira hér til að gera heildar-
orkuskipti möguleg – og jafnvel út-
flutning rafeldsneytis – a.m.k. ef
stóriðjan heldur velli hér áfram.
Við eigum enn góða möguleika á
því og ráðum vel við að virkja á
viðunandi hátt af fullri tillitssemi
við náttúruna og framtíðina. Land
undir virkjanir og orkumannvirki
er og verður aldrei nema örsmátt
brot af landflæmi Íslands og hinum
ósnortnu víðernum. Engum dettur
lengur í hug að virkja náttúru-
perlur!
Orkunotkun í farartækjum –
rafmagn/rafgeymar
Bílar í einkaeigu og minni farar-
tæki verða eflaust í mjög auknum
mæli rafknúin, þ.e. fá sína orku
beint úr raforkukerfinu og eru knú-
in áfram að mestu leyti af hleðslu-
rafgeymum og rafmótorum. Ísland
hefur algera sérstöðu hvað þessa
umhverfisvænu orkunotkun í sam-
göngum varðar (ásamt Noregi),
fyrst og fremst vegna hinnar
hreinu endurnýjanlegu vatnsorku,
og þar erum við þegar komin nokk-
uð áleiðis.
Hins vegar horfir allt öðruvísi
við með stærri fólks- og vöruflutn-
ingabifreiðar. Þar þurfa rafhlöður
að vera mjög stórar, fyrirferðar-
miklar og íþyngjandi, og hleðslu-
tími svo langur að það er varla
hagkvæmur kostur.
Einnig er hitunarþörf
á stóru farþegarými að
jafnaði mikil hér og til
þess er rafgeymaorka
óheppileg. Rafmagns-
vagnar hjá Strætó nota
t.d. díselolíu til upphit-
unar á farþegarými.
Metan
Þetta vandamál er
hins vegar ekki til
staðar í metanfarar-
tækjum. Þar verður til
nægur varmi til hit-
unar eins og í venju-
legum bensín- eða dís-
elbíl. Vandséð er líka
hvers vegna Strætó
ætti ekki að nýta met-
an frá eigin framleiðslu
sveitarfélaganna í
Sorpu/GAJA til að
knýja vagna sína og
fleiri farartæki. Það
gera þeir hjá SVA á
Akureyri frá sinni litlu
„sorpu“ þar. Norður-
orka knýr einnig alla sína bíla með
metani. Notkun fljótandi metans á
þungaflutningabíla fer nú vaxandi
víða í Evrópu þar sem þeir komast
mjög langt (1.500 km) á einni fyll-
ingu. Á því sviði þurfum við að
taka okkur á og gera það einnig
mögulegt hér. Byggja þarf upp við-
eigandi dreifikerfi.
Íslensk skip má einnig hæglega
knýja með innlendu rafeldsneyti í
framtíðinni og er nú þegar byrjað á
því annars staðar (Stena Line t.d.).
Ísland gæti orðið fyrirmynd ann-
arra á þessum vettvangi. Fullþróuð
tækni til notkunar á metani í bílum
og skipum er nú þegar fyrir hendi,
bæði fyrir fljótandi metan og gas.
Vetni
Vetnið er eitt og sér orkuríkasta
rafeldsneytið miðað við þyngdar-
einingu (ekki rúmmál) eins og sést
í meðfylgjandi töflu og er laust við
CO2-losun.
Orkuinnihald eldsneytistegunda,
kWh/kg
Vetni 33,3
Metan 13,9
Metanól 5,5
Ammoníak 5,2
Bensín 11,3
Dísel 1,8
Það er hins vegar afar vand-
meðfarið og viðsjárvert í flutningi
og dreifingu og því ekki mjög væn-
legur kostur að dreifa því eða flytja
út enn sem komið er.
Örfáir vetnisbílar eru skráðir hér
á landi eða um tíu alls og fáir í
notkun. Einn var fluttur inn á síð-
asta ári og einn í ár en þeir eru
enn mjög dýrir. Önnur notkun er
nánast engin þannig að þörfin fyrir
vetni hér á heimamarkaði er enn
hverfandi, nema þá ef væri til
framleiðslu rafeldsneytis þegar og
ef af því verður.
Líklegt virðist að vetnið sé væn-
leg lausn á loftslags- og orkumálum
heimsins til lengri framtíðar litið.
Verið er að þróa öruggari efna-
rafala í farartæki (til framleiðslu
rafmagns úr vetni) svo og öflugri
og hagkvæmari aðferðir við raf-
greininguna. Metan er þó líklega
mun vænlegri kostur í næstu fram-
tíð.
Ekki verður fjallað hér um fram-
leiðslu og eiginleika ammoníaks og
metanóls. Legg heldur ekki mat á
fýsileika rafeldsneytis fyrir flug-
vélar, en það er alfarið háð þróun
hjá flugvélaframleiðendum og sam-
þykki flugmálayfirvalda.
Eftir Guðmund
Pétursson
Guðmundur Pétursson
» Framleiðsla
og notkun
rafeldsneytis
hér innanlands
getur stórlega
minnkað inn-
flutning og
útgjöld þjóð-
arinnar.
Höfundur er rafmagnsverkfræð-
ingur, fyrrverandi verkefnisstjóri hjá
Landsvirkjun og nú forstöðumaður
Norður Renewables Iceland ehf.
Rafeldsneyti –
orkuskipti í
samgöngum