Morgunblaðið - 26.10.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Límtré
• Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré
• Hægvaxið gæðalímtré
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
„EF TIL VILL ER LAUS STAÐA Í
TÆKNIDEILDINNI OKKAR. ÉG GET SÉÐ
ÞAÐ UM LEIÐ OG HELVÍTIS SÍÐAN
OPNAST.“
„ÉG FINN EKKI SPJALDIÐ HANS. ER ÞAÐ
UNDIR „B“ FYRIR BRJÁLAÐI EÐA „H“
FYRIR HESTUR?
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að flýta sér heim.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR, ÉG HLÓÐ NIÐUR NÝJU
MEGRUNAR-APPI. ÞÚ TEKUR
BARA MYNDOG ÞAÐ SEGIR ÞÉR
FITUINNIHALDIÐ SMELL
JÆKS!
HEPPNI EDDI! FJARLÆGÐU
FLÍSINA ÚR FÆTINUM Á
MÉR FYRIR MIG!
ÉG ER EKKI RÉTTI
MAÐURINN Í VERKIÐ!
ÉG GET EKKI HALDIÐ ANDANUM
NIÐRI Í MÉR NÓGU LENGI!
MANNAUÐS-
STJÓRI
ÆTLAR ÞÚ
AÐ BORÐA
ÞENNAN?
höfum líka brennandi áhuga á tónlist
og kvikmyndum. Við lifum á spenn-
andi tímum. Það er svo margt sem
hægt er að njóta gegnum streymis-
veitur og hefur verið dýrmætt á tím-
um covid-19, en auðvitað söknum við
ferðalaga.
Það þarf að halda heilsunni í lagi
með góðri hreyfingu og þar er
skemmtilegast af öllu að æfa ballett
með Silfursvönum í Ballettskóla
Eddu Scheving. Ég stundaði ballett í
Listdansskóla Þjóðleikhússins frá
10-15 ára og tók upp þráðinn eftir 55
ár. Ef heilsan er góð eru efri árin
innihaldsrík. Mesta gleði og ham-
ingju veita barnabörnin, fjögur stór-
veldi á aldrinum 10-25 ára.
Fjölskylda
Eiginmaður Ásdísar er Erlendur
Sveinsson, f. 18.12. 1948, kvik-
myndagerðarmaður og fv. forstöðu-
maður Kvikmyndasafns Íslands.
Þau búa í Hafnarfirði, gamla suður-
bænum. Foreldrar Erlends voru
hjónin Sólveig Erlendsdóttir, f. 9.3.
1930, d. 3. 1. 1982, húsmóðir, og
Sveinn Björnsson, f. 19.2. 1925, d.
28.4. 1997, listmálari, búsett í
Hafnarfirði.
Börn Ásdísar og Erlends eru: 1)
Hlín, f. 7.8. 1971, fiðluleikari og
kennari, búsett í Reykjavík. Maki:
Bogi Reynisson, f. 1.3. 1976, hljóð-
maður; 2) Hallur, f. 19.7. 1974, há-
skólanemi, búsettur í Hafnarfirði,
ókvæntur.
Barnabörnin eru Fidel Atli, f.
1996, Daníel Fróði, f. 2004, Sóley
María, f. 2008, Bragi, f. 2011.
Systkini Ásdísar eru Hrefna Eg-
ilsdóttir, f. 11.8. 1956, leikskólakenn-
ari, búsett í Reykjavík, og Dagný
Egilsdóttir, f. 18.2. 1959, skrifstofu-
stjóri, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Ásdísar voru hjónin
Erla Sigurjónsdóttir, f. 16.5. 1928, d.
10.1. 2008, sjúkraliði, og Egill Val-
geirsson f. 5.3. 1925, 2. 19.6. 2012,
hárskeri, búsett í Teigahverfinu í
Reykjavík.
Ásdís Egilsdóttir
Kristján Eggertsson
bóndi í Dalsmynni í Hnappadalssýslu
Guðný Guðnadóttir
húsmóðir í Dalsmynni
Valgeir Kristjánsson
klæðskeri í Reykjavík
Kristín Benediktsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Egill Valgeirsson
hárskeri í Reykjavík
Benedikt Benediktsson
bóndi á Sauðhúsum
Þorbjörg Jóhannesdóttir
húsmóðir á Sauðhúsum í Laxárdal, Dal.
Guðmundur Jónsson
bóndi á Eyrarbakka
Kristín Brynjólfsdóttir
húsmóðir á Eyrarbakka
Sigurjón Guðmundsson
verkstjóri í Reykjavík
Kristjana Guðmundsdóttir
húsmóðir í Kópavogi
Guðmundur Guðmundsson
sjómaður á Hrauni
Kristín Aðalsteinsdóttir
húsmóðir á Hrauni í Dýrafirði
Ætt Ásdísar Egilsdóttur
Erla Sigurjónsdóttir
sjúkraliði í Reykjavík
Kristján Karlsson yrkir:
Með tilfinning mjúka sem tekk
hún tíndi úr orðskviðasekk
alla bragðverstu mola
sem við börn megum þola
og brosti eins og kerti í trekk.
Pétur Stefánsson skrifar mér:
„Nú þegar vetur gengur í garð
verða til svona vísur“:
Kominn vetur, kólnar tíð,
kveð ég sumardaga.
Brátt mun nöpur norðanhríð
nísta menn og plaga.
Á Boðnarmiði birtir Gunnar J.
Straumland þessar stökur „Úr heil-
ræðabálki“:
Allra mest við eygjum flest
ótal bresti náungans.
Mannsins lesti munum best
mitt í verstu stundum hans.
Tungukorða temja skal,
taum og skorður finna.
Gaspur forðast, göfga tal,
gæta orða sinna.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir birt-
ir „Eitt gamalt haustkvæði“, gull-
fallegt:
Ljóskeilur bílanna lýsa upp fannbarða
kletta
litlar stjörnur úr frosthörðum mosanum
spretta
og uppúr veganna ís.
Þvílíkar stjörnur og norðurljós næstum
of skær.
nú verður dagurinn aftur skemmri en í
gær
Ég heyri og finn hvernig frýs.
Nótt eftir nótt hefur vindurinn sungið
sinn söng.
Söngskemmtun vinda er dulúðug
mögnuð og löng
en oftast með óþíða hljóma.
Í suðri er ljósrönd að breytast úr bláu í
rautt
blómið á rúðunni ljómar, þó það sé
dautt
í frumskógi frosinna blóma.
Friðrik Steingrímsson segir:
„Þessi var fyrirsögn á mbl.is:
Bjargar Adam og Evu“:
Er um málin þrotlaust þvargað
þó má segja bless,
því Adam verður ekki bjargað,
Eva sá til þess.
Gunnar Hólm Hjálmarsson segir
„Svo á himni sem á jörðu“:
Upp til himna er ég sný
andans býður gróði
og skatturinn kemst ekki í
alla mína sjóði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kerti í trekk og
nöpur norðanhríð