Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 20

Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 ✝ Jakob Fannar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1992. Hann lést 13. októ- ber 2021. Hann var sonur Rakelar Einars- dóttur og Sigurðar R. Sigurliðasonar. Bróðir Jakobs er Andri Freyr Jóns- son, fæddur 18. júlí 1996. námi. Hann lauk námi í flug- virkjun og starfaði sem slíkur hjá Icelandair. Hann var ævin- týragjarn og hafði ferðast út um allan heim. Jakob sinnti margskonar áhugamálum og félagsmálum af krafti, var t.d. í Björgunarsveit HSSK og síðustu árin í Odd- fellow. Sambýlismaður Jakobs er Björgvin Helgason. Þeir höfðu komið sér upp heimili að Garðs- horni í Hörgársveit. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju 26. október 2021 klukkan 15. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/KhknlDdAnhg Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Stjúpfaðir þeirra er Baldur Vil- hjálmsson. Hálfsystkini Jak- obs í Bandaríkj- unum eru Hanna Ragnar og Jett Ragnar. Jakob Fannar byrjaði ungur sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu, auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum með Elsku fallegi Jakob okkar. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlögin þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Mamma og Baldur. Í dag kveðjum við lífsglaða, fallega og frábæra gullmolann okkar. Heilsteyptur og tryggur vin- ur er fallinn frá. Hans verður sárt saknað. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Afi Einar og amma Rut. Jakob Fannar var einn af mínum bestu og traustustu vin- um, hann var alltaf til í allt, sama hvað. Það skipti ekki máli hvort það var að fara til New York með sólarhringsfyrirvara eða einfaldlega út í ísbúð, alltaf var Jakob til. Hann vissi öll mín leyndarmál og ég hans og alltaf þegar eitthvað bjátaði á gat maður treyst því að Jakob væri með kveikt á símanum sínum og myndi gefa góð ráð. Þegar ég lít yfir farinn veg okkar vinanna saman, er frá svo mörgu að segja en bestu og skemmtilegustu sögurnar eru víst varla birtingarhæfar í minningargrein í Morgun- blaðinu. Það sem tengdi okkur þó helst saman var áhugi okkar á ferðalögum. Við fórum víða og oftast var ferðin ekki plönuð með meira en nokkra daga fyr- irvara. Við fórum seinast sam- an til Baltimore á NFL-leik í janúar 2020. Það var ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í og mun ég búa að þeirri minningu sem og öðrum alla mína ævi. Við félagarnir geng- um einnig saman í Oddfellow- regluna árið 2019 og sá ég hvað hann naut sín í botn í þeim fé- lagsskap. Það er stórt skarð höggið í fimmtudaga hjá mér, en þá nýttum við til að fara saman út að borða fyrir fund í stúkunni þegar Jakob kom að norðan. Þann 26. september síðast- liðinn skírðum við Erna litla strákinn okkar og var Jakob skírnarvottur drengsins. Verð ég ævinlega þakklátur fyrir að þeir hafi fengið tækifæri til þess að eiga þá tengingu og mun ég halda minningu Kobba frænda á lífi við litla Magnús minn. Ég er einnig mjög þakk- látur fyrir stundina sem þeir vinirnir áttu saman hér á heim- ili okkar föstudaginn fyrir and- látið en þá bauðst Jakob til þess að sitja með stráknum á meðan ég skaust frá að sækja mömmuna. Það kom mér mikið á óvart þegar sonur okkar fæddist hvað Jakob hafði ótrú- legt lag á börnum en litla kveisubarnið snarhætti að gráta um leið og hann var kom- inn í fangið á Kobba frænda. Það gerir mig óendanlega sorg- mæddan að vita að stundir okk- ar saman verði ekki fleiri en ég mun gera mitt til að halda minningunni um yndislegan dreng á lífi. Guð geymi þig, elsku dreng- urinn minn. Lífið er yndislegt. Heiðar Smith. Elsku Kobbi sinn. Fyrir átta árum fangaðir þú þrjú hjörtu á svipstundu. Vinátta okkar hef- ur alla tíð síðan einkennst af kærleika, trausti, einlægni, um- hyggju og hlátri. Við munum ávallt varðveita allar þær minn- ingar sem þú gafst okkur. Allar þær samræður sem áttu sér stað í bíltúrunum, Hilton-hitt- ingarnir, heimsóknirnar á bar- inn til okkar og allir viðburð- irnir sem við náðum að draga þig á með okkur. Þú passaðir alltaf svo vel upp á okkur og gafst þér alltaf tíma til að vera til staðar. Þegar fréttirnar bárust var eins og veröldin hefði hrunið og mikill tómleiki í hjarta okkar tók við. Söknuðurinn er ólýs- anlegur, á hverju horni sjáum við eitthvað sem minnir á þig en á sama tíma á þá staðreynd að þú ert farinn. Við munum þó ávallt geyma þig innst við hjartarætur og vitum að sama hvað bjátar á verður þú alltaf með í för hvert sem leiðin ligg- ur. Lífið var yndislegt með þér. Í söknuði dvelja dökkir skuggar sem þunga setur í brjóst. En lýsast upp þessir dimmu gluggar er ég minnist þess hvernig þú hlóst. Það er mun betra að minnast þess hve ljúft mitt líf var með þér. Og alltaf áttu þinn fasta sess merktan þér í hjarta mér. (Gunnhildur Erla) Þínar að eilífu, hepp hepp, Ástrós, Dagmar og Gunnhildur. Okkur setur hljóð við váleg tíðindi og yfir streyma góðar minningar um glaðlegan og skemmtilegan dreng. Jakob Fannar vinur okkar er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Jakobi í gegnum son okkar Heiðar, en þeir voru vinir og gott ef ekki var hann í jólasveinabúningi þegar við sáum hann fyrst. Þegar hann kom til að heim- sækja Heiðar leit hann alltaf við hjá okkur og leyfði okkur að fylgjast með öllu sem hann var að gera. Sagði okkur frá náminu í flugvirkjun og sögur úr vinnunni. Árið 2019 kom hann að máli við mig og lýsti áhuga á að ganga í Oddfellowregluna og var mjög gaman að fylgja hon- um þar inn, stoltu glæsimenni í kjólfötum. Þarna var maður sem virkilega var tilbúinn að taka þátt í uppbyggilegu fé- lagsstarfi og gefa vel af sér til náungans. Stundaði hann stúk- ustarfið vel og tók strax þátt af heilum hug í öllum þeim verk- efnum sem honum voru falin. Hann gaf okkur afurðir úr sveitinni fullur af gleði, með sögum þar sem hann fann ham- ingjuna með Björgvini eftir að hafa misst vinnuna vegna Co- vid-faraldursins. Þar gekk hann með jákvæðni og áhuga til allra starfa hvort sem það var að rækta kartöflur, fagna lömbum í heiminn eða að fóstra kiðling inni hjá sér. Sögurnar voru endalausar. Þegar sonur Heiðars og Ernu var skírður tók hann stoltur að sér það hlutverk að vera skírnarvottur nafna míns og á þeim stutta tíma sem lið- inn er flaug hann oft suður sér- staklega til að veita allan þann stuðning sem hann átti til og að líta til með litla vini sínum en þar sýndi hann takta sem hann væri fullnuma ljósmóðir í með- höndlun á guðssyni sínum. Genginn er heill og góður drengur alltof fljótt. Við vottum okkar innilegustu samúð til Björgvins og fjöl- skyldunnar og allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Jakobs Fannars. Guð geymi þig elsku vinur, minningin um góðan dreng og Oddfellowbróður lifir. Magnús Smith og Ólöf Inga. Vorið 2008 stóðu mótmæli vörubílstjóra sem hæst. Þetta voru stórtíðindi á Íslandi, ein háværustu mótmæli í langan tíma. Ljósmyndarar Morgun- blaðsins voru á vettvangi þegar mest gekk á og þannig var því einnig farið með dökkhærðan grannvaxinn ungling sem fylgd- ist af athygli með fagmönnun- um að störfum og myndaði sjálfur í gríð og erg. Það var einmitt við þetta tækifæri sem Júlli hitti Kobba fyrst. Og það var frá fyrstu kynnum augljóst að ungi maðurinn hafði metnað fyrir því að verða fréttaljós- myndari og það áræði sem til þurfti. Fyrstu myndirnar eftir hann voru birtar í Mogganum um þetta leyti. En hann varð þó að bíða eftir því að fá vinnu við sumarafleysingar því fyrst varð hann að taka bílprófið! Ári síðar var hann mættur upp á Mogga með ökuskírteinið í vasanum. Gekk með Júlla um ritstjórnina og brosti feimnis- lega til allra sem hann átti eftir að vinna með næstu vikurnar. Kominn með draumastarfið en eflaust kvíðinn meðal „risanna“ – hinnar samrýndu ljósmynda- deildar sem skartaði bestu fréttaljósmyndurum landsins. Það var draumur að vinna með Kobba. Hann var viljugur til allra verka og sérlega vand- virkur. Vildi læra og það hratt. Hann var einstaklega hógvær en það fór ekkert á milli mála hvað það gladdi hann að fá hrós fyrir myndirnar sínar enda voru þær sumar valdar til að vera á útsíðum blaðsins. Þá kom þetta fallega blik í augun, sem okkur fannst alltaf svo ein- kennandi fyrir hann. Sumrin hans á Mogganum urðu tvö en hann var þar þó viðloðandi í mörg ár. Kom margsinnis með ábendingar enda með gott fréttanef og sendi fréttastjórum myndir af vettvangi ýmissa atburða. Oft á undan nokkrum öðrum. Á júníkvöldi árið 2014 steig reykur til himins úr Skeifunni. Jón Pétur Jónsson, fréttastjóri á mbl.is, var á kvöldvaktinni er ábendingar og myndir af reykj- Jakob Fannar Sigurðsson Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG STEINGRÍMSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn miðvikudaginn 13. október. Útför fer fram frá Neskirkju föstudaginn 29. október klukkan 13. Blóm afþökkuð, látið líknarstofnanir njóta. Jóhannes Long Ása Finnsdóttir Guðlaugur Long Anna Jónsdóttir Steingrímur Long Hrefna Sigurðardóttir Ásta Long Örlygur Ásgeirsson Árni Long Sigurveig Ólafsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, KOLBRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á líknardeildinni í Kópavogi föstudaginn 15. október. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Valdimar Friðrik Einarsson Eygló Þorkelsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA SIGRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. október klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Grundar fyrir frábæra umönnun. Olga Sigríður Marinósdóttir Gunnar Örn Jakobsson Friðjón Albert Marinósson Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir Gunnlaugur Marinósson Magnea Guðný Hjálmarsdóttir Rúnar Örn Marinósson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, JÓN BRYNJÓLFSSON, Sóltúni 10, lést 11. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sjöfn Ólafsdóttir börn, barnabörn, tengdabörn og systir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA PÉTURSDÓTTIR, Dalseli 20, Reykjavík, andaðist laugardaginn 16. október á Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. október klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild B7 Landspítala Fossvogi. Guðrún Guðbjartsdóttir Guðjón Þ. Sigfússon Kristinn H. Guðbjartsson Laufey Ó. Hilmarsdóttir Álfheiður J. Guðbjartsdóttir Olaf Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans móðir mín, tengdamóðir, systir, mágkona, frænka og kærleiksljós fjölskyldu og vina, ÁSLAUG M.G. BLÖNDAL, lést fimmtudaginn 7. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björg Catherine Blöndal Þorkell Ragnar Grétarsson Guðmundur Blöndal og fjölskylda Haraldur G. Blöndal María Aldís Kristinsdóttir og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR BERGMANN JÓNSDÓTTIR, Þingholtsstræti 13, Reykjavík, lést fimmtudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. október klukkan 15. Valtýr Guðmundsson Oddur Már Gunnarsson Sólveig Kr. Bergmann og aðrir ástvinir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.