Morgunblaðið - 26.10.2021, Síða 21
arbólstrunum fóru að berast.
En það var ekki fyrr en Kobbi
hringdi af vettvangi og sendi
myndir úr návígi að ljóst var
að þetta var stórbruni. Fyrst-
ur með fréttirnar – fyrstur
með nærmyndirnar.
Ritstjórn mbl.is hlaut tæpu
ári síðar blaðamannaverðlaun
fyrir umfjöllunina um Skeifu-
brunann. Við létum hann strax
vita af tíðindunum og þökk-
uðum honum fyrir hans mik-
ilvæga þátt. Eins og alltaf
þakkaði hann fyrir af hógværð
en hló þegar við sögðumst enn
hafa hann grunaðan um að
hafa kveikt í, svo snöggur
hefði hann verið á vettvang.
Kobbi hélt áfram að taka
myndir en ástríða hans leitaði
í aðrar áttir og hann fór utan í
flugvirkjanám. Vinátta okkar
hélst áfram og við fylgdumst
bæði stolt með honum í nýjum
verkefnum, fallega drengnum
með þægilegu nærveruna, ró-
lega fasið, hlýju augun og
feimnislega brosið.
Ástvinum Jakobs Fannars
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Hann var
sannarlega gulldrengur.
Sunna Ósk
Logadóttir og
Júlíus Sigurjónsson.
Elsku hjartans Jakob Fann-
ar minn.
Þú birtist glaðbrosandi og
sóttir um vinnu sem dyravörð-
ur hjá mér, allt of ungur en
svo sætur og mikið krútt að þú
varst ráðinn á staðnum. Og
þrátt fyrir allt of ungan aldur
sannaðist það fljótt að þú varst
hörkuduglegur, sniðinn í starf-
ið og einstaklega vinsæll. Með
tímanum þróaðist með okkur
mjög sérstök vinátta bæði í og
utan vinnu. Við hittumst oft og
okkar „thing“ var að heilsast
með kallinu halló og faðmast.
Þegar NASA var lokað hjálp-
aðir þú mér að tæma staðinn
og varst mín stoð og stytta,
stappaðir í mig stálinu og
sagðir: „Ingólfs (eins og þú
kallaðir mig oft), þetta verður
allt í lagi,“ og upphófst ferða-
sumarið mikla ásamt öðru
NASA-staffi og vinum. Við
keyrðum út um allt og áttum
ógleymanlegar stundir öll
saman. Ég og þú héldum
áfram að hittast af og til í bur-
ger. Síðast þegar við heyrð-
umst töluðum við um að nú
væri kominn tími á burger, af
því verður víst ekki.
Ég vaknaði fyrir tveimur
vikum og varð hugsað svo mik-
ið til þín.
Elsku Kobbi minn,
gulldrengurinn af NASA, ég
skil ekki af hverju þú ert far-
inn. Megi góður Guð taka á
móti þér opnum örmum. Ég sé
þig fyrir mér þarna uppi með
þitt fallega bros og útréttan
faðminn, með Bono þér við
hlið.
Megi góður Guð veita
mömmu þinni, stjúpa og þín-
um nánustu styrk á þessum
erfiða og óskiljanlega tíma.
Hvíldu í friði, gulldrengurinn
minn, og okkar allra.
Kveðja, þín
Ingibjörg (Inga) á NASA.
Við systur vorum sannar-
lega heppnar þegar stóri bróð-
ir okkar kynntist henni Rakel
sinni. Ekki einungis eignuð-
umst við góða vinkonu, heldur
fylgdu henni tveir ungir fal-
legir drengir sem bættust við
glæsilegan barnahóp fjölskyld-
unnar. Ríkidæmið okkar.
Jakob og Andri urðu strax
órjúfanlegur hluti af því, bróð-
ursynir okkar og frændur
barnanna okkar.
Jakob ljúfur, myndarlegur,
örlítið hlédrægur og mátulega
stríðinn. Hann kunni að gleðj-
ast og gleðja aðra, upplifa
augnablikið og hrífa aðra með
sér. Hann var duglegur að
ferðast og njóta lífsins. Með
honum urðu jólaboðin ævintýri,
því hann sá alltaf til þess að
jólaveinarnir mættu til að
gleðja börn og fullorðna. Þá
glitti sko í stríðnispúkann og
Baldur bróðir varð að gjöra svo
vel að hlýða Skyrgámi, standa
uppi á stól og syngja með jóla-
lögunum, en það þótti börnun-
um fyndið. Og okkur reyndar
líka.
Það var upplifun að kíkja í
heimsókn í Garðshorn til þeirra
Jakobs og Björgvins. Þar fengu
börnin okkar að kynnast sveit-
inni þeirra, sjá nautgripi,
klappa nýköstuðum folöldum,
geitum og heimalningum. Og
Jakob alltaf þolinmóður með
bros á vör.
Það er svo sárt að þurfa að
horfast í augu við okkar
stærsta ótta í lífinu. Við höfum
misst úr ríkidæminu okkar, eitt
sæti er autt til framtíðar.
Elsku hjartans Björgvin,
Andri, Rakel og Baldur, Villi,
Steinþór, Einar og Rut, og við
öll sem þekktum og elskuðum
Jakob, sársaukinn verður alltaf
til staðar og við stöndum
frammi fyrir því erfiða verkefni
að læra á lífið án Jakobs, en við
lofum honum að halda áfram og
kenna börnunum okkar að
njóta, upplifa augnablikið og
trúa á jólasveinana.
Laufey, Þórey og Arney.
Kæri vinur minn. Í dag kveð
ég þig í hinsta sinn. Ég hef
undanfarið verið að lesa geng-
um gömul skilaboð okkar á
milli og hugsa um liðna tíma.
Hversu mikilvægt það var mér
að þú sýndir mér alltaf að vin-
átta okkar var góð, sterk og
traust, sama hversu mikið gekk
á í lífinu.
Ég kynntist þér fyrst þegar
þú varst að vinna á Nasa og um
tíma unnum við mikið saman.
Við tókum svo sannarlega þátt í
ýmsu misgáfulegu en það sem
eftir situr eru góðar minningar
um þig og vináttu þína.
Hugmyndaflug þitt og að-
dráttarafl þegar kom að því að
draga mig og fleiri úr húsi var
magnað. Mér leið vel í návist
þinni og vona ég innilega að til-
finningin hafi verið gagnkvæm.
Mér er búið að vera afar minn-
isstæð ferð sem við fórum í
saman til Selárvíkur fyrir
nokkrum árum. Ferðina sjálfa
hef ég hugsað minna um en
ferðalagið þangað. En þú varst
förunautur minn í 9-10 tíma
akstri sem innihélt ratleik, rat-
leik sem þú ætlaðir að vinna.
Má segja að þetta hafi verið
með betri rúntum sem ég hef
farið á og átt þú heiðurinn af
því. Leiðin til baka snerist ekki
um ratleik, en þá töluðum við
saman alla ferðina. Mér fannst
ég þá fyrst kynnast þér fyrir
alvöru.
Síðan hefur margt gerst,
tíminn og lífið dregið okkur í
ýmsar áttir, en mikið var alltaf
gaman að rekast á þig og
spjalla. Þú sagðir mér frá öllu
sem þú hafðir verið að bardúsa
með bros á vör allar stundir.
Spurðir hvernig væri með mig,
hvort þú gætir eitthvað fyrir
mig gert, hvort mig gæti vant-
að eitthvað frá þér. Mikið sem
mig myndi langa að eiga eitt
svona spjall við þig aftur kæri
vinur minn.
Ég vil að endingu kveðja þig
með hluta úr ljóði, ljóði sem
kom í huga minn um leið og ég
heyrði að þú hefðir nú kvatt
þennan heim.
Hvert andartak verður að ári
hver einasta hugsun að sári
hver tilfinning að tári.
Reyni samt að dreyma
opna nýja heima
sorgum virðist erfitt að gleyma
(Davíð Stef.)
Góða ferð elsku Jakob, takk
fyrir allar góðu stundirnar og
vináttuna.
Tjörvi Guðjónsson.
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlát-
um og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og
þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum
en auk þess geta áskrifendur lesið
minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila
sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar
gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar-
greinar
Hægt er að lesa
minningargreinar,
skrifa minningargrein
ogæviágrip.
Þjónustu-
skrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki
sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum.
Gagnlegar
upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti
fyrir aðstandendur
við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021